Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Qupperneq 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNl 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kólombía: Mesta lánstraust ríkja í S-Ameríku —en ærnir erfiðleikar samt Aukning á hertiaöarútgjíiidum hefur skaðað bandariskt efnahagslif alvarlega, segir í skýrslu sem gefin var út í New York á mánudaginn var. Þessi skýrsla, sem unnin hefur veriö á síðustu tveim árum, er gefin út af Rannsóknanefnd efnahagslegra forgangsatriöa sem hefur aðsetur sitt í New York. I skýrslunni er vegið aö tveim megintrúarsetningum í hagfræðikenningum eftirstríðsár- anna, þeirri kenningu að aukin fjár- festing í vígbúnaöi auki atvinnu og — segir i skýrslu óháðrar rannsóknanef udar staðli að hagvexti og tæknifram- förum. I skýrslunni er gefið í skyn að áætlun Reagans Bandaríkjaforseta í varnarmálum, sem gerir ráð fyrir 1500 milljarða dollara fjárfestingu í vopnabúnaöi, muni skapa færri störf, minni tækniframfarir nýtan- legar annarstaöar og hægari vöxt i framleiðni en ef samsvarandi upphæð væri varið af einkafýrir- tækjum. I skýrslunni segir aö hemaðar- útgjöld sc ákaflega áhrifalítil aöferö til þess aö skapa störf, miöaö við aðrar aðferðir, því að í hergagna- iðnaði sé fyrst og fremst um að ræða störf fyrir vel menntað fólk sem ætti létt með að finna sér störf í annarri framleiðslu hvort eð er. Auk þess eru efnahagsleg áhrif hemaöarútgjalda takmörkuö viö fáar iðngreinar og litil landsvæði. Hvað má fá fyrir milljarð? Fyrir hvern þann milljarð dollara, Þvert á móti þvi sem kennisetningar segja eflir hergagnaframleiðsla ekki efnahagslífið heldur veldurþvi, skaða. sem bandanska varnarmálaráðu- neytið ver til hergagnaframleiðslu, skapast 28 þúsund störf hjá einka- fýrirtækjum. En fyrir sömu upphæð myndu ska^ ast 32 þúsund störf, ef henni væri varið til almannasam- gangna, 57 þúsund störf ef upphæð- inni væri varið til einkaneyslu og 71 þúsund störf ef milljarðinum væri varið til menntamála. Samkvæmt könnun nefndarinnar hefur mikil fjárfesting í hergögnum leitt til hnignunar í framleiðslugetu almennt í Bandaríkjunum. Saman- burður á efnahagslegri frammistöðu 17 iönvæddra þjóða, á árunum 1960 til 1980, sýnir að þær þjóðir sem bera þyngri byrðar hernaöarlega, hafa til- hneigingu til þess að fjárfesta minna og eiga í erfiðleikum vegna lítillar aukningar á framleiöni. Bandaríkin voru í neösta sæti ellefu iðnþróuðustu þjóða á Vestur- löndum hvað varðar framleiðniaukn- ingu í iönaöi, í hlutfalli f járfestingar af þjóðarframleiðslu og fjármagns- myndun í iönaði. En Japanir, sem verja sáralitlu fé til vígbúnaðar, voru efstiríöllumþessumgreinum. I könnun á rafeindaiðnaði í Banda- ríkjunum komst nefndin að þeirri niöurstöðu að tækniframfarir tengd- ar hernaöarrannsóknum hefðu komið iðnfyrirtækjum í almennri framleiðslu að sáralitlu gagni. I rafeindaiðnaði, flugvélafram- leiðslu og tækjasmíði, þar sem bandarísk fyrirtæki hefðu átt að viöhalda eða auka forskot sitt á markaðnum vegna fjárútláta til víg- búnaðar, er hið gagnstæða reyndin. Ber ekki saman viÖ Reagan Niðurstaða Rannsóknanefndar efnaliagslegra forgangsatriða um framtíðarhorfur í bandarísku efna- hagslífi er ekki með öllu samhljóöa spám stjómvalda í Washington. Að vísu segir í niðurstöðum skýrsl- unnar, sem nefndin gaf út á mánu- dag, að halli á f járlögum, sem stafar af aukinni fjárfestingu í hernaðar- tækni, muni draga efnahagslíf í Bandaríkjunum upp úr kreppunni sem þar hefur ríkt síðustu þrjú ár. En slíkur stórfelldur halli á fjár- lögum gæti: „kynt undir verðbólgu eða hleypt af stað harðri samkeppni um lánsfjármagn,” og hvort þessara atriða verður uppi á teningnum mun velta á peningamálastefnu ríkis- stjómarinnar. Rannsóknanefnd efnahagslegra forgangsatriöa er nefnd, óháð ríkis- valdinu, sem gefur reglulega út skýrslur um stefnu stjórnvalda í efnahags- og vamarmálum. I loka- orðum skýrslunnar segir m.a.: „Það, að veita opinberu fjármagni til hermála í því magni sem ríkis- stjórn Reagans hyggst gera, mun draga alvarlega úr getu þjóðarinnar til þess að mæta hættum atvinnu- leysis, missi erlendra markaða, minnkuðu forskoti i tæknikunnáttu og úreltum f ramleiðsluaðferðum. Við höfum einnig komist að þeirri niðurstöðu að sama fjárfesting myndi styrkja efnahag þjóðarinnar, ef henni yröi varið beinlínis til þess að leysa efnahagsleg vandamál okkar.” Riki S-Ameríku eiga öll við efna- hagsörðugleika að stríða. Kreppan hefur komið illa niður á Mexíkó, eins og menn vita, og á Brasilíu. 