Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 36
44 DV. FIMMTUDAGUR16. JUNÍ1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Könnun á fasteignamarkaði á vegum Háskóla íslands: TÍUNDA HVER ÍBÚÐ ER SELD ÁRLEGA Miklar sveiflur hafa verið á fast- eignamarkaönum á Reykjavíkursvæð- inu um skeið og til þess að henda reiður á hvaö væri raunverulega að eiga sér stað gengust nemendur í landafræöi viö Háskóla Islands fyrir markaös- könnun undir leiðsögn Bjama Reynarssonar, kennara síns. Aðaláhersla var lögð á aö draga fram mismun á milli íbúðarhverfa á svæðinu hvað varöar framboð og verð íbúðarhúsnæðis. Borgarskipulag Reykjavíkur hefur nú gefið út niður- stöðumar, en þær eru byggðar á rann- sóknum á fasteignaauglýsingum í Morgunblaðinu 3. október sl. Kemur þar m.a. í ljós aö hlutfalls- lega er mest framboö af íbúöum í út- hverfum Reykjavíkur en minnst mið- svæðis í borginni. Framboö af rað- og einbýlishúsum er tiltölulega mikið og fer vaxandi. Mest er til sölu af 4 til 5 herbergja íbúðum en minnst af 1 til 2ja herbergja íbúðum, miöað við fjölda þessara íbúða á svæðinu. Þá er meðalverð íbúða hæst mið- svæðis í borginni en þó að meðaltali Ný raftækja- og sportvörudeild íBorgarnesi Kaupfélag Borgfirðinga opnaði nýja deild í aöalverslunarhúsi sínu í Borgarnesi í byrjun þessa mánaðar. Nefhist hún Raftækja- og sportvöru- deild og er á 180 fermetra gólfrými. Þar er boðið upp á rafmagnstæki, stór og smá, hljómflutningstæki og hljómplötur, sjónvörp, videotæki og margs konar íþrótta- og tómstunda- tæki. I deildinni eru á boðstólum flest stærstu merkin sem hingað eru flutt af ofangreindum vörutegundum auk eigin innflutnings kaupfélagsins. Deildarstjóri er Gísli Sumariiöason sem hefur starfað um árabil hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. lægst í gamla miðbænum innan Hring- brautar og Snorrabrautar einmitt þar sem framboðið er minnst. Sennilega stafar þaö af því að margar íbúðir, sem þar eru til sölu, þurfa mikillar endurnýjunar við til aö standast nú- tímakröfur. Þar er einnig mikið um litlar íbúöir. Hæst verð á blokkaríbúðum er í ný- byggðum hverfum en ekki í eldri blokkum miðsvæðis í borginni. Þá er ein niðurstaöan sú að 2ja til 3ja her- bergja íbúðir hækki fyrst í verði við verðbreytingar á markaðnum. Samkvæmt könnuninni kemur í ljós að 5 til 7 prósent íbúða í húsum með fleiri en einni íbúð í gengu kaupum og sölum i hittifyrra. Þessi tala yröi miklu hærri ef tekin væru með ein- býlishús, íbúðir eða hús sem skipta um eigendur innan fjölskyldna, sölur á uppboðum, íbúðir á félagslegum grundvelli og íbúöir á byggingastigi. Iiklegt má telja að talan fari þá að nálgast 10%. A.m.k. gefur þetta nokkra skýringu á f jölda fasteignasala íReykjavík. Áhugi hans á bifreiðum og áhugavert starf varð til þess að gengisfeííingar og efnahagserfiðleikar fældu hann ekki frá kaupum á Agli Vilhjálmssyni hf. DV-mynd Þó. G. Nýir eigendur hjá Agli Vil- hjálmssyni hf. Eitt eldri bifreiðainnflutningsfyrir- tækja landsins, Egill Vilhjálmsson hf., skipti um eigendur á sl. vetri. Nýr aðaleigandi og jafnframt forstjóri félagsins er Sveinbjörn Tryggvason. Egill Vilhjálmsson hf., sem um ára- tugaskeiö hefur verið eitt helsta fyrir- tækið á sínu sviði, er jafnframt eigandi tveggja bifreiöa- og vélaumboða, Mótors hf. og Davíðs Sigurðssonar hf. Á síðasta ári flutti fyrirtækið aðal- starfssvæði sitt frá fyrri húsakynnum við Laugaveg og Rauðarárstíg í Reykjavík og í ný og fullkomin húsa- kynni við Smiðj uveg í Kópa vogi. Þegar hafa verið teknir í notkun u.