Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 20
20
DV. LAUGARDAGUR 23. APRIL1983.
Sérstæð sakamá!
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
Lífstíðarfanginn
— sem vill ekki nádiin
Ghiani í lögreglufylgd. Hann hefur mjög stórar hendur og undir öiium vitnaleiðsiunum gerði hann sér
sérstakt far um að feia þær. Það þótti ýmsum benda tii sektar hans.
Hann er fyrirmyndarfangi. Hann er
vinsæll meðal samfanga sinna sem
fangavarða og fangelsisstjómarinnar.
Hann er dæmdur í ævilangt fangelsi,
og hefur setið inni lengst allra sem
slíkan dóm hafa fengið. Æ ofan í æ hef-
ur hann frábeðið sér náðun, Ástæð-
an? Með því vill hann sýna að hann er
saklaus af athæfi því er hann er dæmd-
urfyrir — morð.. .
„Ég mótmæli náðun... "
Hann heitir Raoul Ghiani. Hann er
dæmdur fyrir morð af fyrstu gráöu.
Dómurinn, sem hann fékk, hljóðaði
stutt og laggott: Ævilangt fangelsi
eða „ergastolo” eins og það er kallaö á
ítölsku.
Nú hefur hann setið inni í 25 ár. Það
er taliö „rúmlega ævilangt fangelsi”.
Það er að segja að meö ævilöngu fang-
elsi er átt við 20 ár. Fáir sem hlotið
hafa ævilangt fangelsi hafa meira að
segja þurft að sitja inni öll árin
tuttugu, því aö þeir hafa veriö náðaðir
miklu fyrr af forsetanum. En Raoul
Ghiani situr sem sagt enn inni og það
er ekki útlit fyrir að hann fari út á
næstunni. Hann lætur tímann líða við
íþróttaiðkanir, ýmiss konar viðgerðir
er lúta að rafmagni og svo horfir hann
talsvert á sjónvarp og hlustar á út-
varp.
Fyrir skömmu var tilkynnt í ítalska
útvarpinu og sjónvarpinu að Raoul
Ghiani hefði verið náðaður. En daginn
eftir kom önnur tilkynning í útvarpi og
sjónvarpi. Hún var frá fangeisinu í
Flórens og hljóðaðisvo:
„Eg, Raoul Ghiani, lífstíðarfangi,
mótmæli náðun mértil handa.endahef
ég aldrei um hana beðið.”
Var Ghiani sá seki?
Ghiani er 51 árs gamall nú og líkam-
lega vel á sig kominn. Fangelsisstjór-
inn í Flórens, Alfredo Gambardella.
segir Ghiani hafa alla möguleika á að
skapa sér lífsviðurværi og ágæta fram-
tíð, færi hann út í lífið að nýju.
Raoul Ghiani kærir sig hins vegar
ekkert um þaö og tekur lífið innan
rimlana fram yfir. Ástæðan fyrir því
að hann sækir ekki um náðun né þiggur
hana þegarhúnkemuróumbeðinersú
að í umsókn um náöun felst um leiö
beiöni um fyrirgefningu á geröum sín-
um. Og hvernig getur maður — spyr
Ghiani — fengið fyrirgefningu synda
semmaöur hefuraldreidrýgt?
Enn þann dag í dag heldur Raoul
statt og stöðugt við þaö að hann hafi
alls engan þátt átt í dauða Mariu Mar-
tirano Fenaroli. Fenaroli-málið, eins
og það var kallaö á sínum tíma, er eitt
stóru málanna í sakamálasögu ítölsku
lögreglunnar. Ef Ghiani hefði játað að
hafa orðið Mariu Fenaroli að bana
hefði mál hans fengið venjulega með-
ferð. Hann hefði veriö látinn laus til
reynslu og síðan náðaður fyrir allt að
tíu árum eins og reglan er með mál af
þessu tagi.
