Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Síða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JULl 1983. 13 Kjallarinn lendis trúlega talsvert undir meöal- lagi. Er samt ekki full ástæöa til aö moka eigin flór, þó svo að viö vitum um meiri sóðaskap annars staöar? Forsenda þess aö geta aöstoðaö fólk í fjarlægum löndum viö aö brjótast undan hvers kyns kúgun er aö geta skilgreint og barist gegn þeirri kúgun sem maður er sjálfur þátttak- andi í, hvort heldur sem kúgari eða kúgaöur á einhvem hátt. Liklega álíta flestir frelsi vera andstæöu kúgunar. stjórnin færir því þá hagræðingar- styrki og hagstæö lán, sem m.a. er fjármagnaö meö sköttum af kaupi konunnar. Munar þar mest um sölu- skatt og innflutningsgjöld af fiestum lífsnauðsynjum hennar. Fyrirtækið er hins vegar nánast skattlaust. Þetta er tilbúiö dæmi, en engu að síöur raunhæft. Telst svona lagað nokkuö vera kúgun? Er ekki mun meira rætt um erfiðleika fyrirtækja heldur en erfiöleika alþýðuheimila? Er ekki verðtrygging launa konunn- verður því aðelns aflétt aö sá kúgaöi sjái í gegnum blekkingarveflnn (öll kúgun er nefnilega hulin slíkum vef), setji fram áætlun um breyttngar og fylgi þelm fast eftir í félagi við aðra kúgaða. Til þess þarf þekkingu, kjark og samtök. Hinn kúgaði þarf jafnvel aö skapa sér viss forréttindi um tíma til að geta néð jafnrétti (sbr. umræðuumkvennakúgun). Utskýringar henta vel til að sann- færa og sameina samherja, en bíta naumast á kúgarann. Hann skilur Þorvaldur 0. Arnason Hvaö dettur þér helst í hug, þegar ég nefni oröið kúgun? Þrælahald og nýlendukúgun fyrr á öldum? Hungur og fótækt í fjarlægum löndum? Verslunareinokun Dana hér áöur fyrr? Eitthvað fjariægt í tíma og rúmi??? Þaö er oft talaö um velmegun og frelsi. Viö höfum málfrelsi og prent- frelsi og sagt er aö allir geti orðið ríkir ef þeir bara nenna. Velmegunin er svo mikil, aö sólarhringurinn dugir hvergi til aö afla og eyða, til aö neyta hinna viöurkenndu lífsgæða og til að vinna fyrír þeim. Þaö setur oft aö mér efa. Er allt sem það sýnist? Hefur frelsi og vel- megun aukist aö ráöi, þegar á heild- ina er litiö? Hafa lifskjör batnaö aö sumu leyti, en versnaö um leiö aö öðru leyti? Höfum við losnað viö gamla fjötra, en fengið nýja og ósýnilega i staðinn? Eru peningar, lög og venjur okkar tima mildari húsbændur en hlekkir þræla, ánauð bænda og bannfæring kirkju fyrr á tímum? Þurfum við ekki að staldra ögn við og hugsa okkar ráö? Eg ætla ekki að hugsa fyrir þig, né heldur að segja þér hvaö þú eigir að gera. Það er óhollt aö gleypa ann- arra manna skoðanir hráar. Þaö verður hver aö gera hreint fyrir sinum dyrum. Eg ætla einungis aö bera á torg, hér á þessum vettvangi, skoöanir mínar á málefni, sem mér finnst mikilvægt aö sem flestir reyni aö fóta sig á. Eg geri þaö í þeirri trú, aö þaö geti orðið öörum til einhverr- ar aðstoðar í viöleitninni við aö marka sér skýrari og meðvitaðri lífs- stefnu. Málefnið er kúgun og hlut- verk hins kúgaða viö aö aflétta henni. Hvað er kúgun? Kúgun merkir ógagnkvæm sam- sklpti manna, efnahagsleg eða fé- lagsleg, þar sem hallar á annan