Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. íbúðarsölumálið í Kaupmannahöfn kært til RLR: Telur sig hafa tapað hundruðum þúsunda á viðskiptum sínum við danskan „umboðsmann” Ibúöasölumáliö svokallaöa, sem átti sér staö úti í Kaupmannahöfn á dögunum, var kært til Rannsóknar- lögreglunnar ímorgun. Málið er í meginatriöum á þá leið aö íslensk kona, Anna Kristjáns- dóttir, átti íbúö úti í Kaupmanna- höfn, en þar haföi hún verið búsett. I haust ákvaö hún aö selja íbúðina og skráöi hana því á fasteignasölu. Haföi hún þá veriö metin á 525.000 danskar krónur, eða sem svarar rúmlega (1,5) milljónum ísl. króna. Um svipaö leyti kom danskur kunningi önnu, Peter Rasmussen, að máli viö hana og kvaðst tilbúinn aö selja fyrir hana ibúðina, gæfi hún honum umboö til aö undirrita samninginn. Það geröi Anna. Síöan fréttist ekkert af sölu íbúöarinnar fyrr en í vor aö Anna fékk þær fregnir aö íbúðin hefði verið seld fyrir alllöngu og kaupendur væru fluttir inn. Viö nánari eftirgrennsl- anir komst hún að raun um að nýleg húsgögn, sem hún átti í íbúðinni, höfðu einnig verið seld. Haföi íbúðin veriö seld fyrir 369.000 danskar krónur (rúml. 1 millj. ísl. kr.) og hús- gögnin fyrir 5000 danskar krónur (15.000 ísl. kr. þau eru, aö sögn önnu, metin á um 100.000 danskar krónur (300.000 ísl.kr.) Enn fremur segir Anna að ýmis skjöl, sem voru í íbúðinni, hafi glatast. Peter Rasmussen kveðst hafa orðiö að selja íbúðina þar sem hún hafi veriö aö fara á nauðungarupp- boö. Anna haföi greitt afborganir af henni í júní fýrir ári, en hins vegar höföu lán sem hún átti aö greiöa af í desember sl. gjaldfallið. DV hefur fengið það staðfest hjá lögfræöingi og fasteignasala í Kaupmannahöfn aö samkvasmt ofangreindu hefði íbúöin átt aö fara á nauðungarupp- boð eftir hálft til eitt ár, ef ekki hefði verið greitt af henni fyrir þann tíma. Þau Peter Rasmussen og önnu greinir einnig á um söluumboð þaö sem hann haföi undir höndum. Hún kveöur þaö falsaö. Um sé að ræða annað umboö en hún hafi skrifaö undir. Umboðiö, sem hún hefði gefið honum, heföi verið dagsett 10. október og undirritaö af henni og manni hennar. Umboðiö sem Peter hefði hins vegar notaö gæfi honum víðtækari heimild til aö fara með fjármál hennar. Þaö væri dagsett 12. október, en þann dag hefðu þeir alls ekki hist, Peter og maður önnu. Þessu neitar Peter Rasmussen staö- fastlega en kveður umboðiö fullkom- lega löglegt. -JSS. Anna Krist jánsdóttir: Vondaufum riftingu sölunnar „Ég kæröi málið til rannsóknar- lögreglunnar í morgun,” sagöi Anna Kristjánsdóttir. „Þar kæri ég Peter Rasmussen fyrir aö hafa selt íbúöina á alltof lágu verði, og fyrir aö hafa ekki látiö mig hafa húsgögnin og teikningarnar sem í henni voru”. Anna kvaöst vera orðin vondauf um að sölunni yröi rift úr því sem komið væri þar sem hún hefði gefið Peter umboð til aö selja íbúðina, sem hún hefði betur aldrei gert. Hún sagöist ekki hafa fengið neitt af andviröi íbúðarinnar ennþá, né heldur skjöl varðandi sölu hennar önnur en svokallað bindandi kauptilboð. Anna sagöist enn fremur hafa kært Peter fyrir fölsun á umboöi því, sem notað var viö söluna. Vissulega heföi hún gefiö honum umboö til að selja íbúðina, en þaö heföi eingöngu verið bundiö viö söluna. Hins vegar heföi hann notað svokallaö „general full- makt” sem heimilaöi handhafa aö vasast nær ótakmarkaö í