En eins og einhver sagði, þegar
dómur í Fenaroli-málinu lá fyrir:
Hendur hans urðu honumaðfalli.
HendurGhianieru sérstaklega stór-
ar og meöan á málarekstri stóð mátti
oft á tíöum lesa í blöðum: þessi maður
er meö drápshendur, það fer ekki á
milli mála.
Og Ghiani gerði sér far um að fela
hendur sínar meöan á réttarhöldunum
stóð og það gaf þeim sem trúðu á sekt
hans byr undir báða væingi.
En var það Ghiani sem meö köldu
blóöi kyrkti Mariu Fenaroli fimmtu-
daginn 11. desember 1958?
Mál þetta vakti mikla athygli á sín-
um tíma. Margir efuðust um sekt
Ghiani og gera það enn þann dag í
dag.. .
Eiginmaðurinn
grunsamlegur
Lík Mariu Fenaroli fannst á eld-
húsgólfinu heima hjá henni föstudag-
inn 12. desember 1958. Lögreglan var
þegar kvödd á staðinn. Leynilögreglu-
maðurinn Guarini og hans menn fengu
málið í sínar hendur og strax var allt
settígang.
Giovanni Fenaroli, eiginmaður
hinnar látnu hafði verið í Mílanó morð-
nóttina, þar sem hann sem verktaki
var að vinna þá stundina. Moröið var
framiö í Via Ernesto Manaci, rétt við
Piazza Bologna í Róm.
I þrjár vikur unnu Guarini og hans
menn að málinu, en hvorki rak né
gekk. Yfirmenn Guarini og aimenn-
ingur gerðust óþolinmóðir. Guarini
reyndi aö róa þá með því aö gefa yfir-
lýsingar í blööum þess efnis að allt
væri á réttri leið, en það væru enn
nokkrir lausirþræöir. ..
Þaö var einkum líftrygging
Fenaroli-hjónanna sem Guarini ein-
blíndi á. Samkvæmt henni átti
Giovanni Fenarolí að fá 200
milljón lírur ef eiginkona hans félli frá.
Þetta var þaö sem Guarini taldi
ástæðu morösins og því hlyti eigin-
maðurinn aö vera sá seki. En ekki var
það nóg til að leiöa til handtöku hans
því að hann virtist hafa örugga fjar-
vistarsönnun. Hann var í Mílanó morð-
nóttina. Mörg vitni voru kölluð til
vitnis um að hafa bæði séð hann og
heyrt þar. Og engin ástæða var til að
efast um sannleiksgildi orða vitnanna.
Auk þess lá fyrir örugg vitneskja um
að Giovanni hefði fimm sinnum hringt
frá Mílanó um kvöldiö 11. sept.
Morguninn eftir hafði svo rannsóknar-
lögreglumaður tilkynnt honum lát
eiginkonurnar, og enn í Mílanó um
kvöldið 11. sept. Morguninn eftirhafði
svo rannsóknarlögreglumaðurtilkynnt
honum lát eiginkonunnar og enn í
Mílanó.
Leynilögreglumanninum sagðist svo
frá:
„Það var greinilegt að lát Mariu
kom eins og reiðarslag yfir Giovanni.
Honum var augl jóslega brugðið.
Guarini fór nú að skoða flug- og
járnbr^utarferöir milli Mílanó og
Rómar. Var þaö mögulegt að komast
þama á milli á svo stuttum tíma að
enginn hafði saknað Fenaroli í Mílanó?
Hvaö flug varðaöi var möguleikinn
aðeins einn. Það var flugvél frá
Alitalia flugfélaginu sem kom frá
Barcelona þennan dag, millilenti á
Malpensaflugvellinum í Mílanó og hélt
svo áframtO Rómar klukkan 19.55.
