Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Side 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR17. AGUST1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Logandi eldar innan Verka-
mannaflokksins breska
Verkamannaflokkurinn breski,
sem reið ekki feitum hesti frá þing-
kosningunum í júní, k\-elst af mikl-
um innantökum fyrir val á nýjum
leiðtogum og framtíðarstefnu.
Togstreitan innan flokks milli hóf-
samra afla og róttækra tröllríður
Verkamannaflokknum en sem fyrr
virðist hún líkleg til þess að halda
áfram að fæla hina hófsamari kjós-
endur frá flokknum, kannski í enn
meiri mæli en fyrst eftir stofnun
Jafnaðarmannaflokksins. Þykir því
mörgum stefna í það að Verka-
mannaflokkurinn verði naumast
lengur tekinn með í reikninginn
þegar kemur til pólitísks valdaupp-
gjörs eða stjórnarbreytinga.
Foot gefur ekki
kost á sér aftur
Þegar kjósendur veittu Margaret
Thatcher forsætisráðherra og for-
manni Ihaldsflokksins áframhald-
andi stjómarumboð með auknum
þingmeirihluta lét Michael Foot,
formaður Verkamannaflokksins,
ekki líöa nema nokkra daga áöur en
hann kunngerði aö hann ætlaöi að
segja af sér formennsku á næsta
landsþingi flokksins. Það verður
haldið í október aö venju. Um leiö
lýsti varaformaðurinn, Denis
Healey, því yfir að hann mundi í
hvorugt embættið gefa kost á sér.
Eins og menn minnast var Healey
valinn af hægriarminum til mót-
vægis viö vinstrisinnann Foot á sín-
um tíma eftir að James Callaghan
hætti formennsku.
Kinnock
öruggur
Deilurnar milli hægri og vinstril
arma Verkamannaflokksins bloss-|
uðu upp fyrir fjórum árum og þótt
logana hafi lægt á köflum hefur
hann aldrei slokknaö. Eldurinn
braust út að nýju þegar þessir tveir
forvígismenn höfðu kunngert
ákvarðanir sínar. Hafa þessar deilur
auðvitaö valdið miklu um ósigur
flokksins í kosningum.
Styrinn stendur ekki lengur um
formannsembættið sjálft. Það sýnist
ráðið, því aö hinn ungi vinstrimaður
Neil Kinnock, virðist öruggur sigur-
vegari, þótt lítt reyndur sé. Tog-
streitan snýst nú um varaformann-
inn.
Hattersley eða Meacher
Valið stendur á milli Roy
Hattersley, sem hefur verið áber-
andi fylginautur Healey á hægri
arminum, og Michael Meacher. Hinn
síðamefndi er þorra almennings
ókunnur með öllu en hefur stöðugt
verið að bæta við sig fylgi meðal
verkalýðsfélaganna sem hafa mikiö
aðsegja umvaliö.
Valiö stendur einnig á milli þess að
reyna að halda hugmyndafræðilegu
jafnvægi í forystunni milli hægri og
vinstri sem sé formaðurinn úr öörum
búðunum en varaformaðurinn úr
hinum, eða að annar hlutinn fari með»
fullan sigur yfir hinum og leggi undir
sig bæði embættin, meðan hinn verð-
ur útilokaöur.
Lexían
Landsþingiö mun leiöa í ljós hvaða
lexiu flokkurinn viU læra af fyrri
ósigrum og hvers konar stjóm hann
■hyggst bjóða kjósendum upp á næstu
árin.
Hattersley, Healey og flest bresku
blöðin em þeirrar skoðunar að
Verkamannaflokkurinn hafi tapað í
kosningunum í júní vegna þess aö
hann hafi sveigst of mikiö til vinstri.
Kjósendum hans hafi ekki getist að
stefnu sem vinstri sinnar á lands-
þingum flokksins áður um aö
Bretland segöi skilið viö Efnahags-
bandalagið, sneri baki við kjam-
orkuvopnum og endurskoðaði aðild
sínaaðNATO.
