Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Qupperneq 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JtJLl 1983.
9
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Útlönd
ÁGREININGUR Á
AÐALFUNDIOPEC
— olíuverð verður óbreytt en deilt er um f ramkvæmdast jóra
Á aöalfundi olíumálaráðherra
OPEC-ríkjanna í Helsinki í gær var
ákveðið að olíuverð og hámarks-
framleiðsla olíu skuli enn vera
óbreytt. Agreiningurinn á fundinum
stendur nú um hver eigi að verða
framkvæmdastjóri samtakanna.
Ákvörðun oliumálaráðherranna
þrettán þýðir að verð á hráolíu
verður áfram 29 dollarar á tunnuna
og hámarksframleiösla á dag 17,5
milljónir tunna samanlagt hjá öllum
aðildarríkjunum. Það er í samræmi
vð ákvörðun sem ráðherrarnir tóku á
fundi sínum í London fyrir fjórum
mánuðum er reynt var að koma í veg
fyrir verðhrun á olíu á sama tíma og
eftirspumin er lítil. Samhliða
þessari ákvörðun lýstu Nígeríumenn
því yfir að þeir myndu aftur draga úr
framleiðslu sinni sem komin var
fram úr leyfilegum mörkum þeirra.
Vegna mikillar eftirspumar eftir
nígerískri hráolíu framleiddu þeir.
1,7 milljón tunna á dag sem var 350
þúsund tunnum umfram þaö sem
samkomulag rikjanna heimilaöi.
Yamani, olíumálaráðherra Saudi-
Arabíu, sagði á fundinum í gær að ef
til vill þyrfti að kalla fundinn aftur
saman fyrir áramót til að ræða olíu-
verö og framleiðslumagn með hlið-
s jón af aukinni eftirspurn eftir olíu.
Erfiðasta vandamál þessa fundar
verður að finna eftirmann Marc
Nguema frá Gabon, sem verið hefur
framkvæmdastjóri OPEC. Iranir
vilja að sæti hans komi í hlut Hassan
THATCHER SAUMAR
AÐ ÞINGMÖNNUM
Breska rikisstjómin hefur samþykkt
aö hækka laun breskra þingmanna um
5,5% sem þýðir að árslaun þeirra
munu nú hækka um jafnvirði 33 þúsund
íslenskra króna. Breskir þingmenn
hafa nú i árslaun um 600 þúsund krón-
ur islenskar eöa 14,500 sterlingspund.
Launahækkun þessi fékkst ekki
átakalaust og lenti Thatcher forsætis-
ráðherra í harðri rimmu bæði við þing-
menn Ihaldsflokksins og Verkamanna-
flokksins vegna þessa. Nefnd sem kjör-
in hafði verið til að ákveða launahækk-
un þingmanna lagði til að hækkunin
yrði 31%. Forsætisráðherrann sagði að
slík hækkun væri óverjandi á sama
tima og rikisstjórnin væri að berjast
fyrir þvi að halda launahækkunum op-
inberra starfsmanna á bilinu 2 til 3%.
Ríkisstjórnin lagöi til að launahækk-
un þingmanna yrði 4% sem myndi að
mestu renna til lífeyrissjóðsgreiðslna
en það mætti harðri andstöðu allra
flokka. Málamiðlunin varð því 5,5%.
Kheradmand, forstjóra Iranska olíu-
félagsins, ekki aðeins vegna hæfl-
leika hans heldur einnig vegna þess
að nú er komiö að Iran að tilnefna
framkvæmdastjóra samkvæmt staf-
rófsröð, en sú regla hefur viðgengist
í samtökunum fram til þessa.
Irakar, sem átt hafa í striði við Iran í
þrjú ár, neita aö fallast á fulltrúa
klerkastjórnarinnar og segjast
munu beita neitunarvaldi gegn
honum. Irakar gera sjálfir kröfu til
embættis framkvæmdastjóra OPEC.
Umsjón:
Ölafur Friðriksson
og
Baldur Hermannsson
S-Afríka:
Öfgamenn
ákæröir
Eugena Terreblanche, leiðtogi
öfgasamtaka hvítra i S-Afríku,
verður ákærður ásamt þrem sam-
starfsmönnum sínum fyrir hryðju-
verkastarfsemi, að sögn yfirsak-
sóknara Transvaal héraðs. Veröa
mennirnir ákæröir fyrir að reyna
eða ráðgera að fella ríkisstjórn S-
Afríku með ofbeldi. Upphaflega
var ætlunin að kæra mennina að-
eins fyrir ólöglega eign skotvopna.
Fjórmenningamir tilheyra
Afrísku andspyrnuhreyfingunni,
(Afrikaaner Weerstandsbeweging)
og er einn þeirra borgarfulltrúi í
Spring Town. Terreblanche fékk 18
mánaða skilorðsbundinn fangelsis-
dém og sektir vegna ólöglegs
vopnaburðar en sá dómur er ekki
tengdur því máli sem hér um ræðir.
ÞESSI
GALVANISERAÐI
MEÐ ÞYKKA
LAKKINU
Þrátt fyrir bensínhækkunina gyldir 50 kallinn ennþá.
Spameytinn
Þægilegur
TIKALL A MANN
Á UNO til Kefla víkur fyrir 50 kall! UNO
eyðir bensíni fyrir fimmtíu krónur í
ökuferð til Keflavfkur meðan farið
með rútunni kostar 73 krónur. Það
þýðir að fari fimm saman í UNO til
Keflavíkurfá fjórirfrftt, og vel það.
Þetta er alvöru kjarabót.
Virðulegur
Snar í
snúningum
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.
F // A T
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202