Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAl 1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Málin rædd við opnunina. Innréttingar, skóiabyggingar, íþróttamannvirki og allt þar á milli hefur efíaust borið á góma innan um öll blómin sem bárust við þetta tækifæri. DV-myndir: GVA TEIKN Á LOFTI VK> AUSTURVÖLL —þrír arkitektar hafa opnað þar stof u Innan um sjálfan Jón Sigurösson, Alþingishúsiö, alþingismennina, Dóm- kirkjuna og Borgina er ekki hægt aö segja annað en aö arkitektamir þrír, sem opnuöu arkitektastofu viö Austur- völl síöasta vetrardag, séu í góöum félagsskap. Stofan þeirra heitir einfaldlega Arki- tektastofan viö Austurvöll og þeir heita Bjarni Marteinsson, Jón Björnsson og Kjartan Jónsson, arkitektarnir. Er við litum inn til þeirra síöasta vetrardag rákumst við á múg og marg- menni og þaö var greinilega glatt á hjalla ef nota má þaö orö um stofuna þeirra. Hún er í sama húsi og Kristján. Sveinsson augnlæknir hefur veriö meö stofu um árabil, hann á neöri hæöinni en þeiruppiálofti. Bjarni sagöi okkur aö þeir teiknuöu allt frá innréttingum upp í mannvirki eins og skóla og blokkir. „Leggjum áherslu á alhliöa arkitektúr.” Og fyrst við erum aö tala um alþing- ismennina, þá vita allir aö hjá þeim eru oft hin margbreytilegustu „teikn” á lofti. Er ekki úr vegi aö meö arki- tektastofunni hafi þeir fengið veröuga samkeppni. Nú, og svo vita allir sem stundaö hafa Borgina i gegnum árin aö þaöan taka menn oft „beint strik” yfir Austurvöll, svona í miönætursólinni — ekki ólíklegt aö beinu strikin eigi eftir að sjást á teikniborðinu hjá þeim á arkitektastofunni. Arkitektarnir á Arkitektastofunni við Austurvöll, taíið frá vinstri: Bjarni Marteinsson, Jón Bjömsson og Kjartan Jónsson. Allir hafa þeir talsverða starfsreynslu sem arkitektar. Menn eru líka farnir að tala um að alþingis- mennirnir hafi tekið beint strik yfir Austurvöllinn og tali nú um hreinar lin- ur og beinar í pólitikinni. Og svona í lokin er ekki úr vegi aö óska þeim þremenningum til hamingju með stofuna. Nú þegar er þar allt kom- iö í fullan gang og mikiö aö gera, ,,við lítum björtum augum til framtíðarinn- ar,” sagöi Bjami. Við ljúkum þess héöan frá Alþingi meö því aö setj strik fyrir aftan greinina, eöa öllu heh ur punkt. Þaö eru sko hreinar linur o líka beinar. -jgi PABBI, EINHVER VERÐUR AÐ RITA í VASABÓKINA Pabbi, Spencerjari. Ti/„marks"um það hve Spencer er likur syni sinum birtum við þessa mynd. Litli bróöir Díönu prinsessu heitir Charies og er lávaröur af Althorp. Pilturinn er 18 ára og ku vera yfir sig ástfanginn af einkaritaranum, henni Lucy Stiles. Hann fer líka síöur en svo dult með þaö. Faöir hans, Spencer jarl, er víst ekki ýkja hrifinn af sambandi þeirra skötuhjúa. En hvaö um það, Charles er sannkölluö vasabókarút- gáfa af föður sínum, svo ekki sé meira sagt. -KA/-starfskynning. Charles lávarður og Lucy Stiles. Lucy er einkaritari og er sögð hafa góða rithönd. Stiles-nafnið erþó til- komið vegna þess „að það er einfaldlega stæll á þessari skvísu ", Díana og dínamítið Á dögunum, þegar Díana prin- sessa heimsótti Giasgow (án þess að hafa Kalla sinn með), fékk hún hlýj- armóttökur hjá borgarstjóranum. Hann bjargaöi nefnilega lífi prin- sessunnar. Þaö gerðist þannig aö hann opnaöi fyrir hana pakka sem til hennar var sendur. Pakkinn byrjaði aö brenna en borgarstjórinn var snar í snúningum, fleygöi pakkanum í gólfið og byrjaöi aö stappa á honum. Þaö kom í Ijós aö í pakk- anum var bréfsprengja sem heföi getað kostaö prinsessuna lífið. Það var skoska friöarhreyfingin sem stóð á bak við þetta tilstand. Díana var vitanlega ákaflega þakklát borgarstjóranum sem sýndi þarna mikiö snarræöi og het juskap. -KA/-starfskynning. Diana prinsessa og borgarstjóri Glasgowborgar, Michael Kelly. Snar i snúningum sá. / Númer eitt eins og svo oft áður: Stella á verðlaunapalli eins og oft áður. Þess má geta að foreldrar Stellu eru þau Guðrún Guðmundsdóttir og Hjalti Hjaltason. DV óskar þessum mikla iþróttagarpi til hamingju. HÚN GENGUR SVO LÉTT í LUNDU —enda komin á toppinn Skíðagöngustúlkan Stella árastúlkna, þáaðeins 14áragömul. Hjaltadóttir var kjörin íþróttamaður Stella hefur einnig veriö í fremstu ársins á Isafiröi fyrir nokkru. Var röð sundfólks á Vestfjörðum og á henni afhentur þessi eftirsóknar- mörg Vestfjarðamet, svo er hún vel verði titill á hátíöarfundi sem bæjar- liðtæk í knattspyrnu og leggur kapp á stjórn Isaf jaröar hélt í tilefni útnefn- hana á sumrin. Má geta þess aö á ingarinnar. síöasta sumri var hún markahæst í Stella er aðeins 15 ára aö aldri og kvennaliöi IBÍ. vel verðug þessa heiðurs. Hún hefur En þessi góöi árangur kemur ekki staöiö sig frábærlega vel í göngu á fyrirhafnarlaust. Mikill tími fer í þeim tveim árum sem hún hefur æfingar og hefur Stella æft allt upp í keppt í henni. Og þaö sem meira er, tuttugu klukkustundir á viku í göngu, Stella hefur aldrei tapaö keppni, þó sundi og knattspymu. svo hún hafi keppt viö sér eldri Áður hafa hlotið titilinn stúlkur. skíðamennirnir Guömundur Á síöasta ári varö hún tvöfaldur JóhannssonogEinarOlafsson. Islandsmeistari í flokki 16—18 Valur ísafiröi/JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.