Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Page 15
DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. 15 Hvernig má bæta verkaiýðshreyf inguna? Greinaflokkur í tilefni skipulagsárs ASÍ: GERUM FÉLAGS- STARFID AÐLAÐANDI Gerum félagsstarfið aðlaðandi! I undanfarandi greinum hef ég nú f jallað nokkuð um flokksræðið í verka- lýðshreyfingunni, svo og skipulag hennar og lagt mesta áherslu á að bera fram tillögur eða hugmyndir til úr- bóta. 1 þessari grein ætla ég að fjalla um starfshætti hennar og þá afstöðu sem mér finnst að ætti að ríkja á milli forystumanna og almennra félaga. Fólkinu er treystandi Ég tel ákaflega slæma þá siði sem þróast hafa í verkalýðshreyfingunni að öllum störf um, allri ábyrgð og þar með öllu valdi skuli safnað á örfáar hendur. Þessu er nauðsynlegt að breyta ef tak- ast á að auka áhuga hins almenna fé- laga. Forystumenn verða að læra að treysta öðrum til starfa. Fela einstök- um almennum félögum eða hópum þeirra (t.d. eftir vinnustöðum) að sjá um og bera ábyrgð á ákveðnum þátt- um starfsins. Hinir almennu félagar eru fyllilega hæfir til slíkra starfa og oft eru þeir hæfari en forystumenn með mismikil tengsl við vinnandi fólk og mismikið vit á málefnum og aðstöðu þess. Vera kann að einmitt tengsla- leysið eigi sinn þátt í því hve illa for- ingjarnirtreysta félögunum. Félagsmenn eru ekki stikkfrí Það verður einnig að gera kröfur til félagsmannanna. Kröfur um að þeir ljúki þeim verkefnum, sem þeim eru falin, og rísi undir þeirri ábyrgð sem þeir taka á sig. Kröfur um að þeir taki þátt í ákvörðunum og stefnumótun. Þaö þarf að vinna gegn þeim útbreidda hugsunarhætti aö meö þvi aö k jósa fólk til forystu og ráða fólk til skrifstofu- starfa í félögunum sé hinn almenni fé- lagi stikkfrí. Þessi viðhorf sem ættuö eru úr þingræðishyggju stjómmála- flokkanna eru ekki aöeins ónothæf i fé- lagslegu starfi, heldur beinlínis skað- leg. Það er sama hversu góð og vel- meinandi forystan er — sýni félagamir ekki lágmarksvirkni í baráttunni, er félagið veikt og vanmegnugt til að ná nokkram árangri. Fáist félagarnir ekki til þátttöku er eins vel hægt aö legg ja félagið þeirra niður. Foringjana út á vinnumarkaðinn! Flestir munu sammála um að tengsl ' forystu og félagsmanna séu ákaflega lítil og slæm innan verkalýðshreyfing- arinnar um þessar mundir, einkum í stærri félögunum. Um ástæðumar má . Guðmundur Sæmundsson deila. En til að ráða bót á þessu tel ég tvennt nauösynlegt. Annars vegar að auka aö miklum mun gegnumstreymi fólks í forystustörfum. Hins vegar að forystumenn einangrist ekki inni á skrifstofum félaganna. Það ætti ekki að þekkjast að stjórnarmenn verka- lýðsfélaga séu i fullu starfi hjá því sem skrifstofumenn eða hjá stofnunum tengdum hreyfingunni. Algjört há- mark ætti að vera hálft starf, enda sé hinn helmingurinn unninn úti á al- mennum vinnumarkaði með fólkinu, helst á sem mannflestum vinnustöð- um. Til að draga úr ásókn forystu- manna í skrifstofustörf hreyfingarinn- ar tel ég að ganga þurfisvo frá málum að starfsmen verkalýðsfélaganna séu félagar í samtökum verslunar- og skrifstofufólks og þiggi laun sam- kvæmt töxtum þeirra. Sú venja er einnig mjög leiðinleg, sem tíðkast í sumum verkalýðsfélögum, að stjórn- armenn taki laun hjá félaginu fyrir að mæta á stjórnarfund, samningafund eða annað. Að mínu viti á í slíkum til- vikum aðeins að bæta upp sannanlegt vinnutap. Skemmtilegri fundi Fundaform verkalýðsfélaganna hef- ur ekkert breyst í 50 ár, og er því í flest- um tilvikum hrútleiðinlegt og drepfúlt fyrir nútímafólk. Einræður formanna verður að leggja af. Stuðla þarf að frjálsari skoðanaskiptum meö því aö draga fram andstæöar skoöanir í rík- ari mæli en nú, t.d. með kappræðum, háborðsumræöum, fyrirspumatímum o.fl. Til að sem flestir geti tekið þátt í umræðum þarf að viðhafa hópaum- ræður á fundum, láta orðið ganga hringinn og leggja niður stirðlega ræðupúltamennsku. Einnig er ástæðu- laust að hræða fólk frá með því að taka allt, sem sagt er, upp á segulband. Fundina þarf að undirbúa betur, t.d. þannig að félagsmenn fái sendar upp- lýsingar um efni fundanna heim til sín, ásamt fundarboði og dagskrá. Fundi þarf að hafa fleiri svo að ekki þurfi að hafa þá of langa og með of mörgum óskyldummálumá dagskrá. Atkvæði allra séu jöfn Flestir munu sammála um að álit allra félaga ætti að vega jafnt. Svo er þó