Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR16. JUNI1983. 13 Framsókn beygði Albert, Geir og Matthías í kiördæmamálinu að Geir Hallgrímsson kappkostaði aö koma til móts við Framsóknarflokk- inn í kjördæmamálinu. Honum var greinilega í mun að Framsóknar- flokkurinn yrði ekki viðskila við hina. Steingrímur Hermannsson var fljótur að finna þennan vilja Geirs og hélt því kröfum Framsóknar- flokksins til streitu. Geir Hallgrímsson samþykkti á síðustu vikum þingsins að láta undan þeirri kröfu Framsóknarflokksins að ekki yrði samskonar ákvæði um framkvæmd kjördæmabreytingar- innar í stjórnarskrárfrumvarpinu nú eins og 1959 og 1942. Nokkrum dögum síðar var Geir einnig hættur við að afgreiða kosningalagafrumvarpið um leið og stjórnarskrárbreyting- una. Framsóknarflokkurinn gat fagnað tvíþættum sigri. A lokastigi formannaviðræðnanna lýsti Geir sig einnig reiðubúinn að breyta þingmannafjöldanum sem kveðið væri á um í stjómarskrár- greininni í samræmi viðkröfurStein- gríms Hermannssonar. Þegar þing- inu lauk í marsmánuöi hafði fram- sóknarforystunni því tekist að fá Geir Hallgrimsson til að samþykkja þrjár af meginkröf um sínum. t fyrsta skipti í sögu lýðveldisins hafði formaður Sjálfstæðisflokksins látið undan óskum Framsóknar- flokksins í kjördæmamálinu. Það hefðu Olafur Thors og Bjami Bene- diktsson einhvern tímann talið til tíð- inda. Albert og Matthfas láta undan Þótt Framsóknarflokkurinn hefði fyrir kosningar náð fram þremur af meginkröfum sínum í kjör- dæmamálinu vom tvær mikilvægar eftir. I samningum um stjómar- myndun setti Steingrímur Her- mannsson þær kröfur því á oddinn. Framsóknarflokkurinn var andvígur því aö Alþingi kæmi saman til að staðfesta kjördæmabreytinguna og vildi að kosningar fæm ekki fram að nýju fyrr en eftir fjögur ár. Þessar tvær kröfur áttu að færa Framsókn- arflokknum möguleika á að koma í veg fyrir að kjördæmabreytingin næði nokkum tímann heil í höfn. Framsóknarflokkurinn fengi mörg ár til að reyna að sundra samstöðu þeirra flokka sem leiðrétta vildu kjördæmaskipunina á sama hátt og tekist hafði í samningalotunni á þing- inu upp úr áramótum. Steingrímur Hermannsson hafði uppgötvað mikilvægan veikleika hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæma- málinu. Það var brýnt hagsmuna- mál fyrir Framsóknarflokkinn að hagnýta sér þennan veikleika og geta setið um áraraðir í ríkisstjóm í krafti óeðlilegra forréttinda á Alþingi. Koma jafnvel algjörlega í veg fyrir að kosningalagafrumvarp og framkvæmd kjördæmaleiðrétt- ingarinnar yrðu að veruleika. Breytingar á kjördæmaskipuninni em gerðar í þágu lýðréttinda íbúa Reykjaness og Reykjavíkur. Það var því sérstök skylda sem hvíldi á fyrsta þingmanni Reykjavíkur, Albert Guðmundssyni, og fyrsta þingmanni Reyknesinga, Matthías Á. Mathiesen, að tryggja í samning- um um stjórnarmyndun að loknum kosningum að hin nauðsynlega lýð- réttindabreyting næði heil í höfn. Þessir tveir oddvitar Reykvíkinga og Reyknesinga á Alþingi fórnuðu hins vegar hagsmunum íbúanna fyrir eigin löngun í ráðherrastóla. Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen samþykktu ásamt öðrum þingmönnum Reykvíkinga og Reyknesinga í þingflokkiSjálfstæðis- flokksins, að Framsóknarflokknum væri gert það til þægðar að fallast á þær kröfur í kjördæmamálinu sem hann átti eftir að ná fram. I stjómar- sáttmála ríkisstjórnarinnar er hvergi að finna tryggingu fyrir fram- gangi kjördæmabreytingarinnar. Þingið er ekki kvatt saman til aö staðfesta stjómarskrárfrumvarpið og ganga frá nýjum kosningalögum. Forsætisráðherrann lýsir því stoltur yfir að hann stefni ekki að kosning- um fyrr en eftir fjögur ár. Framsóknarflokkurinn hafði unniö fullnaöarsigur í kjördæmamálinu. I fyrsta skipti í sögu lýðveldisins höföu forystumenn Sjálfstæðisflokksins gengið að öllum óskum Framsóknar- flokksins í deilunum um nýja kjör- dæmaskipun. Skýringin I fimmtíu ár hefur Framsóknar- flokkurinn barist gegn nauðsyn- legum leiðréttingum á kjördæma- skipuninni. Foringjar Sjálfstæðis- flokksins, Olafur Thors og Bjami Benediktsson, höfðu ávallt lýöræðis- legan styrk og siðferöislega burði til að brjóta þessa andstööu Framsókn- arflokksins á bak aftur. Geir Hall- grímsson, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen hafa hins vegar metið ráðherrastólana meira en lýðræðislega hagsmuni Reykvík- i n •1 ogReyknesinga. A þessu eina sviði getur Fram- sóknarflokkurinn fagnaö sigri yfir Sjálfstæðisflokknum. Kannski er það líka skýringin á því hvers vegna Steingrímur Hermannsson féllst á fáa ráðherra til handa sínum flokki. Árangur Framsóknarflokksins í kjördæmamálinu var talinn ígildi margra ráðuneyta. Framsóknarfor- ystunni hafði tekist að koma í veg fyrir framkvæmd kjördæmabreyt- ingarinnar. Hernaðaráætlunin frá áramótum hafði tekist fullkomlega. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins höfðu fallist á allar fimm höfuð- kröfur Framsóknarflokksins. Þeir fórnuðu lýðréttindum Reykvíkinga og Reyknesinga. Ölafur Ragnar Grímsson. „Árangur Framsóknarflokksins í kjör- dæmamálinu var talinn ígildi margra ráðuneyta.” Magnús Bjarnf reðsson liði Sjálfstæðisflokksins hefðu verið óánægðir með val ráðherranna, það er að setjast ekki sjálfir í ráðherra- stóla. Um réttmæti þessara sögu- sagna skal hér ekki dæmt. Hitt er víst að ekki voru allir í þingliöi sjálf- stæðismanna ánægöir með að ganga til samstarfs við framsóknarmenn um ríkisstjórnarmyndun. Töldu þeir bæði að sporin hræddu í því sam- bandi, og einnig er það svo að þessir flokkar hafa verið höfuöand- stæðingar í islenskum stjómmálum í langan tíma, þótt skoöanir þeirra falli saman í vissum málum. En hvort heldur er að önnur hvor fyrrgreindra ástæðna hefur valdið því að þessir þingmenn bitu á agn stjórnarandstöðunnar, eða þá aö ein- hver önnur ástæða hefur verið til þess, þá lá þarna við að ríkisstjórnin biði stóran ósigur í áróöursstríðinu strax í upphafi ferils síns. Honum hefur nú í bili verið afstýrt með einarðri afstöðu forsætisráðherra, sem virðist hafa jámaga í sínum þingflokki, er samþykkti samhljóða aö hafna beiðni um áróðursþing á sumri. Hvers vegna liggur á? En hvers vegna liggur stjómar- andstöðunni svona mikið á? I tíð fyrrverandi ríkisstjómar heyröust oft þær raddir úr röðum þáverandi stjómarandstöðu að ekkert lægi á, stjómin myndi hjálparlaust kollsigla sig og hljóta að lokum verðskuldaðan dóm kjósenda. Sá dómur varð henni líka býsna þungur, þegar til kom, í það minnsta aðalstjómarflokkunum. Ef svipuö lögmál giltu nú gæti maður haldið að stjórnarandstöðunni þætti mestu skipta að láta afleiðingar stjórnarstefnunnar koma fram af fullum þunga áður en til orrustu væri blásiö, svo ekki yrði vafi á í hvora