Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Page 44
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN i SÍÐUMÚLA 12—14
Isafjörður:
femwn
— á Húsavíkurverði
„Víð pökkum jógúrt í álfóðraðar
pappafernur og er verð á hálfum
lítra 29 krónur,” sagði Vilbergur
Prebensson, verkstjóri hjá Mjólkur-
samlagi Isfirðinga, í samtali við
DV.”
Eingöngu er jógúrt pakkaö þar í
hálfs lítra umbúðir. A síðasta ári
voru keyptar nýjar norskar pökkun-
arvélar Elo-pak, og hafin femupökk-
un á mjólk, súrmjólk og jógúrt. Súr-
mjólkurfernumar eru ekki álfóðrað-
ar. Svo sem kunnugt er af fréttum
hefur neytendum á höfuðborgar-
svæðinu verið bannað að kaupa
jógúrt frá samlagi K.Þ. á Húsavík,
sem er ódýrari en hér sunnanlands.
Á Húsavík er jógúrt pakkað í fernur
(ekki álfóðraðar) og í dag er sama
verð á jógúrt á Húsavík og Isafirði.
Hér í DV hefur verið haft eftir
Grétari Símonarsyni, mjólkurbús-
stjóra hjá Mjólkurbúi Flóamanna á
Selfossi,, „að komið hafi til greina að
framleiða jógúrt í fernuumbúðir, ef
áhugi fólks væri fyrir því.” Kvaö
hann álfóðraðar femur þá æskilegri
en dýrari. Hálfur litri af jógúrt í
plastbikurum frá M.B.F. kostar í
dag 32,20 krónur.
Jógúrtfemumar á Isafirði eru „í
dýrari klassanum” en á sama verði
ogáHúsavik. -ÞG
Uppboðið
íKáupmannahöfn:
Guðmundurtal-
innkaupandi
Samkvæmt heimildum DV er Guð-
mundur Axeisson í Klausturhólum
talinn hafa keypt Jóns Stefánssonar
myndina sem slegin var á eitt
hundrað þúsund krónur danskar á
uppboði í Kaupmannahöfn fyrir viku
síðan. Ofan á það verð bætist 121/2%
söluþóknun.
Margir Islendingar vom:
viðstaddir á uppboðinu og auk Guð-
mundar bauð Báröur Halldórsson í
myndina, sem umboðsmaður Jóns G.
Sólnes, og Ríkharður Hördal, sem
umboðsmaður Jóns Ragnarssonar í
Regnboganum.
Akureyringarnir hættu þó að bjóða
þegar myndin var komin í 56 þúsund.
Guðmundur Axelsson keypti næst-
dýrustu myndina, Ásgrímsmálverk,
á 64 þúsund krónur danskar.
Á uppboöinu voru ennfremur seld
málverk eftir Kjarval, Þorvald
Skúlason, Júlíönu Sveinsdóttur,
Gunniaug Blöndal og höggmynd eftir
Tove Olafsson. ihh/HG.
LOKI
Kvennalistínn þolir ekki
nema þriggja ára kjörtíma-
bil.
.
Sampróf un vitnis og ákærða í Skeiðarársandsmálinu:
Ber ekki saman
um aðdragandann
og siálf átökin
„Þaö hélt hvort fast við það sem
áður hefur komiö fram hjá þeim við
yfirheyrslur,” sagði Bragi Steinars-
son vararikissaksóknari i samtali
við DV en samprófun milli vitnisins
Marie Luce Bahuaud og ákærða,
Grétars Sigurðar Arnasonar, íSkeið-
arársandsmálinufórframí gær.
„Það ber töluvert mikið á milli
hjá þeim, bæði um hvernig aðdrag-
andinn var og um sjálf átökin. Hann
segist til dæmis hafa komið í sælu-
húsiö vegna þess aö hann hafi fundiö
hasslykt en hún segir hann hafa
sagst hafa fengið upphringingu frá
lögreglunni á Akureyri. Hann segir
að hann hafi ekki náð í byssu fyrr en í
annað skipti sem hann fór út i bil en
en hún segir að hann hafi verið með
byssu í öll skiptin,” sagöi Bragi
Steinarsson.
Vitninu og ákærða ber á milli í
fleiri veigamiklum atriðum. Akæröi
ber því við í vitnisburði sínum að
Marie Luce hafi ráðist á sig klórað
sig og rifið föt sín, hafi hann þá slegið
hana með skepti byssunnar, skot
hlaupið úr henni og lent í Yvette, syst-
ur Marie Luce. Marie Luce segir hins
vegar að engu skoti hafi verið hleypt
af í sæluhúsinu. Marie Luce þvertek-
ur ekki fyrir að hafa veitt einhverja
mótspyrnu er ákærði réðst á hana.
Marie Luce segist hafa misst meðvit-
und i átökunum en systir hennar hafi
flúið út úr sæhihúsinu. Hún segist
hafa raknað úr rotinu og heyrt hróp,
síöan skot, aftur hróp og annað skot.
Akærði segist hafa farið út á eftir
Yvette og leitað hennar en segist að-
eins hafa skotið einu skoti — upp í
loftið. Yvette var hins vegar með
skotsár á baki og er talið að hún hafi
verið skotin af alllöngu færi.
Marie Luce kannast ekki við að
byssur ákærða hafi verið í bílnum er
þær óku með honum frá Höfn og að
sæluhúsinu en ákærði heldur því
fram að þær hafi verið þar, huldar
úlpu.