fjármálum viökomandi. Slíkt umboö hefði hún aldrei skrifaö undir. Hún kvaöst leita eftir rannsókn á umboðinu jafnskjótt og þaö bærist henni í hendur, en sem stæði væri það hjá lögfræðingi kaup- anda íbúðarinnar úti í Kaupmanna- höfn. Hann heföi fram til þessa neitaö aö afhenda þaö til dönsku lögreglunnar. „Þaö er ljóst aö ég verð fyrir mjög miklu fjárhagslegu tjóni ef fram heldur sem nú horfir,” sagöi Anna. „Ég hafði látið meta íbúöina á fast- eignasölu þegar við ákváðum aö selja hana í haust. Þá voru settar á hana 525.000 danskar krónur. Svo er hún seld fyrir 369.000 danskar krónur og húsgögnin, sem voru nýleg, seldi Peter fyrir 5000 danskar krónur. Ég get ekki sætt mig viö slíkar aöfarir og mun gera allt sem ég get til að leita réttar míns. -JSS. Nauðungaruppboð var yfírvofandi” ff —segir Peter Rasmussen, sem seldi íbúðina án vitundar eigenda „Ég seldi íbúðina af því að nauö- ungaruppboö var yfirvofandi,” sagöi Peter Rasmussen er DV ræddi við hann. Aðspurður um þá fullyrðingu fast- eignasala og lögfræðinga í Kaup- mannahöfn að íbúðin hefði ekki átt að fara á slíkt uppboð fyrr en eftir hálft til eitt ár, þar sem greitt heföi veriö af henni í júní, svaraði Peter Rasmussen: „Það kostaöi 6000 danskar krónur á mánuöi aö eiga íbúöina. Anna hafði sagt aö það lægi mikiö á að selja hana. Helst yrði hún aö vera seld fyr- ir 1. desember, en það tókst ekki aö selja hana fyrir þann tíma. Þegar komiö var fram í mars-apríl hlaut að liggja ennþá meira á. Ég reyndi allan tímann aö ná í önnu, bæöi þar sem hún vann og heima hjá henni, en þaö tókst aldrei. Þaö er nú svo að þegar menn setja hlut í sölu veröa þeir að gera ráö fyr- ir aö hann verði seldur. Þaö var ekki hægt aö taka ibúðina af fasteignasölunni því að þá heföi þurft að greiða fasteignasalanum allháa upphæö fyrir ómakið. Anna geröi engar ráðstafanir til aö losa íbúðina þótt hún væri komin í sölu og yrði auðvitað að vera auð þegar hún seldist. Ég varð því aö fá skransala til að tæma hana og hann sá einnig um að selja húsgögnin. Anna Kristjánsdóttir virðist ekki skil ja það að hún hefur aldrei átt eyri í þessari íbúö þar sem hún greiddi ekki af lánum sínum á gjalddaga. Með heimskulegum aðferðum sínum tapar hún miklum peningum þar sem hún lét lánin g jaldfalla. ” Peter var loks spurður að því hvort rétt væri að hann hefði tekið veðlán í íbúðinni að eiganda hennar forspurð- um. Hann kvað svo vera. Hefði hann tekið lánið til að greiða af eldri lán- um sem á íbúðinni hvíldu því að „annars hefði ekki verið hægt að selja hana”. Hann kvaðst enn frem- ur hafa tekið peninga út af reikning- um önnu í Kaupmannahöfn. Þá hefði hann notað til að greiða lausaskuldir sem hún hefði stofnað til meðan hún dvaldierlendis. -JSS. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Endurreisn efnahagslífs með þrautum Sósíalismi á Vesturlöndum hefur lent i öngstrætum að undanfömu. Talsmenn hans hafa hvað eftir annað misst efnahagskerfi landa sinna úr böndum, og má nefna dæmi um það frá Bretlandl, Danmörku og Islandi. Þegar svo hefur verið komið, hafa kjósendur tekið til sinna ráða, einnig þeir sem áður kusu sósiaiista, og leit- að á náðir þeirra stjómmálaafla, sem lofað hafa endurreisn efnahags- lifsins með þrautum. í Danmörku hefur þetta að visu ekki þýtt neinar stórar sveiflur i kosnlngum, enda um f jöld flokka að ræða, en nú