Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Síða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR17. AGUST1983. 5 Er verið að fá’ann? — í „sjóralli” á bryggjunni íBorgarfirði eystra Það er ákveðin tilfinning að koma í Borgarfjörð eystra í fyrsta skiptið. Við blasir óvenjufámennt þorp, frið- sælt, fallegt og afskaplega notalegt. Sjálft fólkið er líka öðru vísi en maöur á að kynnast. Eitthvað svo afslappað í öllum sínum dugnaöi. Það var farið aö kvölda þegar við komum og rigningardroparnir gerðust æ þéttari. Þeir fyrstu, sem heitið gátu því nafni, í heilan mánuð varokkursagt. Við urðum þess fljótt áskynja að athafnalífiö í þorpinu snerist þessa stundina um trillurnar sem komu að landi hver af annarri. Við vorum líka snoggir að koma okkur niöur á bryggju til að ræða við trillukarlana sem voru í óða önn aö landa, spúla og gera klárt fyrir morgundaginn. „Er verið að fá ’ann?” kölluöum við til eins er var á stórri og glæsi- legri trillu, Sædísinni. „Þetta er nú hálftregt þessa stundina,” var svarað án nokkurs asa. Viðmælandi okkar reyndist heita Skúli Kristins- son og sagöist hann hafa verið einn á í þessum túr en annars hefðu þeir veriö oftast tveir í sumar. „Það lifnaði aðeins yfir þessu um daginn en hefur dottið niður síðustu dagana,” bætti hann við. Það kom þó síðar í ljós á vigtinni að hann var með um fjögur hundruö kíló eftir daginn. Skúli sagðist mest hafa verið með línu í sumar en væri nýfarinn á hand- færi. „Lagði þó sex bjóða línu í morgun sem ég dreg í fyrramáliö.” Næst litum við til þeirra Björns Aöalsteinssonar og Árna Kjartans- sonar á trillunni Múla, opinni trillu. Lionsklúbburinn á Egilsstöðum er hinn raunverulegi eigandi en þeir félagar leigja fleyið í sumar. Björn varö fyrir svörum er við kölluðum til þeirra. „Við erum með um þrjú hundruð kíló eftir daginn,” sagði hann hressilega. Hann kvaðst einungis vera trillu- karl í sumarfríinu sínu sem væri fimm vikur. Ynni annars á saumastof- unni Nálinni sem væri í þorpinu. „Við saumum ullarfh'kur og það fer allttilÁlafoss.” Ekkert hræddir á svona opinni trillu? „Nei, ekki getum við nú sagt þaö,” svöruðu þeir glottandi. Þess má geta aö Múli er minnsta trillan i Borgarfirði eystra, um eitt og hálft tonn. Þaö kom fram hjá trillukörlunum að það er um klukkutíma „stím” á miðin, en flestir fara þeir suður fyrir Gletting, á Víkumar. Fulhr eftirvæntingar röltum við með nokkrum þeirra upp á vigt til aö skoöa aflatölur. Kom í ljós að aflinn var þetta á bihnu frá þrjú til fimm hundruð kíló eftir daginn. Eftir að hafa fengið töluna, röltu menn heim á leið, tilbúnir í slaginn snemma morguns, Otrúlegt hvað æsingurinn og stressið var víðs fjarri þessum görpum. -JGH. Vinnudogi senn lokið i frystihúsinu og þvi ekkort sniðugra en eö skreppa i gaiianum niður á bryggju og fylgjast með gangi mðla. Talið frá vinstri, Sigurjón Ólafsson, Vigfús Kröyer og Halldór Magnússon. Þeireruá aldrinum fjórtán tilsextán ára. DV-myndirBjamleifur. Jón Helgason á Hafsúlunni. Var aflahæstur ásamt fólaga sínum Sigur- steini eftir daginn, með um fimm hundruð kíló, mestþorsk. Aflinn hífður fró borði úr Sædisinni. Skúli Kristinsson fylgist grannt með öllu. Sædísin er átta og hálft tonn, smíðuð í Englandi. „Hefur reynst gott sjóskip." i Sóð yfir höfnina. Slóttur sjór sem endurspeglar notalegheit ibúa þessa fómenna þorps. Trillurkarlarnir tínast að landi. Við sjáum hór hluta af þeim tuttugu trillum sem gerðar eru út frá Borgar- firði. Þess má geta að eingöngu er um sumarútgerð að ræða, á innfelldu myndinni eru þeir Bjöm Aðal- steinsson og Árni Kjartansson á trillunni Múla, kampakátir eftir daginn þótt aflinn hefði mátt vera meiri. Þeir komu með fullan poka af skarfakáli sem þeir náðu í á skeri fyrir utan. „ Borðum það vegna þess hve það ergott."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.