ekki á meðan fámennir fundir ráða öllum málum félagsins, léttvægum sem mikilvægum. Til að ráða bót á þessu er til mjög einfalt ráð sem þó er sorglega sjaldan notað innan verka- lýðshreyfingarinnar. Þaðeraðviðhafa atkvæðagreiðslur um mikilvæg mál .meðal allra félagsmanna. Slíka alls- herjaratkvæðagreiðslu er hægt að framkvæma á vinnustöðunum og á skrifstofum félaganna og láta hana standa í nokkra daga. Þennan hátt ætti að hafa á um öll mikilvægustu málin, svo sem uppsögn samninga, kjarakröf- ur félagsins, verkföll og aðrar aðgerðir í kjaradeilu, nýja samninga, laga- breytingar, viöbrögð við kjaraskerð- ingu rikisvaldsins og önnur slik stór- ■ mál sem upp kunna að koma. Fjölbreytt starf Milli funda þarf að hafa í gangi starf- semi sem allir geta tekið þátt í eftir að- stæðum. Þar má nefna opin hús, W „Hinir almennu félagar eru fyllilega hæfir til slíkra starfa og oft eru þeir hæfari en forystu- menn með mismikil tengsl við vinnandi fólk og mismikið vit á málefnum og aðstöðu þess.” starfshópa, alls kyns fræðslustarf- semi, útgáfustarfsemi o.fl. Mismun- andi form hentar ólíku fólki. Þá er rétt að nefna að víða getur verið rétt að fara inn á þá braut sem sum félög hafa gert, nefnilega að sinna áhugamálum og tómstundastarfi fólks. Ég er viss um að slík fjölbreytni í starfi kæmi bæði félagsmönnunum og félögunum til góða í aukinni samstöðu og heil- brigðari félagsanda. Tíðari vinnustaðaf undi Nú er það svo að ekki hentar öllum mikið og virkt félagsstarf sem aðal- lega fer fram á venjulegum hvíldar- og frítíma fólks — á kvöldin og um helgar. Hér getur verið um að ræða ungbama- fólk, húsbyggjendur, fólk sem vinnur mjög langan vinnudag, fólk sem vinn- ur vaktavinnu, fólk sem á erfitt um að vera á fartinni vegna aldurs, sjúk- leika o.s.frv. En allt þetta fólk á líka sinn rétt. Það greiðir í sjóði félaganna og hefur engu síður en aðrir hagsmuni af því að starfsemi félagsins sé sem best. Þessu fólki verður aö mæta. Ekki með heimskulegum kröfum um að það geti bara hunskast á fundi. Heldur með þvi að nálgast það þar sem það er sjálft. I þessu skyni þarf að stórauka vinnu- staðastarf verkalýðsfélaganna, svo sem með öflugum erindrekstri og miklu tíðari vinnustaðafundum en nú er. Eg veit að fjöldi og lengd vinnu- staöafunda era samningsatriöi við at- vinnurekendur. En bæði er hægt að leggja mjög aukna áherslu á kröfuna um fleiri vinnustaðafundi (þeir eru nú 2 á ári) í vinnutíma, og svo er hægur vandinn að halda stutta fundi í kaffi- tímum og einnig í matartímum þar sem mötuneyti era til staðar. öfluga blaðaútgáfu Af sömu ástæðu og áður er rakið þarf aö stórauka alla fjölmiðlun innan hreyfingarinnar. Upplýsingar til fé- lagsmanna um mál, sem ræöa skal á félagsfundum, hef ég þegar nefnt. Blaðaútgáfa félags — eða fleiri félaga í sameiningu þar sem einingar eru smá- ar — er einnig mikilvæg leiö til að nálg- ast þá félaga sem ekki eiga heiman- gengt á fundi. Slík félagsblöð hafa reynst vel þar sem þau hafa verið reynd. Þau hafa víða orðið vettvangur frétta úr starfinu, úr heildarsamtökun- um og jafnvel úr þjóömálunum. Á sama hátt geta slík blöð verið mikils- verður miöill fyrir umræöur um stöðu og stefnu hreyfingarinnar og fyrir fræðslu og menntun vinnandi fólks um hagsmunamál sin. Loks geta þau verið fyrirtaks tæki til aö koma á framfæri listsköpun verkalýðsstéttarinnar. Lýðrœði kostar peninga Allt þetta, sem hér á undan hefur verið nefnt, kostar peninga. Sá kostn- aður hefur oft verið notaöur af forystu- mönnum sem röksemdir gegn hug- myndum og tillögum af þessu tagi. Þessi mótbára veröur þó hlægileg þeg- ar félögin era samtimis á kafi í húsa- kaupum og byggingum stórhýsa. Vist er mikilvægt að félögin eigi þak yfir höfuðið. En er ekki lýðræðið enn mikil- vægara? Allir vita að lýðræði er dýr- ara og fyrirhafnarmeira en alræði fárra. Gildir það jafnt í stjórnmálum sem í almennu félagsstarfi. En þá „byrði” býst ég við að flestir félags- menn væra fúsir til að bera. Það má þá heldur spara á öðrum sviðum. Er t.d. nokkurt vit í þvi að laun forystumanna sem sitja daglangt á skrifstofum félag- anna séu margföld á viö laun fólksins? Eða að íburðurinn i innréttingum skrif- stofanna þurfi að vera meiri en nokkr- um félagsmanni mundi detta i hug að veita sér s jálfum á sínu heimili? Guðmundur Sæmundsson, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.