aðil- ann, þar sem etnn niðlst á öðrum. Þaö er hverjum manni heilbrigö hvöt að reyna að losna undan kúgun, ef hann á annaö borð gerir sér grein fyrir henni. Kúgun er sjaldnast augljós þeim sem í hlut eiga. Hinir kúguöu kenna yfirleitt röngum aöila um ólán sitt og áþján. Enn erfiðara reynist kúgar- anum að horfast i augu viö hlutskipti sitt. Hann réttlætir kúgunina ósjálf- rátt. Fyrr á öldum létu aðalsmenn ánauöuga bændur halda sér uppi á þeim forsendum aö þeir veittu þeim vörn gegn ræningjum og óaidarlýö. I sumum tilvikum var það reyndar þannig, einkum framan af lénstím- anum. Yfirleitt var aðallinn þó gagnslaus byrði ó bökum hins strit- andi lýös. I hugum flestra hinna ánauöugu var hlutskipti þeirra óumflýjanleg öriög. Allir álitu aðalinn vera fæddan til annars og merkara hlutskiptis og þaö þótti ekki óeölilegt aö aöalsmenn byggju við mun betri kost. Aðallinn fékk hlutskipti sitt réttlætt þannig og gat þvi meö góðri samvisku og óáreittur látið bændur og f jölskyldur þeirra þræla gegndarlaust fyrir sig. Hemaöur var álitinn æðra lifsstarf en framleiösla lifsnauðsynja — og þannig er þaö enn, þvi miður. Kúgun hór og þar Ojöfnuöurinn og óréttlætiö i heim- inum er yfirgengilegt. Auðhringar og stjómvöld komast upp meö hreint ótrúlega kúgun af ýmsu tagi. I ofaná- lag kúga karlmenn konur, foreldrar börn, yfirmenn, undirmenn, lánar- drottnar, skuldunauta o.s.frv. Á heimsmælikvaröa er kúgun hér- Kúgun og afnám hennar Frelsi er vissulega dýrmætt, en dugar þó ekki eitt sér. Andstæða kúg- unar er ekki bara frelsl, heldur fyrst og fremst gagnkvæmt traust og f jöl- þætt mannleg samsklpti á jafnréttis- grandvelli, bæði efnahagsleg og fé- lagsleg. Kúgun er óhjákvæmilegur fylgifiskur misréttis. Til aö afnema kúgun þarf aö koma á jafnrétti allra manna á öllum sviðum. Arðrán, ein tegund kúgunar Verkakona í verksmiöju fær greiddar 2500 kr. á viku fyrir vinnu- afl sitt (laun). Hún skapar hins vegar ný verðmæti fyrir 10.000 kr. I viku hverri. Kr. 7500 fara til að viðhalda og efla fyrirtæki sem hún á ekkert í. Hún ræður engu um hvemig 3/4 hlutum arðsins af vinnu hennar er varið. Kannski notar forstjórinn hluta þess fjár til að f jórmagna lax- veiöiferö fyrir sig og kollega sína (bókfært sem risna og fródráttar- bært). Á sama tíma þarf konan aðfá sveitarstyrk til að hafa húsaskjól fyrirsigogbörnin. Bókhaldslega gæti fyrirtækið komiö út meö bullandi tapL Rikis- ar talin aöalorsök veröbólgunnar og brýnasta efnahagsráðstöfunin aö af- nema hana? Verkafólk er kúgað meðan það ræður aðelns yfir hluta arðsins af vinnu sinni. Það þarf að tryggja því raunveruleg félagsleg yflrráð yflr þeim hluta arðsins sem rennur til fyrirtækja, banka og rikisins. Slíkt myndi leiða tO skynsamlegri fjár- festinga frá sjónarhóll almúgans og bæta forsendur fyrir þróun lýðræðls- hefða, sem eru af ar takmarkaðar nú. I stjórnmálaumræðu nútimans merkir oröið frelsi i raun oft frelsi tfl aö kúga. Frelsi í viöskiptum veröur fyrr eða síöar frelsi þess sterka til að neyta af lsmunar. Er það eftirsóknar- vertfrelsi? Ábyrgð hins kúgaða Kúgun er ekki bara sök kúgarans. Hún er ekki