Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR 23. APRIL1983.
Sagan um Frank Sinatra er sagan
um fátæka drenginn frá Hoboken, New
Jersey, sem kom, sá og sigraði. Sagan
um milljónamæringinn sem byrjaði
sem blaðburðardrengur og íþrótta-
fréttamaður áöur en hann fékk stóra
tækifærið. Hann er allt í senn: elskaður
fyrir söng sinn, gagnrýndur fyrir sam-
band sitt við Mafíuna og hataður fyrir
hrokasinn.
„Þaö er ýmist i ökkla eða eyra með
Frank, þú annaöhvort hatar hann eöa
elskar,” er haft eftir breskum tón-
listargagnrýnanda.
Frank Sinatra er maðurinn sem eys
skömmum yfir blaðamenn, kýlir ljós-
myndara kalda — eða leggur á sig
langferð til að heimsækja heimili fyrir
munaðarlaus börn. Hann er gersam-
lega óútreiknanlegur.
Ekki fyrir ýkja löngu kom út bók um
Frank Sinatra, The Frank Sinatra
„Þó maöur taki i hönd einhvers manns
i einhverjum klúbbnum þýðir það ekki
að viðkomandi sé nánasti vinur
manus, eða er það.. . ?”
Scrapbook heitir hún. Við flettum bók-
inni.
Mafía og stórpólitík
Mafía og stórpólitík. Frank Sinatra
á hagsmuna að gæta á báðum stöðum.
Sérstaklega hafa ásakanir um tengsl
hans við Chicago-mafíuna veriö hon-
um óþægur ljár í þúfu.
— Hvaö segir hann sjálfur um þær
ásakanir?
„Þótt maður taki í hönd einhvers
manns í einhverjum klúbbnum þýöir
þaö ekki að viðkomandi sé nánasti vin-
ur manns, eða er það?”
Það er alveg greinilegt að Frank
finnst það erfiður biti að kyngja, þessi
eilífi söngur un tengsl hans við Mafí-
una. Svar hans þar að lútandi, semhér
aö ofan greinir, er eina svarið sem
hann hefur gefið í gegnum tíðina ef
spurt hefur verið. Og hvað sem öðru
líður hefur aldrei nokkurn tíma verið
hægt að hanka Frank á nokkru eöa
færa nokkrar sönnur á tengsl hans viö
Mafiuna.
I byrjun sjöunda áratugarins varð
allt að gulli í höndum Sinatra. Þá stóö
hann í ýmsum „forretningum” og
hann þénaöi mikla peninga. Það var
einkum í spilabænum Las Vegas, sem
Frank þreifaði fyrir sér. Hann keypti
sig inn í hið fræga Sands Hotel. Hann
eignaöist spilavíti og græddi á tá og
fingri. Allt lék í lyndi.
En þá var það aö einhver kærði Sin-
atra. Sagði að hann sæist oftar og oftar
í félagsskap Sam Giancanna mafíu-
foringja. Þegar þessi kæra kom fóru
yfirvöld í Las Vegas að íhuga hvort
ekki ætti að loka spilavítum Sinatra ef
þetta væri rétt. Ákveðiö var að láta
nefnd í málið, sem skyldi kanna hvort
eitthvað væri hæft í þessum áburði. En
ekki kom til þess því aö Sinatra kom
sjálfviljugur og skilaði leyfunum fyrir
spilavítunum...
John F. og Sinatra
Þegar John F. Kennedy var kjörinn
Frank Sínatra
Skín
skiírír
Frank Slnatra, dýrkaður skemmtikraftur, en hefur mikið verið gagnrýndur fyrir
líkleg tengsl sín við undirheima Ameriku.
FIMSRT HUGVIT
STRÖMBERG
hardbýll
nauuru
stæðum svo scm
raka og ísingu.
STRÖMBERGs r
rafbúnaður vinnu
Sib'eriu sem ofsah
Stærsti hluti fram
i yfir 60 töndum
1?v: