Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983.
13
Frá fimm flokka viðræðum undir stjórn Svavars Gestssonar.
b) 6 mánaða fæöingarorlof fyrir ail-
ar konur.
c) samfelldur skóladagur barna og
takmörkun hæfilegs fjölda nem-
enda í bekk.
d) fullnægjandi dagvistun fyrir öll
börn, þannig að það geti orðið val
foreldra en ekki hins opinbera
eins og nú er, hvort böm njóti við-
unandi dagvistunar meðan for-
eldrar vinna. Til fjármögnunar
slikrar uppbyggingar mætti nota
1% af A.-hluta fjárlaga 1983, sem
mun nema 130 milljónum króna
eða tæplega and viröi eins togara.
e) bættir möguleikar til fullorðins-
fræðslu og endurmenntunar.
f) endurskoðun trygginga- og
lífeyrismála húsmæðra.
Þessar aðgerðir miða annars veg-
ar að því að fjárfesta í uppeldi og
umönnun barna, sem aldrei verður
ofgert og hins vegar að auka áhrif
kvenna í þjóðfélaginu með því að efla
menntun þeirra og efnahagslegt
sjálfstæði.
Fjármögnun þessara fram-
kvæmda byggist svo á því að breyta
forgangsröð þeirra verkefna, sem
ríkiðtekuraðsér.
Þær stjómarmyndunarviöræður,
sem við tókum þátt í, snerust aö
mestu um efnahagsmál og urðu flest-
ir aðrir málaflokkar að víkja fyrir
umræðu um þá Gilitrutt, sem kæmi
að vitja nafns hinn 1. júni. Fannst
okkur sárlega vanta þar meiri um-
ræðu um ýmis önnur mikilvæg mál.
Verðbótatfflögur
Kvennafistans
Við töldum það meginatriði í fyrir-
huguðum efnahagsaðgerðum að
vemda kjör hinna lægst launuðu, en i
þeim hópi eru konur f jöimennar. I
þeim tilgangi bárum við fram tillögu
um verðbætur á laun, sem við álitum
aö nýtast muni best þeim sem lægst
eru launaðir. Þjóðhagsstofnun reikn-
aöi síöan út fyrir okkur töluleg gildi
þessarar tillögu. Meðallaun allra
launþega (ASI, BSRB og BHM) sam-
kvæmt taxta eru nú 12.230 krónur.
Við leggjum til, að 20% af meöallaun-
um, þ.e. 2.446 krónur komi sem föst
krónutala i verðbætur ofan á meðal-
laun og öll laun þar fyrir neðan. Síð-
an komi helmingur þeirrar krónutölu
ofan á næsta f jóröung launa þar fyrir
ofan, en engar verðbætur í efsta
fjórðungi iaunastigans. Þessi tillaga
felur í sér skerðingu verðbóta á
hærri laun, en veitir meira en fullar
verðbætur þeim sem standa i lægstu
þrepum launastigans. Samkvæmt
þessari tillögu nytu um 80% félaga i
ASI og rösklega 60% allra launþega
fullraverðbóta.
Heildarupphæð þessara verðbóta í
júnímánuði, ef þær hefðu verið
greiddar, eru áætlaðar um 170—260
milljónir króna. Til samanburðar
má nefna, að verðbætur samkvæmt
bráðabirgðalögum ríkisstjómarinn-
ar eru taldar hafa numið 180 millj-
ónum króna, í júnímánuöi. Ef okkar
tillögu hefði veriö beitt hefðiheildar-
upphæð greiddra verðbóta verið
mjög sambærileg við ráðstöfun ríkis-
stjórnarinnar en dreifing fjárins
mun réttlátari.
Úrræði
ríkisstjórnarinnar
I stað þess hefur rikisstjórnin valið
að gefa 8% verðbætur upp allan
launastigann, sem viðheldur og eyk-
ur enn á þann launamismun, sem
þegar er of mikill. Þannig fá þeir,
sem við lökust kjör búa, tæplega 1000
króna uppbót til að mæta þeim
hækkunum, sem orðnar eru á nauð-
þurftum eins og búvöru, en þeir sem
hafa t.d. 35.000 króna laun fá 2.800
króna uppbót.
Þó að enginn fagni launaskeröingu
eru menn sannarlega misvel í stakk
búnir að mæta henni og er það furðu
skammsýn ráðstöfun ríkisstjómar-
innar að ætla að þjarma svo illa að
láglaunafólki. Hún segist hafá aö
markmiöi „Vemdun kaupmáttar
lægstu launa og lífskjara þeirra sem
þyngst framfæri hafa”. Samt er
þeim „mildandi aðgerðum”, sem
boðið er upp á, ekki beint i samræmi
við tekjur en dregið úr áhrifum
þeirra með því að dreifa þeim of
víða. Þær rata því ekki þangað sem
þeirra er mest þörf og duga skammt
þar sem þær lenda.
Tekjutrygging lifeyrisþega, sem
hækkar um 5% umfram laun og
mæðra- og feðralaun, sem hækka um
100% (með einu bami) þ.e. úr 250
krónum í 500 krónur á mánuði eru að-
gerðir, sem beinlinis eru ætlaöar
þeim, sem verst em settir. Báðar em
alltof rýrar til þess að veita mark-
tækan stuðning. Þó að reynt hafi ver-
ið að taka tillit til þeirra, sem eiga
böm undir 7 ára aldri og þeirra, sem
eru að byggja sér húsnæöi, em þeir
margfalt fleiri, sem engar viðunandi
bætur fá en búa þegar við kröpp kjör
og munu eiga erfitt með að mæta
þeim verðhækkunum, sem þegar eru
orðnar og enn eiga eftir að dynja yf-
ir.
Hverjir borga
brúsann?
Ríkisstjórnin nýja segist hafa aö
meginmarkmiði atvinnuöryggi og
hjöðnun verðbólgu og er það vel. En
er okkur sama hvað það kostar og
hverjir borga brúsann? I stjórnar-
sáttmála segir að „Aðeins meö við-
tækum, samstilltum aðgerðum, er
taka til allra þátta hagkerfisins, er
unnt að vinna bug á þeim þrenging-
um, sem nú steðja að þjóðarbú-
skapnum...” Samt hefur nú aðeins
verið átt við launin.
I bráðbirgðalögum ríkisstjómar-
innar segir í 4. gr. kafla um fjár-
málaráðstafanir til vemdar lífskjör-
um „Á árinu 1983 er fjármálaráö-
herra heimilt að lækka rikisútgjöld
frá því sem ákveöið er í fjárlögum
fyrir árið 1983 um allt að 300 milljón-
ir króna.” Þama er fjármálaráð-
herra gefið mikið vald án samráðs
við ríkisstjómina. Hvaðan á aö taka
þetta fé? Er líklegt að byggingu
Seöiabankans verði frestað?
Hvaðan kemur ríkisstjóminni um-
boð til að nema úr gildi launasamn-
inga? Var afnám samninga og lækk-
un verðbóta á stefnuskrá Framsókn-
arflokksins eöa Sjálfstæðisflokksins
fyrir kosningar? Var kosið um þau
nástrá, sem láglaunafólki er nú boð-
in handfesta í?
Nú eru rétt liðin tvö hundruð ár síð-
an Móöuharðindi hófust með Skaft-
áreldum svo að land, fólk og fénaður
eyddist. Ekki var nema lítill hluti
þeirra harðæra af manna völdum og
Islendingar lifðu af þótt nær þeim
væri gengið. Okkur er ekki vandara
um nú en þá, en byrðunum verður að
skipta þannig að hver beri sem hann
þolir.
Hafi ríkisstjórnin viljað sýna
dirfskuog þor til að takast á við vand-
ann, hví brast hana þá kjark til aö
bæta kjör þeirra, sem hlífa skyldi?
Reykjavík,7. júní 1983
Guðrún Agnarsdóttir
þingmaður Kvennalista
A „Við töldum það meginatriði í fyrirhuguð-
^ um efnahagsaðgerðum að vernda kjör
hinna lægst launuðu, en í þeim hópi eru konur
f jölmennar. í þeim tilgangi bárum við fram til-
lögu um verðbætur á laun, sem við álítum
að nýtast muni best þeim sem lægst eru
launaðir.”
Ríkisst jórn í klemmu
að ræða. Hún er aö berjast við að
halda á floti þrotabúi fyrri ríkis-
stjómar, sem sat lengur en sætt var.
Engu að síður verður núverandi
ríkisstjóm að verja afleiðingar
gerða hinnar fyrri á meðan þeir sem
þar bára þyngsta ábyrgð hjúpa sig
englaskikkjum og blása í herlúöra
væntanlegrar kjarabaráttu.
