Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAl 1983.
i
DAGBLAÐíÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaðurogúfgáfustjbri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarrítstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: FjÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. .
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning,umbrot, mynda-ogplotugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF..SKEIFUNNI 14
Áskriftarverðá mánuði 210 kr. Verð í lausasölu 18 kr. Helgarblað 22 kr.
Dómsdagur er ekki í nánd
Stjórnmálamenn Islands hafa espaö hver annan upp í
þá múgsefjun, aö dómsdagur íslenzkra efnahagsmála
verði 1. júní. Þá muni hin séríslenzka verðbólga stökkva
upp til áður óþekktra hæða með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum.
Að vísu er 20% verðbólgustökk há tala. Fyrir skömmu
fannst okkur 10% stökk vera há tala, en nú fyndist okkur
hún bara notaleg, ef við ættum kost á henni. Tölur eru
bara tölur og dómsdagar vilja láta á sér standa.
Ekki er nema hálfur annar áratugur síðan 3% verð-
bólgustökk þótti svo rosalegt, að erlendir fréttamenn
komu til íslands til að kynna sér, hvernig þjóðin færi að
því að lifa af. En þá kom enginn dómsdagur og kemur
ekki nú.
Hinir sefjuðu stjórnmálamenn telja sig knúna til aö
mynda nýja ríkisstjórn á næstu tveimur vikum, svo aö
hún fái um það bil tveggja vikna tækifæri til að koma í
veg fyrir dómsdaginn, sem spámenn efnahagsmála hafa
dagsett 1. júní.
Galdralæknar stjórnmálaflokkanna bíða óþreyjufullir
með töfralyfin sín. Sumir ætla að stytta vandamálin út á
brotastriki. Aðrir ætla að telja þau niður. Enn aðrir vilja
banna vandamálin með lögum gegn vísitölum.
Allt eru þetta gagnslausir læknisdómar. Sjúklingi
batnar ekki, þótt hitamælar séu bannaðir, taldir niður eöa
styttir út. Verðbólgan er nefnilega ekki vandamálið
sjálft, heldur afleiðing af baráttu þjóðarbúsins við ýmsa
sjúkdóma
Ef ný ríkisstjórn verður mynduð mjög snemma, er
hætt við, að hún telji sig hafa tíma til að beita einhverju
ofangreindra læknisráða fyrir 1. júní, og magni þannig
hina raunverulegu sjúkdóma efnahagslífsins.
í flestum hinum gagnslausu læknisdómum eru tveir
þættir einna hættulegastir. Annar er, að stjórnmálamenn
tregðast við að lækka gengi krónunnar. Hinn er, aö þeir
tregðast við að verðtryggja f járskuldbindingar.
Afleiðingin er sú, að fólk leggur ekki fyrir og kaupir
ekki innlenda vöru í stað erlendrar! Afleiðingin af afleið-
ingunni er sú, að verðbólgan eykst, skuldasöfnun í útlönd-
um eykst og galdralæknarnir fá ný tækifæri til að spilla
fyrir.
Island hefur verið stjórnlaust ríki í 142 mánuði.Okkur
munar ekkert um einn eða tvo mánuði í viðbót, sérstak-
lega þegar fyrirhuguð læknisráð eru líkleg til að gera
sjúkdómana enn skæðari. Æðibunugangur er ekki til
góðs.
Enginn stjórnmálamaður þorir að segja, að skynsam-
legt sé aö skrá gengi krónunnar lægra en raunvirði og
skrá vexti hærra en raunvirði. Þegar stjórnmál eru á svo
lágu stigi, er ódýrast að láta reka á reiðanum.
Þjóðin mun lifa af hækkun verðbólgu úr 10% í 20% á
þriggja mánaða tímabili, alveg eins og hún lifði af hækk-
un hennar úr 3% í 10% á slíku tímabili. Hitt er meira vafa-
mál, hvort hún muni lifa af fyrirhuguð læknisráö galdra-
læknanna.
Satt er, að þjóðin hefur endurnýjað umboð til stjórn-
málaflokkanna að halda áfram að misþyrma þjóðarhag
með því að stytta út verðbólguna, telja hana niður eða
banna hana hreinlega, allt eftir því hverjir bræða sig
saman í stjórn.
