Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Síða 19
18 DV. MIÐVIKUDAGUR17. ÁGUST1983. DV. MIÐVIKUDAGUR17. AGUST1983. 19 íþróttir íþróttir íþróttir .MhWÍ1 fiát T& /■'' :'i if**' • , Jtná mjad - .jjiiti1: _ ' V zOm ' «á **■ n •w W: iSfe . i • N 1' flÉM<£ iJnF' > ^gwtet i " 4r JtejfjfeBRÉU Bandariska sveitin eftir að hafa sett heimsmet í 4X100 m boðhlaupi í Helsinki. Frá vinstri, Willie Gault, Carl Lewis, Calvln Smitfa og Emmitt King. Kóngurinn Carl — knár en feiminn: Á eftir að læra að einbeita sér betur Hann er ieiminn, tilfinninganæmur, óreyndur piltur. Heitir Frederick Carlton Lewis, — heimsfrægur sem Carl Lewis. Nýlega oröinn 2Zja ára, stórstjarna frjálsra íþrótta. íþróttamaöur, sem mðts- haldarar um allan heim reyna að fá til sin. En hann fer sínar eigin leiðir. Námiö er í fyrsta sæti h já honum i ár, þrátt fyrir þrjá heimsmeistaratitla í Heislnki. Allt miðað í íþróttunum við árið 1984. Þá verða ólympíuleikamir í Bandaríkjunum, — i Los Angeies. Þar ætlar Carl sér stórt hlut- verk. Hann fór ekki upp i þunna loftið í Col- orado Springs til að reyna að setja heims- met eins og sumir aðrir. Þunna Ioftið og keppni í rúmlega tvo þúsund metra hæö gat skemmt fyrir árangri hans og truflað æfingar, sem em miðaðar við LA1984. Sjö ára gamall sat Carl Lewis fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér í Willing- borough, New Jersey. Fylgdist með lang- stökkskeppninni á ólympiuleikunum i Mexíkó 1968. Rétt áður hafði hann farið með foreldrum sínum á sitt fyrsta frjáls- íþróttamót. Hreifst hann mjög af Bob Beamon. Við sjónvarpstækið varð hann enn hrifnari, þegar Beamon stökk 8,90 m í þunna loftinu, setti heimsmet, sem stend- ur enn í dag. Eftir að hafa horft á keppnina fór hann með föður sinum út í garð. Þeir stikuðu og mældu út met Beamons. Þá sagði Carl. „Það getur enginn stokkiö svo langt”.— Hinn nýi Jesse Owens 1 dag skortir Carl Lewis aðeins 11 sm á heimsmet Bob Beamons í langstökkinu. Gæti eflaust bætt það ef hann keppti í þunnu lofti i mikilli hæð. Það er hins vegar ekki á dagskrá — ekki á dagskrá fyrr en eftir leikana í LA. Hann er 4/100 frá heims- metinu í 100 m, 3/100 frá heimsmetinu í 200 m. Heimsmet, sem sett voru í Colorado Springs og Mexikóborg. I Los Angeles næsta sumar getur hann unnið sama afrek og Jesse Owens á Berlínarleikunum 1936. Sigrað í fjórum greinum eins og Owens. Langstökki, 100 og 200 m og 4X100 m boð- hlaupi. Auðvitað má ekkert út af bregða. Ekkert koma fyrir en í dag er Carl Lewis alg jör yfirburðamaður í þessum greimun. „Það líkja mér margir við Jesse Owens. Mér sýnist þó vera langt bil þar á milli.” Carl Lewis vill vera hann sjálfur, strákur- inn, sem hann hefur alltaf verið, knýttur sterkum fjölskylduböndum við foreldra, bræður og systurina Carol. Foreldrarnir íþróttafólk BiU, faðir Carls, lék á sínum tíma í am- erískri knattspymu. Móðirin, Mora Eve- lyn Lawler áður en hún giftist Bill, var val- in í 80 m grindahlaup á ólympíuleikana í Helsinki 1952. Hún slasaðist þar hins vegar og lauk ekki keppni. Það voru einu ólympíuleikar hennar. Síðustu 15 árin hafa þau hjónin verið frjálsíþróttaþjálfarar í Willingborough. Frá byrjun hafa Carl og Carol æft hjá þeim. ÖU fjölskyldan var á heimsmeistaramótinu í Helsinki í síðustu viku. Miklir dagar. Carl þrefaldur heims- Carl Lewls á fréttamannafundi í Helsinki. meistari. Carol þriðja í langstökki og stökk í fyrsta skipti yfir sjö metrana. í fjölmiðlaf ræði