Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Side 15
DV. FIMMTUDAGUR11. AGUST1983. 15 sögu að baki sér. Þessi þjóð byggir eitthvert það fallegasta en jafnframt eitt harðbýlasta land í allri Norður- álfu. Hér eru óteljandi möguleikar til arðbærrar uppbyggingar sem bæði yrðu þjóðinni og landinu til góðs. Það á ekki að fá erlent fjármagn til landsins til að koma upp meiri stór- iðju en orðið er. Sú stefna hefur því miður beöið skipbrot og sú leið er ekki arðvænleg eins og er. Ónotaðir mögu'eikar Hins vegar má koma upp smám saman stórkostlegum heilsulindum, útivistarmöguleikum og öðru sem loftslagið, bæði hreint og tært, býður hér upp á með óteljandi möguleikum þar sem heitt vatnið vellur upp úr iðrum jarðar, víðast hvar engum að gagni. Hér og hvar um landiö má byggja upp stórkostlega aðstöðu, sannkallaöar vinjar í gróðurvana landi. Meðan til eru tugir og jafnvel hundruð milljóna manna sem þarfn- ast hvíldar og hressingar eftir langan og erfiðan starfsdag meðal nágranna okkar í Evrópu og Ameríku er engin þörf á að kvarta. Fjöldi fólks vill gjama hvað sem það kostar, kappkosta að komast í að- stöðu sem hér hefir verið lýst. þessa og sumir fjölmennir. Munu borgirnar Wiesbaden (íbúar rúml. 250.000) i Hessen og Baden Baden (íbúar rúml. 50.000) í Svartaskógi (Schwartzwald) vera þekktastar fyrir böð sín. Einkum munu íbúar Baden Baden mega þakka heilsuhæl- um sinum mikla velmegun, enda mun allt efnahagslif þess staðar grundvallað á tilveru þessara dýr- mætuheilsulinda. Enn sem komið er er hér á landi nokkurn veginn óspillt loft og náttúra landsins er gjöful. Hér eru óþrjót- andi möguleikar til starfrækslu margs konar heilsuhæla fyrir ná- gréuinaþjóðirnar í Evrópu og Ameríku. Hér er mikilsvert málefni sem getur orðið mikill stuöningur fyrir ýmiskonar þjónustustarfsemi. Mætti þar nefna ræktun lands til bæði nytja (grænmeti og skógrækt) og fegurðar (blóm); margs konar ferða- og skemmtistarfsemi sem á ýmsan hátt gæti tengst væntanlegum heilsuhælum. Aukinn ferðamannastraumur getur og haft ómetanleg áhrif á auk- inn skilning fólks af mismunandi þjóðerni og aukið traust meðal þess. Island er í augum flestra útlendinga „Hér eru óþrjótandi möguleikar til starf- rækslu margs konar heilsuhæla fyrir ná- grannaþjóðirnar í Evrópu og Ameríku.” A ferðum minum erlendis, einkum í Vestur-Þýskalandi, hefi ég undir- ritaður séð töluvert af margs konar heilsuhælum, kúrhúsum (Kurhaus) sem Þjóðverjar nefna gjama starf- semi sem þessa. Víða í Þýskalandi eru dálitlar volgrur þar sem bæti- efnaríkt vatn nær að seytla npp á yfirborð jarðar. Hundruö staða í Þýskalandi hafa orðið „Bad” (þ.e.baö) í nafni sínu. 1 fornöld var því veitt athygli að vatnið hafði bætandi áhrif á sjúka og særða og eru elstu varðveittar heimildir um þessar fyrstu bað- stöðvar frá Rómverjum hinum fornu komnar. Smám saman hafa vaxið allstórir bæir um starfsemi sem ein af síðustu paradisum náttúru- unnenda í Evrópu og er því rétt að stefna að því að unnt sé að taka á móti fleirum en nú á komandi árum. 1 hugum margra útlendinga er Is- land vanþróað land meö himinháa verðbólgu og gegndarlausa skulda- söfnun. Á vissan hátt er Island á nýlendustigi — þar nægir að nefna óhagstæða samninga sem gerðir voru á sínum tíma um sölu á raf- magni til einnar ríkustu þjóðar í heimi. Þau viðskipti hafa vakið undrun í augum margra og er ekki nema von. Guðjón Jensson póstmaður. Nú stendur yfir í Nýlistasafninu við Vatnsstíg sýning á verkum eftir Bergljótu R. og Elmer. Sýning- unni, sem ber yfirskriftina Post- painting, lýkur 14.8. Myndverk og manifeste Það er nánast eins og að renna í gegnum brot úr listasögunni þegar litið er yfir sýninguna Post-painting. Enda ekkert skrítið þvi ásetningur listafólksins er einmitt „eftirmálun” þekktra listaverka. Myndlist GunnarB.Kvaran Samfara málverkunum hafa iista- mennirnir látið frá sér fara ritaðar upplýsingar, eins konar manifeste, tU að skýra eðli verkanna. 1 stuttu máli virðist inntak Post- painting vera það aö búið sé að full- nýta „sköpunarmöguleika” manns- hugans og að eina ráðið sé þvi að „stæla” áður þekkt listaverk. 1 raun eru þetta litt frumleg sann- indi þvi segja má að þessi hugmynd um „fræðilegan dauða höfundaríns” hafi einkennt meira eða minna nær alla listsköpun (bókmenntir og myndlist) síöastliðin 20 ár! Sjáum t.d. iistamenn 7. áratugarins og gagnrýnendur h'kt og Blanchot og Barthes. Meðvitaðir um smæð sína í þessu aUsnægtar nútimaþjóðfélagi gátu þeir ekki lengur trúað á hug- myndir um frelsi og reynslu og neyddust því til að draga þær álykt- anir að þeir væru ekki inntaksleg for- senda verksins. Listfræðingurinn, Jean Clair, hefur ritað merkilegan texta um þessar endursköpunarhug- myndir listamanna á 7. áratugnum. Þarsegir m.a.: „Það er sama hvað ég mála eða set á svið — hlut, mannveru, hrein form — aUtaf er þar eitthvað fyrir sem tekur til máls á undan mér: tungu- mál mitt er ekki nándar nærri hreint, ferskt, frumlegt, leiðitamt einhverri óljósrí innri tjáningarþörf; það flækist undireins í aUs konar forða, fjársjóði, vöruhús, stofna — sem kaUast ósjálfráð minning eða safn ímyndunarinnar — af formum og merkingu sem þröngva sér upp á mig áður en ég svo mikið sem hreyfi Utlafingur.” (Jean CLAIR, Art en France, une nouvelle génération. 1972bls.25.) Það var einmitt í byrjun 7. áratug- arins sem poplistamennirnir og Usta- menn nýju fígúrationarínnar (þar á meðal ERRO) brugðu á það ráð að nota myndvarpa og mála þannig eftir fyrirmyndum! Sjáffsgagnrýni? Ef við skoðun þessa sýningu í ljósi sögunnar og þeirra staðreynda að „eftirmálun” og „endursköpun” hafa verið tU staðar síðastliðin 20 ár þá virkar þessi sýning ansi mögur. Hér virðist slegið um sig á yfirborðs- legan hátt nema að hinn „hug- myndalegi grunnur” sé ekkert annaö en „eftirskrift” eða eftiröpun! Stundum er sem Ustafólk skorti ákveðna sjálfsgagnrýni. -GBK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.