Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞMÐJUDAGUR 3. MAÍ1983. 7 IMeytendur Neytendur Jónas Bjarnason, st jómarmaður í Ney tendasamtökunum: Verið að klæða úlf einokunar í sauðargæru dreifingarstöðvar „Menn skulu ekki draga sauðargæru yfir úlfinn meö því aö fara aö tala um dreifingarstöö á eggjum þegar þaö sem þeir meina er ekkert annað en einokun á dreifingu og sölu,” sagöi Jónas Bjamason, stjórnarmaöur í Neytendasamtökunum. Tilefniö var bréf sem birtist á neytendasíðunni á mánudaginn frá Framleiðsluráöi land- búnaöarins. I því bréfi er meöal ann- ars sagt aö þær umræöur sem oröiö hafa undanfarið um einkasölu á eggjum, séu „undarlegar”. Þær séu svipaðar þeim umræöum sem áttu sér staö fyrir 25 ámm þegar Osta- og smjörsalan var stofnuð. Einnig er rætt í bréfinu um uppbyggingu á fullkom- inni pökkunar- og dreifingarstöö. Jónas, sem unnið hefur mikiö af hálfu Neytendasamtakanna aö land- búnaöarmálum, telur hins vegar aö hér sé verið aö mgla saman tveim óskyldum hlutum. ,,Þaö er mjög gott aö bændur komi sér upp dreifingarstöð. Neytendur vilja áreiöanlega slíkt mjög gjarnan. En forsenda fyrir slíkri stöð er alls ekki einokun á sölu eins og fariö er fram á. Slík einokun þýöir hins vegar aö menn ætla sér aö stjóma verðinu og til þess aö þaö haldist stööugt aö vera meö h vers konar höf t. Þeir hafa líka veriö aö tala um aö þama yröi komið upp einhverju auknu heilbrigöiseftirliti. En slíku eftirliti er hæglega hægt aö koma upp, með eöa án dreifingarstöðvar, án þess aö vera jafnframt meö einokun. Þetta atriöi er því algerlega óviökomandi málinu. Þaö er vitnað í Osta- og smjörsöluna. En þar er enn verið aö tala um alger- lega óskylda hluti. Samanburöur á dreifingu á mjólkurvörum og eggjum er alls ekki sambærilegur. Mjólkur- iönaöurinn er flókinn þekkingariönaö- ur þar sem stórar einingar koma aö góöum notum. Dreifing eggja er hins vegar alls ekki flókin og stórir dreifingaraöilar koma einmitt ekki aö notum. Varðandi mjókuriönaöinn má hins vegar bæta því viö aö neytendur hafa þar ýmislegt viö verölag aö athuga. Þó aö viö samþykkjum aö veriö sé að framleiða góöar vörur og fjölbreyttar eru þær oft á tíöum svo dýrar aö þær er tæpast hægt að kalla lengur vörur sem almennt eru á boröum almennings. Viö viljum ekki aö eggin komist í sama veröflokk,”sagöi Jónas. DS / .....................™ VINNU VÉLAEIGENDUR: Tökum aö okkur slit og viögeröarsuöur á tækjum ykkar þar sem þau eru staðsett hverju sinni. Sími: 78600 á daginn og 40880 á kvöldin. SlAL-ORKA sii»>i:-o(;viim;i:h»aþjihmi!staöí GÓÐIR NOTAÐIR BÍLAR Toyota Hilux dísil '82, ek. 2.000 km. Mazda 929 '82, ek. 1.700 km. Mercedes Benz 230 '80 m/öllu, ek. 54.000 km. Subaru 4x4 '81, ek. 38.000 km. Toyota Cressida GL ’80, ek. 30.000 km. Sérlega fallegur bíll. Chevrolet Malibu Classic '78, ek. 43.000 km. Mazda 626 '82, ek. 12.000 km. Isuzu '81, ek. 12.000 km, útborgun aðeins 60.000 kr. Mazda 616 '78, ek. aóeins 36.000 km. Golf '82, ek. 14.000 km. Lada 1500 station '81, ek. 11.000 km. BMW 320 '78. Colt GL '81. Mitsubishi pickup '81. Volvo 244 DL '82, ek. 9.000 kni. Síaukinsala sannar öryqqi S~l\ bilasala þjónustunnar. Bergþörugötu 3 — Reykjavik Simar 19032 — 20070 Jafhvel útsýnið verður píniuítið Nýja línan - létt og fersk Nýja franska línan fer um þessar mundir sannkallaða sigurför um veitingastaði víða um heim. Grillið á Hótel Sögu slæst nú í hópinn með nýjan franskan matseðil, franskt eldhús, franska matreiðslusniHinga og franskt hráefni sem jafnvel hefur aldrei sést áður á íslenskum veisluborðum. Franska stemmningin ersvo ósvikin að okkur kæmi það ekkert á óvart þótt hið gullfallega úsýni úr Grillinu fengi á sig pínulítið franskan blæ! /2(JA/r£(}J?2 - við bjóðum þér gott kvöld í Grillinu! 50% afsláttur fyrir börn. MALLORCA Paradís á jörð SANTA PONSA: Einn allra vinsælasti fjölskyldustaður á Mallorca. JARDIN DEL SOL. Nýtt og glæsilegt íbúðahótel alveg við sjóinn. Fáið nánari upplýsingar um hagstætt verð og kjör. FERÐASKRIFSTOFAN LAUGAVEGI 66 SÍMI 28633 -- Ódýrar fjölskylduferðir ll.og27.maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.