Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Side 12
12 DV. LAUGARDAGUR 23. APRlL 1983. Vatnajöknll: TORRÆÐ VIÐATTA Vatnajökull er stór! Af Háubungu sér á Öræfajökul, meira en fimmtiu kilómetra iburtu. Ef við þektum allt ísland með þrjátíu til f jörutíu metra þykku íslagi, þætti það vafalaust mikill ís. ísmagnið væri þó ekki meira en svo að það dygði rétt til þess að mynda Vatnajökul í núverandi mynd: isskjöld (hveljökul) sem er rúmlega átta þúsund ferkílómetrar að flatarmáli og tvö hundruð til þúsund metra þykkur. Vatnajökull er einstakur heimur — sá landshluti sem kemst næst þvi að vera „land í landinu”. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur, vanur fjallgöngumaður og jöklafari, ætlar að segja okkur sitt lítið af hverju um þennan undraheim í eftirfarandi orðum og myndum. Leyndarhula hvíldi lengi yfir Vatna- jökli. Framan af íslandsbyggð var hann nokkru minni en nú og hét Klofa- jökull. Sums staðar munu hafa verið gönguleiöir yfir jökulinn og snjólaus skörð og alls ekki víst að miðalda- mönnum hafi stafað jafnmikil ógn af „snjófjöllunum ógurÚgu” og búand- fólki seinni alda. Reyndar könnuðu menn alls ekki Vatnajökul, svo vitað sé, en gengu yfir hann milli vera eöa sýslna og skemmtu öðrum með sögum um dularfulla dali, gróðurvinjar, jötna og eldspúandi fjöll í Vatnajökli. Til, dæmis spunnust margar sögur um Grímsvötn. Þórður Vídalín (1662—1742) var einn fyrsti fræðimaður heims sem ritaði um jökla. Er sumt nýtilegt í skrifum hans en hann hélt þó aö jöklar mynduöust úr snjó fyrir áhrif saltpéturs í loftinu. Sveinn Pálsson (1762—1840) skrifaði merkt jöklarit, lýsti t.d. jöklaskriði og gekk fyrstur manna á Öræfajökul og Eyjaf jaUajökul, svo að vitað sé. VatnajökuU var ekki kortlagöur fyrr en á öndverðri þessari öld — af dönskum og norskum hermönnum. Nokkur svæði voru ekki mæld upp fyrr en ef tir seinni heimsstyr jöldina! Nú vita menn margt um Vatnajökul, ekki hvað síst vegna starfsemi Jöklarannsóknarfélags tslands þar sem þeir komu við sögu Jón Eyþórsson veðurfræðingur og Sigurður Þórarins- sonjarðfræðingur. ísinn margræði ts er merkilegt efni. Hann harðnar t.d. ótrúlegameð auknu frosti en getur samt afmyndast undir þrýstingi. Isinn leitar undan halla eins og þykkt deig og þunn skel efst springur þannig að 20— 40 m djúpar sprungur myndast eftir allflóknu mynstri. Jökulís skríður langt niður fyrir snælínu (upp aö þeirri hæðarlínu hverfur allur snjór á sumrin) og bráðnar þar stóran hluta Ef ísmagnið sem leitar til hliðanna niður fyrir snælínu er meira en ísmagnið sem bráðnar ganga allir skriðjöklar fram. Nái ísskriðið niður fyrir snælinu ekki að bæta fyrir bráðnunina hopa jöklar eins og þeir A . ■* Upptök Virkisjökuls í Öræfajökli — „ijöklinum hljóma dauða djúpar sprungur ILjósm. Ari Trausti Guðmundsson.) gerðu á árunum 1920—1970. Auk stööugs skriðs koma stundum svo- nefnd framhlaup í skriöjökla. Þá tífaldast skriðhraðinn eða meir og stórar ísspildur hlaupa fram sbr. Hagafellsjökla í Langjökli nýverið. Jökulís myndast við flókna mynd- breytingu. Hann verður ekki til við frystingu vatns eins og venjulegur ís, heldur breytist snjór í hjarn og síðan í is á löngum tíma, fyrir ofan snælínuna. Þessu má líkja viö það þegar mjólk (snjó) er hleypt í osta (fast efni, ís), nema hvað gerlar mynda ekki ísinn heldur gegnir fargið (þrýstingurinn í jöklinum), uppgufun snjókorna og endurfrysting vatnseimsins mikilvægu hlutverki. Hvað sem öðru líður eru enn til óráðnar gátur í jöklarannsóknum. legum heimi. Auðnarlegar snjóbreiöur sjást hvert sem litið er og það rétt blámar fyrir „fastlandinu” umhverfis. Á jöklinum skiptast á ávalar bungur, langir slakkar, víöáttumiklar sléttur, stöku f jöll og skörðóttir tindar. Sumir skriðjöklanna eru breiðir og svart- röndóttir, en aðrir mjóir, brattir og krosssprungnir. I norðri skaga Kverkfjöll upp úr isnum. Þar leynast tvær megineldstöðvar (öskjur) undir ísnum. Fjöllin eru nær eina viðnámið gegn ískriöinu til norðurs. En allt frá Eyjabökkum í austri og suður um og vestur fyrir Skeiðarárjökul er fáfarið og stórskorið hálendi eins og brimbrjótur til vamar láglendinu. Þar gnæfir hæst öræfajökull sem er ein stærsta eldkeila í heimi að rúmmáli til, með 15 tindum yfir 1400 m á hæð. Einangraður heimur Uppi á Vatnajökli er eins og maður sé horfinn af landinu og lentur í annar- Vatnajökull geymir aðrar eldstöðvar: Bárðarbungu (öskju), Grímsvötn (öskju) og hugsanlega fleiri. Bárðar- bunguaskjan er fleytifull af ís, en í J ■* WmM ILjósm. Lennart Aberg.) Morsárjökull séður af Kristinartindum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.