Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Blaðsíða 20
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI1983.
20
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Alfreð Gíslason.
Alf reð á förum
til Þýskalands
Alfreð Gíslason, landsliðsmaöurinn snjalli
1 úr KR í handknattleik, fer að öllum Iikindum
til V-Þýskalands nú næstu daga til viðræöna
1 viö félög sem hafa sýnt áhuga á að fá hann til
| sín. Eins og DV hefur sagt frá þá hafa Danker-
| sen og Gummersbach spurst fyrir um Alf reð.
— Ég get ekkert sagt eins og málin standa
fnú en ég reikna fastlega með að fara til V-
I Þýskalands nú á næstunni og verð þá stutt í
þeirri ferð, þar sem ég verð kominn heim fyrir
landsleikina gegn Bandarikjamönnúm 12.—
14. maí, sagði Alfreð í stuttu spjalli við DV í
gær.
Alfreö sagði að hann langaði til að breyta
til og víkka sjóndeildarhringinn með því að
æfa og leika handknattleik erlendis.
-SOS
KJARTAN KARIVARÐ
ORUGGUR SIGURVEGARI
— og tryggði sér íslandsmeistaratitilinn
ísnóker 1983
Kjartan Kári Friðþjófsson — nýja starnan
jjí knattborðsleik, tryggði sér íslandsmeistara-
titilinn í snóker þegar hann sýndi mikla yfir-
Ivegun og öryggi á mótinu sem fór fram í
biljarðstofunni við Klapparstíg. 24 knattborðs-
spílarar tóku þátt í mótinu og komust níu
þeirra áfram í úrslitakeppnina.
Kjartan Kári varð yfirburöasigurvegari í
úrslitakeppninni — vann átta af níu leikjum
sem hann lék og tryggði sér Islandsmeistara-
titilinn 1983. Jónas B. Erlingsson og Bjarni
Jónsson urðu síðan jafnir í öðru til þriðja sæti.
-sos
Liverpool tapaði fj
leiknum í röð f 1.1
Úlfarnir á ný í 1. deild eftir jaf ntef li við Charl
Það gengur nú allt á afturfótunum
hjá Englandsmeisturum Liverpool. í
gær lék liðið við Forest í Nottingham
og tapaði 1—0. Fjórði tapleikur Liver-
pool í röð í 1. deild og leikmenn liðsins
eru hættir að skora mark. Það kemur
þó ekki að sök, meistaratitUIinn í höfn.
Eina mark leiksins skoraöi Peter
Davenport á 76. min. Náði knettinum
af fyrirliða Liverpool, Graeme Sou-
ness, lék nær markinu og skoraði hjá
Bruce Grobbelaar. Þrátt fyrir slæmt
gengi undanfarið hefur Liverpool 13
stiga forustu i 1. deUd.
Ulfarnir endurheimtu sæti sitt í 1.
deild á ný þegar þeir gerðu jafntefli við
Charlton í Lundúnum. Lengi vel leit út
fyrir stórsigur Ulfanna. Þeir komust í
0—3 meö mörkum Kellogh, tvö, og Mel
Eves en Charlton tókst að jafna. Þaö
kom þó ekki aö sök fyrir Ulfana. Ful-
ham tapaði fyrir efsta liöinu, QPR, 3—
1, þar sem John Gregory, Simon Stain-
rod og Tony Sealy skoruðu fyrir QPR
og Leícester tókst ekki aö sigra í
Leeds, 2—2. Við þaö komst Leicester í
þriðja sætiö í 2. deild og viröist hafa
alla möguleika á aö fylgja QPR og
Ulfunum í 1. deild. Gordon Davies
skoraði mark Fulham gegn QPR.
Annars beindist athyglin mest að
fallbaráttunni í 1. deild í gær. Birming-
ham hefði getaö nokkurn veginn gull-
tryggt sæti sitt í deildinni með sigri á
Brighton. Það tókst liðinu þó ekki.
Jafntefli 1—1. Jan Handyside skoraði
fyrir Birmingham á þriðju mínútu en
Gordon Smith jafnaði fyrir Brighton
níu mínútum fyrir leikslok. Allt bendir
nú til að Brighton falli ásamt Swanpea
en hvert þriðja liðið verður er ekki gott
að segja. Coventry tapaöi enn í gær og
stendur illa eins og Man. City.
Það var Everton, sem sigraöi Coven-
try á leikvelli sínum, Goodison Park í
Liverpool,með marki Graeme Sharp úr
vitaspymu. 13. leikur Coventry í röð án
sigurs. Ahorfendur voru aðeins 12.900.
MAGNUS „PARAÐI”
HELLUVOLLINN
— og var öruggur sigurvegari í fyrsta
golfmótiársins
Hátt í eitt hundrað kylfingar mættu
til leiks á fyrsta opna golfmót ársins,
sem fram fór á hinum skemmtilega
velli golfklúbbsins á Hellu á laugar-
daginn var.
