Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR16. JUNl 1983. Jónsmessan haldin hátíðleg i Höllinni Ovenjuleg Jónsmessugleði verður í Laugardalshöllinni að kvöldi hins 24. júní nk. Það er Bandalag íslenskra listamanna og landssamtökin Líf og land sem standa fyrir þessari skemmt- un. Ætlunin er að flytja tjöldin og vagn- ana af útimarkaðnum á Lækjartorgi inn í Höllina til að skapa torgstemmn- ingu og yf irbragð útihátiðar. Á þessu útitorgi í Höllinni verða ótal skemmtiatriði. Diddi fiðla gengur um salinn og leikur á fiðluna sina, félagar úr Islenska dansflokknum taka nokkur spor, Atli Heimir Sveinsson og Laufey Sigurðardóttir leika ragtime-tónlist á fiðlu og píanó, Sigrún Björnsdóttir leik- kona flytur þýska kabarettsöngva og til að undirstrika enn frekar útihá- tiðarbraginn á Jónsmessugleðinni mætir létt lúðrasveit og marserar um salinn. I útimarkaðstjöldunum verða fram- reiddar gómsætar pizzur og létt vín- föng. Og vilji Jónsmessublótendur hressa upp á fótamenntina þá leikur Hljómsveit hússins jass og létt dans- lög, en þess á milli ómar grísk og suður-amerísk tónlist af hljómskífum. Miðar á þessa óvenjulegu Jóns- messugleöi fást í fataversluninni Flónni og við innganginn. Miðinn kost- arkr. 150. Jónsmessugleðin hefst kl. 22 í Laug- ardalshöll og henni lýkur kl. 3 eftir miönætti. i I I I 1 I i i I ! I * 1 Hópurinn sem stendur að Jónsmessugleðinni í Laugardalshöll. Edda — Norröna: Eftirlitsmenn verða um borð íferjunum Atlantik býður upp á þriggja vikna ferð til sólskinseyjarinnar Mallorka með sérkjörum. Verðið er í sérflokki og auk þess er barnaafslátturinn meiri en gengur og gerist. Ath. Hagstætt verð Ath. Engin útborgun Ath. 50% barnaafsláttur Það er ekki tilviljun að Mallorka skuli njóta þeirra vinsælda, sem raun ber vitni. Eyja- skeggjar kappkosta við að gera dvöl ferða- manna, sem eyjuna heimsækja, sem ánægju- legasta. Atlantik býður sem fyrr upp á ákjósanlega að- stöðu fyrir fólk á öllum aldri. Ekki síst fyrir f jölskyldur með börn. Takmarkað sætaframboð. g 1. Símar 28388 og 28580 Ferðamálaráð hefur gengist fyrir því, í samráði við Náttúruvemdarráð, Félag íslenskra ferðaskrifstofa og Samband veitinga- og gistihúsa aö setja eftirlitsmenn um borð í ferjumar, Norröna og Eddu, sam- kvæmt upplýsingum Ludvigs Hjálm- týssonar, forstjóra Ferðamálaráðs. Verður einkum haft eftirlit með útlend- ingum sem koma með farartæki með sér. „Þessir menn eiga að vera hvor í sinni ferjunni til trausts og halds, veita upplýsingar um landkynningarmál, um hvaða reglur gilda hér um ferðir í óbyggðum, hvað menn megi hafa með sér i farangri af brennsluoh'um, mat- vælum og slíku.” Ludvig nefndi eitt ákvæði i reglugerð samgöngumálaráðuneytisins um eftir- lit með hópferðum útlendinga sem farið hefði fyrir brjóstið á mörgum, sbr. frétt DV í gær um óánægju Þjóð- verja. „Þaö er ákvæði í reglugerðinni um það að viðkomandi ferðaskrifstofa skuli leggja fram tryggingu vegna hóps þess sem til landsins kemur. Und- Nýkjörbúð Kaupfélagsins ÞórsáHellu Ný og glæsileg kjörbúð Kaupfélags- ins Þórs á Hellu var opnuð í morgun. K jörbúðin er við Suðuriandsveg. Um fimm þúsund rúmmetra versl- unarhús hefur verið í byggingu að und- anfömu. Kostnaöur er áætlaður um 15 milljónir króna. Húsið var teiknað á teiknistofunni Röðli sf. Verktaki var Hreiðar Hermannsson, Selfossi. Með nýju kjörbúðinni verður rekstri þeirrar gömlu hætt. Frá því núverandi brú á Rangá var reist árið 1960 hefur staðsetning gömlu verslunarinnar ekki þótt nægilega góð. Kaupfélagsstjóri Þórs er Jón Thor- arensen. Stjómarformaður er Ingólfur J ónsson, fyrrum ráðherra. -KMU. Spegils- málið enn í athugun „Máliö er enn í athugun og ekki komið að því að ákveða hvort ákært verður,” sagði Þórður Björnsson ríkis- saksóknari þegar hann var spurður hvenær vænta mætti ákvörðunar um ákæm í Spegilsmálinu svokallaða. Ríkissaksóknari var spuröur að því hvort líkur væru á að senda þyrfti máliö í framhaldsrannsókn til rann sóknarlögreglu.” Það gæti komið til þess. Máhð er í athugun hjá ríkissak- sóknaraembættinu eins og er,” sagði ÞórðurBjömsson. -ás. an þessu ákvæði er þó hægt að fría sig með því að láta íslenska ferðaskrif- stofu annast eða vera í einhvers konar félagi með hópnum. Þá verður íslenska ferðaskrifstofan að hlita öllum reglum og lögum sem gilda í landinu, en hún er tryggð sjálf. Allar ferðaskrifstofur verða að leggja fram tryggingafé og það tryggði þá viðkomandi erlendan aðila sem væri á þeirra vegum,” sagði Lud vig H jálmtýsson. -PÁ. SÉRKJÖR ENGIN ÚTBORGUN Guðmundur formaður þingf lokks Bandalagsins Þingflokkur Bandalags jafnaðar- Reykjaneskjördæmi, þingflokksfor- manna hefur kosið Guömund Einars- mann. son, þingmann bandalagsins í -ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.