Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR16. JÚNI1983. Sfldveiði Islendinga er i hættu vegna aukinna veiða á Noróursjávarsfld —vertíðin í haust veltur á síldarsölusamningum við Sovétmenn, segir Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóri Sfldarútvegsnef ndar Síldveiöar vestan Skotlands og syöst í Norðursjó og Ermarsundi voru leyfð- ar á ný í fyrra eftir nokkurra ára veiöi- bann. Nú hafa veiðar einnig veriö leyföar á aöalveiðisvæðunum í Norður- sjó, eftir veiöibann frá 1977, og síld- veiöikvótar á ýmsum öðrum veiði- svæöum veriö stórauknir. Meöal ann- ars er gert ráð fyrir aö leyft veröi aö veiða um helmingi meira en i fyrra af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum viö Noreg og í Eystrasalti hefur síld- veiðikvóti veriö aukinn verulega. Ott- ast síldarútflytjendur afleiöingar aukins fraj .( ös á síld fyrir síldarsölu Islendinga I fyrra reyndist ekki unnt aö finna markaði fyrir alla þá sild sem veidd var á svæðunum vestan Skotlands, í Norðursjónum og Ermarsundi. Uröu Norðmenn, Bretar og Frakkar því aö biöja Rússa aö bjarga hluta aflans meö því að senda verksmiöjuskip til breskra og franskra hafna og' kaupa síldina þar beint úr veiöiskipum og salta hana eða vinna á annan hátt um borö í verksmiöjuskipunum. Þó fór mikið af síldaraflanum til bræöslu vegna markaðsskorts. Harðsnúnir keppinautar í sfldarsölu DV sneri sér í morgun til Gunnars Flóvenz, framkvæmdastjóra Síldarút- vegsnefndar, og spuröi hann hvaöa af- leiöingar þetta aukna framboð heföi á sölu íslensku saltsíldarinnar. Gunnar sagöi aö þessar fréttir heföu ekki komið sér á óvart þar sem fylgst væri áriö um kring meö öllu því sem gerist í síldarmálum hjá öörum þjóöum. Hann sagöi aö íslenskum stjómvöldum hefði þegar um áramót verið gerö grein fyrir þróun þessara mála, þaö er aö ýmsir markaöir okkar myndu hugsanlega lokast vegna of- framboös á þessu ári. „Nýting á þeim 50—55 þúsund tonn- um sem leyft veröur aö veiöa á kom- andi vertíð fer því aö mestu eftir því hvemig til tekst meö sölu til Sovétríkj- anna sem eru langstærsta neysluland saltaörarsíldar.” „Viö erum uggandi yfir þeim þrýst- ingi og þeim aöferöum sem keppinaut- ar okkar í Noregi, Bretlandi, Frakk- landi, Holiandi og Kanada beita nú, meðal annars meö aöstoö viökomandi stjórnvalda til aö koma síld sinni inn á sovéska markaðinn,” sagði Gunnar. „Þetta eru sömu ríkin og ráöleggja okkur aö draga úr viðskiptum okkar viö Sovétríkin. Ýmsar þessara þjóöa hafa þegar stofnaö sérstök fyrirtæki í löndum sínum' til aö greiöa fyrir þessum viöskiptum og eru Rússar hlut- hafar í sumum þeirra. I samningaviöræöum okkar við Rússa í fyrra sýndu samningamenn þeirra okkur tilboö frá ýmsum þessara landa sem voru um 40% lægri en sölu- verö okkar til Sovétríkjanna árið áöur. Nú hafa Svíar bæst í hóp keppinauta okkar um sovéska markaðinn. Þeir hafa nýlega gert samning um sölu á síld beint úr sænskum veiðiskipum um borð í sovésk verksmiðjuskip.” Nauðsynlegt að selja Rússum Gunnar nefndi aö margir hneykslist á því hve mikið Islendingar leggja upp úr viðskiptum viö Rússa. „Meðal annars höfum viö oröiö fyrir aökasti í kjallaragrein í DV og því meöalannars haldiö þar fram aö viö fáum síldina greidda í illseljanlegum rúblum. Eg vil nota tækifærið og leiörétta hér meö þann þvætting. öll sú síld sem viö selj- um Rússum er greidd í bandarískum dollurum. I Síldarútvegsnefnd, sem meðal annars er skipuö fulltrúum til- nefndum af síldarsaltendum, útvegs- mönnum, sjómönnum og verkafólki, og einnig í félögum síldarsaltenda, ríkir algjör samstaða í öllum þessum málum. Viö gerum allt sem í okkar valdi stendur til aö selja síld okkar til sem flestra landa og okkur er