Ástæðulaust er að bíða niðurstöðunnar með óþreyju og
eftirvæntingu. Stjórnmálamennirnir þurfa tíma til að
finna, hvaða samkomulag sé minnst óþægilegt. Ef 1. júní
rennur hjá á meðan, mun hann ekki reynast sá dómsdag-
ur, sem spáð hefur verið. Jónas Kristjánsson
ísland, þróunar-
löndin og
verðbólgan
Island á margt sameiginlegt með
þróunarlöndunum, reyndar á mörkun-
um að vera þróunarland sjálft, að
minnsta kosti hvað varðar skilgrein-
inguna „þróunarland”. Til dæmis er á
Islandi fátæklegt vegakerfi og sam-
göngur, af eölilegum ástæðum. Iönað-
ur er fábreyttur og að ýmsu leyti van-
þróaður. Við höfum gjaldeyrishöft sem
eru tíö meðal þróunarlanda. Þá höfum
viö nánast magnlausa verðbréfamark-
aði eða fjárfestingarmarkaði. Svo er-
um við skuldum vafin, þ.e.a.s. við út-
lönd og veltum hiklaust yfir á kom-
andi kynslóðir neyzlu- og fjárfestingar-
lánum. Þetta er að sjálfsögöu viðkvæmt
mál sem ekki skal krufið hér. Að lokum
höfum viö annars stigs verðbólgu (sem
nálgast óðum þriðja stig) um70% sem
finnst nær eingöngu meðal þróunar-
landa á ýmsumstigum.
Verðbólguskatturinn
Þaö er aö sjálfsögðu ekki hægt að
skrifa um allt framanskráð í einni
lítilli grein og því langar mig að reyna
að halda mig mestmegnis við verð-
bólgunaaðsinni.
Nú í byrjun janúar hélt ég utan til
náms. Þar sem mér tókst ekki aö eyða
öllum mínum peningum í fríhöfninni á
ég hér 100 kr. í veskinu. Ég á sem sagt
kaupmátt sem ég gat keypt sem svar-
ar 10 kók fyrir, en nú er ég kem heim á
ég von á að geta keypt 7 kók. Hvar er
mismunurinn? Sumir vilja segja aö
hann hafi brunnið upp á verðbólgubál-
inu, en það er bara ekki svo. I þróunar-
löndunum lendir þessi mismunur yfir-
leitt hjá bankakerfinu, eða ríkisstjórn-
inni. Þar nota ríkisstjórnimar þessa
peninga til að f jármagna greiðsluhalla
ríkissjóðs. Bankakerfinu, hins vegar,
er oft bannað að borga raunvexti.
Ástæðan? Að það sé verðbólguaukandi
sem er tæknilega rangt. (Þetta er leið-
Kjallarinn
Sigurbergur Bjamason
rétting á hagkerfinu vegna verðbólg-
unnar.) Þannig er bankakerfið neytt út
í aörar leiðir tíl aö keppa um sparifé
landsmanna, m.a. að byggja útibú um
hvippinn og hvappinn fyrir veröbólgu-
gróðann.
En hverjir borga veröbólguskattinn?
Samkvæmt rannsóknum sem hafa ver-
iö gerðar í þróunarlöndunum þá em
það aðallega þeir sem taka lán á raun-
vöxtum hjá bankakerfinu sem hefur
innlán undir raunvöxtum á móti að ein-
hverju leyti. Þá borga atíir þeir sem
hafa reiðufé í peningum eða á tékkhefti
auðvitað. Svo að ef þú átt að meðaltali
100 kr. í reiðufé yfir árið borgar þú 350
kr. í skatt á ári. Að lokum borga auð-
vitað allir þeir sem eiga peninga á
sparisjóðsbók, undir raunvöxtum,
þennan skatt. Bæði minnkar höfuðstóll
og einnig eru vextir ónógir vegna verö-.
bólgunnar.
Hverjar eru
orsakir verðbólgunnar?
I þróunarlöndunum hafa orsakir
verðbólgunnar yfirleitt verið mikill
greiðsluhalli hjá ríkissjóðum sem hafa
verið f jármagnaðir í gegnum yfirdrátt
hjá seðlabönkum. Þá hafa einnig
geysilegar lántökur hjá einkaaðilum
verið orsakir verðbólgu í sumum lönd-
um. Einnig hafa ýmsir þættir í hag-
kerfinu, svo sem laun og gjaldeyris-
skráning, haft margföldunaráhrif,
breitt verðbólguna út um þjóðfélagiö
og aukiö hana. Ég hugsa aö flestir geti
verið sammála mér (ekki ASI auðvit-
að) aö megnið af verðbólgunni sem
ekki er innflutt sé tilkomið vegna
launaslagsmála vinnumarkaöarins í
gegnum vinnuveitendur og peninga-
málastefnu ríkissjóðs. Þar spila einnig
part íslenski verðbólguhugsunarhátt-
urinn og valdahlutföllin í íslenskri póli-
tík.
Að herða ól að eigin hálsi?
