Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Page 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JULI1983.
3
„ÞAÐ ER MIKILVÆGAST AD
AKA Á JÖFNUM HRADA”
*
—segir Gísli Jónsson, sigurvegarí í Sparaksturskeppni DV og Vikunnar
„Heildamiðurstaöa keppninnar er
að ef fylgt er ströngum reglum, ekiö á
spameytnum bílum og ökumenn era
góðir þá er hægt að ná ótrúlegum
árangri i bensínsparnaði,” sagði Sig-
,urður G. Tómasson, dómari i Spar-
aksturskeppni DV og Vikunnar.
Keppninni lauk sem kunnugt er á
Lækjartorgi á sunnudagskvöld og
reyndist Gisli Jónsson sigurvegari er
upp var staöið. Mjótt var á mununum
og keppnin hörkuspennandi alian
timann. Keppendur skiptust á um að
hafa forystu, en Gísli keyrði síðasta
áfangann af mikilli skynsemi og náði
aö vinna upp forskot sem mótherji
hans, Kristín Bima Garðarsdóttir,
hafði fyrir siðasta áfanga.
Sigurður G. Tómasson, dómari
sparaksturskeppninnar, er starfs-
maöur orkusparnaðarnefndar og
fylgdist hann grannt með bensíneyðslu
keppenda allan tímann. Hann sagði við
keppnislok: „Það er von okkar að
þessi niðurstaða geti orðið öllum
hvatning til þess að spara bensin. Það
á ekki sist við á þessum síöustu og
verstu tímum. Eg tel aö keppnin hafi
verið til góðs, en það er auðvitað
ómögulegt að segja hvaöa áhrif hún
hefur. Það verður auðvitað ekki hægt
að sýna prósentulega lækkun bensin-
eyðslu i kjölfar keppninnar en hún
hefur skapað umræðu um orku-
sparnað, þama er sýnt f ordæmi og þaö.
er hvort tveggja mikilvægt.”
Sigurvegarinn i Sparaksturskeppn-
inni, Gisli Jónsson, er prófessor í verk-
fræði við Háskóla Islands. Hann hefur
unniö mikið að verkefnum sem.
tengjast orkuspamaði á einn og annan
hátt og nægir þar að nefna tilraunir
hans með rafmagnsbila.
Gísli var spurður að því hvaö væri
lykiiatriðið í sparakstri. „Veigamest
er aö halda sem jöfnustum hraöa og
forðast allar snöggar hraðabreyt-
ingar. I þessari keppni var mikilvægt
að nýta timann sem best. Eg reyndi aö
Sigurvegarinn í sparmksturskeppninni: Gísll Jónsson, ásamt aðstoðar-
manni sinum, Ólafi KJartanss yni verkfræðingi.
Kristin Bima Garðarsdóttír og aðstoðarmaður hennar, Linda Oís Guðbergs-
dóttír, veittu þeim Gisia og Óiafí harða keppni en urðu að iáta í minni
pokann um stðir.
DV-myndir: Bj. BJ.
DV-mynd: Ámi Snœvarr.
nýta allar brekkur, vera á jafnasta
hluta vegarins til aö minnka mót-
stöðuna. En það er fyrst og fremst það
að aka á jöfnum hraöa sem skiptir
máli.
Eg vil leggja áherslu á það að miöað
við mælinákvæmni vorum við eigin-
lega alveg jöfn. Það munaöi svo litlu að
það er varla hægt að tala um sigur-
vegara.”
— Hvernigreyndistbíliinn?
„Hann kom mér á óvart, sérstaklega
hvaö hann er duglegur. Svona lítill bíll
er náttúrlega ekki gerður fyrir verstu
vegina en hann var ágætur, tók til
dæmis aldrei niðri á leiðinni. Hann er
tiltölulega mjúkur. Nú, vegimir voru
víðast hvar í ágætu lagi en þó var víða
pottur brotinn einkum þar sem var
búið aö leggja undirlag fy rir nýja vegL
Einna versti kaflinn var á Skeiðarár-
sandinum. Vegurinn þar var mjög
haröur og óþéttur.”
— Heldurðu að ökumenn hugsi
nægjanlega um hvað hægt er að spara
mikið með sky nsamlegu aksturslagi?
„Nei, ég er ansi hræddur um að
margur gefi þvi ekki nægjanlegan
gaum. Þó kom það mér á óvart hversu
margir óku á svipuðum hraða og við,
50—60 km. meðalhraða. Það er mjög
afslappandi aö aka á þessum hraða,
meira að segja ökumaðurinn getur
notið útsýnisins. Auk þess að þetta er
ákjósanlegur hraði hvað orkuspamað
varðar, stórminnkar slysahættan.
Að mínu mati var þessi Sparaksturs-
keppni DV og Vikunnar virðingarvert
framtak og vel staðið að henni. Eg
vona að hún verði mönnum hvatning til
orkuspamaðar.”
-ás.
PÓSTSENDUM
imuF Glæsibæ sími 82922
Ný sending
M ALLORC A og LON DON
Brottför alla þriðjudaga: 1, 2, 3 eða 4 vikur á Mallorcaog
2 dagar ókevpis í London á heimleiðinni:
Þið veljið um dvöl í bestu fáanlegu íbúðum og hótelum ó
Magaluf-ströndinni eða annars staðar á þessari para-
dísareyju Miðjarðarhafsins þar sem sjórinn, sólskinið og
skemmtanalífið er eins og fólk vill hafa það.
Nýr ferðamáti og aukið ferðafrelsi sem kostar þó ekkert
Aðrar ferðir okkar: Maita, Costa Brava, Tenarife, Franska Rivíeran,
Landið helga, Egyptaiand október, Thailandnóv. ogdes.
meira en bundnar leiguferðir. Þið fáið að auki 2 heila
daga í London í kaupbæti, með gistingu og morgun-
verði, á heimleiðinni. Þú ferðast eins og kóngur og
drottning i áætlunarflugi og nýtur frábærrar þjónustu
Flugleiða og IBERIA á áfangastöðum og í háloftunum.
FLUGFERDim SÓLARFLUC
VESTURGÖTU 17.- SÍMAR 10661 - 15331 0G 22100