manna best ljós sú hætta sem í því felst aö vera of háöir einum markaði, hvort sem hann er sænskur eða sovéskur. Staöreyndirnar eru þær, hvort sem okkur likar betur eða verr, að vertíöin í haust er aö verulegu leyti undir því komin hvernig viðskiptunum við Sovétmenn veröur hagað og hvernig til tekst í væntanlegum samningaviö- ræöum við þá um saltsíldarsölur. Menn veröa því að gera sér ljóst aö ef ekki takast viðunandi samningar viö Sovétmenn jafngildir þaö enn aukinni kjaraskerðingu fyrir sjómenn, verka- fólkið og aöra þá sem hagsmuna eiga aö gæta í sambandi viö veiöar og vinnsluákomandisíldarvertíö.” -JBH. VeitmgMUIin opnuöl7. iúní Þessa dagana vinna um 40 manns ai því aö koma í stand nýjum veitinga- stað sem verður í Húsi verslunarinnar Á aö opna þar með pomp og pragt þann 17. júní og er unnið dag og nótt vií að ganga frá og koma öllu í stand fyrir þanntíma. Veitingastaður þessi mun bera nafn- iö Veitingahöliin. Veröa þama tveir salir, matar- og kaffitería, og svo lítill veitingasalur þar sem þjónar ganga um beina. Þaö em feögarnir Stefán Olafsson og Jóhannes Stefánsson, sem reka Múla- kaffi, sem eiga þennan nýja staö. Munu þeir verða þar meö eitt full- komnasta eldhús sem þekkist á veit- ingastaö hérlendis. Er það bæöi fyrir Veitingahöllina og einnig fyrir útsend- an mat en þar hafa þeir feögar veriö mjög stórir í sniðinu á undanförnum ámm. -klp- » Um 40 manns vinna nú dag og nótt að því að gera ailt í stand í Veitingahöll- inni sem verður opnuð 17. júní. Jóhannes Stefánsson, forstjóri Veitingahallarinnar, ræðir við iðnaðarmenn, sem eru úti um allt á nýja staðnum þessa dagana. DV-myndir Einar Olason. Mikill uggur er í mönnum vegna aukinna síldveiða í Norðursjónum. Hugsanlega gæti svo farið að sUdveiðar íslendinga væru í hættu vegna meira framboðs á sUd. Landsmenn hljóta þó að vona að hægt verði að taka svona mynd á Siglufirði eins og í fyrrahaust. Skólamálin í Kópavogi: Bygging Hjallaskóla hefstinnan tíöar — nemendur Víghólaskóla halda hópinn með kennurum sfnum Rætt var um staðsetningu og hönnun hins nýja Hjallaskóla í Kópavogi á fundi byggingamefndar hans fyrir helgina. Skólinn verður byggöur á Digranestúninu, austan Digranesskóla og verður hafist handa viö stjórnunar- álmu á miöju sumri. Miðað er viö aö hægt veröi að taka hluta hennar í notk- un um áramót. Ætlunin er aö flytja lausar stofur sem Menntaskólinn í Kópavogi hefur haft á þennan staö og hefja skólastarf 1. september. Verða þar4 árgangar, um 150 börn. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 13. maí síöastliöinn var samþykktur samningur sem geröur hafði verið við ríkisvaldiö um skólamál í bænum. Fól hann meðal annars í sér að Mennta- skólinn fengi Víghólaskóla sem yröi lagður niður sem grunnskóli. 1 haust færi síðan af stað nýr grunnskóli, áður- nefndur H jallaskóli. Að sögn Hákons Sigurgrímssonar, formanns skólanefndar Kópavogs, hafa vandamál vegna flutnings nem- enda, kennara og annars starfsfólks skólanna verið leyst með ágætri sátt. Allir halda vinnu sinni og nemendur Víghólaskóla halda hópinn í hinu gamla húsnæði Menntaskólans. Þar munu þeir hafa sömu stjórnendur, kennara og yfirkennara. Deildin verður nokkurs konar útibú frá Digra- nesskóla. I þann skóla flyst skólastjóri Víghólaskóla en núverandi skólastjóri Digranesskóla fær að líkindum sama embætti í Hjallaskóla. Þegar bekkirnir tveir úr Víghóla- skóla, sem eins og áður segir verða í núverandi húsnæði Menntaskólans, hafa lokið námi sínu færast kennarar þeirra í Kópavogsskóla og Digranes- skóla sem í framtíðinni eiga aö vera heilstæðir. Það þýðir aö þar veröa allir 9 árgangargrunnskólans. -JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.