Það er mál manna að ófriðurinn á
vinnumarkaðinum sé sérstaklega
verðbólguhvetjandi ásamt stefnu
seölabankans og ríkisstjómarinnar.
Þar berjast launþegahópar miskunn-
arlaust um kauphækkanir, kljúfa sig
miskunnarlaust niöur í smærri og
smærri aöildarfélög ef þeir halda að
þannig geti þeir náð í stærri sneiö af
þjóðarinnkomu. Öllu er tilkostað, öllu
er teflt á tæpasta vað ef hægt er að ná í
launahækkun í formi álags, nám-
skeiða, peninga eða einhverra hlunn-
inda. I þessum slag hefur orðið breyt-
ing á hugsunarhætti þar sem m.a. orð
eins og gróði hafa orðið að ljótum
orðum með ærnum tilkostnaði eins og
fjallað mun um á eftir. Einhvern veg-
inn hefur alþingi orðiö máttlaust í
öllum þessum slag, aftur með æmum
tilkostnaði. Þaö er þó alþingi sem ber
1 "■.......... ■*»
Ferðamál:
VESHJRLAND
I þessari 5. grein minni um feröamál á
íslandi er Vesturland á dagskrá.
Lítum fyrst á Hvalfjörð, sem er einn
fegursti f jörður landsins. Nú em flestir
á hraðri ferð kringum fjörðinn og
finnst hann bæði langur og leiðinlegur,
en þegar Hvalfjarðarbrúin kemur,
breytist afstaða manna til fjarðarins.
Friðrik á Akraborginni skrifaöi marg-
ar góöar greinar um brú á Hvalfjörð,
og ég er honum í öllu sammála. Það
verður aö koma brú yfir utanverðan
Hvalfjörð. En það verk má ekki vinna
eins og Borgarfjarðarbrúna, heldur
verður að bjóða það út og verður þá
bæði ódýrara og skjótar unnið með
þeim hætti.
Áður fyrr var kræklingur sóttur í
Hvalf jörð til beitu á Suðumesjum, en á
síðustu árum hefur fólk sótt í auknum
mæli í þetta lostæti. Viða erlendis er
það eftirsótt „sport” að tína skelfisk,
og trúlega mætti gera miklu meira
með þessa hiuti hér á Islandi, því að
víða kringum landiö em góð krækl-
ingamið, sem auðvelt er fyrir almenn-
ing að komast að. Bændur eða bæjarfé-
lög gætu gert kræklingatekju eftírsckn-
arverða á sínum „miðum” með litlum
tilkostnaði og haft af því tekjur. Ég
bendi þeim, sem áhuga hefðu, að leita
ráða hjá Hafrannsóknastofnuninni.
EinarÞ. Guðjohnsen
Innst í Botnsdal er Glymur, hæsti
foss landsins (um 200 m) og flestir,
sem um fjörðinn eiga leið, vita ekki
einu sinni af Glym. Eins og er verður
þaö flestum ofraun að ganga og skoöa
fossinn. Gera þarf akfært alveg inn
undir giliö ofan viö túnið á Stóra-Botni,
setja göngubrú á Botnsá og laga stíg
upp að bezta útsýnisstaðnum við mitt
gljúfriö/að austanveröu. Þá er hægt að
nota þetta núttúruundur til aö draga að
ferðalanga.
Hvalstööin undir Þyrli hefur til
þessa veriö mikið aödráttarafl fyrir út-(
lendinga, en verður það varla miklu
lengur, ef við látum stássstofusamtök
úti í heimi stjórna geröum okkar. Það
er undarlegt, hvað hægt er að æsa
menn upp og rugla í ríminu í vissum
málum, en þegar þessum veiðum lýk-
ur ættuHvalirnir aö fara með „túrista ”
út á hvalamiðin og sýna þeim þessar
skepnur í allri sinni dýrð í hafinu, eða
væri það ekki möguleiki? Hugsanlega
gæti þetta verið verkefni fyrir Akur-
nesinga, sem hafa hótel og þar með
fyrstu skilyrði til móttöku ferða-
manna. Já hversvegna ekki hvala-
skoðunarferöir?
Miðstöð Borgarfjarðarhéraðs er og
verður Borgames. Þar er gott hótel og
þaðan má sækja langt og skammt um
héraðið beggja vegna Hvítár. Borgnes-
ingar hafa þegar áttað sig á gildi ferða-
manna á undan mörgum öörum og
hafa gefið út snyrtilegan bækling um
Borgarfjörðinn. Ég hlustaði á mestall-
ar umræðurnar í sjónvarpinu nú fyrir
kosningar, og aðeins tvo frambjóðend-