Carl og Carol stunda nám í fjölmiöla- fræði við háskólann í Houston í Texas. Stefna að því að verða sjónvarps-frétta- menn. Carol hefur þegar nokkra reynslu. Hefur átt viðtal við Carl! „Eg er ungur, þolinmóöur og á framtíð- ina fyrir mér. Ég hef enga þörf fyrir of mikla spennu og reikna ekki með að verða á hápunktinum fyrr en eftir 2—3 ár, ekki fyrr en eftir leikana í LA. Árangurinn nú hefur ekki breytt mér neitt og ef vinum finnst það bið ég þá að aðvara mig strax. Og ég er ekki hræddur við það sem fram- undan er,” segir Lewis. Hann er mjög sterkur líkamlega en á eftir að læra að einbeita sér enn betur. I 200 m á bandaríska meistaramótinu missti hann af heimsmeti, þegar hann á síðustu tiu metrunum leit tvívegis til baka til að fylgjast með keppinautunum. Hljóp á 19,75 sek. Var aöeins þremur hundruðustu úr sekúndu frá heimsmeti Pietro Mennea, Italíu, þrátt fyrir mistökin. Hljóp í mark með uppréttar hendur. Sumir telja að með því hafi hann verið að hæða mótherjana, — hann sé eigingjam. Hann fékk að heyra það og tók það mjög nærri sér. I Bandaríkjunum er Carl Lewis stór- stjama i frjálsíþrótta- og háskólaheimin- um. Samt er hann algjörlega í skugganum gagnvart marg-milljónamæringunum í amerískri knattspyrnu, íshokkey, körfu- knattleik og hornabolta. „Við þurfum á slikum manni sem Carl Lewis aö halda til að auka áhuga á frjáls- um íþróttum í Bandaríkjimum. En það er ekki auðvelt fyrir háskólanema eins og .Carl aö skilja hvers vegna körfuknatt- leikskappamir þéna milljónir dollara á ári, þegar hann fær aðeins smáaura upp í feröakostnað og annað slíkt,” segir Scott Davis í stjórn bandaríska frjálsíþrótta- sambandsins. -hsím. íþróttir íþróttir íþróttir Sþrótti íþróttir Landsleikurinn við Svía í kvöld: Leikið við jafn- besta lið Evrðpu Einn nýliði í íslenska landsliðinu, Sveinbjöm Hákonarson „Þetta verður án efa erfiður leikur. Við höfum verið að horfa á Svíana á myndböndum og þeir em geysilega skemmtilegir, stórir og sterkir. Annars er liðsandinn mjög góður hjá okkur og allir staðráðnir í að berjast til síðasta blóðdropa,” sagði Viðar Halldórsson, fyrirliði islenska lands- liðsins í knattspymu. Viðar leikur að Arnór snjall — en það nægði Anderlecht ekki Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DV í Belgíu. Keppnin í 1. deildinni í Belgíu hófst í gær með þremur leikjum. Amór Guðjohnsen iék sinn fyrsta Ieik með Anderlecht. Lék prýðilega, átti snilldarsendingar á framherja sína, en þeim tókst ekki að nýta þær. Ander- lecht tapaði á útivelli fyrir Beerschot 2—1. Lokeren sýndi frábæran leik gegn Beringen og skoraði þrjú mörk fyrstu 20mínúturnar.Van der Elst (áður West Ham) það fyrsta eftir aðcins eina mínútu. Fyrsta markið í 1. deild á þessu leiktímabili. Lokeren sigraði 4— 1. Þá gerðu Waregem og Mechelen jafntefli 1—1. hsím. Oddurannar í Gautaborg Oddur Sigurðsson, KR, varð annar í 400 m hlaupi á miklu frjálsíþróttamóti í Gautaborg í gær. Hljóp á 47,62 sek. Sigurvegari varð Sunday Uti, Nígeríu, á 47,11, sá hinn sami og var dæmdur úr leik í sama riðli og Oddur hljóp í á HM. Svíinn Peter Johansson varð þriðji á 48,24 min. Slæmt veður, mikil rigning, dró mjög úr árangri á mótinu. Mesta athygli vakti að Mary Krulee, USA, sem er að hugsa um að gerast finnskur ríkisborgari til að geta keppt á ólympíuleikunum í LA næsta sumar, sigraði silfurhafann frá HM, Elliot Quow, USA, í 200 m hiaupi. Hljóp á 20,75 sek. en Quow á 21,08. -hsím. 6 úr 