1 Argentínu skáru yfirvöld fyrr í vik- unni fjögur núll aftan af gjaldmiöli sínum og stóðu sig þannig heldur bet- ur en íslenska ríkisstjómin fyrir þrem árum. En þó að kreppan hafi komið illa niöur á flestum ríkjum í S- Ameríku, eru sum þó betur á vegi stödd en önnur. Þannig er til dæmis með Kólombíu. Olíkt flestum nágrannalöndum sín- um hafa Kólombíubúar ekki enn að minnsta kosti frestað einni einustu greiðslu af sínum eriendu lánum. En síaukinn viðskiptahalli hefur leitt til þess að stjómvöld hafa neyðst til þess að ganga á gjaldeyrisvarasjóöi sína til þess að standa í skilum. Því hafa stjómvöld neyðst til þess að þrengja reglur um eriendan gjald- eyri og takmarka innflutning á viss- um vörutegundum. Þrátt fýrir minnkandi framleiðslu bæði í landbúnaði og iönaði hefur það verið regla ríkistjórnar Kólombíu aö eyða ekki um efni fram og erlendar skuldir jukust lítið á síðasta ári, eöa um 8%. Nú nema erlendar skuldir Kólombíu níu milljörðum dollara og um þriðjungur þeirra skulda á að greiðast upp á næstu fimm ámm. Verðfall á kaffi Gjaldeyrissjóðir Kólombíu hafa minnkaö stóriega á síðustu tveim ár- um og kenna hagfræðingar stjórnar- innar viðskiptahallanum um. Verð á kaffi hefur fallið mikið og Kólombía er næststærsti kaffiframleiðandi heimsins og kaffiútflutningur undir- staða efnahagslífsins. Þá segja hag- fræðingar að ástandiö eigi eftir að versna því að helstu viðskiptalönd Kólombíu eru Venezúela og Ecua- dor, en bæði þessi ríki eiga nú við alvarlega efnahagsörðugleika að stríða. Bæði ríkin hafa fellt gengi gjaldmiðla sinna og þannig gert kólombískar vörur dýrari en ella. Vegna þessa eru ýmsir sérfræðing- ar vantrúaðir á það að stjómvöldum í Kólombíu takist að koma í veg fyrir að gjaldeyrissjóöir ríkisins tæmist. Meðal þeirra aögerða sem gripið hefur verið til er tilskipun frá forset- anum, Belisario Betancur, þess efnis að ekki megi taka erlend lán nema til hagkvæmustu verkefna. Þá minnk- uðu stjómvöld um helming þann kvóta af erlendum gjaldeyri sem hverjum kólombískum borgara er heimill á ári hverju. Þá hefur verið gripið til þess ráðs að gera innflutn- ing á lúxusvamingi háðan leyfum. En framkvæmdir halda þó áfram og fjármálaráðherrann, Edgar Gutierrez, hefur skýrt frá því að Kólombía muni sækja um lán upp á 1,5 milljaröa dollara f rá alþjóöalána- stofnunum til þess að fjármagna ým- is verkefni. Kólombíubúar hafa þeg- ar fengið lán til lengri tíma til þess að f jármagna ýmis verkefni svo sem kolanámur, ohuvinnslu, nikkelnám- ur og vatnsvirkjanir. Allt þetta myndi að sjálfsögöu skjóta fleiri stoðum undir efnahagslíf landsins. En það er aðeins hin feiknastóra kolanáma við Cerrejon sem hefur þótt það gimileg að viöskiptabankar erlendis hafa veitt til hennar lán. En ýmsir bankastarfsmenn segja þó að Kólombía hafi besta lánstraust í S- Ameriku og muni líklega fá þau lán sem sótt verður um. Vandamá/ nútímans En jafnvel þó að framtíðarhorfur séu ekki slæmar em það vandamál nútímans sem stjórnvöld verða að takast á við og þau eru alvarleg. Því hefur verið lýst yfir af hálfu stjóm- valda að engin meiriháttar gengis- felling á kólombíska' pesónum komi til greina. En embættismenn hafa sagt að áætlanir hafi veriö geröar um þaö að hraða nokkuð gengissiti svo að þaö veröi 25% á þásu ári, en það var 19% á síðasta ári. Og starfsmenn erlendra banka segja að gengissigið geti numið allt að 30%. Það er almenn skoðun í Kólombíu að pesóinn sé alltof hátt verðlagður enda þurfa menn aö borga 120 pesóa fyrir dollarann á svörtum markaði, meðan opinbert gengi er 77 pesóar fyrir hvern dollar. Þetta misvægi milli opinbers gengis og svartamark- aðsgengis hefur ýtt undir smygl og allskyns brask. Stjórnvöld hafa hót- að að loka nokkmm fyrirtækjum, geri þau ekki fullnægjandi grein fyr- ir uppruna þess erlenda gjaldeyris sem þau hafa undir höndum. Það er því ljóst að þó að Kólombía hafi mest lánstraust allra S-Ame- ríkuríkja eru erfiðleikarnir sem við eraðeigaþarærnir. Kaffibaunir í haugum og verðfallið á kaffi kemur hart niður á íbúum Kólombíu. Efnahagsstefna Reagans undir smásjánni: HERNAÐARÚTGJðLD SKAÐA BANDARÍSKA HAGSMUNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.