Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Side 32
32 DV. FIMMTUDAGUR11. AGUST1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Heimsmet í stauradvöl Maður er nefndur Kees Sceffers og er hann 25 ára gamall Hollendingur. Kees, sem er prentari að mennt, var búinn að vera atvinnulaus nokkuð lengi þegar hann ákvað að nota tím- ann til þess að gera eitthvað upp- byggilegt, eins og til dæmis að setja heimsmet. Kees karlinn réðst ekki á garöinn þar sem hann var lægstur heldur ákvaö aö reyna að hnekkja meti Ameríkanans Frank Perkins í því að dvelja sem lengst uppi á staur. Bæjaryfirvöld í heimabæ hans, Stol- wijk, studdu hann heils hugar við tii- raun þessa og pössuðu einnig upp á aö hann svindlaöi ekki. Sérstökum kofa var komið fyrir uppi á staur og þar dvaldi Kees í 404 daga. Eins og sjá má af myndunum hafðí hann mörg þægindi við höndina og þakinu var hægt að renna tU hliðar þannig að hann gæti séð tU sólar þegar vel viör- aöi. Mat sinn fékk hann sendan upp þrisvar á dag, en persónulegan úr- gang lét hann síga niður í fötu þegar losunar var þörf. Kees fékk að fara nokkrum sinnum niður á dag til þess að smella einum á vinkonuna og þvo sér. m---------------------------► Kees eins og hann kom bæjar- búum fyrir sjónir. KONANEREKKIBESTI VINUR MANNSINS Það er gömul tugga að hundurinn' sé besti vinur mannsins, en að hann. sé það góður vinur að hann komist upp á mUU hjóna er svo önnur tugga. Það undarlega atvik átti sér stað í Englandi fyrir nokkru að kona nokk- ur ákvað að skilja við mann sinn vegna þess aö hann var búinn að fáí ofurást á hundi sínum. Taka verður fram að þetta var enginn venjulegur hundur og konan var engin venjuleg kona, því að hann er af sjaldgæfu Afganhundakyni og hefur unnið tilj margra verðlauna fyrir eiganda sinn' en konan er fyrrverandi fegurðar- drottning en hefur hins vegar ekkij unnið til verðlauna fyrir mann sinn. Upp úr hjónabandinu slitnaöi þegar konan fékk sig loksins fuUsadda af dekri bónda síns við hundófétið. „Það var alveg óþolandi að mann- fýlan lét hundinn sofa í rúminu okkar á nóttunni og þegar við ætluðum að' elskast fór hann að vísu með hundinn út, en þá tók hundskrattinn upp á því að góla og væla þannig að ná- grannamir vissu gjörla hvað var aö' gerast. Eftir svoleiðis nokkuð missir maður bara áhuga á kynUfi.” Eni þetta var nú ekki ÖU sagan. ,Jí kvöldin sátu þeir báðir í sóf- anum fyrir framan sjónvarpiö og, góndu og þegar ég ætlaði að setjast hjá þeim þá fór helvítið hann Oskar, þ.e. hundurinn, að urra og sýndi tennumar ef ég gerði mig Uklega tU þess að ílendast hjá þeim. AUt okkar Uf var farið að snúast i kringum hundspottið og að lokum sagði ég við mann minn: „Það er annaðhvort hann eða ég.” Eiginmaðurinn velti þessum úrslitakostum fyrir sér í smástund og sagði svo: „Eg get nú aUtaf fundiö mér aðra fegurðar- drottningu, en ég get hins vegar aldrei fundið annan Oskar. Vertu því bless því að hundurinn verður kyrr.” Konan hefur nú farið f ram á skilnað. Alvörurotturvalda svefnleysi Þegar Reykvíkingar renna i Lindargöturikið, tii þess að kaupa eitthvað tii þess að bleyta i sór á vætusömu sumri, blasir þetta skilti við þegar brunað er burt með hvita pokann eða pokana. Þar sem þeir eru nokkuð margir sem asnast til þess að setjast undir stýri þegar gutlið i hvita pokanum er farið að gutia i maganum er þessarar brýningar þörf. En þar sem verið er að tala um aðvaranir á sígarettupakka, væri ekki nær að skella miða á flöskurnar tilþess að brýningin fylgi mönnum alla leið? DV-mynd Loftur/SLS. Nýjustu fregnir frá Hvíta húsinu í Washington herma aö forsetafrúin, Nancy Reagan, eigi erfitt meö svefn um þessar mundir. Áreiðanlegur heimiidarmaður, sem ekki vUdi láta nafns sins getið, sagði aö ástæða þess væri rottugangur í húsinu. Þegar for- setahjónin fluttu inn á sinum tíma var húsið tekiö í ærlega hreingern- ingu eftir síöasta dvalargest, en það hefur ekki haft önnur áhrif en þau aö magna tístið og skrjáfið í litlu brúnu hnoðrunum á nóttunum. Ekki vildi heimUdarmaðurinn láta hafa neitt eftir sér um það hvort Ronald ætti erfittmeðsvefn. / upphafí skyldi endirínn skoða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.