Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAl 1983. Könnun Hagvangs: Flestir hlynntir takmörk- unum á reykingum aldurshópunum. Til dæmis reykti annar hver þátttakandi á þrítugs- aldri en einungis sjötti hver þeirra er komnir voru yfir sjötugt. Rúmlega 76% þátttakenda voru hlynntir því aö ekki yröi heimilt aö selja bömum yngri en 16 ára tóbak, 17% voru andvígir því og 7% tóku ekkiafstöðu. Rúmlega 81% aðspurðra var sam- mála um aö þeir sem reykja ekki eigi rétt á því aö geta veriö lausir viö tóbaksreyk á vinnustaö sínum, tæp 11% töldu sig andvíga þessu og 8% tóku ekki afstöðu. Álíka margir eða 82% töldu æskilegt aö reyklaus svæði væru á hverjum veitingastaö. -JSS Mikill meirihluti fólks viröist vera hlynntur reyklausum stöðum og tak- mörkunum á sölu tókabs til barna ef marka má niöurstööur skoðana- könnunar sem Hagvangur geröi fyrir Krabbameinsfélagið og Reykinga- vamanefnd. I niðurstööum kom m.a. fram aö nær 42% þeirra sem spuröir vom sögöust reykja, 21% vom hættir aö reykja og 37% höfðu aldrei reykt. Af þeim sem notuðu tóbak, reyktu lang- f lestir sígarettur eöa 28%. Reykingar virtust i heild almenn- ari hjá körlum en konum, 44% á móti 39%. Á höfuðborgarsvæðinu sögöust 49% reykja, 38% á þéttbýlisstöðum utan þess og 31% þátttakenda í dreif- REYKINGAR ÍSLENDINGA KÖNNUN HAGVANGS í APRÍL 1983 býli. Tiltölulega flestir reyktu í yngstu FélagaríSamhygð: Mikill áhugi almennings á fræðslu um krabbamein Aöalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur var haldinn fyrir skömmu. Þar kom fram að vart verður mikils og vaxandi áhuga á fræðslu um krabbamein og varnir gegn því meöal almennings. Félagiö hélt tvo fjölsótta fræðslu- fundi á árinu en útvegaði einnig fyrirlesara og fræðsluefni á marga fundi aðra. Fræöslustarf Krabbameinsfélags- ins í grunnskólum landsins var með svipuöu sniöi og undanfarin ár. Þaö miöar einkum aö reykingavörnum en þau eru sem kunnugt er einn mikilvægasti þáttur krabbameins- vama. Á þessu skólaári verða allir grunnskólabekkir á höfuöborgar- svæöinu heimsóttir og nokkrar fræösluferöir farnar út á land. Starf- semin hefur í núvérandi mynd staöiö í rúm s jö ár og hafa kannanir borgar- læknis sýnt aö verulega hefur dregiö úr reykingum gmnnskólabama í Reykjavík f rá því að hún hófst. Þá stóö félagið fyrir útgáfu og endurprentun á ýmsum fræðslu- og kynningarritum um krabbamein sem áætlað er aö láta liggja frammi á heilsugæslustöövum. -EA HAFA SAFNAÐ FIMMTÁN ÞUSUND UNDIRSKRIFTUM — til stuðnings ofbeldislausum degi Friðarviku Samhygöar lýkur á morgun, miðvikudag, og verður haldin fjölbreytt samkoma í Sigtúni í tilefni dagsins. Þá eiga heimssamtök Samhygðar einnig fjórtán ára afmæli og dagurinn er einnig svokallaður of- beldislaus dagur. Frá því friðarvikan hófst, síðastliðinn miövikudag, hafa félagar samtakanna safnaö fimmtán þúsund undirskriftum á þar til geröa lista þar sem fólk lýsir sig reiðubúiö aö stuöla aö ofbeldislausum degi hinn 4. maí. Tveir Samhygöarfélagar, Siguröur Þór Sveinsson og Sandra Steingríms- dóttir, litu