Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Síða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR17. ÁGUST1983. I ■ - l i 1 1 %. ' ■ ; mSóv * .4 j 'Vi : ,i „íslensk framtíð á iðnaði byggð”: Iðnsýning í Laugardalshöll — opnuð á föstudag „Þetta hefst vonandi, þaö er venjan,” sagöi einn af þeim f jölmörgu iönaöarmönnum sem að undanförnu hafa unnið viö þaö í Laugardalshöllinni að koma iðnsýningunni á laggimar. I gær var sýningars\-æðið undirlagt spýtum, ryki og iðnaöarmönnum alls konar og aðeins 2 dagar til stefnu. Iðnsýningin, sem haldin er í tilefni af 50 ára afmæli Félags islenskra iðnrek- enda, verður sú viðamesta til þessa, á annað hundrað fyrirtæki og stofnanir taka þátt í henni og verður reynt aö stilla miðaverði í hóf — 100 krónur fyrir fullorðna og 40 krónur fyrir ungl- inga. Smíðaður hefur verið sérstakur sýn- ingarpallur í beinu framhaldi af stúk- unni og verða þar tískusýningar, skemmtiatriði og e.t.v. aðrar uppá- komur. Mikið er í lagt; ljósabúnaður fenginn aö láni hjá reykvísku leik- húsunum og hljómgæði á heimsmæli- kvarða. Veitingar verða með nýstár- legu sniöi svo ekki sé minnst á brauð- gerðarmenn og sælgætisframleiðendur sem munu veita sýningargestum hlut- deild í kræsingum sínum. Sýningunni lýkur 4. september. -EIR. Sparakstursgetraun Vikunnar og DV: AÐEINS 0,03 LÍTRUM FRÁ HÁRRÉTTRITÖLU — hlaut 15 þúsund króna bensínúttekt að launum Fyrstu verðlaun í getrauninni um heildarbensíneyðslu bifreiða þeirra er tóku þátt í sparaksturskeppni DV og Vikunnar voru afhent í gær. Sá get- spakasti reyndist vera Axel Ketilsson, Sunnufelli Mosfellssveit, en hann gisk- aði á að bensíneyösla yrði 67,65 lítrar á hringnum en rétt taia var 67,68 lítrar. Fyrir getspekina hlaut Axel 15 þúsund króna bensínúttekt hjá OLfS í verðlaun. Hór sóst hvar hinn getspaki Axel Ketilsson tekur við 15 þúsund króna verðiaununum úr hendi Bryndisar Guðmundsdóttur, skrífstofustúiku hjá OLÍS. D V-mynd BJamMfur. Önnur verðlaun hlaut Þorvaldur G. Jónsson Guðrúnarstöðum, Austur- Húnavatnssýslu. Hann giskaöi á 67,50 lítra eyðslu og fær fyrir það níu þúsund króna bensínúttekt hjá OLlS. Að auki voru veittir átta þrjú þúsund króna vinningar fyrir getspeki um eyðslu á hverjum áfanga akstursinsi og hlutu þá eftirtaldir: Sigurlaug Jónasdóttir Arskógum 18, Egilsstöð- um, en hún giskaði á að 3,0 lítrar af bensíni eyddust á fyrsta áfanganum milli Reykjavíkur og Selfoss og reynd- ist það alveg hárrétt hjá henni. Á öðrum áfanga, milli Reykjavíkur og Vikur í Mýrdal, giskaöi Cecilía Þórðardóttir, Espigerði 16 í Reykja- vík, á að eyddust 10,70 lítrar en rétt eyösla var 10,75 h'trar. Á þriðja áfanga, milli Reykjavíkur og Hafnar í Homa- firöi, giskaði Guðbergur Guðnason, Hrafnhólum 4 Reykjavík, á að bílarnir eyddu 22,60 lítmm og var það rétt tala. Og verðlaunahafinn fyrir fjórða áfangann, Reykjavík—Egilsstaðir, Trausti S. Harðarson, Kleppsvegi 128 Reykjavík, giskaði á 35,50 lítra eyðslu, en rétt eyðsla var 35,53 htrar. Fimmti áfanginn var Egilsstaöir— Akureyri og þar reyndist Hildur Edda Ingvarsdóttir getspökust. Hún giskaöi á 14,40 htra eyöslu en rétt eyðsla var 14,36 htrar. Friðrik Kristjánsson, Vogabraut 1; Höfn í Homafirði, varð hlutskarpastur á sjötta áfanganum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hann giskaði á að bensíneyðslan yrði 17,80 á þeirri leið en hún varð 17,79. Og á sjöunda áfanganum, Blöndu- ós—Reykjavík, varð Gunnlaugur Höskuldsson Sunnuhlíð 21c, Akureyri, hlutskarpastur spámanna. Hans spá var að bílarnir eyddu 10,96 htrum á þeim áfanga og rétt tala reyndist vera 10,96 lítrar. A síðasta áfanganum, Borgarnes— Reykjavík, spáði Lúðvík Vilhelmsson, Urðarbraut 6, Blönduósi, manna rétt- ast. Hans tala var 4,90 htrar en rétt tala var4,86 lítrar. Af öllum þessum verðlaunahöfum var aðeins einn sem fékk verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn. Og það var auövitað Axel Ketilsson úr Mosfehs- sveit sem hlaut fyrstu verðlaun. Verð- laun annarra vinningshafa verða póst- send. SÞS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.