1. deild íleikbann Sex leikmenn úr 1. deildarliðum voru dæmdir í leikbann í gær á fundi aga- nefndar KSÍ. Sveinbjörn Hákonarson, Akranesi, fékk 2ja leikja bann vegna 15 refsistiga. Ársæll Kristjánsson og Sverrir Pétursson, Þrótti, fengu eins Ieiks bann vegna 10 refsistiga og félagi þeirra Sigurður Hallvarðsson eins ieiks bann vegna brottrekstrar. Það fékk Hörður Hilmarsson, Val, einnig og Ragnar Gíslason, Víkingi, eins leiks bann vegna 10 refsistiga. -hsím. þessu sinni sinn 25. landsieik og er þetta í f jórða skiptið sem hann er fyrir- liði. „Reyndar fyrsti alvöruleikurinn sem fyrirliði,” sagði Viðar þegar okkur tókst að króa hann af á Loft- leiðahótelinu í gærdag. Sjötti landsleikur Islands og Svíþjóð- ar verður háður á Laugardalsvellinum kl. 19.00 í kvöld. Liðin verða þannig skipuö. Island: Þorsteinn Bjarnason IBK Viöar Halldórsson FH Omar Rafnsson UBK Sigurður Lárusson IA Olafur Bjömsson UBK Sigurður Jónsson IA Arni Sveinsson IA Ragnar Margeirsson IBK Sveinbjörn Hákonarson IA Sigurður Grétarsson UBK Oli Þór Magnússon IBK Varamenn: Bjarni Sigurðsson IA Hafþór Svein jónsson Fram Gunnar Gíslason KA Erlingur Kristjánsson KA Helgi Bentsson Þór Sveinbjöm Hákonarson leikur sinn fyrsta landsleik. Svíþjóð: Thomas Ravelli öster Bengt Ling AIK Sven Dahlquist AIK Ingemar Erlandsson Malmö FF Stig Fredriksson Gautaborg Glen Hysen Gautaborg Andreas Ravelli öster Sören Bor jesson örgryte Tord Holmgren Gautaborg Sten Ramberg Hammerby Tommy Holmgren Gautaborg Mats Jinglbad Halmstad Lennart Johannsson Mjállby Bjöm Nilsson MalmöFF Anders Palmer Malmö FF Thomas Sunesson Malmö FF Lið Svía hefur leikið frábærlega vel í síðustu landsleikjum sínum. Náð tveimur frábæruin sigrum gegn Hol- landi og Itölum og gert jafntefli við Brasilíu. Leikurinn við Hollendinga var leikinn í Hollandi og þar fóm Svíar með sigur af hólmi, 3—6. Síðan unnu þeir heimsmeistara Italíu 2—0 og gerðu svo 3—3 jafntefli viö Brasilíu- menn á heimavelli. Síöasti landsleikur Svía fyrir leikinn í kvöld var gegn Rúmeníu og urðu þeir þá að lúta í lægra haldi, 0—1, eftir að hafa átt allan leikinn. Það er því engum blööum um það að fletta aö róðurinn verður þungur fyrir íslenska liðiö. I liöinu er blanda af ungum og reynslulitlum leikmönnum og svo nokkrir reyndari með. Við náðum tali af Jóhannesi Atlasyni landsliðsþjálfara og spurðum hann hvemig leikurinn legðist í hann. Hann sagöi að þaö færi ekki á milli mála að Svíar væru með eitt jafnbesta og jafnframt samstilltasta landsliö í Evrópu í dag. „Við leikum í dag án atvinnumanna okkar og þessi leikur kemur til með aö verða eldraun fyrir yngri menn liösins til að sýna og sanna að þeir eigi heima í hópnum eins og aðrir. Þessir ungu leikmenn hafa staðið sig mjög vel með landsliði 21. árs og yngri og kominn túni til að þeir fái að spreyta sig í alvöruleikjum og kynnast þeirri pressu sem því fylgir. Sigurður Jónsson frá Akranesi er t.d. að spila sinn fyrsta alvörulandsleik en hann er eitt mesta efni sem fram hefur komið á síöustu árum,” Þá sagði Jóhannes það vera erfitt að spila gegn Svíunum, „þeir leika hina svokölluöu Gautaborgartaktik, stif pressa allan tímannoggefaenganfrið.” -AA. Landsliðsþjálfarinn, Jóhannes Atlason, í þungum þönkum enda að útskýra fyrir landsUðsmönnum leikaðferðina gegn Svíum. DV-mynd E J. r Opna sænska meistaramótið í golfi: íslendingamir komust ekki í úrslitakeppnina íslensku kylfingarnir þrír sem tóku þátt í opna sænska