siöur sök þess sem lætur kúga sig. Meöan sá kúgaöi bíður eftir þvi aö kúgarinn aflétti kúguninni af sjálfsdáðum, breytist ekkert, nema ef vera skyldi til hins verra. Kúgun þær ekki, því hann sér veröldina af öðrum sjónarhóli en sá kúgaði. Hann skilur best hótanir og valdbeitingu af einhverju tagi. Hinn kúgaöi meirihluti ber mesta ábyrgð á þvi hversu illa gengur að laga íslenskt þjóöfélag að þörfum hans og komandi kynslóöa. Fólk lætur blekkjast af sibyljuáróðri fjöl- miðla, þar sem tilveran er túlkuð eins og ráöamenn og eignamenn vilja hafa hana. Hlutverk fólks er að þiggja vinnu úr hendi bjargvætt- anna, þræla, kaupa alla mögulega og ómögulega hluti, hugsa um eigin hag og lifa fyrir liöandi stund (geröu 'sjólfum þér greiöa og kauptu —). Þessi meginboðskapur er þó sjaldan sagður berum oröum. Nýjustu kúgunar- aðgerðir Nýja rikisstjórnin hefur sýnt þaö og sannað, aö hún er málsvari for- réttindahópa og kúgara. Hún hyggst veita umtalsverðum auöæfum úr vösum okkar launaþræla til atvinnu- rekenda. Þeir þurfa aldeilis ekki aö herða sultarólina, eins og viö hin. Ef marka má skattframtöl og bar- lóm i fjölmiölum, mætti halda að at- vinnurekendur eigi margir ósköp bágt. Hins vegar ber lóglaunafólk harm sinn að mestu í hljóði. En veist þú um atvinnurekendaheimili, sem býr við skort? Veistu um forstjóra fyrir stórfyrirtæki, sem hefur minna en sexföld verkamannalaun? Veistu um smáatvinnurekanda, sem gefur allar tekjur sínar upp til skatts? Nei, varla. En þú þekkir eflaust, líkt og ég, margt launafólk, sem á í miklum erfiöleikum með heimilisreksturinn. Hvað verður um milljaröana, sem á aö ræna aukalega af launafólki á næstu misserum? Dálítill hluti fer í aukna lúxuseyöslu gæðinga. Meiri- hlutinn fer i auknar (of )f jórfestingar fyrirtækja og bruðl í rekstri þeirra. Offjórfesting stuölar að taprekstri og kallar á enn auknar kjara- skerðingar siöar. Bruöl og sóun stafar af skorti á aöhaldi aö fyrir- tækjum. I stað þess að spara, nýta hróefni betur og bæta framleiösluna væla stjómendur þeirra utan í fjöl- miðla og stjómvöld og biöja um styrki og lögskipaöa kauplækkun. Bráöabirgðalögin boöa stóraukna efnahagslega kúgun, sem var þó ærin fyrir. Auk þess fela þau I sér félagslega kúgun, þar sem gerðir samningar eru aö engu hafðir. Marg- ir hinna kúguöu geta sjálfum sér um kennt. Margir kusu þennan ófógnuö yfir sig í alþingiskosningunum. Margir tóku hugsunarlaust undir sönginn um sterka stjórn. (Sterk stjórn þarf ekki að vera góð stjóm, sbr. Hitler forðum). AUt of fáir gera eitthvað til að komast tU botns í málunum og hafa meðvituð áhrif á þjóðfélagsþróunina meö námi, umræðum og pólitisku starfi. Flestir viröast vera sáttir við að láta af- dankaða foringja og auövaldsdindla um þá hliö mála. Þaö veltur mest á þeim kúguöu hver framvinda mála verður, jafnt hér á landi sem og úti i hinum stóra heimL Þeir sem nú eru undirokaöir hafa þaö á valdi sínu hvort hið 200 ára gamla kjörorð um frelsi, jafnrétti og bræðralag (systralag) Veröur nokkum tima aö veruleika. Þorvaldur öra Araason, liffræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.