fylkinguna alþýða manna skipaöi sér. Næsta verðbótaskerðing kemur til framkvæmda fyrsta september og í haust eru samningar verkalýðs- félaga margra hverra lausir. Að öllu samanlögöu er því tíminn í kringum hefðbundinn samkomudag alþingis fyrri hluta októbermánaðar býsna heppilegur til að blása í herlúðra — eðahvað? Getur verið að í hugskoti stjómar- andstöðumanna leynist ótti við það að ekki sé vist að almenningur verði óðfús til þess að leggja út í baráttu í haust? Getur verið að stjómarand- staðan búist í raun við því að á haust- dögum verði jákvæð áhrif að- gerðanna farin að koma í ljós? Að al- menningur kunni býsna vel að meta ef verðlag á vömm hættir að hækka í kapp við klukkuna? Að allt það fólk sem skuldar stórfé í lánastofnunum, bæði vegna nauðsynlegrar fjárfest- ingar og óþarfa eyðslu, kunni að gleðjast yfir því ef útlánsvextir lækka um tugi prósenta? Að fólk átti sig á því að verðbólgan stefni í lægri tölu en hér hefur þekkst árum saman, og kunni bara vel viö það? Aö fólk vilji bara biöa og sjá til hvemig verður aö lifa ef hún lækkar enn þá meira? Það skyldi nú aldrei vera. Og það með að stjómarandstaðan óttist aö hún muni hreinlega tapa áróðurs- stríðinu, ef ekki verði þegar í staö komið í veg fyrir að fólk fái tíma til að líta ráðstafanirnar í réttu ljósi. Á að etja fólki í verkföll? Þegar þetta er skrifað, á þriðju- dagsmorgni, hafa birst auglýsingar frá stjóm og trúnaðarmannaráöi Dagsbrúnar um fund, þar sem boð- aðar eru tillögur um uppsögn samn- inga. Engum getum skal að því leitt hér hvort um er að ræða vopnaskak eitt eða hvort bröndum skal brugðið í orrustu. Hvort tveggja getur skeð. Dagsbrún tókst með ólöglegum að- geröum að koma í veg fyrir að efna- hagsráðstafanir stjórnar Geirs HaU- grímssonar á árunum 1974—78 næðu framaðganga. En Dagsbrúnarmenn verða að gæta að tvennu. I fýrsta lagi því að mjög mikUl fjöldi fólks sem lét þá blekkjast er löngu búinn að sjá hví- Ukt glapræöi þá var framið og að óðaverðbólgan undanfarin ár á rætiu- að rekja tU þess sem gerðist áriö 1978 og hefur engan áhuga á að endurtaka það. Þess vegna mun þyngra fýrir fæti að ná fram samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar nú en þá. I öðru lagi hafa stjómmálamenn lært ýmislegt af mistökunum 1978. Þeir munu vafalítið bregðast við á aUt annan hátt nú en þá, enda engar kosningará næsta leiti. Viðbrögð þessarar ríkisstjórnar munu verða mUriu ákveðnari og harðari en stjómarinnar 1978. Hver þau kunna að verða í smáatriðum skal ósagt látið, en enginn vafi er á að þessi ríkisstjórn verður ekki lögð með vopnaskaki einu saman. Þar að auki á hún eitt vopn uppi i erminni, sem hún er vis með að beita hUriaust, ef á þarf aö halda. Ef i ljós kemur að harkalegar aögerðir verkalýðsforystu eiga lítinn hljóm- grunn meðal þjóðarinnar getur hún hvenær sem er boðað tU kosninga með sáraUtlum fyrirvara og kaUað á dóm þjóðarinnar. Veröi hann rikis- stjóminni hagstæður er verkalýös- forystan búin að kaUa yfir sig mesta ósigur í sögu verkalýðshreyfingar- innar hérlendis. Það er hæpið að hún tefli í sUka tvísýnu. Magnús Bjamfreðsson „Honum hefur nú í bili verið afstýrt með einarðri afstöðu forsætisráðherra, sem virðist hafa járnaga í sínum þing- fiokki, er samþykkti samhljóða að hafna beiðni um áróðursþing á sumri.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.