Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1983, Blaðsíða 8
Hópflug ítala Vélbátur með ítalskan flugbát í togi. mikid glæsiflug — segir Arngrímur Sigurdsson Amgrímur Sigurðsson hefur mikiö ritað um íslensk flugmál og meöal annars ritaö þrjár bækur um íslenska flugsögu. Viö fengum hann til að segja okkur frá flugi Italanna. „Þegar komiö er að árinu 1933 er hrifning almennings farin aöminnka á Atlantshafsfluginu. Það var búið að fara margar feröir i báðar áttir á árunum á undan. Flug Balbos vakti mikla athygli og manni er efst í huga aö hópför hans vestur yfir haf og til baka heim til Italiu var mjög mikið glæsiflug og visst tæknilegt afrek. Það höfðu aldrei áður flogiö svo margar flugvélar saman þessa leið. Þetta flug gekk líka næstum snuröulaust. Þaö komu að vísu fyrir tvö óhöpp og einn maöur beiö bana. En þar fyrir utan gekk þetta svo vel að það er ekki hægt að segja annaö en að þetta hafi veriö afrek. Þegar það er haft í huga að þama vom á ferðinni 48 átján strokka hreyflar sem gengu eins og klukkur þá segir það dálitið um hvaö flugvélarnar voru fulikomnar og allur undirbúning- ur góöur þá. Ef við litum til 1930 þá flaug Balbo til Rio de Janiero og lagði af stað á 14 flugvélum. Ellefu af þeim komust á leiðarenda. Þetta var auðvitað ákaflega dýrmæt og dýrkeypt reynsla. Mennimir, sem voru uppistaðan i hópnum sem hingað kom með honum, höfðu flogið með honum til Brasiliu. Flugið var geysilega vel undurbúið og Balbo var meö sex úthafstogara sem vom staðsettir með vissu millibili á leiðinni til að gefa veðurfréttir og það var reist sérstök útvarpsstöð til fjar- skipta í tengslum við flugið. Þeir lögðu af stað frá flotastöð sem hét Orbetello. Hún er í krika á nesi á vesturströnd Italiu nokkuö fyrir noröan Róm. Lagt af stað Þeir höfðu ætlað sér að leggja af stað í maí en voru ekki alveg tilbúnir. Það var sagt Balbo til hróss að hann lagöi meiri áherslu á að flugiö tækist en þaö að halda áætlun. Flugiö frestaðist um mánuð. Þeir lögðu upp frá Orbetello 1. júlf og ætluöu sér aö haga ferðinni þannig aö þeir gætu alltaf nauðlent á vatni þvi að þetta vom flugbátar. Hópurinn flaug fyrst til norðurs eftir ströndinni og síöan inn yfir Italiu og yfir Appenínafjöllin og stefndi siöan í norður og fór yfir Alpana. Síðan tóku þeir stefnuna á Basel í Sviss og þaöan flugu þeir bókstaflega eftir Rín. Því fyrsti áfanginn var Orbetello-Amster- dam. Þeir lentu í leiðindaveðri á þessum kafla en til marks um hve vel hópflugið var skipulagt þá vissi hver flugmaður alltaf hvar hann átti að veraíhópnum. Balbomerkin: DV. LAUGARDAGUR 9. JULI1983. Þegar þeir lentu i Amsterdam varð ein flugvélin fyrir óhappi og hvolfdi og þar fórst maður. Balbo haföi flugvél til taks til vara þannig aö hópurinn héit tölunni. Daginn eftir var áætlað að fljúga til Londonderry á Norður-Irlandi en vegna slæms veðurs uröu þeir að fljúga austar, yfir Norðursjó og síðan til vesturs, til Skotlands hjá Clydefirði og þaöan til Londonderry. Þá var einn af lengri áföngunum eftir. Þaö er frá Londonderry til Islands. Vegna veðurs biðu þeir þar til 5. júli en þá flugu þeir í einum áfanga á sex klukkustundum til Reykjavíkur. Þegar þeir komu hingaö var náttúr- lega uppi fótur og fit. Maður sér það gjaman á gömlum ljósmyndum, fólk er á harðahlaupum og það hefur vafa- laust veriö tilkomumikil sjón þegar tuttugu og fjórir svona drekar komu fljúgandi hingað í þögnina. Herflugvólar Það hefur verið sagt að Itali hafi dreymt um að ráða yfir