Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 9. JULl 1983. DV. LAUGARDAGUR 9. JULI1983. Fádu þér volgan sopann Pumpan. Hér er hið varasama gat í mið ju loki sem fingurinn þarf að lenda á. Annars heyrist bara soghljóð og ekk- ert kaffi kemur úr könnunni þó að hún sé fuil. Annars sömu reglur og við fíl- Þaö var enginn að tala um að þú drykkir úr rjómakönnunni i fínum boðum eöa að þú hreinsaðir undan nöglunum með gafflinum fyrir hádegisverðinn. En stundum lendirðu í vandræðum við að hella úr hitakönnu. Það geraallir. Bunan getur verið örmjó, hún getur beinst á hönd hellandans og dæmi eru þekkt um aö menn helli tappa í bollann í stað kaffisins og þá dugar engin mjólk eða sykur út í. Viö tókum okkur til og kembdum hitakönnuúrvaliö í leit að endanlegum fjölda aðferða til að hella vökvanum dökka í bolla eöa glas. Hitakönnu- tegundir eru miklu fleiri en hér kemur fram. Skylt er aö benda á að þrátt fyrir aö eftir þessar leiðbeiningar eigi allar leiöir að vera færar, tii styrktar kaffi- nautninni, þá er talið óhollt að neyta kaffis í óhófi. Við biðjum því menn að notfæra sér þessa vitneskju af skynsemi og hófsemi. Allar upplýsingar miðast viö þær aðstæður, að kannan sé fyllt og bolli á borði. Nöfnin eruheimatilbúin. -SGV : Gilda Gunna. Til þess aö losa um tapp- ann er efsta hluta hans snúið rangsælis en þó ekki svo lengi að tappinn detti í sundur. Tappinn er síðan dreginn út (gjaman með daufum sogsmelli) og hellt út um rauf á framanverðri könn- unni. Síðan er tappinn rekinn í og hertur þar til hann stendur óhaggan- legur í opinu. ■ * Alþýðubetjan. Korktappi eini og i gamla daga. Fingur undir brún og slita tappann af. Þegar tappinn er settur á er ásetningu fylgt eftir með léttu slagi með lófanum. Newton linan. Þessari könnu er bara haliað fram. Niður úr tappanum hangir lóð sem fyrir aðdráttarkraft. jarðar veldur því að glufa myndast við framenda tappans þar sem kaffið getur fossaö út. Einfalt þegar þú veist þaö. Toppa. Losað er um tappann með rangsælissnúningi og snúið þar til lítil ör í tappanum vísar fram. Hellt. Sama meginlögmál og í stórslysakaffikönn- unni, einungis mjög frábrugöiö útlit og örítappa. Veiila í farangrinum. Ein kanna, tvalr boBar. Um opnun gilda aömu reglur og Skotannósigrandi. DepOl. Tappanum er snúið þar til depillinn í lokinu er i móts við stút. Þá er látiö gossa. Nóg er að snúa depUnum hálfhring frá stút við lokun. örvar Oddur. Tappinn er með tveimur örvum. Honum er snúið þannig aö önnur örin mæti stútnum og þá er hellt. ; w - . - Katturinn. Þarna er losað um tappann með léttri rangsælis hreyfingu. Hellt og bunan streymir undan lokinu. Siðan er hert að aftur. Hið varasama er að skrúfa hæfilega frá en ekki of mikiö þannig að lokið fari ekki af og holskefl- an æði á handarbakið. 5 Fíllinn. Kannan er á borði. Bolli fyrir neðanranann sem skagar út úr henni. Takki sem er andspænis rananum á loki er stilltur á open. Styðjið öllum fingrum nema litlafingri hægri handar (vinstri fyrir örvhenta) létt en þó ákveðiö ofan á lokið. Kaffið bunar út. -----m Skotian ósigrandl. Lófinn er lagður yfir lokið, flngurnir kreppast aö og skrúfaö er rangsælis þar til tappinn liggur laus i lófanum þá er honum lyft af. Brúsanum er siðan hallað i átt að bollanum þar til kaffið streymir út. (Rangsælis er öfugur snúningur við klukkuvisa.) DV-myndir GVA. Gtnið. Stutt er létt á hnapp sem er efst i handfangi könnunnar — aftur og niöur. Við þaö opnast giniö og i ljós kemur lítill tappi sem er með rofa eða litiö tippi í lokinu sem lyftist upp. Ef innri tappinn snýr þannig að lítil ör á honum er framvísandi er leiöin greið úr könn- unni fyrir volgan sopann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.