Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Side 28
36 DV. FÖSTUDAGUR19. ÁGUST1983. Rafsuðuvélar og vír Haukur og Olafur Ármúla 32 - Sími 37700. f STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. UUMFEROAR RÁÐ FULLT HÚS MATAR 1/2 nautaskrokkar, tilbúnir í frystinn, kr. 129 kg, flokkur U.N.I., nýslátrað. 1/2 svínaskrokkar, tilbúnir i frystinn, kr. 140 kg, flokkur S.V.I.A., nýslátrað. 1/1 lambaskrokkar, sagaðir, I. flokkur, kr. 101,20 kg, slátrað í okt. '82. 1/1 lambaskrokkar, sagaðir, II. verðflokkur, kr. 94,10 kg. 1/2 folaldaskrokkar, tilbúnir í frystinn, kr. 73 kg, flokkur FO.I.A., slátrað í okt. '82. 1/2 nautaskrokkar, tilbúnir í frystinn, kr. 117 kg, flokkur U.N. II og A.K.I., nýslátrað. Nautaframpartar, flokkur U.N.I, skorið eftir óskum, kr. 102 kg. Nautalæri, flokkur U.N.I, skorið eftir óskum, kr. 167 kg. Nautaframpartur, flokkur U.N.II, skorið eftir óskum, kr. 92 kg. aPSHT Nautalæri, flokkur U.N.II, skorið eftir óskum, kr. 153 kg. Nissan dísil, 6 cyl., turbo, 107 ha. GJvarahlutir Hamarshöfða 1, simar30610 £»83744. Hafa verið settar í flestar gerðir jeppa og sendibif- reiða. Einnig heppileg í báta. Mjög þýðgeng og hljóðlát. Vél á staðnum. LEITIÐ UPPLÝSINGA. Þyngd: 307 kg. Hestöfl: 107/3800 sn/min. „ER G0SBARN ÚREYJUM” — staldrað við hjá Ásbirni Guðjónssyni, bifvélavirkja á Eskifirði „Hefurðu nokkra von um að vera bú- inn með bílinn fyrir f jögur?” Þetta var það fyrsta sem við heyrðum er við lit- um inn hjá Ásbirni Guöjónssyni, bif- vélavirkja á Eskifirði. Það var allt brjálað að gera á verkstæöinu hjá honum enda allir á síðasta snúningi með aö gera klárt fyrir verslunar- mannahelgina. „Ég er að reyna að koma honum af stað noröur í land, í Vaglaskóg,” sagði Ásbjöm og leit upp úr vélarrúminu á Homet-bíl er við spurðum hvaö væri aö h já honum þessum. Ásbjörn sagðist vera gosbarn úr Eyjum og hefði flust til Eskifjarðar 1974. Hann hefði starfað við bifvéla- virkjun frá 1968 og kynni vel við sig á Eskifirði en þar rekur hann annað tveggja bílaverkstæða á staðnum. ,,En Eyjamar kalla nú alltaf,” bætti hann brosandivið. > Hann sagði að það væri sæmilegt að gera, misjafnt þó, en mest yfir sumar- ið. ,,Það má eiginlega segja aö þessi tími núna, fyrir verslunarmannahelg- ina, sé annasamastur.” örugglega rétt miöað viö þá umferð sem var á planinu hjá honum. Við vild- um heldur ekki trufla lengur enda ljóst að halda varö áfram ef allir áttu að geta fengið bílana sína fyrir klukkan fjögur. Ásbjörn gaf sér tima tll að lita upp úr vélarrúminu á Hornetinum. „Er að reyna að koma honum af stað norður í land.” -JGH. DV-mynd: Bjamleifur. Frá hestamóti Storms á Vestf jörðum: Vel skipulagt mót á Söndum B-flokkur gæðinga. 1. Frímann frá Bolungarvík. Eig- andi Gísli Einarsson. Knapi Jón Árnason. Einkunn 8,22. 2. Sóti frá Bolungarvík. Eigandi og knapi Sigmundur Þorkelsson. Einkunn8,16. 