Fjölmargir farþegar stigu úr vél-
inni í Malpensa og 30 nýir farþegar
komu um borð, þar af voru 28 karl-
menn. Guarini lét menn sína athuga
ferðir þessara manna. 27 þeirra fund-
ust og gátu gefið eðldega skýringu á
ferðum sínum. En þá var einn eftir,
einhver herra Rossi. Sá virtist gersam-
lega hafa gufað upp eftir að vélin lenti í
Rómklukkan 21.55.
Flugíreyjan um borð, Irina Vitali,
var yfirheyrð. Jú, hún myndi vel eftir
Rossi. Honum heföi legið þessi ósköp á
út úrvélinnií Róm.
„Eg reiknaöi með að hann væri sá
sami herra Rossi og afpantaði far með
vélinni þessa sömu leið tveimur dögum
áður, alveg á síðustu stundu,” sagði
hún. „Þá voru reyndar tveir menn með
því nafni sem afpöntuðu farmiða sína
meðþeirri ferð.”
Nú var fariö aö rannsaka farþega-
listann með vélinni tveimur dögum
áður. Og mikið rétt: þar höfðu tveir
menn að nafni Rossi átt frátekin sæti
um borö en báöir afpantað á síðustu
stundu. Við eftirgrennslanir kom í ljós
aö jörðin virtist hafa gleypt þá báða
meö húð og hári. Þeir höfðu báðir gefiö
upp rangt heimilisfang og símanúmer
við pöntunina.
Hver var hann þessi Rossi?
Guarini þótti þetta vægast sagt und-
arlegt. Hann kallaöi menn sína sam-
anáfund:
„Þessir tveir menn sem báðir heita
Rossi virðastgersamlegagufaðirupp.
Þeir verða og skulu finnast hvað sem
þaökostar!”
Þetta varð harður eltingaleikur.
Rossi fyrsti fannst þó eftir tOtölulega
skamma leit. Hann hafði dvalið á
hóteli einu við Péturstorgiö. Að vísu
var hann farinn, en nokkrir gestanna
höfðu þó séð hann. Einn þeirra hafði
meira að segja átt einhver orðaskipti
við hann. Sá hinn sami hafði svo séð
Rossi nokkru síðar á næturklúbbi með
einhverju glæsikvendi.
Guarini og hans menn hófu nú leit
að konunni í von um að það kæmi þeim
áslóðRossifyrsta.
„Það var erfið leit,” sagði Guarini.
„En eftir nokkuð haldgóða lýsingu
vitnis komumst viö að því að hún bjó í
Parioli-hverfinu í Róm í lúxusíbúð.
Rossi fyrsti bjóþar hjá henni. Þaðkom
í ljós aö hann var háttsettur hjá SID,
ítölsku fréttaþjónustunni. ”
Guarini strikaði Rossi fyrsta út af
listanum yfir hina grunuðu um morðið
á Mariu Fenaroli. En nú hófst leitin aö
Rossi öðrum. Tengdist hann á ein-
hvern hátt Fenaroli sjálf um?
Það var stóra spurningin.
Kenning Guarini var sú aö Fenaroli
hefði flogiö tO Rómar en tekið svo lest-
ina til baka tO Mílanó. Lestin lagöi af
stað0.20 og kom tO Mílanó 10.10.
Það var möguleiki og hann stóð á
því að FenaroO hefði framið morðið.
Ein var þó fjarvistarsönnunin, sem
erfitt yröi að hnekkja. Það var að rann-
sóknariögreglumaðurinn, sem tO-
kynnti Fenaroli lát konu sinnar, gerði
það klukkan 10.45, en samkvæmt upp-
lýsingum Guarini haföi lestinni til
MOanó seinkaöi þennan dag og ekki
komiö þangað fyrr en klukkan 11.08.
Þá var það aö Guarini datt í hug
hvort ekki hefði einhver verið í slag-
togi með Fenaroli og það væri kannski
þessi dularfuUi Rossi annar?
Þá kemur Raoul Ghiani
til sögunnar
Enn stóð Guarini frammi fyrir því