Magnús Jónsson frá Keflavík varð
sigurvegari í keppninni án forgjafar.
Lék hann völlinn á 31 höggi og síðari
hringinn — leiknar voru 18 holur — lék
hann einnig á 31 höggi eöa á samtals 62
höggum. Er þaöparvallarins.
Var hann fjórum höggum betri en
næstu menn en það voru félagar hans
úr Keflavík, Hilmar Björgvinsson og
Sigurður Sigurðsson og Ragnar Olafs-
son frá GR. Voru þeir allir á 66
höggum. Þessir fjórir léku saman í
keppninni og var því hart barist í því
„holli”.
Magnús var með besta árangur með
forgjöf en verðlaunin þar féllu í hendur
Viðars Samúelssonar, GK, þar sem
reglur keppninnar sögðu að sami
maður gæti ekki unnið til verðlauna
bæði með og án forgjafar. önnur verð-
launin fékk Amgrímur Benjamínsson,
GHR, Jón Svan Sigurðsson, GK, fékk
þriðju verðlaunin en fjórði með forgjöf
varð Kolbeinn Kristinsson, GOS.
I keppni kvenna varð Kristín
Sveinbjömsdóttir, GS, best án for-
gjafar en Guðrún Oskarsdóttir, GHR,
var best með forgjöf.
Næsta opna mót í golfinu veröur um
næstu helgi. Er það FINLUX keppnin
hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfiröi.
Er það punktakeppni með 7/8 forgjöf
og veröa leiknar 36 holur — 18 holur á
laugardaginn og 18 á sunnudaginn.
-klp-
Magnús Jónsson.
Minnsti áhorfendafjöldi hjá Everton
frá upphafi.
Sunderland og Luton eru líka enn í
fallhættu eftir jafnteflisleiki sína í gær,
bæöi á heimavelli. Luther Blissett náði
forustu fyrir Watford í Sunderland en
heimaliðiö komst yfir með mörkum
Atkins og Leighton James. Tveimur
mín. fyrir leikslok tókst Blissett aö
jafna fyrir Watford. Sjötta mark hans
Moses rek
missir úrs
— Arsenal sigraði Man. I
Frá Ólafi Orrasyni, fréttamanni DV
íLondon:
Það voru mikil vonbrigði, þegar
maður sá liðsuppstillinguna hjá
Arsenal og Man. Utd. í Ieik liðanna í 1.
deild á Highbury í gær. Hálfgerð vara-
mannalið hjá báðum liðum. Hjá Man.
Utd. vantaði fimm leikmenn, Bryan
Robson, Frank Stapleton, Steve
Coppell, Arthur Albiston og Araold
Miihren, sem eiga við meiðsli að
stríða, en Gary Bailey var hins vegar
óvænt í markinu. Hjá Arsenal, sem
sigraði 3—8 í leiknum, vantaði
Graham Rix, Tony Woodcock og Aian
Sunderland. Það var lítið gaman að
vera áhorfandi á leiknum. Alla
stemmningu vantaði og greinilegt að
leikmenn Man. Utd. höfðu hugann við
ailt annað en leikinn, aðallcga að
komast hjá meiðslum en úrslitaieikur-
URSLIT
Urslit í leikjunum i gær á Englandi urðu
þessi:
l.deild:
Arsenal—Man. Utd.
Birmingham—Brighton
Everton—Coventry
Luton Town—Stoke
Nottm. For.—Liverpool
Sundcrland—Watiord
Swansea—Aston Villa
WBA—Norwich
3-0
1—1
1-0
0-0
1—0
2-2
2-1
1-0
2. deild
Blaekburn—Derby
Bolton—Grimsby
Charlton—Wolves
Chelsea—Sheff. Wed.
Leeds—Leicester
QPR—Fulham
2-0
0-0
3—3
1—1
2—2
3-1
3. deild
Bourncmouth—Doncaster
Cardiff-Brcntford
Millwall—Newport
Oxford—Reading
Portsmouth-Orient
Wrexham—Chesterfield
Exeter—Southend
Preston—Lincoln
Sheff. Utd.—Bristol Rov.
Walsall—Plymouth
2—2
3-1
3- 0.
1—2
2—2
0-0
4— 3
1-0
2-1
2—0
4. deild
Aldershot—Hcreford
Bristol City—Darlington
Hartlepool—Colchester
Hull City—Mansfield
Scunthorpe—Swindon
Torquay—Halifax
Wimbledon—Chester
York—PortVale
2-1
2-2
1— 4
2- 2
2-0
1—3
4-0
0-0
KIMATTSPYRNUSKOLI
ÞRÓTTAR
fyrir stúlkur og drengi á aldrinum 7 — 12 ára hefst 23. maí nk
Kennari verður Leifur Harðarson íþróttakennari.
Uppl. i sima 82817 eftir kl. 17.