Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Síða 7
DV. FIMMTUDAGUR11. ÁGUST1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur HARKA í NEYTENDAMÁLUM Neytendur virðast víða njóta meiri réttar með lögum en þeir gera á Isiandi. Nýlega fengum við sent tímaritið Félagið Island-Israel sem gefið er út af samnefndu félagi. I því er grein um neytendamál í Israel meðai annars efnis. Brot gegn lögum um neytendamál eru hart dæmd í Israel samkvæmt greininni. Þannig var ofnaframleið- andi nýlega dæmdur til að greiða 25 þúsund sekala sekt (um 16 þúsund íslenskar krónur) fyrir að auglýsa á villandi hátt. Fyrirtækið hafði hlotið viðurkenningu heimsþekktra sam- taka fyrir gasofna til húsahitunar. Það framleiddi lika bökunarofna sem gæðamatið náði hins vegar ekki til. I auglýsingu var hins vegar gefið í skyn að allir ofnar fyrirtækisins hefðu hlotið þessa miklu viðurkenn- ingu. Verslunareigandi í Tel Aviv var um svipað leyti dæmdur til að greiða 15 þúsund sekala sekt (um 10 þúsund íslenskar krónur) fyrir að selja eina flösku af bjór á hærra verði en leyfi- legt var. Munurinn var þá aðeins innan við 40 aura íslenskra. Sami kaupmaður hafði reyndar brotið enn meira af sér því að hann hafði einnig selt kotasæludós á 60 aurum meira ! en leyfilegt var. Þá hafði hann komið | fyrir í gluggum og hillum vörum sem ekki voru verðmerktar. Dómarinn taldi ástæðu til að taka hart á þessum brotum til þess að koma í veg fyrir að kaupmenn misnotuðu sér traust almennings. DS. Vi EGG Margir kaupmenn hafa undanfarið boöið egg á hálfgerðu útsöluverði. Lægsta verðið sem við höfum heyrt um er 35 krónur fyrir kilóið. Það hefur verið boðið í þó nokkuð mörgum versl- unum. Og við höfum heyrt að þetta kostaboð hafi boriö árangur, sé miðaö við kaupmenn. Fólk hefur gert sér ferð í þær verslanir sem bjóða ódýr egg og keypt frá 5 og upp í 20 bakka af eggjum. Auðvitað hefur það svo keypt allt mögulegt annað í leiðinni þannig að kaupmenn hafa ekki tapað á þessu kostaboði. Egg eru ákaflega góð og holl sé þeirra neytt í hófi. Enginn ætti þó að borða nema 4—5 egg á viku. Meira af eggjum getur valdið því að aukið kólesteról taki að safnast fyrir í blóð- inu. Og þá er vissara aö vara sig. Hjartasjúklingar ættu að takmarka eggjaneyslu eftir mætti. Gallinn við það að hamstra egg er að gömul egg eru ekki nærri því eins góð og ný. Þegar ekki er vitað hversu eggin, sem seld eru, eru gömul er erfitt að vita hversu lengi er óhætt að geyma þau. Hægt er að marka aldur eggjanna með einfaldri tilraun. Brjótið eitt egg og látið það renna alveg út á flatbotna disk. Nýtt egg hefur seiga hvítu og fasta rauðu. Hvítan fer ekki langt út um diskinn og rauðan stendur vel og skýrt upp úr henni. A gömlum eggjum flýtur hvítan hins vegar mun meira út og rauðan verður flöt eða því sem næst. Notið gömul egg fremur í Núerueggin ódýr: ERU BEST í HÓFI bakstur og aðra matargerð en til þess að boröa þau ein. Egg geymast best í kæli. Þó er það svo að þau eru yfirleitt ekki geymd í kæli i verslunum. Kaupendur geta ekki vitað hversu lengi þau eru búin að standa í heitri versluninni þegar þau eru keypt. Ekki mun þó vera óalgengt að það sé upp undir vika. Egg taka í sig bragö séu þau geymd lengi með mat sem sterk lykt er af. Geymið því ekki eggin við hliðina á lauknum eða spægipylsunni. Best eru þau geymd í einangrunarbökkum þeim sem þau eru oftast seld í. Ef þið kaupið eggin í kílóum upp á gamia móðinn getið þið keypt eggjabakka einu sinni og notað hann síðan aftur og aftur undir eggin úr pokunum. Egg eru mjög þægileg sem viðbót við hvers konar mat. Þau gera afganginn af sunnudagssteikinni drýgri og lyst- ugri. Soðin egg og steikt eru góö með brauði og áleggi og jafnvel út í súpur. Eggjaköku er hægt að búa til úr hvers konar kjöt- og grænmetisafgöngum, osti og bragðmiklum sósum. Þá er það hugmyndaflugið sem gildir. Sjálfsagt er að nota sér hin ódýru egg á meðan þau fást. Til dæmis með því að baka kökur og brauð sem síðan eru sett í frystinn og geymd til dýrari eggja- tima. -DS. ladídas ■ ■ HELSINKI: ■ í 100 M HLAUPI S KVENNA VORU BÆÐI 5 GULL OG SILFURHAFI ÍADIDAS. ■ ■ ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.