þ.b. 4.000 fermetrar í hinum nýju húsakynnum og þar eru nú bifreiða- verkstæði, varahiutaverslun og bif- reiðasalan. Auk þess leigir fyrirtækiö út húsnæði fyrir sölu notaðra bifreiða. Egill Vilhjálmsson hf. hefur umboð fyrir mikinn fjölda þekktra véla, varahluta- og bifreiðamerkja. Má þar nefna American Motors, Fiat frá Italíu og Póllandi og hver kannast ekki við Champion bifreiðahluti og bifreiðar af tegundinni Willys, Wagoneer, Eagle, Concord, Cherokee og Fiat. Sveinbjörn Tryggvason, hinn nýi aðaleigandi og forstjóri Egils Vilhjálmssonar hf., sagði í viðtali við DV aö höfuðástæðan fyrir því að hann ákvað aö ráðast í það stórvirki að kaupa fyrirtækið hefði verið áhugi hans á bifreiðum. Mörgum fyndist þetta vafalaust óhófleg bjartsýni á erfiðleikatímum og vissulega væri það rétt aö þyngra væri fyrir fæti núna en oft áöur. Gengisfellingar hefðu valdið bifreiðainnflutningi erfiðleikum. Þeim hjá Agli Vilhjálmssyni hf. hefði þó tekist að selja upp eldri birgðir sínar í mars sl-. og nú og á næstunni væri ætl- unin að leggja mesta áherslu á Fiat UNO, nýja tegund frá Itölunum, sem hlotið hefði mjög góða dóma bifreiða- sérfræðinga. Auk Sveinbjarnar Tryggvasonar er Einar Matthíasson framkvæmdastjóri Egils Vilhjálmssonar hf. hjúkrunarfram- kvæmdastjóri heimahjúkrunar Ástriður Karlsdóttir Tynes tók hinn 1. maí sl. við starfi hjúkrunarframkvæmdastjóra heimahjúkrunar Heilsuvemd- arstöðvar Reykjavíkur. Er hún sett til eins árs í stöðuna. Ást- ríður lauk námi frá Hjúkrunar- skóla Islands árið 1968 og fram- haldsnámi í heilsuvemd árið 1971 við Statens Helseöster- skole í Osló. Áður en Ástríður tók viö hinu nýja starfi var hún deildarstjóri viö iheimahjúkrun. PéturMárJónsson deildarst jóri hjá Brunabót Við endurskipulagningu á Brunabótafélagi Islands, sem áður hefur verið greint frá hér á síðunni, tók Pétur Már Jóns- son hdl. við deildarstjóm inn- heimtudeildar og hefur auk þess með ráöningar og starfs- mannahald að gera. Pétur lauk stúdentsprófi frá M.R. árið 1966 og lögfræðinámi frá Háskóla Is- Jands árið 1974. Vann hann um hríð fulltrúastörf hjá bæjar- fógetanum í Hafnarfirði en réöst sem bæjarstjóri til Olafs- fjarðar í ársbyrjun ’75. Því starfi gegndi hann þar til í árs- byrjun ’81 að hann hóf störf hjá Brunabótafélaginu. . Matthías Guðmundur Pétursson yfir söludeild Brunabótar Matthías Guðmundur Péturs- son hefur tekið við deildar- stjórn söludeildar Brunabótafé- lags Islands, en eins og titillinn ber með sér er starfið fólgið í stjómun deildarinnar og sölu- mennsku þar. Að loknu nám- skeiöi í Verslunarskóla Islands starfaði hann í Búnaðar- bankanum, fyrst í víxladeild og siðan í skýrsluvéladeild. Árið 1970 hóf hann störf hjá Bruna- bótafélaginu og sá í fyrstu um slysatryggingar en vann jafii- framt í bifreiðadeild. Hann varð deildarfulltrúi bifreiða- deildar 1975. Sú deild sér jafii- framt um flutningatryggingar eða sjótryggingar. Viö það starfaöi hann þar til hann tók við núverandi stöðu. Viðskipti: Ólafur Geirsson og Gissur Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.