Miðjarðarhaf- inu eins og Bretar réðu yfir heims- höfunum. Það hefur verið sagt að þeir hafi einmitt ætlað aö nota flugbátana i þvi skyni. Þessi tegund flugbáta sem notuð var í ferðinni var orðin þraut- reynd og þeir stefndu að því að hanna eina gerð flugvélar til þess að nota í hernaðarskyni á Miðjarðarhafi. Þessi flugbátur sem hingað kom var fullkomnari gerö þeirrar flugvélar sem flaug til Brasilíu 1930. Þessir bátar voru af gerðinni Savoia- Marchetti S—55X. Þeir voru nokkuö stórir. Vólarnar Vænghafið var 24 metrar. Fokker- vélar Flugleiða hafa vænghafið 29 metra þannig að þeir voru allstórir. Þetta voru flugbátar og þeir höfðu tvo búka. Aftur úr þessum búkum gengu síðan bómur sem stélfletirnir voru festir á. Vélamar voru ákaflega sterkbyggöar og hreyflamir tveir voru ofan á miðjum væng. Þaö var talsvert bil milli búkanna sem var hægt aö nota til að koma fyrir tundursprengjum og öðrum sprengjum. Þeir notuðu tvo hreyfla sem vom ofan á miðjum vaangnum, annar aftur af hinum. Hreyflamir voru svona 850—900 hest- öfl. Þetta vom átján strokka vélar. A þessu flugi nýttu flugmennirnir há- marksþunga vélanna sem var 10.570 kg — yfir tíu tonn. Venjulega var áhöfnin fjórir menn en í þessu flugi var áhöfnin fimm. Flugvélamar vora úr viði og klæddar meö krossviöi og dúk. Bátamir sem vélin flaut á vom klæddirkrossviði. Falsanlr haf a komlð í Ijjóft * segir Magni R. Magnússon frímerkjakaupmadur skatti.” Hann sýnir tvö blöð með vottorði og yfirstimpluðu Balbomerki. „Af Balbofrímerkjunum hafa komið í ljós falsanir. Héma eru tvær falsanir sem eru mjög vandaðar og hættulega góðar. Þama hefur sérfræðingur gefið vottorð um að yfirstimplunin sé fölsuð. Ef menn kaupa hópflugsmerkin eiga þeir að fá ábyrgðarskírteini með þeim. Því þó að þeir kaupi hjá ágætum kaup- manni sem veit að merkin eru ekta þá verður viðkomandi að hugsa til þess þegar hann fellur frá. Þá er betra að til sé ábyrgðarskírteini. Núna er verið að koma á fót nefnd fimm þekktra safnara sem ætla að vinna að því að gefa út ábyrgðarskírteini. I Svíþjóð er starfandi klúbbur sem heitir Föreningen Islandssamlama. Klúbburinn starfar í Stokkhólmi og Gautaborg. Þeir hafa einungis áhuga á íslenskum frímerkjum og hafa skráö ÖU Balboumslög sem hafa verið á markaönum undanfarin ár. Eitthvað af bréfunum er auðvitað glataö. Þekkt bréf em 95 af þessum upprunalegu 298. Er mikfil áhugi fyrir merk junum? , Já, ef þau koma þá fara þau samstundis i söfn. Enda falla Balbomerkin inn i hjá þeim sem safna Islandi sérstaklega, þeim sem safna Magnl, tíl vlnstri, vM afgrolðslu. Balboumslög seld á uppboði í Sviss og i vor var uppboð á Hótel Loftleiðum og umslagið fór á 45.000 krónur með sölu- Magni R. Magnússon varð góðfús- lega viö beiðni okkar um að segja frá Balbomerkjum. „Það vom send 298 umslög með fluginu. Þessi frímerki hafa verið á uppboði vitt og breitt. 1965 vom nokkur flugmerkjum og svo að sjálfsögðu þeim sem safna Balbomerkjum. Fram yfir 1970 var ítalskur skips- höndlari i Genúa sem byrjaöi á þvi að kaupa upp öll islensku Balbomerkin sem hann náði í. Það þýddi aö verðiö margfaldaðist á einu til tveimur árum og það var á timabili ómögulegt að ná þeim. Þegar þessi skipshöndlari féll frá þá fór á markaðinn dálitið af þessu og þá kom smálægö en svo fór verðið upp aftur. Það sýnir bara hvað Italir hafa dáö Balbo að þama leggur þessi sldps- höndlari í aö hamstra þessa einu út- gáfu,”*agöiMagni. Frimmk! mmð ylkatímphm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.