Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 9. JULl 1983. 23 § SMÆLKI Lengi lifir í gömlum glæðum. I vetur sem leið birtust fréttir um endurstofnun The Animals með þá Alan Price og Eric Burdon í fararbroddi. Nú herma fréttir að Hollies séu komnir á kreik og raunar stormar hljómsveitin upp bandaríska vinsældalistann þessa dagana meö söng úr smiðju Supremes, Stop in the Name of Love. Þeir kapparnir allir um og yfir fertugt, gráhærðir og næs, og hafa gert firnaskemmtilegt myndband með laginu sem því miður fæst ekki sýnt í íslenska sjónvarpinu fremur en annað poppefni.-----Einn liðs- manna Hollies, Graham Nash, er líka á fullri ferð meö félögum sínum Crosby og Stills og lag á bandaríska listanum: War Games, eftir Stephan Stills og ný breiöskífa: Alhes.-------Og talandi um gömlu mennina: Robert Plant, fyrrum söngvari Led Zeppelin gefur út nýja plötu á næstunni, The Principle of Moments, og Diana Ross sömuleiðis; nýja platan hennar heitir einfaldlega: Ross.------Og talandi um plötur frá stórstjörnum: einhverntíma á næstunni er væntanleg ný breiðskýfa frá Paul McCartney, sem upphaflega átti að heita Tug Of War II, en mun að öllum líkindum verða kölluð Pipes of Peace.----- Ricky Lee Jones hefur gefið út tíu tommu plötu, Girl at her Volcano, með nokkrum gömlum eftirlætissöngvum. Billy Joel sendir frá sér plötu um miðjan mánuöinn, An Innocent Man, þar sem hann er sagður hverfa aftur á vit gamla stílsins. Bruce Springsteen lauk um daginn við nýja plötu en þegar hann hlustaði á útkomuna fannst honum platan ekki nógu spennandi og hætti við allt saman. Hann er því á nýjan leik kominn inn í hljóðverið meö E-Street hljómsveitina.------önnur breiöskifa Yazoo og jafnframt sú síðasta á að heita You And Me Both.---------Breska blásturshljómsveitin Pigbag hefur snúiö upp tánum og fjórir trommarar hafa nýlega tekið pokann sinn. Hljóm- sveitirnar sem urðu fyrir þessum búsifjum eru: AC/DC, Gang Of Four, Rainbow og Angelic Upstarts.----— Themes For Grind heitir kvikmyndatón- list, samin og flutt af gítarleikaranum Will Sergeant í Echo and the Bunnymen. Tónlistin er samin við margar smámyndir sem ljósa- og sviðs- maður Bunnymanna hefur gert, Bill Butt, og platan kemur út á hans eigin merki, Ninety Two Happy Customers.---------Stórhljómleikar verða í Gauta- borg 5.-7. ágúst þar sem fram koma meöal annarra: Aretha Franklin, Meatloaf, Laura Branigan, Joe Cocker, Tom Paxton, Dr. Hook, Donovan, Jimmy CUff, Don McLean, The Band og Telephone... -Gsal. »4Í Breskir blaðamenn hafa oft verið ótuktarlegir i dómum sínum um tóniist- arfólk og er skemmst að minnast hrotudómsins um saf nplötu Mezzoforte á dögunum þar sem gagnrýnandinn kvaðst hafa fundið nýtt ráð gegn svefn- leysi: sumsé Mezzoforte. Rod Stewart er heldur ekki i náðinni um þessar mundir og raunar eru umsagnir um Gamla-Rám með því allra óprúttn- asta sem sést hefur á prenti og þó kalla menn nú ekki allt ömmu sina í þessum efnum. New St«vo Á hverju sumri kemur fram eitt- hvert lag sem öðrum fremur verður eftirmlnniiegt og dregur fram minn- ingar þessa tlitekna sumars þegar fram í sækir. „Blue Monday” með New Order er ugglaust í hugum margra það lag þessa sumars sem hæst ber, — sérkennUegt, stuðvekj- andi, stórkostlegt! Það merkilegasta við lagið er ef til viU sú staðreynd aö diskófríkin (fyrirgefið orðbragðið!) hafa fílað „Blue Monday” í botn, enda danslag 'Tew Order hafi ætið :>eiði viö diskó- iiefur nefnUega hingr' í hópi ».iainsæknustu sveitanna í Bretlandi, sérdeUis al- varleg og íbyggin, enda stofnuð upp úr hinni miklu og mætu menningar- hljómsveit Breta, Joy Division. Það kom raunar ekki tU af góðu. Söngvari Joy Division, Ian Curtis, fyrirfór sér i maí 1980 og félagar hans vildu ekki halda áfram undir sama nafni og þá varð New Order tU: Barney Albrecht, söngvari og gítarleikari, Peter Hook, bassa- leikarí, Steve Morris trommuleikari og GiUan Morris hljómborðsleikari (ogunnustaSteve). Joy Division þótti afburðahljóm- sveit, oft líkt við Doors sálugu, og goðsögnin um söngvara hljómsveit- anna beggja, Jim Morrison og Ian Curtis, er mögnuð. Margir breskir tónUstarmenn eru enn þi'*' ' andliti vegr.a fráfal!:: einn