Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Page 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JÚLI1983. 5 HÆGT AÐ LÁTA SÉR UÐA VEL í REFARÆKTINNI — segir Magnús B. Jónsson, skólast jóri á Hvanneyri „Ef boriö er saman viö aöra land- búnaðarframleiðslu held ég að refa- rækt eigi nokkuð bjarta framtíð. En það er ekki ástæða til að mála hana of björtum litum,” sagði Magnús B. Jónsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri. Magnús er einn af okkar helstu sér- fræðingum í loðdýrarækt. Hann lærði í Noregi og starfaði i tvö ár hjá norska minkaræktarsambandinu sem ráöu- nautur i loödýrarækt. „Eg held að það sé svipaö að búa með refi og kýr ef menn eru tilbúnir aö leggja sömu alúö í refaræktina og þeir þurfa að gera við mjólkurframleiðsl- una. Þetta er enginn fljóttekinn gróði. Þetta er eins og notalegt fyrirtæki. Eg held að menn geti látið sér líöa vel i refaræktínni,” sagðiMagnús. ,,Ég held aö loðdýrarækt hér á landi byggist á þvi aö hafa fleiri en eina tegund. Eg held að leggja þurfi áherslu á að byggja upp bæði refarækt og minkarækt i landinu. Menn eiga aö vara sig á því að hampa annarri tegundinni umfram hina. Þaö eru allt- af sveiflur í þessu og þær verða sárs- aukaminni ef meiri breidd er i fram- leiðslunni. Þá finnst mér eðlilegt að fara að fylgjast með silfurref. Mér finnst að það mættí íhuga að fiytja inn siifurref handa þeim mönnum sem staöið hafa sig best i þessu,” sagöi Magnús. Hann sagðist ekki óttast að sú verð- lækkun, sem orðið hefði á refaskinn- um, héldi áfram. „Eg heid að þaö verð sem nú er gefi viðunandi afrakstur ef frjósemi er í lagi,” sagði hann. Bændaskólinn á Hvanneyri hefur fengiö leyfi til að stofna refabú. „Það vantar ennþá peningana frá Albert,” sagðiMagnús. Skólinn hyggst reka refabúið sem kennslubú en einnig sem tilraunabú. Aætlanir gera ráð fyrir að byrja með 40 læður og 15 högna. Stofnkostnaður er talinn verða um 1,5 milljónir króna. „Við höfum verið meö bóklega kennslu í loðdýrarækt í tvö ár. En það er augljóst að þaö vantar tilfinnanlega að koma á fót búi,” sagði skólastjór- inn. Hann sagði að rætt hefði verið um að sameiginleg fóöurstöð fyrir Borgar- fjarðarhéraö yrði stofnsett i Borgar- nesi eða á Akranesi. „Meginuppi- staöan í fæðinu er fiskur, um 65 prósent. Þetta eru hryggir, hausar og það sem kemur frá við flökun. Stundum heilfiskur. Sláturúrgangur er 8 til 10 prósent og restin kornmatur,” sagði Magnús um fæði refsins. Þess má geta aö Bændaskólinn á Hólum hefur einnig kennslu i loðdýra- rækt. Þar hófst reyndar starfræksla minkabús nú í vor. -KMU. Björn Halldórsson, bóndi á Snjallsteinshöfða, Rangárvallasýslu: „Erfiðast að fjármagna fóðurkaupin” Björn Halldórsson, bóndi á Snjall- steinshöfða í Landmannahreppi, Rangárvallasýslu, hefur stundað refa- rækt sem aukabúgrein á annað ár og er f jöldi dýranna nú 600, þar af 65 læður. 500 fermetra nýtt stálgrindahús hýsir refina. „Mér finnst of mikið gert úr því að þetta sé aukabúgrein. Hentugast væri að hafa þetta aðalbúgran,” Bjöm hefur einnig verið með sauöfjárbúskap en refaræktin tekur æ meiri tíma, að hans sögn. „Þetta hefur gengið sæmilega. Refa- ræktín átti að vera viðbót við annan bú- skap, en ég er þeirrar skoðunar að svona bú þurfi að vera af ákveðinni stærð til að þau borgi sig.” Aðspurður um möguieikana innan þessarar nýju búgreinar svaraði Björn: „Þeir eru ábyggilega miklir en það gengur illa að nýta þá. Fóðrið er of dýrt hér á Islandi, og það er erfitt að halda því góðu yfir sumarið. Það vant- ar alla aðstöðu til að geyma það, bæði hjá flutningabílum og hér heima við. Fóðrið er blanda af fiski og sláturúr- gangi, sem vill verða dýr hjá slátur- húsunum. Bjöm sagði, að mikil útgjöld fylgdu þessari búgrein. „Allt fóörið er keypt og borgað mánaðarlega og það er erfiðast að fjármagna þau kaup.” Bjöm sagði að verð skinnanna yrði við- unandi ef fóðrið væri á skaplegu verði. Fyrir skinnið kvaðst hann hingaö tíl hafa fengið 900—1000 krónur að jafn- aði. -PA. Erum hress en þetta er heljar- fyrirtæki — segir húsf reyjan að Skriðulandi lEngihlíðarhreppi „Við ætlum að fá refina í haust. Við erum byrjuð að byggja stálgrindar- hús. Grunnurinn er kominn,” sagði Guðlaug Steingrímsdóttir, húsfreyja að Skriöulandi í Engihlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Hún og bóndi hennar, Guösteinn Kristinsson, ásamt fjölskyldu eru að koma á fót refabúi. Það ætla þau að reka með sauðf járræktinni en þau eiga núum600fjár. „Við erum mjög hress með þetta. Vonum það besta. Þetta er heljarfyrir- tæki. Þetta er ríflega 60 metra langt hús og 10 metra breitt sem við erum að reisa. Viö verðum með 70 læöur og tilheyrandi fjölda högna,” sagði Guölaug. Um ástæður þess að þau færu út í refarækt sagði Guðlaug að jörð þeirra væri lítil og að þau ættu þrjá stráka, sem vildu vera áfram í búskapnum. ..Strákarnir okkar þurfa meira þegar þeir eru orðnir fullorðnir. Sá elsti er. núna 18 ára,” sagði hún. „Það eru fleiri refabú aö fara af stað i sýslunnL Þá er verið að stofna fóður- stöð á Skagaströnd sem þjóna mun þessu svæði,’ ’ sagði Guðlaug. Um f járhagshlið málsins sagði hún að þau fengju einhverja lánafyrir- greiðslu. ,J5n við þurfum aö leggja hart að okkur,” sagði hún. -KMU. . *' - V Hlnn þokkalmgasti grundvöUur vlríUst nú vara fyrir rakstri rafabua hér úlandien margt ar þó ann óunnið á þassusvlöl. OPIÐI ÖLLUM DEILDUM mánud.-miðvikud. tii kl. 18 fimmtudaga til kl. 20 föstudaga til kl. 22 RAUTT - BLATT BRÚNT - BEIGE HAGSTÆÐIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR Jón Loftsson hf HRINGBRAUT 121- SÍMI 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.