Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Síða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. AGÚST1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjúri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifslofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 84611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 1». Áksriftarverðá mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað 22 kr. Aga þarf sendiráðin Erlend sendiráö hafa tilhneigingu til að verða eins konar ríki í ríkinu. Því valda einkum ýmis sérréttindi þeirra, allt frá friöhelgi starfsmanna og tollfrelsi yfir í eigin lögsögu sendiráðanna á lóöum sínum og húsakosti. íslenzkum stjórnvöldum ber að sjálfsögðu að sjá um, að sérstaðan sé ekki misnotuð. Þau eiga að beita gagnaðgerðum, ef sendiráðin láta ekki segjast. Þau geta beitt brottvísunum og öðrum takmörkunum til að halda uppi aga. Hávaði, slagsmál, leynivínsala og næturklúbbsrekstur bandarískra sendiráðsmanna í Þingholtunum er dæmi um vandamál af þessu tagi. Þegar lögreglan kemur til skjalanna, hlaupa berserkirnir inn í hús sitt og þykjast hólpnir. Tafarlaust ber að vísa úr landi sendiráðsmönnum af þessu tagi. Jafnframt er nauðsynlegt að neita um tíma að samþykkja nýja í staðinn, unz sendiráðið áttar sig á, að það þarf að koma miklum mun strangari aga á sitt fólk. Oft hefur komið fram, að erlendir sendiráðsmenn hafa reynzt hættulegir í umferðinni, einkum vegna ölvunar. Til dæmis hafa Frakkar þótt fréttnæmir á því sviði. Slíka friðhelgismenn á að senda úr landi eins og slagsmálaliðið. Áfengisflaumur sendiráðanna er töluvert vandamál. Innan dyra eru sífelld hanastélsboð fyrir ístöðulitla ríkis- starfsmenn, sem hafa lítið að gera í vinnunni. Og utan dyra eru hálfrónarnir, sem vilja hlutdeild í ódýrum leka. Stundum mætti ætla, að erlendir sendiráðsmenn telji þessar tvær sérhæfðu stéttir vera venjulega íslendinga. Það væri þá skýringin á herraþjóðarhneigðum, sem lýsa sér í fyrirlitningu á tilraunum til aðhalds af íslenzkri hálfu. Áfengisvelta sumra sendiráðanna er með slíkum ólíkindum, að staðarmenn komast tæpast yfir hana í eðlilegum gestakomum. Mismunurinn gæti farið í bein og óbein brot á tollalögum og telst tæpast til eðlilegra sendiráðsfríðinda. Rétt væri að setja áfengishámark á vandræðasendi- ráðin og tolla síðan umframmagnið. Það er ófært, að fríhöfn af þessu tagi sé í öðru hverju húsi við sumar miðborgargötur. Skömmtun á tollfrelsinu er líklegasta viðnámið. Allra verst er svo eignasöfnun sendiráða og misnotkun þeirra á fjölda sendiráðsmanna. Þar er í broddi fylkingar sovézka sendiráðið. Umsvif þess í eignum og mannahaldi eru langt umfram það, sem eðlilegt má teljast. Setja ber skorður við frekari útþenslu sovézka sendi- ráðsins á fasteignamarkaði og koma á einhverju hámarks- hlutfalli í samanburði á fjölda íslenzkra sendiráös- manna í Moskvu og sovézkra sendiráðsmanna í Reykjavík. Til dæmis væri hægt að setja þá reglu, að hinir sovézku væru aldrei meira en fimm sinnum fleiri en íslendingarn- ir. Alténd er brýn nauösyn að koma á reglu, sem gerir íslenzkum stjórnvöldum kleift að fækka sovézkum sendiráðsmönnum. Svipaða hlutfallsreglu þarf að setja um hinn friðhelga sendiráðspóst, sem er ótrúlegur að magni hjá sovézka sendiráðinu. Við megum ekki gleyma, að í sumum löndum hafa sovézku sendiráðin reynzt hernaðarlega viðsjárverð. Aðhaldsskortur íslenzkra stjórnvalda að forréttindum erlendra