Vinstrimenn innan Verkamanna-
flokksins segja að kosningamar hafi
ekki tapast vegna stefnunnar, heldur
vegna þess að hægri armur flokks-
ins hafi ekki verið nógu fylgispakur
og haldið uppi stöðugum áróðri gegn
flokksstefnunni. Það hafi lamaö
flokksforystuna og dregið úr trausti
kjósenda.
Hægri öflin í Verkamannaflokkn-
um vilja fara sér hægt i aö auka
ríkisafskipti og ríkisrekstur, en
fremur halda í það sem stjórn hans
fékk áorkað á árunum 1945 til 1951.
Og þaö saina gildir á félagsmála-
sviðinu. Vinstrimennimir em aftur á
móti vonsviknir yfir því hve þeim
þótti lítið þokast í átt tU sósiaUsma á
sjöunda áratugnum og byrjun þess
áttunda undir forystu Harold Wilson
og James Callaghan. Þeir vUja rót-
tækari breytingar.
Þessar skoöanir stangast ekki
alveg á og engin skýr mörk kljúfa
flokksmenn. En svo langt er ágrein-
ingurinn kominn að harðlínumenn úr
hvorum hópi fara ekki lengur dult
með að þeim væri það kærast ef hinir
yrðu hrakth- úr flokknum. Hægri-
menn heyrast muldra í barm sér um
að hreinsa beri flokkinn af róttækl-
ingum. Fámennur hópur marxista
var raunar rekinn úr flokknum á
þessu ári fyrir að skipuleggja flokk
innan flokksins. Vinstrimenn hafa
látið uppi vonir um aö hægrimenn
gefist upp og fylgi tordæmi fjór-
menninganna sem sögðu sig úr
flokknum og lögðu grundvöUinn aö
Jafnaðarmannaflokknum sem starf-
að hefur í bandalagi við Frjálslynda
flokkinn síðan.
Flokkurinn
ílægð
Af 650 þingfulltrúum í neðri mál-
stofu breska þingsins hefur Verka-
mannaflokkurinn 207 og hefur ekki
búið við jafn rýr hlutföU í hálfa öld.
En völd sín og aðaláhrif á vettvangi
þjóömálanna hefur flokkurinn sótt tU
verkalýðsfélaganna og hvorugur
flokksarmurinn viU snúa baki við
þeimbakhjarii.
Reynslan af fyrri kosningum í
Bretlandi kennir mönnum aö
kommúnistar og önnur öfl sem
standa vinstra megin viö Verka-
mannaflokkinn hafa ekki náð þvi að
fá mann kjörinn á þing. Jafnaðar-
mannaflokkurinn sem f jórmenning-
arnir, liðhlaupamir úr Verkamanna-
flokknum, stofnuöu fyrir tveim árum
hefur vegnað sáralítið betur í reynd-
inni. Þrátt fyrir drjúgt fylgi framan
af í skoöanakönnunum fengu
jafnaöarmenn ekki nema sex menn
inn á þing. Aðaláhrifin, sem þeir
höfSu á kosningamar, vom að draga
fylgi frá Verkamannaflokknum og
gera sigurinn enn stærri fyrir Ihalds-
flokkinn og Margaret Thatcher.
Kinnock
Þessar innanflokkserjur gera eðli-
’lega væntanlegum formanni flokks-
ins ekki auðvelt fyrir. Kinnock sem
er 41 árs, rauðhærður Walesbúi, hef-
ur aldrei gegnt opinbera embætti.
Honum skaut eiginlega fyrst upp á
þessu ári, sem eftirlæti Michaels
Foots, og vakti á sér athygli sem
besta sjónvarps „stjama” Verka-
mannaflokksins i kosningabarátt-
unni. Kinnock er talinn í hópi vinstri-
mannanna, en hefur þó ekki í orði
reynst neinn vinur róttækustu afl-
anna sem fylgt hafa Tony Benn, fyrr-
um iðnaðarráðherra, að málum og
enn síöur þeim sem standa jafnvel
enn lengra til vinstri en Benn.