Marie Luce hélt fast við framburð
sinn um aö ákærði hafi sagst vinna
fyrir lögregluna en ákærði ber á
móti því.
Akærði hélt fast við framburð sinn
um aö hann hefði fundið hassiykt í
sæluhúsinu. Vitniö bar á móti þvi aö
þær systur hefðu reykt hass. Ekkert
hefur komið fram við rannsókn
málsins sem styður orð ákærða í
þessu efni.
ás
Ms. Edda:
Tryggingar-
víxillinn
fallinnúrgildi
Tryggingarvixlamir sem skip-
verjar á ms. Eddu skrifuðu upp á
þegar þeir réðu sig á skipið erulfalln-
ir úr gildi og verður þeim skilað
til skipverjanna.
„Fyrirtækið sendi út stóran hóp af
fólki og þurfti aö leggja út í mikinn
kostnað vegna þess,” sagði Einár
Hermannsson, framkvæmdastjóri
Farskips, í morgun. Þettá liefði að-
eins verið aðhaldsaðgerð fyrir þá
sem komnir voru meö f arseðlana.
Víxillinn var einn þáttur í samn-
ingum fyrirtækisins við skipverjana
sem gagnrýndur hefur verið. I
ákvæðum um tryggingarvíxilinn
sagði að undirritaöur samþykkti 10
þúsund króna tryggingarvíxil sem
Farskipi væri heimilt að leysa út ef
viökomandi kæmi ekki til viiiriu og .
hefði ekki læknisvottorð eða annað
sem Farskip teldi fullnægjandi af-
sökun. JBH
Guðrúnþing-
flokksformaður
Guðrún Agnarsdóttir mun gegna
starfi formanns þingflokks Kvenna-
listans á komandi þingl Þingmenn
Kvennalistans hafa ákveðið að
skipta með sér formennsku þing-
flokksins á kjörtímabilinu. -ÓEF.
'llIIIIIIflllIlflIIH
ílll' 1 ’
SMYRIL-LINE
^nnniinnini!iiuiiu,,‘
,,,,,,,, ,, Hii> • > " * ■ ■ '
Á annan tug báta tók á móti færeysku ferjunni Norröna þegar hún sigidi i
fyrsta sinn inn Seyðisfjörð i gær. Á bryggjunni beið fjöldi Austfirðinga til
að fagna skipinu, sem er um átta þúsund tonn, 140 metra langt og 23 metra
breitt. Með Norröna komu um 200 farþegar og 40 bilar. Svipaður fjöldi fór
út. Alls hafa um þrjú þúsund manns pantað far með skipinu til íslands í
sumar. DV-mynd: Jón Guðmundsson,, Seyðisfirði.
Kaupmáttur minnkar um 14%
Útreikningar Þjóðhagsstofnunar:
verðbólguhraðinn verður 27% um áramót
tJtreikningar Þjóðhagsstofnunar
benda til að kaupmáttur á mann
verði að meðaltali um 14% lakari á,
þessu ári en á árinu 1982. Spáð er að
verðbólga á þessu ári verði um 82%,
en verðbólguhraðinn verði kominn
niður í 27% um áramót.
Að mati Þjóðhagsstofnunar hefði
verðbólgan orðið á þessu ári um
134% ef efnahagsráöstafanir ríkis-'
stjórnarinnar frá því í lok maí hefðu
ekki komið til. Þá hefði verðbólgu-
hraðinn um áramót verið kominn í
139%.
Kaupmáttur kauptaxta mun
minnka um 20% á þessu ári ef
notaður er mælikvarði núgildandi
framfærsluvísitölu. Þar af mun!
kaupmátturinn minnka um 24% á'
siðari helming ársins. A móti kemur
að kaupmátturinn hefði að mati
Þjóðhagsstofnunar minnkað um 13%
á árinu ef efnahagsráöstafanimar
heföu ekki komið tll, þar af hefði
hann minnkað um 14% á síðari
helmingiársins.
I framangreindum tölum er miöað
við Horfur f yrir yfirstandandi ár eftir
efnahagsaðgerðimar og eingöngu
tekið tillit til taxtabreytinga. Ekki
hafa verið metin áhrif þeirra ráð-
stafana sem ákveðnar voru i því
skyni að milda kaupmáttar-'
skeröinguna. Þær ráðstafanir hafa
verið taldar svara til 4% aukningar
kaupmáttar almennt en 6% fyrir þá
sem hafa lægstu laun og mesta fram-
færslubyrði. Þá er miðað við árið i
heild en tölumar eru hærri ef ein-'
göngu er miðað við síðari hluta árs-
ins. Þá er i þessum tölum ekki tekiö
tillit til yfirlýsinga ríkisstjórnar- -
innar um fyrirhugaða lækkun skatta
og tolla á nauðsynjavörum sem ekki
hafa verið settar fram í nánari at-
riðum enn. Ekki hefur heldur verið
tekið tillit til frestunar greiðslna
vegna verðtryggðra íbúðalána sem
ákveöin verður á rikisstjómarfundi í
dag.
Kaupmáttur kauptaxta mun þvi
minnka um 3% á þessu ári, að teknu
tilliti til mildandi aðgerða, frá þvi
sem orðið hefði að óbreyttu.
ÓEF