Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Síða 36
 07A00 AUGLÝSINGAR A/ SÍOUMÚLA33 1 1 . i SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA hverri i.. . SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI11 viku 4 ! • Q7/1 1 RITSTJÓRN OOO 8 1 SÍÐUMÚLA12—14 - Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Laungreiddídag Ekki tókst að greiöa verkafólki í Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar laun í gær, eins og áætlað hafði verið. Vinnsla hófst engu aö síður í frystihúsinu og fara launagreiðslur væntanlega fram i dag. Jón Kristinsson, forstjóri Hrað- frystihússins, sagði í viðtali viö DV í morgun að búið væri að útvega þaö fjármagn sem þyrfti til að greiða fólk- inu laun. Næmi sú upphæð 8—900 þús- und króiium og hefði hún verið útveg- uð í samvinnu við Landsbanka Islands. „Vandi fyrirtækisins er þó engan veginn leystur enn, enda er hann stærri en þetta,” sagði Jón, sem kvaöst ekki vilja tjá sig um hversu stórt heild- ardæmiö væri. „Mál okkar eru nú til skoöunar i Framkvæmdastofnun og ég veit ekki enn hvað gerist í f ramhaldi af því. En þarna er fyrst og fremst um að ræða byggðarmál sem þarf að leysa.” ______________-JSS SigríðurGröndal komstekki í úrslit: „Vard íslandi ekki til skammar” „Þetta gekk voðalega vel, þó ég kæmist ekki í úrslit. Tage Ammen- drup, sem er staddur héma, sagði að minnsta kosti að ég hefði ekki orðið Is- landi til skammar,” sagði Sigríöur Gröndalsöngkona. Hún er núna stödd í Cardiff í Wales þar sem hún tók í gærkvöldi þátt í undanúrslitum í alþjóðlegri söng- keppni. Keppt er í fimm riölum og em 3—4 keppendur, hver frá sínu landi, í hverjum riðli. Einn er valinn til þess að komast áfram Or riðlinum hennar Sigríðar var valin þýsk stúlka, Andrea Trauboth. „Það er búið að vera alveg óskap- lega gaman og mér finnst ég hafa lært mikið. Ég söng til dæmis með hinum heimsfræga stjómanda Jemes Loc- hard. Af honum lærði ég mjög mikiö. Það er h'ka svo vel um okkur hugsað og móttökurnar em hreint æðislegar,” sagðiSigríöur. Hún dvelur áfram úti fram yfir lokakeppnina á laugardag. ds Evrópumótið í bridge: Töpuðum stórt Islenska sveitin varð hart úti er hún keppti viö Itali á Evrópumótinu í bridge í gær. Unnu Italir umferðina með 20 stigum en Islendingar fengu -3 stig. I gærkvöldi sigruðu Frakkar svo Islendinga 17—3. „Þetta hefur varla verið við mennska að eiga,” sagði Guðmundur Pétursson, fyrirliði íslensku sveitar- innar, viö DV í morguri. Hann sagöi jafnframt að Islendingarnir spiluðu viöÞjóðverjaídagoglraíkvöld. -JSS ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLf 1983. LOKi Svo eru aðrir þorskar, vel sjóaðir, sem lóta sig mat engu skipta SKYRSLA UM GÆÐAFLOKKUN ÞORSKS: besta togarafiskinn Um 90% af þorskafla togara og botnvörpunga flokkuðust í fyrsta gæðaflokk á fyrstu fimm mónuöum ársins. Þetta kemur fram í skýrslu Fiskifélags Islands, sem afhent var á blaöamannafundi i gær. Er þetta i fyrsta sinn sem skýrsla sem þessi er gefin út. Var áöur talið óheppilegt að útlendingar fengju að vita um gang mála við fiskveiðar hér viö land en nú hefur sú stefna verið tekin upp að fela þau mál etóti lengur — hvorki fyrir þeim né landsmönnum. I skýrslunni kemur í ljós að þorsk- afii linubáta svo og handfærabáta flokkast nær eingöngu í fyrsta gæða- flokk. Fæst þar af leiðandi miklu hærra verð fyrir hann. Af þorskafla netabáta fóru um 70% í fyrsta fiokk en 90% af þorskafla togara og botnvörpunga fóru í besta gæðaflokk. Af einstökum togurum fékk Rauði- núpur frá Raufarhöfn einna besta matið en 96J% af þarátafla hans fóru 11. fiokk. Tveir aðrir togarar voru þó hærri, örvar HU og Hólmadrangur SI, en afli þeirra er unninn um borö svo þeir eru ekki sambærilegir viö hina. Karisefni RE var með léleg- asta matið — 35,2% — en þess ber að geta að hann hefur siglt og selt stóran hluta afla sins erlendis. Þorskaflinn fiokkast mjög mis- jafnlega á milli verstöðva og fer það mikið eftir því hvort netafiskurinn hefur verið í meirihluta eöa ekki. Flokkast netafiskurinn mun verr en fiskur sem veiddur er á línu, botn- vörpu eða handfæri. Aflahæsti netabáturinn á vetrar- vertíöinni, Heimaey VE, sem kom þá með að landi 1106 tonn, fær t.d. til- tölulega gott mat. Var hann með 692 tonn af þorski og fóru 63,9% í 1. flokk, 23,8% í 2. flokk og 12,1% í 3. flokk. -klp- ,Laxadans” gcetiþessi mynd heitid en hún er nýlega tekin í Elliðaánum. Nóg er víst af laxi þar um slódir og má sjá marga laxa íFossinum í einu á lofti. DVmgnd G. Bender. Yfir 5000 með Eurokort „Það eru á sjötta þúsund manns kotnin með kreditkort frá okkur og af af þeim er um helmingur alþjóðleg kort,” sagði Gunnar Bæringsson hjá Kreditkortum hf. er við höfum sam- band við hann til að forvitnast um notkun kreditkorta hér á landi. Þarna er um aö ræða hin svo- nefndu Eurokort, sem jafnframt eru tengd hinum víðfrægu Master- kortum, en þau eru mjög mikið notuð I Bandarik junum og Kanada. Eurokortin geta þeir fengið sem uppfylla ákveðin skilyrði en aftur á móti þarf sérstakt leyfi til notkunar alþjóða Eurokorta. Er það Seðla- bankinn sem veitir það leyfi og hefur það verið frekar vandfengið að und- anfömu. Gunnar sagði að Utvegsbankinn, Sparisjóður vélstjóra og Verslunar- bankinn hefðu byrjað með Euro- kortin fyrir einu ári og væru vin- sældir þeirra sífellt að aukast. Sæist það best á því aö á sjötta þúsund manns væm með slík kort og margir bættust við í hverri viku. Eurokortin er hægt að nota á nær 600 stöðum, víös vegar um land. Annar stór aðili er að fara inn á sama markað og Eurokortin. Þaö er Visa-Island, en að því standa 5 bankar og 13 sparisjóður um allt land. Landsbankinn hefur verið meö alþjóðlegt Visa-kort á boðstólum I meira en ár, en það kort hefur ein- göngu verið til notkunar erlendis. Visa-Island munu koma I gagniö einhvern næstu daga en enn hefur ekki verið látið uppi hvaða reglur munu gilda um þau eða hvort eih- hverjar kvaðir verða settar á þau. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.