Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR16. JUNI1983. 15 Uppskera frá átta árum Þaö var húsfyllir í Þjóðleikhúsinu á níundu áskriftartónleikum Tónlistarf é- lagsins, sl. mánudagskvöld, þar sem flutt var tónlist eftir Leif Þórarinsson. Þetta voru kammerverk sem Leifur hefur samið á seinustu átta árum. Efnisskráin var mjög skemmtilega uppbyggð. Flauta er notuð í öllum verkunum og leikur Manuelu Wiesler var stórkostlegur. Hún er listamaður á heimsmælikvarða; allt fer saman, frá- bær tækni, d júp og sönn túlkun. Tónleikarnir hófust á einleiksverk- inu Sonata per Manuela. Rammi Leifur Þórarinsson. verksins er heföbundinn, fjórir þættir barokksónötunnar. En innan þessa ramma er nútímamaður sem talar. Leifur kann manna best að forma lag- línu sem svífur áreynslulaus milli him- ins og jarðar. Nútíma flautuleiks- aöferðir virka fullkomlega eðlilega — ekki sem tildurseffektar — heldur sem eðlileg útvíkkun á tjáningarsviði hljóð- færisins. Per voi fyrir fiðlu og píanó er ljóörænt smáverk, einkar þokkafullt. Þar koma fram hlutir, í fyrsta sinn hjá Leifi aö ég held, sem hafa fylgt honum síðan. Með árunum hefur hann skrifað sig frá hinum stranga seríala stíl og tekið upp frjálslegri og litríkari vinnu- brögð. I Per voi teflir hann saman ólík- um stíltegundum, sem eru formmynd- andi likt og hjá Mahler. Þessi þróun heldur áfram í Divertimento (Largo y Largo) sem er draumkennd fantasía, ákaflega myndræn, enda samdi Nanna Ölafsdóttir fallegan ballett við þetta verk, sem Islenski dansflokkurinn flutti hér um árið. Þunglyndislegur vals er þungamiöja verksins, angandi af fortíðarþrá: „0 gamli ilmur gleymdra daga” en svo þýðir Þor- steinn Gylfason lokasöng Péturs í tunglinu eftirSchönberg. Eftir hlé var fluttur Quartetto glaci- ale frá árinu 1978. Magnað og átakan- legt verk þar sem Leifur notar úthugs- aða tilvitnunartækni: bamasálmurinn alþekkti ,0 Jesú bróðir besti, er settur í framandi umhverfi. Mér finnst að titill verksins hefði mátt ver: De profundis o.s.frv. Lokaverkið á tónleikunum var glæsi- legur flautukonsert sem enn er í smíð- um. Sinfonia finale er ekki byltingar- kennt verk í ferli Leifs. Miklu fremur rökrétt áframhald þess sem áður er komiö. Sérkennileg hljóðfæraskipan (Manuela er einasti blásarinn) gefa Leifi tilefni til að laða fram furðulega og magnaða liti hljóðfæra. Hann stefnir í sömu átt og fyrr, en er sterk- ari og áhrifaríkari. Leifur hefur átt frjótt og mikið sköpunartímabil á undanförnum SMÁ- AUGLÝSING I árum. Þessi konsert fullvissaði mig um það sem ég vissi áður: Leifur er einn hinna fárra miklu listamanna Tónlist Atli Heimir Sveinsson okkar þjóðar. Sú braut sem hann gengur er hættuleg: stílbrot og tilvitn- anir. En yfirgripsmikil þekking, ásamt □ handverkslegri kunnáttu getur bjarg- að skáldum. Og allt þetta hefur Leifur. Hann er einn þeirra listamanna sem gerir fyrst kröfur til sín — síöan til flytjenda og áheyrenda. List hans er aðgengileg en samt þarfnast hún sí- endurtekinnar hlustunar, samanber seinustu kvartetta Beethovens. Hún er erfið eins og öll góð list. Myndir Kristjáns Davíðssonar, í bakgrunni, fóru sérlega vel við tónlist Leifs, flutningur allur var einstaklega fágaður og fínn. Það er alltaf gaman — á tímum lágkúru og skrums — að verða vitni að góðri og heiðarlegri list. Manuela Wiesler. u A AKUREYRI hjá Sigurði Valdimarssyni Óseyri 5 A 17., 18. og 19. júní kl. 2-5 Sýnum einnig á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 17. júní kl. 10.00-22.00. Við sýnum bankagreidda: Fl IMISSAIM CHERRY og SUNNY Tökum allar gerðir af eldri bflum upp í nýja Sölustjóri Ingvars Helgasonar hf. verður á sýningunni og gengur að fullu frá kaupum og sölu. Gamli bíllinn metinn á staðnum og tekinn upp í þann nýja, og auðvitað verður sá nýi á staðnum. Auk þess bjóðum við Stórkostleg lánakjör Sýningargestum gefst einnig kostur á að skoða hina eftirsóttu NISSAN STANZA og NISSAN PATROL. Notið tœkifœrið og kaupið fallega og góða bíla á góðu verði og einstökum greiðsluskilmálum YERIÐ VELKOMIN INGVAR HELGASON HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.