Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Síða 39
DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983.
39
DÆGRADVOL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Þráínn Bertelsson, Egill rakari og allir hinir bíða með óþreyju eftir öðru marki íslend-.
inga. Það kom — en danski dómarinn dæmdi það af okkur. Mynd BH.
Allir á völlinn
Það góöa við að fara á Laugardals-
völlinn og hreiðra um sig á pöllunum er
ekki beinlínis sú nautn að sjá leikinn
með berum augum og án milligöngu
Bjarna Fel., heldur hitt hversu óum-
ræðilega knattspyrnufróður maður
verður. Maður hefur varla sest niöur
fyrr en maður fer að gefa út allskonar
athugasemdir um leikinn í heild, ein-
staka leikmenn og hvemig þeir hefðu
UOSMYNDIR
Knattspyrna
Baldur Hermannsson
með réttu átt að gefa knöttinn, og þaö
skiptir engum togum að sessunautam-
ir taka þegar undir. Maður verður þess
smám saman áskynja að allt í kring-
um völlinn sitja og standa 5.217 sér-
fræðingar um knattspymu og mætti á
þeim skilja sumum að betur væri land-
inn settur ef þeir væru komnir i blá-
hvítu búningana í stað ýmissa þeirra
sem hlaupa þama fram og aftur á
grasinu, gefandi vondar sendingar inn
á miöjuna í stað þess að fóöra kantana,
liggja aUtof framarlega þegar brýn
þörf er á manni aðeins aftar, dandalast
með boltann á vítateignum i stað þess
að skjóta þrumuskoti beint inn í vöm-
ina og láta skeika að sköptu.
„Eg nenni ekki að tala um neitt
nema fótbolta,” heyrði ég frá bekkn-
um fyrir ofan mig og þegar ég leit við í
skyndingu sá ég þar kunnan mann úr
stjómmálalífinu. „Eg er orðinn svo
helvíti leiður á pólitíkinni,” hélt hann
áfram og meinti hvert einasta orð, „nú
hef ég bara áhuga á fótbolta.”
Og svei mér þá — ég sá ekki betur en
aUir þeir sem tU heyrðu kinkuðu koUi
tU samþykkis. En þannig er það og
þannig hefur það aUtaf verið. Mennirn-
ir berjast ægUegri baráttu í þjóöUfinu,
þar feUir hver annan og lætur misk-
unnarlaust kné fylgja kviði og þar er
eins dauði annars brauð eins og frægt
er orðið, en knattspymuvöUurinn er
einmitt hinn rétti staður til þess að
kenna mannfólkinu að viö erum þrátt
fyrir aUan hemaðinn í daglegu lífi
bræður og systur og elskum hvert ann-
að.
Það var feikUeg stemmning á áhorf-
endapöUunum í Laugardal, þennan
sunnudag þegar íslenska landsUöið bar
sigurorð af Möltu. Auðvitað hefðu
flestir kosið að sjá fleiri mörk en þetta
eina, en þaö verður ekki á aUt kosið. Is-
lensku strákamir voru hvassir í
bragði, léku vel og skemmtUega og það
sópaði að þeim. Ahorfendur voru glað-
ir í sinni að sjá þá sigra og þó að
athugasemdirnar í blöðunum næstu
daga hafi ekki verið beinlínis hólbom-
ar eiga þær ekkert skylt viö þann hug-
blæ sem ríkti á veUinum sjálfum þegar
leikurinn stóð yfir.
............. ............................................. trniM.,,
Nanuruieguro og mannvirKi eru vmsæiusiu viotangsefni ljósmyndaranna sem sýna nú á Kjarvalsstöðum, en hér
er það fyrirsætan Mandy Kupas með blóm á vörum sem horfir hugsandi á sýningargesti. Mynd BH
SUMARSÝNING
HUGMYNDAR 81
Ljósmyndaklúbbur áhugamanna sýnir listir sínar
Það er þokki yfir sumarsýningu
„Hugmyndar 81” á Kjarvals-
stöðum eins og reyndar oft vill
verða um tilburði sannra áhuga-
manna í hinum ýmsu greinum list-
arinnar.
