Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Síða 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGUST1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Syrgja
Aquino
Mikill harmur ríkir vegna morðs stjórnarandstöðuleið-
togans Benigno Aquinos á Filippseyjum. Hefur fólk lát-
ið það óspart í ljósi með mótmælaaðgerðum, fordæm-
ingu á morðingjunum og gremju við stjórn Marcosar
forseta. Um hálf milljón manna fylgdi líkbörum Aquin-
os þegar þær voru bornar um götur höfuðborgar-
innar Manila og var þessi mynd tekin við það tækifæri.
Deilan leyst um
einvígi þeirra
Smyslovs og Ribli
Stjórnarmenn ungverska skáksam-
bandsins sögðu í gær að deilan sem
kom í veg fyrir að Ribli tefldi við
Smyslov hefði nú verið leyst.
Campomanes, forseti alþjóða skák-
sambandsins (FIDE), kom til Búda-
pest um helgina í boði ungverska skák-
sambandsins. Að loknum viöræðum
við Ungverjana lofaði Campomanes að
skipuleggja einvígi milli Ribli og
Smyslov áður en FIDE heldur þing sitt
í okóber. (Á dagskrá þingsins átti m.a.
að koma deilan um einvígi Riblis og
Smyslovs.)
Hin opinbera fréttastofa Ungverja-
lands hefur eftir Campomanes að eng-
ar hindranir væru í vegi annars einvíg-
is og að hann biði svars sovéska skák-
sambandsins, svo að unnt væri að taka
deiluna út af dagskrá FIDE-þingsins.
Ungverska skáksambandið segist
hafa komið áleiðis til forsetans orð-
sendingu frá sovéska skáksambandinu
og að öll vandkvæði séu núna úr sög-
unni.
’ Campomanes forsetl FIDE tók sér ferð
til Búdapest og hét Ungverjum að
leysa máilð.
Tékknesk íþrótta-
kona hverfur
Alena Niederlova, sem keppti
fyrir Tékkóslóvakíu á Evrópu-
meistaramótinu í dýfingum, fannst
ekki þegar félagar hennar ætluðu
að stíga um borð í flugvél sína á
Rómarflugvelli um helgina. Lög-
regluyfirvöld í Róm segja að hún
kunni aö hafa orðið ástfangin og
ekki viljað snúa aftur heim þess
vegna.
Embættismenn í ítalska utanrík-
isráðuneytinu segja að þeir viti
ekkert um hvar Niederlova er en
svo virðist sem hún hafi stungið af
á flugvellinum, þar sem hún hitti
unnusta sinn, tékkneskan útlaga
sem býr í V-Þýskalandi. Nieder-
lova hefur ekki sótt um hæli sem
pólitískur flóttamaður á Italíu en
hefur þar landvistarleyfi sem
ferðamaður.
Sovétríkin:
Skortur á verka-
fólki í sovésk
landbúnaðarstörf
Eftirlaunaþegar og unglingar úr
ýmsum borgum Sovétríkjanna þiggja
nú laun fyrir aö aðstoða við komupp-
skeru í Sovétríkjunum, því alvarlegur
skortur er á landbúnaðarverkamönn-
um, að sögn sovésks tímarits um land-
búnaðarmál. Aö sögn tímaritsins hefur
fólksflóttinn úr sveitum veriö svo mik-
ill á síðasta áratug að nú veröi yfirvöld
að hvetja borgarbúa til þess að hjálpa
til við uppskeru á kartöflum, eplum og
öðru. I Sovétríkjunum er það vaninn
að borgarbúar hjálpi við slík störf en
nú mun svo komið að þeir gegna lykil-
hlutverki viö uppskerustörfin.
Samkvæmt tímaritsgreininni hafa
meira en sjö miiljónir Sovétmanna
flutt úr dreifbýli á síöustu tíu árum og
meira en ein miiljón hinna brottfluttu
munu hafa verið landbúnaðarverka-
menn á besta aldri. Og þó námsmenn
og eftirlaunaþegar taki viljugir við
störfum þeirra hafa þeir ekki kunnátt-
una eöa þjálfunina sem til þarf, að
sögn tímaritsins.
