Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Síða 5
DV. FIMMTUDAGUR 9. JÚNI1983.
5
— keppt í fyrsta sinn íkarla- og kvennariðli
/ ár verða eins konar landshlutakeppnir í vólhjólaakstri og keppendur færri en áður. Keppt verður á bilum á 22 stöðum á landinu isumar og verður fyrsta keppnin íReykjavik um helgina.
Nú er hin vinsæla ökuleikni að fara i
gang einu sinni enn. Það eru Bindindis-
félag ökumanna og DV sem standa að
hennieinsogáður.
Keppnin í sumar verður með aðeins
öðru sniði heldur en undanfarin ár.
Keppt verður bæði á bílum og vél-
hjólum. Keppni-1 á bílunum verður á
22 stöðum víðs vegar um landið og er
þar keppt bæði i karla- og kvennariðli,
en það er nýbreytni í ökuleikninni.
Veitt verða sér verðlaun fyrir þrjú
efstu sætin í hvorum riðli og fer sigur-
vegari úr hvorum riðli áfram í úrslita-
keppni, sé viðkomandi á aldrinum 18—
25ára.
Keppnin á véihjólunum er frá-
brugðin í ár því sem hún hefur verið
undanfarin ár. Nú verða keppnirnar
færri en áður og verða því eins konar
landshlutakeppnir. Nú er ekki lengur
keppt á sléttu plani, heldur verða
keppnimar eins konar torfærukeppnir
með þrautum.
Fyrst keppt
um helgina
Fyrsta bílakeppnin verður haldin í
Reykjavik við Laugarnesskóla sunnu-
daginn 12. júní kl. 14.00 og eins og fyrr
er getið er keppt í tveimur riðlum.
Keppendur geta látið skrá sig í síma
83533 á skrifstofutíma út þessa viku.
Fyrsta vélhjólakeppni sumarsins
mun einnig fara fram um næstu helgi.
Sú keppni mun verða í Reykjavík,
nánar tiltekið í Kringlumýrinni við
Kringlumýrarbraut í námunda við Hús
verslunarinnar. Hefst sú keppni kl.
14.00 á laugardag. Keppendur geta
látið skrá sig í síma 83533.
I bæði bíla- og vélhjólakeppninni um
helgina verða vegleg verðlaun en auk
þess gefst sigurvegurum kostur á að
vinna utanlandsferð því að í úrslita-
keppnum, sem haldnar verða í haust,
eru glæsilegar utanlandsferðir í verð-
laun og munu þeir er þær hljóta verða
fulltrúar Islands í norrænni ökuleikni
á bílum og alþjóðlegri vélhjólakeppni
sem haldin verður í Ungverjalandi
næsta vor.
Hvafl er ökuleikni?
Fyrir þá er ekki vita hvað ökuleikni
er skalsagtaðþettaernokkurskonar
góðaksturskeppni þar sem hraði
skiptir ekki máli heldur þekking á um-
ferðarreglum og bílnum sem kepp-
Tap varð á rekstri jámblendiverk-
smiðjunnar á Grundartanga á
síðastliðnu ári og nemur það 178,5
milijónum króna. Er meginorsök
tapsins hiö lága söluverð á kísiljárni
alls staðar í heiminum.
Að sögn Stefáns Reynis Kristins-
sonar, fjármálastjóra járnblendi-
I
endur aka. Fyrst svara keppendur
nokkrum spurningum, sem fjalla um
akstur og umferð, og þar næst aka þeir
í gegnum sérstakt þrautaplan með
ýmsum þrautum sem hæglega geta
komið f yrir hvern sem er í umf erðinni.
Þann 18. júní hefst svo hringferð um
landið meö ökuleikni ’83 og mun DV
kynna þær keppnir þegar að þeim
kemur jafnóðum. Bindindisfélag öku-
manna hefur tii umráða sérútbúinn
verksmiðjunnar, hafa markaðs-
aðstæður ekki verið jafnslæmar í 50
ár. Járnblendi er notað við fram-
leiöslu á stáli, en verð stáls getur
verið mjög sveiflukennt.
Stefán sagði að ástandið nú í ár
væri þó betra en í fyrra, sala hefur
aukist og verð hefur hækkað um 15—
sendibíl merktan. sem mun þjóna sem
miöstöð ökuleikninnar í sumar.
Það er vel við hæfi á norrænu
umferðaröryggisári að allir sem geta
taki þátt í ökuleikninni i sumar til aö
hressa aðeins upp á þekkinguna í
umferðarreglum og ekki sist að æfa sig
í þrautaakstri og stuðla á þann hátt að
bættri umferðarmenningu, því að þá er
tilgangi ökuleikninnar náð.