Á hausti siðastliðnu lögðum við
eina opnu „Dægradvalar” undir
starfsemi þessa unga áhuga-
mannafélags, tókum nokkra þátt-
takendur tali, skoðuöum verk
þeirra og hlýddum á einkunnagjöf
á svonefndu sýningarkvöldi félags-
ins. Það hreif okkur þá hversu af-
dráttarlaust og allt að því vægðar-
laust þeir félagar tóku hver á ann-
ars myndverkum — þar var ekki
fyrir að fara því slepjulega skjalli
sem kæfir að bragði alla heiðarlega
viðleitni heldur var það alveg ljóst
að allar myndir fengu hvassa en
verðskuldaða umsögn og þaö er
einmitt hvati allra framfara, eins
og einn frammámanna félagsins
komst aö orði.
Á Kjarvalsstöðum má nú líta
hvem árangur hin þrotlausa þjálf-
un vetrarins hefur borið. A miðju
salargólfsins standa verðlauna-
myndir sýningarinnar f rá í fyrra til
samanburðar og þó að margar
þeirra séu býsna snotrar held ég að
fæstar þeirra myndu komast neitt í
námunda við verðlaunasætin að
þessu sinni, slík hefur framförin
orðið.
Þjóðfélags-
ádeila
Náttúruskoðun ýmiskonar er
mjög í fyrirrúmi hjá félaginu að
þessu sinni eins og kannski er von-
legt. Þarna eru myndir af berjum
og blómskrúði, fjalllendi, sjávar-
ströndu og sjávardröngum og ein
sérdeilis falleg sólarlagsmynd
hefur fengið að fljóta með þrátt
fyrir vissa andstöðu félagsins gegn
slíkum heföbundnum viðfangs-
efnum.
Einn sýningarmanna imprar á
dálítilli þjóðfélagsádeilu í myndun-
um „Draumur bóndans” og ,,Af-
leiðing Framsóknar”. Sú fyrri
sýnir gamla og slitna dráttarvél
umlukta svefnugri töframóðu. Sú
síðari er af vallgrónum moldarkofa
sem hallast mjög á vinstri hlið og
hrynur vísast bráðlega ef ekki
verður að gert, og mun sú mynd
vera einskonar eftirmæli Fram-
sóknaráratugarins svonefnda.
Þá eru myndir af húsum og mann-
virkjum eigi allfáar, sumar í litum
og skemmtilega gerðar.
Ávöxtur
eljunnar
Hugmynd 81 er áhugamannafé-
lag og aðeins tveggja ára gamalt
eins og nafnið gefur vísbendingu
um. Flestir félagsmanna kunnu
lítið fyrir sér í byrjun, sumir ekk-
ert, en elja, þjálfun og áhugi hefur
nú borið þann góða ávöxt sem hver
getur séð og dæmt fyrir sig á Kjar-
valsstööum.
Mín persónulega skoðun er sú að
sýningin sé vissulega misjöfn eins
og vænta má af 30 Ijósmyndurum
og 200 myndum, en þama em
allvíða yndislegar myndir og ágæt-
lega til þess fallnar aö veita
gestum ábendingar fyrir sumar-
leyfið. En það eru fáein atriði sem
mér þætti fengur að sjá aö ári liðnu
í ríkara mæli en nú er og er þar
fyrst til að taka myndir af fólki.
Þær em alltof fáar á þessari sýn-
ingu og eru þó andlitsmyndir og
ljósmyndir af fólki að leik og starfi
eitt hið áhugaverðasta viðfangsefni
sem um getur. Auðvitað bregður
fyrir fólki á þessari sumarsýningu
en það er sjaldnast aðalatriöi
myndanna heldur nánast uppfyll-
ing og hjálpartæki til myndrænnar
vinnslu og sköpunar og er það
miður. Einnig má að því finna (ef
menn vilja endilega finna að-
einhverju) að tiltölulega fáar virki-
lega stórar myndir eru á sýn-
ingunni, en þannig er að málara-
listin, sem er náfrænka ljósmynda-
listarinnar, hefur sett nokkum
staðal í þessum efiium og það vill
draga stundum úr sýningargildi
ljósmynda á sýningum að þær eru
f ull hæverskar i sniöum.
En slíkar aðfinnslur em auka-
atriöi. Félagamir i Hugmynd hafa
rétt einu sinni sýnt og sannað hve
ótrúlega langt er hægt að ná á
skömmum tíma meö elju og áhuga
og sumarsýningin er því markviss
hvatning til allra þeirra sem hafa
gaman af því að dunda við
myndverk að taka nú til hendinni í
sumar, stinga spólu i gamla rokk-
inn og láta ekki fögur mótif úr aug-
sýn sleppa.
PT:
m
i