Flóð í löndum
Baska
Meira en 30 manns létust í flóöum
sem urðu í norðurhluta Spánar um
helgina. Flóðunum hefur nú linnt og
vegir og járnbrautir opnast hægt og
sígandi en í gær var lítið um matvæli
á flóðasvæðunum, símar flestir óvirkir
og víða skortur á gasi og rafmagni og
hreinu drykkjarvatni.
Lögregluyfirvöld segja að ekki hafi
enn tekist aö bera kennsl á öll líkin og
talið er aö tala látinna hækki nokkuö
eftir því sem skýrslur berast frá hjálp-
arsveitum sem haldið hafa upp í f jöll-
in. Carlos Garaikotxea, æðsta yfirvald
á Baskasvæðunum, sagði að nú lægi
næst fyrir aö reyna að koma iðnaði og
annarri atvinnustarfsemi í gang að
nýju. Juan Carlos Spánarkóngur og
Soffía drottning hans fóru meö þyrlu
yfir flóðasvæðin á sunnudag en þau
höföu verið í fríi á Mallorca.
Flóðanna varö einnig vart á svæðum
Baska í Frakklandi þar sem fimm
manns drukknuöu og sex er saknað.
ÁKVEÐA KOSN-
INGAR í ZAMBÍU
Stjórnvöld í Zambíu hafa tilkynnt aö
þing- og forsetakosningar verði haldn-
ar í landinu 27. október. Kenneth
Kaunda, forseti Zambíu, leysti upp
þingið á föstudag í síðustu viku eftir aö
hann haföi verið útnefndur eini for-
setaframbjóöandi á flokksþingi UNIP-
flokksins (Sameinaða þjóðlega sjálf-
stæöisflokksins). Til þess að ná endur-
kjöri þarf Kaunda að fá minnst 50% at-
kvæöa en um 2 milljónir kjósenda eru á
kjörskrá.
Á þjóðþingi Zambíu eru 110 þing-
menn, 105 kjörnir beinni kosningu en
forseti tilnefnir 5 þingmenn.
Á níunda flokksþingi UNIP var
Kaunda útnefndur forsetaframbjóð-
andi og einnig kjörin einróma 24
manna miðstjóm flokksins, tilnefnd af
Kaunda.
Hættir Begin við?
Búist er við því að Menachem Begin,
forsætisráðherra Israels, ákveði í dag
hvort hann fylgi eftir orðum sínum um
heigina og segi af sér. Nánustu félagar
hans segja að hvort sem er geti orðið
ofaná.
Síðan Begin gaf þetta til kynna við
meðráðherra sína og fleiri á sunnudag-
inn hafa flokksbræður hans lagt fast aö
honum að vera áfram.
Að ísraelskum lögum verður forsæt-
isráðherrann opinberlega að tilkynna
forsetanum afsögn sína áður en hún
tekur gildi. Begin hefur slegiö því á
frest í tvo daga. — Sumir samherja
hans eru ekki vissir um að hann ætli að
láta veröa af því. Aðrir segja vonlaust
að fá Begin til að hætta við.
„Stormur í
vatnsglasi
Mikill meirihluti dönsku þjóðarinnar
álitur að deila Dana og Svía vegna
tilraunaborana Dana í Kattegat sé
ekki annað en stormur í vatnsglasi.
79% aðspuröra sögöust þessarar
skoðunar i skoðanakönnun sem Jyll-
andsposten birti í gær. Jafnmargir
sögðust styðja afstöðu dönsku ríkis-
stjómarinnar í deilunni og aöeins 1%
Dana sögðust styðja afstöðu Svía.
20% treystu sér ekki til að taka af-
stöðu.
Pierre Sehori ráðuneytisstjóri í
sænska utanríkisráðuneytinu og Eigil
Jörgensen, hinn danski starfsbróðir
hans, hittust í Stokkhólmi í gær til að
reyna að finna lausn á deilunni. Var
þaö sjötti fundur embættismanna
ríkisstjóma landanna vegna deilunn-
ar. Báðum stjómum er umhugað að
deilan leysist áöur en Olof Palme kem-
ur í opinbera heimsókn til Kaup-
mannahafnar 8. september. Enn sem
komið er bendir þó fátt til þess að lausn
sé í s jónmáli.
-GAJ í Lundi.