Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Blaðsíða 1
FÆREYINGAR MOKA NÚ
UPP „STROKUÞORSKI”
AF ÍSLANDSMIÐUM!
— talið að þorskurinn haf i hreinlega flúið kalda sjóinn við íslandsstrendur
Frá Eðvarði T. Jónssyni, frétta-
ritara DV í Færeyjum:
„Islenski” þorskurinn virðist nú
hafa strokið í einhverjum mæli til
Færeyja, því fádæma góð þorskveiði
hefur verið við Færeyjar í vor og
sumar. Halda færeyskir sjómenn því
fram að sá þorskur sem veiðst hafi
sé upprunnin á Islandsmiðum og
hafa fiskifræðingar í Færeyjum
staðfest að svo sé. Hafi hann
hreinlega flúiö úr kalda sjónum við
Islandsstrendur.
Nú í ágústlok var gert ráð fyrir að
veiða ekki meira en 25 þúsund tonn á
öllu árinu. Ihugar færeyska lands-
stjórnin nú að stöðva veiðarnar en
þess má þó geta að yfirleitt er afli
færeyskra báta á heimamiöum
minnstur á haustin og eykst
venjulega ekki aftur fyrr en í
janúar.
Engin heildarstefna í
fiskveiðum er í gildi í Færeyjum og
vill landsstjómin nú í samráði við
fiskifræðinga hefjast handa um
mótun slíkrar stefnu.
Gert er ráð fyrir að verðmæti út-
flutnings hækki um allt að 30 prósent
frá síðasta ári en nú í ágúst hafði
magn útfluttra sjávarafuröa aukist
um 32 prósent og verömætið um 27
prósent.
Miklar birgðir af fimm-punda
pakkningum liggja nú í geymslu í
Bandaríkjunum, eða nálægt fjögur
þúsund tonn, en talsmenn Fiskasölu
Færeyja eru bjartsýnir á að það
muni allt seljast á næstunni.
Otflutningur á þorskflökum til
Bandaríkjanna hefur stóraukist á
þessu ári. En þrátt fyrir góðærið
hafa erlendar skuldir Færeyinga
vaxiö um helming á síðustu þremur
árum og nema þær nú um 2.200
milljónum færeyskra króna.
-JGH.
Gamansamir á Reykjavíkurflugvelli hafa haft það fyrír sið að búa til vegvísa til
aðseturs flugmálastjóra. Eins og sjá má á myndinni hefur nú verið settur upp
vegvísir sem á stendur: „Peterslane" sem liklega myndi útleggjast á þvi ylhýra
„Pétursstræti". DV-mynd Einar.
Austfiröingar
deiiaum
radarstöð
áLanganesi
— sjá bls. 3
Náttúru-
verndarráö
sakarrallí-
menn
umsvindl
-sjábls.2
og baksíðu
Stressaöir
græöameira
- sjá bls. 32
Fjöguríslands-
metísundi
— sjá íþróttir
bls. 18-19
LeystuUng-
verjardeil-
unaumein-
vígiRibliog
Smyslov?
— sjá erlendar
fréttir
ábls.8og9
Gullskipið:
NOKKUR HLUTIR
HAFA FUNDIST
Leitarmenn á Skeiðarársandi eru
nú farnir að sjá fyrstu merki þess að
hið aldna skip Het Wapen van Amst-
erdam sé að koma í dagsljósið á ný.
Við hreinsun á sandi sem dælt hefur
verið ofan af skipinu hafa fundist við-
V i i ■■■■■: ■■■■■■.
arbútar, keöjubútur og vinkiljárn.
Það mun hins vegar enn verða
nokkur bið á að skipið sjálft komi í
dagsljósið því ekki veröur vatninu
dælt innan úr þrónni fyrr en búið er
aö styrkja þilið kring um skipiö
nægjanlega.
Talið er að það verk taki nokkra
daga og því ekki búist viö að dæling
hefjist að nýju fyrr en um eða upp úr
næstu helgi.
-SÞS.
Nú or beðið með eftirvæntingu eftir framvindu mála á Skeiðarársandi.
Fyrstu hlutirnir úr gullskipinu hafa komið f Ijós. Myndin er tekin á
meðan enn var verið að deela. DV-mynd E.B.