fer ihalds- maður með völd þar og hefur þrátt fyrir veika stöðu komist upp með aðgerðir gegn opinberri eyðslu, eink- um vegna þess að almenningur stendur með honum. i Bretiandi er ihaldsflokknum spáð stórsigri, þótt hann hafi verið við stjóm i þrjú ár og á stjóraartima hans hafi ríkt at- vinnuleysi, sem aðeins verður jafnað við árið 1935, þegar kreppan var í al- gleymingi. Hér á landi er ný stjóm tekin við sem boðar endurreisn efna- hagslífsins með þrautum. Vist er um það, að sósialisminn boðar mannúðarstefnu, en undir- byggir hana með eyðslu. Borgara- flokkar vilja iika halda mannúðar- stefnu á loft, en telja að hún geti á hverjum tíma aðeins gengið eins langt og efnahagur þjóðar þolir. Þetta era staðreyndir sem öilum eiga að vera ljósar. t Bretlandi ríkir óvenjulegur stjómmálaþroski meðal almennings. Þar hafa kjósendur bmgðist þannig við, mitt í gífurlegu atvinnuleysi, að flokki frú Margaret Thatcher er spáð tvö hundrað þing- manna meirihluta. Niðurstöður þeirra kosninga hljóta að verða sósialistum mikið umhugsunarefni. t Svíþjóð, þar sem sósialistar ráða, jukust tekjur Volvo-verksmiðjanna um 99%. Jafnvel þar, í sjálfu höfuð- vígi sósíallsmans, er fyrirtækjum leyft að græða. Skýringin kann að vera sú, að þar séu á ferð menn, sem reyna ekki hverju sinni að eyðlleggja fjárhag landsins vegna annarlegra sjónar- mlða. Hér gildir hins vegar sú regla, að hvenær sem Alþýðubandalagið er í ríkisstjóra ætlar tsland á hausinn. Fundnar eru upp reglur, sem heita að fyrirtæki skuli rekin á núlli. Það er lítil mannúðarstefna gagnvart þeim, sem hjá þessum núli-íyrir- tækjum vinna. t Bretlandi var vinstri armur launþegahreyfingarinnar bú- inn að ná kverkatökum á Verka- mannaflokknum. Hann heimtaði þjóðnýtingu og núllstefnu. Bretar sáu að betra var að þola atvinnuleysl en rauða herra. Verkamannaflokkn- um var næstum sundrað i leiðinnl. Hér býr Alþýðubandalagið sig undir heljarátök í nafni launþega, gegn þeim aðilum, sem eru að freista þess að rétta á ný vlð hag þjóðfélagsins, og reisa það úr þeim efnahagsrúst- um, sem Alþýðubandalagið bjé okk- uríupphafi. Sósíalisminn á Vesturlöndum gengur ekki erinda heilbrigðs efna- hags. Borgaraflokkar hafa tekið upp nýtanleg stefnumið hans og gert þau að sínurn, en innan þeirra marka, sem efnahagur ieyfir hverju sinni. Hér á landi hefur þetta lika gerst, en þrátt fyrir það hefur þótt hlýða að ríkisstjórair hafi hvað eftir annað f arið kollsteypur fyrir tilstilli og óbil- girnl Alþýðubandalagsins. Ríkis- stjórain sem nú situr undir forsæti Stetagríms Hermannssonar, hefur ekki uppl stórar áætlanir um breyt- tagar á þeim formum sóstalismans, sem hér eru orðta rótföst. Þessi stjóra ætlar ekki að draga úr mann- úðarstefnu. Hún boðar jafnvei að skyldan sé að ailir hafi atvtanu. Þannig ætlar hún að freista þess að leiða okkur út úr vandanum án siysa • atvtanuleysistas. Margaret Thatcher hefur engu slíku lofað. Hún hefur lát- ið atvtanuleysið dynja yfir. Samt vtanur hún stórfelldan kosntagaslg- ur. Halda menn að Bretum sé eitt- hvað betur við atvtanuleysi en öðr- um? Hér fárast menn alltof snemma út i ríkisstjóra sem er að reyna björgunaraðgerðir. Menn geta deilt um leiðlr, en nauðsynlegt er að standa með núverandi ríkisstjóra fyrstu mánuðtaa. Aðrir kostir eru ekki fyrir hendi. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.