Benn féll
Benn, sem keppti áður við Foot um
formannsembættið, heltist úr því
kapphlaupi þegar hann tapaði eigin
kjördæmi í Bristol í síöustu kosning-
um. Þá hljóp í skarðið einn traustasti
stuðningsmaöur hans, Eric Heffer,
sem þykir þó ekki eiga neinn mögu-
leika á að ná formannskjöri. Heffer
heldur þó uppi andstööu við Kinnock.
Hattersley ekki í náðinni
Sú andstaða er þó hreint bama-
gaman við hliðinaábaráttu vinstri-
aflanna gegn kjöri Hattersleys í
varaformannsembættið. Hattersley,
sem er þingmaöur Yorkshire, lýsti
því opinberlega yfir í kosninga-
baráttunni að sú stefna flokksins að
draga Bretland út úr EBE mundi
auka atvinnuleysið ef fram næði að
ganga. Það gat naumast verra aö
heyra því aö atvinnuleysið var sá
tíhöfða þurs sem flokkurinn kenndi
Thatcherstjórninni um og barðist
hvað harðast á móti. Slíkur mál-
flutningur eins fulltrúa verkamanna-
flokksins þótti mörgum jafngilda
örgustu drottinssvikum og vinstri-
menn mega ekki til þess hugsa að fá
Hattersley fyrir varaformann.
Auk hins fimmtuga Hattersley,
sem vegna reynslu sinnar í pólitík-
inni er þó áfram í framboði til vara-
formanns, er teflt fram Peter Shore
úr röðum hófsamari aflanna.
Óragur á milli póla
Þegar kapphlaupið um formanns-
sætin hófst, eftir yfirlýsingar Foots
og Healeys létu ýmsir flokksmenn
sig dreyma um að fram næöist kjör
tvístirnis eins og Kinnocks og
Hattersieys sem gæti verið tákn
samstarfs á breiðum grandvelli og
tæki mið af hugsjónum beggja póla í
flokknum. Hvor þeirra lýsti sig
reiðubúinn til aö starfa sem vara-
formaður með honum. Og enn eru
margir sem telja að þetta verði lík-
legast útkoman á flokksþinginu.
En vinstrimenn halda því fram að
þessir tveir í formannaembættunum
leiöi einvöröungu til þess að olíu
verði hellt á eldana innan flokksins.
Þessa dagana er fast lagt að Kinnock
aö lýsa því yfir að hann samþykki
ekki að starfa með vinstrimanninum
Meacher. Það hefur kvisast út að nái
Meacher varaformannskjöri neiti
Healey og fleiri af hægriarminum að
starfa með honum í flokksforystunni
og j afnvel y firgef a flokkinn.
En hvernig sem öllu reiðir af þá
sýnist það blasa við, að s\-o milriir
flokkadrættir sem í verkamanna-
Bokknum að einingu veröi naumast
haldið nema með mikium fómum.
Tvö á öndvorðum meiði: Tony Bmnn úr hópi róttmkllnga og Shirley Williams, sem áöur tilheyröi hrngri
ermi Verkamanneflokksins, en fíœmdist úr flokknum undan framsókn vinstri aflanna og verkalýðsfálag-
anna. Williams var i fjórmenningaklíkunni sem stofnaði JafnaOarmannaflokkinn og gekk i kosninga-
bandalag með frjálslyndum.
Michael Foot Isitjandi t.vj formaOur og Denis Healey Istandandi) varaformaður lýstu því yfir eftir kosningaósigurinn i júni aO þeir
mundu segja af sór og þar með hófst kapphlaupiö um formannasætin > flokknum.