20%. Reynt yrði að haga rekstrinum
á sem skynsamlegastan hátt, m.a.
að minnka fjármagnskostnað* Hann
sagði að frá upphafi hefði fyrirtækið
aldrei skilað arði og skuldir þess
hefðu aukist með árunum.
Heildarframleiðsla verksmiðj-
unnar var á árinu 1982 41.500 tonn.
-PÁ.
•Einar Guömundsson.
Tap á jámblendiverksmiðjunni
2 og 3 vikur.
Verð frá kr. 15.904.
Gengi 27/5/83.
Brottfarardagar:
16/6, 23/6,30/6,7/7,
14/7,21/7, 28/7,4/8,
11/8,18/8,25/8,1/9,
8/9,15/9, 29/9.
Akureyri:
Hafnarstræti 98,
sími: 22911.
Vilborg Gunnarsdóttir og Jón Ingi Ingimarsson
Miklubraut 20, Reykjavík.
(Gestir á El Remo)
Reykjavík:
Austurstræti 17,
símar: 26611
20100
27209.
HVAÐ ER SVONA
MERKILEGT VIÐ
ÞAÐ AÐ VERA Á
Eitt er víst að í 25 ár hafa þúsundir íslendinga farið á vegum Út-
sýnar til „sólarstrandar” Spánar. Og þeir halda því áfram ár eft-
ir ár. Þetta er líka staðurinn sem býður mesta fjölbreytni í sum-
iarleyfinu, með góðum gististöðum, úrvali veitingahúsa, fjörugu
skemmtanalífi, frábæru veðurfari og skemmtilegum kynnisferð-
um. Hagstætt verðlag.
Hvað segja farþegarnir við spurningunni: „Hvað finnst þér um sumarleyfið
hér"?
„Costa del Sol er einhver yndislegasti staður sem við höfum komiö til. Hann hefur
upp á flest það að bjóða sem ferðamaðurinn óskar sér. Góða matsölustaði,
skemmtistaði og gott veðurfar. Hótelið sem viö erum á, Castillo de Santa Clara,
er í hæsta gæðaflokki og varla til sambærilegt hótel hér um slóðir. Hreint og
þokkalegt og allur viðurgjörningur með þeim hætti að á betra verður ekki kosiö.
Viö fullyrðum að við höfum fengiö allt það er viö greiddum fyrir í þessai i ferð.”
Ragnheiður Ólafsdóttir og Baldur Ólafsson
Sóleyjargötu 15, Akranesi.
(Gestir A Castillo de Santa Clara)
„Hér á sólarströndinni er meira gert fyrir feröamanninn en maöur verður var
við annars staðar. Hér er allt til alls, góö aðstaða til íþrótta, leikja og sólbaðs.
Sundlaugin og garðurinn eins og best verður á kosið. Þeir sem vilja hafa það ró-
legt á kvöldin eiga auðvelt með það, en þeir sem vilja skemmta sér geta það án
fyrirhafnar. Þaö hefur komið okkur á óvart hve allt er hreint á ströndinni og í
Torremolinosbænum. Kynnisferðir sem boöið er upp á eru frábærar, bæði
skemmtiferðir og menningarferðir. Við hjónin ætluðum til Hollands í sumarhús
en hættum við það og sjáum svosannarlega ekki eftir því. Hér, eins og annars stað-
ar, er það aðalsmerki Utsýnar að standa viö það sem lofað er.”
Unnur Bjarnadóttir og Asgeir Lárusson
Hliðargötu 4, Neskaupstað.
(Gestir á Timor Sol)
„Veörið er yndislegt, sól og hiti upp á hvern dag og hótelið, E1 Remo, eins og best
verður á kosið og sennilega leitun að öðru eins hér á ströndinni.” Jón Ingi sagði að
fyrir sér væri Costa del Sol paradís. Hann hefði komið hingaö oft áður og vildi
helst ekki fara annað í sumarleyfinu. „Hvers vegna halda menn aö fólk komi
hingað ár eftir ár? Af því aö hvergi er betra að vera. Torremolinos er drauma-
staður allra sælkera, úrval af góðum og fjölbreyttum matsölustöðum er óvíða
meira en hér á ströndinni. Vilborg vildi fara annað að þessu sinni en fyrir mín orð
kom hún hingaö,” sagði Jón. „Og ég sé ekki eftir því,” sagði Vilborg aðlokum.