Aðhald og kynning
Ætli hin nýmyndaða ríkisstjórn að
lifa af þann darraðardans, sem
framundan er, verður hún að gera
Seðlabankastjóri og þjóðhagsstjóri gáfu þingmönnum upplýsingar í stjóraar-
myndunarviðræðunum.
tvennt. Hún verður í fyrsta lagi að
sýna geysimikið aðhald í öllum opin-
beram rekstri og hún verður í öðru
lagi aö sjá til þess aö almenningur
fái réttar upplýsingar um aðgerðir
hennar. Bregðist annað hvort geta
ráðherramir farið aö taka til á
þess að réttar upplýsingar um
aðgerðir hennar — bæði þær sem
þegar hafa verið ákveðnar og þær
sem á eftir eiga að koma — berist al-
menningi í aðgengilegu formi. Yfir
fólk dynur nú vel upp settur og
einfaldur áróður forsprakka laun-
• „Ætli hin nýmyndaða ríkisstjórn að lifa af
þennan darraðardans, sem fram undan
er, verður hún að gera tvennt. Hún verður í
fyrsta lagi að sýna geysimikið aðhald í opin-
berum rekstri og hún verður í öðru lagi að sjá
til þess að almenningur fái réttar upplýsingar
um aðgerðir hennar.”
borðunum h já sér mjög fljótlega.
Hún má hreint ekki líða opinberum
stofnunum að hækka gjaldskrár
sínar að geðþótta. Þær verða að lifa í
takt við þjóöfélagið og ef tekjur
þeirra hrökkva ekki til verða þær
hreinlega að draga úr framkvæmd-
um og ef til vill rekstri. Himinninn
hrynur ekki yf ir okkur, þótt einum og
einum opinberam starfsmanni verði
sagt upp, eða þótt einn og einn vinnu-
flokkur þurfi að hætta að vinna uppi
á öræfum á tvöföldu eða þreföldu
kaupl
Þá verður ríkisstjórnin að sjá til
þegasamtaka, sem allt í einu sjá
kjaraskerðingu detta niður úr
skýjunum, en varðar ekkert um
aödraganda hennar eða orsakir. Það
er lágmark aö þeir tugir manna sem
hafa atvinnu sína af því árið um
kring að reikna út verðbólguna og
afleiðingar hennar geti stunið ein-
hverju út úr sér i fjölmiðlum um
hvað aðgerðirnar í raun og vera
þýða, eöa í þaö minnsta skrifað
bækling á skiljanlegu máli, sem
dreiftermeðalfólks.
Hvorugt þessara atriða ætti að
vera hinni nýju ríkisstjórn ofraun.
Þrátt fyrir ákaflega óheppilega
byrjun á stjórnarferli getur hún enn
áunnið sér traust fólks aö nýju. Hún
gerir þaö með því að sýna fólki að
hún ætli að beita raunveralegu
aðhaldi, en ekki sýndaraðhaldi geð-
þóttaákvarðana, og hún gerir það
með því að kynna undanbragðalaust
hvað hún hefur í pokahorninu, svo
fólk geti fljótlega borið saman svart-
nættishjal launþegaforingjanna og
árangur stjómarathafna.
Þing eða ekki þing?
Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst
hvort sumarþing verður kallað
saman eða ekki. Eðlilega sækir
stjómarandstaðan það fast, enda
mun hún nota slíkt þing, ef saman
verður kallað, til þess að fylkja liði
sínu til orrustu og þyrla upp miklu
áróðursmoldviðri. I raun og veru er
ekki hægt annað en hlæja aö því,
þegar stjórnarþingmenn þykjast
geta sett einhver skilyrði I slíkum
málum og stjórnarandstaðan lofar
öllu fögru, vitandi að ótal leiðir eru
bæði til að svíkja slík loforð og finna
leið framhjá þeim í skjóli breyttra
aðstæðna.
Fari svo að þing verði kallaö
saman mun verða styttra en ella í
hörð átök milli ríkisstjórnar og
stiómarandstöðu, ekki síst á vinnu-
markaönum. Það er því 1 jóst að verði
sumarþing ofan á þarf ríkisstjórnin
að miða geröir sínar við það og hafa
sem mest af efnahagsaðgerðum til-
búið, svo unnt verði að hafa
heildaryfirsýn yfir málin þegar á því
þingi.
Magnús Bjarnfreösson.