þeirra sem nefndur heiu. V£k lú i því sambandi er söngvari Echo And the Bunnymen Ian McCuUough. New Order gaf á dögunum út aðra breiðskífu sína (Blue Monday er ekki á henni heldur aðeins á tólf tommu skífu) sem heitir „Power, Corruption & Lies”. -Gsal How does itfeel Totreatme like you do Whfen you ve laid Yourhandsupon me And told me who you are Thought I was mistaken I thought I heard your words Tell mehowdolfeel Tell me now how do I feel Those who came before me Lived through their vocations From the past until completion They ll turn away no more I still find it so hard To say what I need to say But l m quite sure That sheTltellme Just how I should feel today I see a ship in the harbour I can and shall obey But if it wasn’t for your misfortune | d be a heavenly person today And I thought I was mistaken 1 thouqht I heanLMMÉaUoalfefe ^ ImehowdoHee^llj^-; I me now how sharl Now I stand here waiting I thought I told you to leave me While I walk down to the beach Tell me how does itfeel When your heart grows cold (Grows cold, grows cold, grows cold) Eflaust er margt til í því að Rod Ste- wart muni hafa verið upp á sitt besta fyrir því sem næst tíu áruip, en aö segja að hann hafi dáið í tónlistar- legum skilningi fyrir tíu árum, eins og gagnrýnandi Melody Makers skrifaöi, er full djúpt í árinni tekið svo ekki sé meira sagt og niðurlagið beinlínis ósvífið: leyfið dauðum að hvíiaífriði! Bresk poppblaðamennska er oft ansi gróf og þó sumir dómar séu í aðra röndina fyndnir — eins og um- sögn eins gagnrýnanda um plötu Mark Knopflers The Local Hero að af tvennu illu væri skömminni skárra að þvo sokkana sina en hlusta á þetta rusl — þá finnst manni að oft sé skot- ið yfir markið og skortur sé á mál- efnalegri gagnrýni. Hvað Rod Stewart áhrærir verður ekki annað sagt en hann gefi bresku pressunni langt nef; 2 ja lagaplatan hans með laginu „Baby Jane” er í öðru sæti breska listans þegar þetta er skrífað og uppselt er á flesta hljómleika hans í yfirstandandi hljómleikaferö. Fólk þyrpist ár eftir ár á stóru íþróttaleikvangana þar sem hann treður upp og tæpast væri sú raunin ef ekkert merkilegt væri að sjáogheyra. Auðvitað er það deginum ljósara aö Rod Stewart hefur lítið sem ekk- ert breyst í mörg ár. Hann er kall- aður „stofnun” og má til sanns vegar færa; áhverju ári gefur hann út nýja breiðskífu og fer í heimsreisu. Og alltaf eru plötumar keimlíkar. Hann er orðinn 38 ára, nýbúinn að gefa út plötuna Body Wishes og lét' sig hafa það að tala við breskan blaðamann í fyrsta sinn í átta ár. Hann vildi koma sínum sjónarmiö- um á framfæri hafandi ekki fengið annað en skít og skömm síðustu ár- in. Og hafði hann árangur sem erfiði? Lokasetningin í greininni: „His time has come and gone. Everybody knows it. Except Rod Stewart.” Blaöamanninum, sem er frá NME, þykir býsna kúnstugt að Rod Stewart, kominn fast að fertugu, skuli enn syngja söngva á borð við Baby Jane, vitleysislög um sætar stelpur. Og Rodsegir: „Ef ég gæti sungið alla ævina yrði ég ánægður. En að því kemur aö ég verð aö láta staðar numið, ég get ekki flögrað um sviðið fertugur. Eg vildi gjaman þroskast á þann veg að mér yrði líkt við hvítan Marvin Gaye. Enginn hefur á orði aö hann er orðinn 44 ára og hefur nýlega átt sína vinsælustu plötu. Enginn segir að hannséof gamall.” Og Rod Stewart segist ekki geta litiö á tónlist sína sem list. „Ég er ekki Bowie”, segir hann. „Eg er ekki listrænn. Eg get ekki tekið sjálfan mig alvarlega. Ég get ekki tekið rokkið alvarlega og ég get ekki tekið lífið alvarlega.” En hvað tekur hann þá alvarlega? „Eg tek sumt alvarlega, eins og til. dæmis fjölskyldu mína, „segir hann. En af hverju ekki lífið? „Eg get það ekki þegar ég veit að tveir þriðju hlutar íbúa þriðja heimsins þjást af hungri.” Rod Stewart er enn í fullu fjöri hvort sem okkur líkar betur eða , verr. -Gsal Words and music by New Order Published by B Music On Factory Records Graco Jonas virðtst hmfm skroppHt á Þfngvöil of marka má þessa mynd sem birtíst / NMB á dðgunum og skreyttí langt og itaríegt viötai viö þokkadisina undir fyrírsögninni: The lce Lady.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.