3. Bótólfur frá Bolungarvík. Eigandi Einar Þorsteinsson. Knapi Guð- finnur B. Einarsson. Einkunn 7,90. 300 m brokk. 1. Sleipnir frá Bolungarvík. Eigandi og knapi Jóhann Bragason. Tími 41,51sek. 2. Vinur frá Þingeyri. Eigandi Inga Guðmundsdóttir. Knapi Þorkell Þórðarson. Tími 43,72 sek. 3. Funi frá Þingeyri. Eigandi Krist- inn Jónasson. Knapi Steinar Jóns- son. Tími 44,22 sek. 250mskeið. 1. Vinur frá Isafirði. Eigandi og knapi Jóhann E. Guömundsson. Tími 32,00 sek. 2. Jörp frá Þingeyri. Eigandi og Frlmann frá Bolungarvlk stóð efstur í B-flokld gæðinga og var vallnn glæsl- knapi Svanberg Gunnlaugsson. Tími legasti hestur mótsins. Knapi og eigandi er Gisli Einarsson. 32,8 sek. Ljósm.:ElínBjörkUnnarsdóttir. Laugardaginn 6. ágúst síðastliðinn fór fram hið árlega mót vestfirskra hestamanna á Söndum í Dýrafirði. Þátttaka var mjög góð. Undanrásir fyrir kappreiöarnar hófust á föstu- dagskvöldið. Á laugardagsmorgun- inn voru hestar í gæöingakeppninni dæmdir. Dómarnir voru endanlegir þar sem engin sérstök úrslitakeppni fór fram. Aö venju hófst mótið form- lega meö hópreið og hátíðlegri móts- setningu sem byrjaði á tilsettum tíma í blíðskaparveðri þó síðar ætti eftir að væta. Því næst voru sýndir hestar sem tóku þátt í A- og B-flokki gæðinga og strax á eftir hófust úrslit í kappreiðum. Völlurinn var þungur vegna rigninga undanfarið. Fram- kvæmd mótsins var aðstandendum þess til sóma, það bókstaflega rann áfram. Urslit urðu sem hér segir: A-flokkur gæðinga. 1. Gustur frá Bolungarvík. Eigandi Bragi Björgmundsson. Knapi JóhannBragason. Einkunn7,85. 2. Vinur frá Isafirði. Eigandi og knapi Jóhann E. Guðmundsson. Einkunn 7,80. 3. Víkingur frá Bolungarvík. Eig- andi Hálfdán Ingólfsson. Knapi Hallgrímur Jóhannsson. Einkunn 7,68. 3. Víkingur frá Bolungarvík. Eig- andi Hálfdán Ingólfsson. Knapi Hall- grímur Jóhannsson. Tími 33,04 sek. 150mskeiö. 1. Freyja frá Þingeyri. Eigandi og knapi Gunnlaugur Sigurjónsson. Tími 19,68 sek. 2. Hetta frá Suðureyri. Eigandi Oskar Gunnarsson. Knapi Hafliði Gíslason. Tími 20,70 sek. 300 m stökk. 1. Hetja frá Hvammi á Barðaströnd. Eigandi og knapi Katrín Péturs- dóttir. Tími 24,50 sek. 2. Klerkur frá Bolungarvík. Eigandi Björgmundur Bragason. Knapi Jóhann Bragason. Tími 24,95 sek. 3. Sóti frá Hrauni, Ingjaldssandi. Eigandi Guömundur Hagalínsson. Knapi Hreinn Ásgeir Guðmundsson. Tími 26,30 sek. 250 m unghrossahlaup. 1. Funi frá Þingeyri. Eigandi Krist- inn Jónasson. Knapi Ragnar Guð- mundsson. Tími 21,37 sek. 2. Faxi frá Alviðru í Dýrafirði. Eig- andi Jóna Kristjánsdóttir. Knapi Steinar Jónasson. Tími 22,21 sek. 3. Glaður frá Bolungarvík. Eigandi Einar Þorsteinsson. Knapi Guð- finnur Einarsson. Tími 24,00 sek. Glæsilegasti hestur mótsins var valinn Frímann frá Bolungarvík. Knapaverðlaun voru veitt fyrir bestu ásetu og prúömannlegustu fram- komu og hlaut þau Gunnlaugur Sigurjónsson frá Þingeyri. -EBU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.