inn á ritstjórn DV í gær til aö vekja athygli á friðarvikunni. „Við beitum okkur gegn ofbeldi í víöasta skilningi og því ofbeldi sem viö beitum okkur sjálf. Uppspretta þess er ótti sem stafar af því að við treystum ekki okkur sjálfum. Við getum sigrast á honum meö því aö hætta aö hugsa of mikiö um okkur sjálf og hvaö aðrir halda og hugsa um okkur. Ofbeldis- hneigöin stafar af ótta, ofbeldissinnað- ur maöur hefur ekki friö innra meö sér því hann er hræddur.” Hvernig er starfinu háttaö innan Samhygðar? „Þaö eru haldnir vikufundir úti um allan bæ þar sem unniö er aö losun spennu. Fólk tjáir sig án hræöslu til aö bæta sjálfsímyndina og tengist hvert ööru. Með þessu móti fer mann aö langa að hjálpa öörum, kenna öörum aö losna við óttann. Þaö er leiðin til þroska. Það sem viö nemum í dag, kennum viö öðrum á morgun. ” Þaö kom fram hjá þeim Söndru og Siguröi að stefnt er aö tuttugu þúsund undirskriftum gegn ofbeldi. „Sá fjöldi sem þegar er kominn er vísbending um að ofbeldislaus dagur sé möguleiki. Af öllu því fólki sem viö höfum rætt við hefur enginn veriö neik væöur. ” Aöspurð um félagafjölda í Samhygö hérlendis svöruðu þau aö engin félaga- skrá væri til en fjöldinn væri samt geysimikillogfæri vaxandi. „Viöerum ólík öörum friöarhreyfingum aö því leyti aö viö leitum aö hinum innri orsökum ofbeldisins, hiö innra með manneskjunni.” -PÁ Frá árekstrarstað á gatnamótum Álfabakka og Stekkjarbakka á laugardag. Eins og sjá má eru báðir bílarnir mjög mikið skemmdir. Alls voru fimm manns i bilunum og voru allir fluttir á siysadeiid Borgarspítalans. DV-mynd: S. 1 15 r UTAIMHÚSSMÁLIMING PERMA-DM OLÍULÍMMÁLNING Núíárer PERMA-DRI 17 ára á íslandi. 18 litir til á iager. Góð greiðslukjör. Sendi ípóstkröfu hvert á /and sem er. MÁLNING HINNA VANDLÁTU. Versiið hjá fagmanninum. miösbúð BYGGIIMGAVÖRUVERSLUN, Smiðsbúð 8, Garðabæ, simi 44300. Sigurður Pálsson byggingameistarí. Fimm fluttir á slysadeild Mjög harður árekstur varö á milli Ford Mustang og Ford Fiesta á gatna- mótum Álfabakka og Stekkjarbakka um klukkan fimm á laugardag. Þrír voru í Fiestunni og tveir í Mustangnum og voru allir fluttir á slysadeild Borg- arspítalans en DV er ekki kunnugt um meiösli þeirra. Tildrög árekstursins voru þau að Fiestunni var ekið niöur Stekkjar- bakka á allmikilli ferö. Mustanginn kom hins vegar eftir Álfabakkanum. Viö gatnamótin lentu bílarnir saman. Bílamir eru mikið skemmdir. -JGH. Hvaltennurnar enn ófundnar Hvaltannastuldurinn úr geymslum Hvals hf. í Hvalfirði er ennþá óupplýstur samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borgamesi. Andvirði hvaltannanna skiptir milljónum króna og auk sölugildisins hafa þær mikið söfnunargildi því margar þeirra eru úr hvölum sem bannað hefur verið að veiöa. Stuldurinn fór fram um helgina 16.. og 17. apríl og uppgötvaðist ekki fyrr en á mánudegi. Þeir sem kynnu aö geta gefið upplýsingar um máliö em vinsamlega beönir um aö snúa sér til lögreglunnar í Borgamesi eöa Rannsóknarlögreglu ríkisins. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.