Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Qupperneq 6
6 DV. LAUGARDAGUR 23. APREL1983. forseti Bandaríkjanna fékk Frank Sinatra þaö hlutverk aö skipuleggja skemmtidagskrá, í samráöi viö forset- an, daginn sem hann var settur inn í embætti. Þaö var mikill heiöur, sem Sinatra hlotnaðist þar, en þaö var stutt gaman og skemmtilegt. Um leið og John F. náöi kjöri setti hann bróður sinn, Robert, dómsmála- ráöherra. Sá síöamefndi fékk þaö verkefni að hreinsa til alls kyns svarta- markaðsbrask og spillingu. Ennfrem- ur skyldi hann kæfa öll hugsanleg hneyksli er upp ky nnu að koma, strax í fæðingunni. Sem sagt þegar Sinatra var í óöa önn að undirbúa skemmtidagskrána kom Edgar B. Hoover, aöalmaöur FBI, æðandi inn á skrifstofu John F. Ástæö- an var kvensa ein, Judith Campbell Exner aö nafni, sem sögö var í nánum kynnum viö forsetann nýja. Það haföi komið í ljós, aö Judith haföi áöur veriö náin vinkona Sinatra og síöar Sam Giancanna, mafíuforingjans. Um tíma haföi hún veriö í tygjum bæöi viö John F. og Giancanna. Hoover vissi að Judith haföi hringt í John F. aö meðal- tali 3—4 sinnum í viku og hann átti segulbandsupptökur af samtölum þeirra, en þegar hann komst aö því að hún væri einnig aö hringja til Giancanna varöaðgeraeitthvað. Nixon og Sinatra Ekki nóg meö þaö. Úr því aö Judith hafði veriö í slagtogi meö Sinatra varö einnig hann aö víkja úr kunningjahópi forsetans. En þaö var ekki svo auðvelt. John F. haföi nefnilega skömmu áöur gefið út opinbera tilkynningu um aö næstu helgi ætlaöi hann aö eyða á heimili Frank Sinatra, þessa gamla vinarsíns. Sinatra haföi þegar undirbúiö komu forsetans. Meöal annars haföi hann látið útbúa lendingarstað fyrir þyrlu forsetans rétt viö húsdymar til aö geta tekið nógu myndarlega á móti gesti sínum. Til mikilla vonbrigöa fyrir Sin- atra hætti John F. allt í einu viö heim- sóknina. Þess í staö var gefin út til- kynning þess efnis aö forsetinn ætlaöi aö eyöa helginni meö Bing Crosby! Sinatra fyrirgaf John F. Kennedy þetta aldrei. Hann reiddist svo, aö viö næstu kosningar vatt hann sínu kvæði í kross og studdi repúblikana. Þegar þetta var, var Ronald Reagan aö reyna aö ná endurkjöri sem fylkis- stjóri Kaliforníu. Sinatra var kosningastjóri Reagans... meö góöum árangri. Tveimur árum síöar studdi Sinatra Richard Nixon meö ráöum og dáö leið- ina að forsetastól Bandaríkjanna. Sinatra var launaö meö því aö fá að syngja viö móttökur í Hvíta húsinu. En svo kom Watergate-hneykslið eins og þruma úr heiðskíru lofti. I kjölfar þess beindist enn ljósið að Sinatra. Hann var kallaður til yfir- heyrslu þegar dæmdur mafíumaður, Joseph Barboza, sagöi Sinatra vera einn frammámanna Mafíunnar. Enn sem fyrr sannaöist ekkert á FrankSinatra. Reagan og Sinatra Og þá var komiö aö Reagan. Sinatra Sinatra kemur fyrir rétt í New Jersey árið 1970 vegna ásakana um tengsl við Mafíuna. Með honum er iögfræðingur hans, Bruce Kaufman. Liðin tið. Sinatra og Jackie Kennedy koma saman til veislu. Sinatra lengst til vinstri, Lyndon B. Johnson fyrir miðju og John F. Kennedy annar frá hægri. Kennedy lýsti yfir vinslitum við Sinatra vegna Mafíutengsla þess síðarnefnda. Ronald og Nancy Reagan eru í miklu vinfengi við Frank Sinatra. Oft hafa þau verið beðin um að slita vinskapnum við söngvarann en þau hafa látið það sem vind um eyrun þjóta. Frank Sinatra var einn þeirra sem hvað mestan þátt átti i því aö koma Nixon í Hvíta húsið. Blaðburðardrengiir íþrðttafréttamaður súperstjarna „Sem barn bjó ég viö þröngan kost. Þaö voru eilíf slagsmál á göt- um. Ég tók þátt í þeim af lífi og sál. Mér var nefnilega alltaf strítt, bæöi vegna þess hversu lágvaxinn ég var og vegna ítalsks uppruna míns. Ég slóst til aö sýna þessum köppum í tvo heimana og aö ég væri einhvers megnugur. En ekki leið á löngu þar til ég sá aö slagsmál voru ekki leiðin til aö koma sér áfram. Mér skildist aö ég yröi að læra eitthyað, veröa eitthvað....” Svosegist Frank Sinatra frá en í skóla gekk honum ekki vel. Hann læröi aldrei heima en 13 ára gamall var hann ákveðinn í hvaö hann ætlaði að verða: söngvari og fyrirmyndin varBingCrosby. Félagar hans hlógu aö honum og sögðu hann draumóramann. I dag er þaö Frank sem hlær aö þeim. Þegar Frank var á sínum yngri ár- um notaði hann hvert tækifæri til að vekja á sér athygli. Hann söng hvar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.