meistaramótinu í golfi, sem fram fór á Lickorna golfveU- inum rétt við Gautaborg um síðustu helgi, stóðu sig þokkalega vel í keppn- inni þar. I mótinu tóku þátt 170 kylfingar víðs- vegar úr Evrópu, þar af um 20 atvinnu- menn, eöa B-atvinnumenn eins og SvíarkaUaþá. Islensku piltarnir voru nokkuö fyrir aftan miöjan hóp og náðu ekki aö komast I framhaldskeppnina að loknum36holuleik. Gylfi Garðarsson, GV, lék 36 hol- umar á 82—85, Jón Haukur Guölaugs- son, NK, á 84—85 og Siguröur Sigurðs- son, GS, á 82—92. Voru þeir á samtals 505 höggum sem gaf þeim 4. sætið í óopinberri landskeppni sem þama fór fram á mUU Svíþjóðar, Islands, ItaUu og Noregs. -klp- íslensku landsUðsmennirair slappa af á Loftleiðahótelinu í gærdag. Frá vinstri, Hafþór Sveinjénsson Fram, Helgi Bentsson, Þór Akureyri, Sveinbjöra Hákonar- son Akranesi, sem leikur sinn fyrsta landsleik i kvöld, Sigurður Jónsson, Sigurður Lárusson, báðir Akranesi og Ragnar Margeirsson, Keflavík. Strákarair eru auð- vitað með DV — að líta á og lesa íþróttaopnuna. DV-mynd EJ. Þetta er maður ff Zff að mínu skapi — sagði Putte Koch, sænski landsliðseinvaldunnn í knattspymu, um Ríkharð Jónsson en Ríkharður skoraði fjögur mörk gegn Svíum í landsleik 1951 á Melavelli „Hann var ekki aðeins besti maður vallarins, heldur sýndi hann, að hann er tvímælalaust besti knattspyrau- maður Norðurlanda. Þessi ungi leik- maður hefur yfir svo miklu sjálfs- trausti og viljafestu að ráða, að honum tekst að hrífa með sér heilt knatt- spymulið. Sendingar hans eru ná- kvæmar og vel hugsaðar — leiftur- hraði hans er stórkostlegur. Þetta er knattspyraumaður að minu skapi — leikmaður sem er frábær stjóraandi og stórhættulegur hvaða vöra sem er.” Þessi ummæli Rudolf „Putte” Koch, fyrrverandi einvalds sænska landsliös- ins i 13 ár, sem birtust í sænska blaöinu Götaborg-posten á sínum tíma, lýsa Rikharði Jónssyni, knattspyrnu- kappanum snjalla frá Akranesi, manna best. Ríkharöur er tvímæla- laust litríkasti knattspymumaður, sem hefur leikið á Islandi — hann ylj- aði áhorfendum hvar sem hann lék, hvort sem það var á gamla Melavellin- um eða á erlendri grund. Alls staðar voru áhorfendur sammála um, að þaraa væri á feröinni einn af snjöllustu knattspymumönnum, sem þeir höfðu séð. Ríkharður skoraði 17 mörk í þeim 33 landsleikjum, sem hann lék í — og þar að auki átti hann heiðurinn að öðrum 13 mörkum, sem hann lagöi upp, með stórglæsilegum sendingum. Ríkharður, eða Rikki, eins og hann var kallaður, vann það frækilega afrek 1951 gegn Svíum á Melavellinum, að hann skoraði öll fjögur mörk Islend- inga, sem unnu þá óvæntan sigur (4:3) yfir Svíum. „Draumurinn hennar mömmu rættist" Ríkharður var svo sannarlega hetja Islands, þegar sigurinn vannst yfir Svíum — hann skoraði öll fjögur mörk- in í leiknum, sem fór fram 29. júní 1951. — Ég mun aldrei gleyma þessum leik, enda átti sér þarna staö ein stærsta stund í lífi mínu, sagði Ríkharður Jónsson. Því var almennt spáð, að við mynd- um verða auðveld bráð fyrir Svía Móðir mín var á annarri skoöun, því að áður en ég lagði af stað til Reýkja- víkur, sagði hún við mig, að hana hefði dreymt draum — þar sem komið hefði fram, að við myndum sennilega vinna leikinn og að Island myndi skora 5 mörk, og að ég myndi eiga stóran þátt í þeim öllum. Eg var ekki verulega trúaður á þetta, en ég get ekki neitað því, að þetta hafði örvandi áhrif á mig. Eg sagði þeim Þórði Þórðarsyni og Guðjóni Finnbogasyni frá draumnum