Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Síða 2
BÍLASAIAN GRENSÁSVEGI 11 - 108 REYKJAVlK - SiMI 83150 ; ..'’Sl Votvo245DL statíon. Blár, irg. '82, oklnn 58þús. km. Vorð 440.000, skiptíá ódýrari. Gotf. Blir, irg. 79, okinn 45.000. VorO 150.000. Citroén GSA. DrappUtur, irg. '82, oklnn 34 þús. km. Vorð285.000, skiptíi ódýrari. Mitsubishi yfírbyggður, Hvrtur, irg. 52, okinn 36 þús. km. Verð 460.000, skiptíi ódýrari. Bronco. Grænn, irg. 78, oklnn 78 þús. km. 8 cyl. sjiifsk. vökvast., einn m/öllu. Skipti i ódýrari. Econoiino sondibíii. Drappiitur, irg. '80, ekinn 26 þús. km, 6 cyi., vökvastýri, bein sala. Ver0400.000. Einn sá fallegasti, allur klæddur að innan, skipti á ódýrari. DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGUST1983. íslandsrallið: VAR KEPPT ÓFORMLEGA Á BÖNNUÐUM LEKMJM? — Náttúruverndarráð f er f ram á rannsókn og stöðvun keppninnar Sýslumannsembættiö í Norður- Múlasýslu hefur nú til athugunar meint brot forsvarsmanna Islands- raUsins á leyfi því er dómsmálaráöu- neytiö veitti þeim til keppninnar. Er rannsókn þessi gerð aö óskum Nátt- úruverndarráðs sem segist hafa haft af því spumir að keppt hafi verið óformlega í Jökuldal og á Brúaröræf- um þrátt fyrir aö þessar leiðir hafi verið feUdar út úr upphaflegri dag- skrá rallsins vegna mótmæla sýslu- manns Norður-Múlasýslu og heima- manna. I frétt frá Náttúruverndarráði seg- ir að ekið hafi verið á miklum hraða inn allan Jökuldal og upp á Brúarör- æfi og hafi leyfður hámarkshraði verið lítt í hávegum hafður. Ennfremur segir í tilkynningunni að góð sönnun fyrir þessu hafi birst í viðtali sem Tíminn átti við Omar Ragnarsson um síðustu helgi en þar segir Omar meðal annars að Frakk- inn Jean Claude Bertrand hafi byrj- að keppnina áður en hún hófst form- lega á Sprengisandi 25. ágúst siðast- Uðinn. Og auk þess að fara fram á rann- sókn þessa máls hefur Náttúru- verndarráð óskað eftir því við dóms- málaráðuneytiö að það stöðvi keppn- ina meðan rannsóknin fer fram. Þá hefur Náttúruverndarráð feng- ið þær upplýsingar frá ýmsum aðil- um, sem orðið hafa á leið keppenda eða fariö um keppnisslóðimar þegar keppnin var nýyfirstaðin, að víða hafi verið ekiö út fyrir slóðir, jafnvel ágrónulandi. SþS ,Má ég bjóða þér að smakka é ljúffengri melónu.” ttalinn Coslmo er mikill sölumaður og hann og ávaxtasala bans setja mlltiitn svip á lifið í miöbsenum á Akur- syri- i DV-mynd -klp Seldi tómata á torgum i Torino en selur nú tómata á Ráðhústorginu á Akureyri Akureyringar hafa fengið sinn úti- markað á Ráöhústorgið. Hefur ungur Itali, Cosimo að nafni, opnað þar græn- metis- og ávaxtasölu og hefur haft mikið að gera frá því að hann tyllti sér á torgiö meö kassa sína og vigtir fyrir umhálfummánuöi. „Það mætti halda að það hefðu ekki fengist ávextir hér á Akureyri síðan 1925, það eru slík lætin í kringum þetta,” sagði einn Akureyringur sem viö hittum á torginu. „En það er gott aö fá þetta hérna og þetta lífgar upp á tilveruna og lífið hér í miðbænum,” bætti hann við. Cosimo hefur veriö hér á Islandi í þrjú ár. Hann kom hingað sem skipti- nemi og hefur dvaliö hér síðan, síðast sem sjálfboðaliði við skóladagheimilið á Akureyri en þar fékk hann þó eitt- hvert kaup síöustu vikurnar. ,,Ég hugsa ekkert um peninga og hef aldrei gert það," sagði hann við okkur. „Núna er ég þó svolítiö að spekúlera í þeim því mig langar í skóla á Egils- stööum í vetur og þarf pening til að geta stundað þar nám. Cosimo, sem talar nokkuð góða ís- lensku, er ekki óvanur torgsölu. Hann var 9 ára gamall þegar hann seldi tómata og ferskjur á torgum úti í Torino á Italíu og honum fannst gaman aðþví. „Þetta er annað hérna á Akureyri. En þaö er voða gott fólk hérna og það hefur tekið mér mjög vel. Það eru allir tilbúnir að hjálpa mér og allir vilja kaupa af mér, jú,og ég er með góða vöru og ódýra," sagöi Italinn ungi og brosti út undir eyru. Hann sagðist fá sínar vörur frá heild- sölum í Reykjavík og víðar og hann feng; hjálp hjá vinum sínum við að ná í vöruna og við aö selja hana. „Þaö er gaman að þessu en það er stundum svoh'tiö kalt héma. Italía og Island eru ólík og fólkiö líka. En ég kann vel við mig og er ekkert að hugsa um að fara til Italíu á næstunni — nema þá kannski í stutta heimsókn,” sagði Cosimo og var þar meö rokinn til aö af- greiða eina Akureyrarfrú meö tómata og vínber úr kössunum sínum mörgu... -klp KALLTÆKISTOLIÐ — átti að notast í nýjan Kentucky-veitingastað Kalltæki fyrir veitingastað var það sem þjófarnir, sem fóru inn á athafnasvæði Dvergs við Flata- hraun aöfaranótt laugardags, höföu upp úr krafsinu. Kalltækið var ásamt mörgum öörum vörum í gámi. Dvergur er umboðsaðili fyrir Haf- skip í Hafnarfirði og því eru margir gámar á svæðinu. Þrjótamir brutu upp lása á um fimmtán gámum en fóru aðeins inn í einn þeirra. Þar tóku þeir kalltækiö sem fyrir- hugaö var að nota í nýjan Kentucky- veitingastað sem verið er að opna. Einnig rótuðu þeir mikiö til. Við aö brjóta lásana á gámunum upp notuðu þeir stóran skrúflykil og skildu þeir hann eftir við gámana. Máhð er nú tU rannsóknar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.