á leiðinni til Reyk javíkur. Við unnum svo hinn sæta sigur yfir Svium — ég skoraði öll mörkin og þar að auki eitt til viðbótar, sem var dæmt af. Það voru vægast sagt stór mistök, því að markið var löglegt, en ég sagður rangstæður, þegar ég skoraði það. — Draumur móöur minnar hefur því verið undra skýr, sagði Ríkharður. Sigurinn gegn Svíum kom eins og þruma úr heiöskíru lofti, því að Svíar voru taldir ofjarlar Islendinga, enda Svíþjóð talin mesta knattspymuþjóð Evrópu og þáverandi ólympíu- meistarar í knattspymu. Það þarf ekki að taka það fram, að Ríkharður var hetja Islendinga, hann átti stórgóöan leik, sem þeir áhorfendur sem fjöl- menntu þá á gamla Melavöllinn, koma aldrei til með að gleyma. Mörkin fjögur Rikharður segist muna eftir mörk- um sínum, eins og hann heföi skoraö þauígær. „Eg skoraöi tvö fyrstu mörkin með stuttu millibili í fyrri hálfleik og vom þau nákvæmlega eins. Olafur Hannes- son (KR) lék þá upp hægri kantinn og sendi knöttinn fyrir markið. Það var algengt hjá okkur þá, að þegar leikið var upp kantinn, þá hlupum við hinir sóknarleikmennimir inn í vítateig and- stæðinganna, með stuttu millibili, hver á eftir öðrum. Þórður Þórðarson branaði fyrst inn í teiginn, en þegar ég kom á ferðinni eftir honum, sá ég, að ég var kominn í miklu betra færi en hann, svo ég kaliaöi: „Láttuhannfara, Þórður.” Þórður stökk yfir knöttinn, þannig að ég náði honum og skaut viðstöðulaust skoti með vinstri fæti og knötturinn hafnaði úti við stöng. Skömmu síðar skeði það sama — og aftur skoraði ég með vinstrifótarskoti. Þriðja markið kom eftir auka- spyrnu, sem Karl Guðmundsson (Fram) tók við miðju. Hann sendi knöttinn fram völlinn, þar sem ég var staddur inni í vítateig. Eg stökk upp og skallaöi knöttmn niður í jörðina — markvörðurinn skutlaði sér niður, en knötturinn hafnaði hálfan metra fyrir framan hann og þeyttist þaðan og upp undir þverslána og þaðan í netið. Fjóröa markið er eftirminnilegast. Það var komin nokkur sundrang i sænska liðið og átti ég t.d. í engum vandræðum með þann leikmann sem hafði gætur á mér. Þaö var afar auð- velt aö leika á hann og fara fram hjá honum, þegar ég fékk knöttinn á okkar vallarhelmmgi. Þegar ég var búinn að snúa á hann hopuðu hinir varnarmenn Svíanna, þannig að ég gat leikiö óhmdraður að marki — þeir komu ekki út á móti mér fyrr en ég átti ófarna 2— 3 metra að vítateigi. Þá lét ég skotið ríða af — knötturinn hafnaði uppi undir samskeytunum, algjörlega í bláhom- mu, óverjandi fyrir sænska markvörö- inn, sem átti ekki von á skoti. Þar með var sigur okkar kominn í örugga höfn, því að Svíar gerðu sitt þriðja mark rétt fyrir leikslok.” — Var ekki gífurleg stemmning á Melavellinum? — „Jú hún var ólýsanleg. Eg man alltaf eftir þvi, aö þegar viö gengum út af leikvelli í hálfleik, þá tilkynnti Baldur Jónsson vallarvörður í hátalarakerfi Melavallarins, að Is- lendingar hefðu verið að vinna sigur yfir Norðmönnum og Dönum í lands- keppni í frjálsum íþróttum, sem fór fram í Osló fyrr um daginn. Þetta hafði mjög mikið að segja, og við tvíefld- umst við þessi tíðindi, enda sáum við fram á sigur gegn þremur Norður- landaþjóðum sama daginn.” (UrblaöiKSI.) Rikharður sést hér skora glæsilegt mark með skalla í leik gegn sænska Uðinu Hacken á MelaveUinum. Knötturinn hafnaði uppi í bláhorninu — óverjandi fyrir markvörð sænska Uðsins. (þróttir (þróttir íþrótt Iþróttir (þróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.