sendiráða felur í sér óhóflega kurteisi. Dæmin, sem hér hafa verið rakin, sýna, að nauösynlegt er að koma aga á sendiráðin, því að þau gera það ekki sjálf. Jónas Kristjánsson. AUSTURSTRÆTI Þá er kominn höfuödagur og manni skilst aö í dag sé 242. rigning- ardagur ársins hjá okkur á suðurlág- lendinu. Tjaldsvæöiö í Laugardaln- um minnti meir á flóttamannabúðir í Asíu en á afdrep fyrir fólk sem er í sumarleyfisferð; á þann draum er smám saman varö til í dagsins önn, á hinum gráu dögum hversdagsleik- ans, en hefur nú veriö skolaö burtu meö köldu regni og lágum hita. Viö í miönefndinni létum þó veðrið ekki aftra okkur frá því að skoöa her- skipin í Sundahöfn. Einnig þau voru regngrá þennan dag og einhver maöur ávarpaöi blautar kjamorku- sprengjumar og viö sögöum Island úr Nató — herinn burt! Já, þaö væri sannarlega betra aö lifa á Islandi núna ef Bretar og Bandaríkjamenn heföu aldrei átt nein herskip; til dæmis í síöari heimsstyrjöldinni. En svona járngrá er vonska mannsins og fyrirhyggju- leysiö og hefur svo veriö um aldir. Og viö gengum á brott meö kaldan vindinn í fangiö og ókvæðisorðin i bakið — og hann hélt áfram að rigna á okkur í miðnefndinni, á tjald- svæöiö, á herskipin og á allt mögu- legt. Og í raun og veru undrast maöur allar þessar vatnsbirgöir sem virðast vera til á himnum. Þaö var laugardagur og strætin í miðborginni vora auð að kalla, nema nokkrir hrakningsmenn utan úr heimi voru að skoöa búðarglugga. En sem vera ber, þá eru svo til allar verslanir í höfuðborginni haföar lok- aöar yfir regntímann, eöa yfir sum- armánuöina. Búöarfólk þarf auðvit- aö aö hafa sín helgarfrí eins og aörir og því er öil verslun bönnuð af trúar- legum strangleika um helgar, eöa á laugardögum. En viö í miðnefndinni erum þó ekki alveg vissir um aö þama séum viö á réttri leið. I fyrsta lagi þá færist tölu- verö peningavelta yfir í nálæg sveit- arfélög og svo er enginn efi á því að þjóöin veröur þarna af umtals- verðum gjaldeyristekjum því oft mátti sjá erlenda feröamenn reyna aö opna lokaöar dyr á búðum þar sem munaöur er hafður undir fullum ljósum. I Suður-Evrópu viröist þessu vera öðruvísi varið. Þar sem menn lifa þó undir ströngum trúarreglum, þar sem sálinni er yfirleitt gert hærra undir höföi en öðru sem í kroppnum býr. Þar era f jörug viðskipti langt fram á kvöld, einkum um helgar, og á hverju homi eru stofur til peninga- skipta þar sem erlendir feröamenn geta skipt gjaldeyri fyrir þá peninga er notaðir eru í landinu. — Og á sunnudögum eru svo fjörugir úti- markaðir er þekja oft marga hekt- ara lands. Þetta gefur af sér peninga — og vissan unaö lika. Þaö þekkja allir sem reynt hafa. Svona er þaö aö minnsta kosti um ferðamannatímann, eins og þaö heitir, en sá útbreiddi misskilningur viröist landlægur aö þaö sé aöeins á Islandi sem ferðamannatíminn standi aöeins í 3—4 mánuöi. I Suöur-Italíu, viö Miöjaröarhafið, í Frakklandi og viö vötnin miklu í Sviss og á ítalíu, er einnig sérstakur feröamannatími er stendur frá því í maí þar til í september. Og þegar ferðamannatímanum er lokið á þeim stööum lokar obbinn af veitingahús- unum og hótelunum, þótt örfáir hafi opið allt árið, til þess að sinna gigt- veiku, ríku fólki sem þolir illa úr- synning og er ekki bundiö við neina, sérstaka vinnu eöa vosbúðina noröan Alpa. Og þaö er ekki af neinum sér- stökum kærleika sem búðarfólk í Suður-Evrópu leggur á sig mikla laugardagsvinnu þótt vinnugleði þess sé mikil. Þaö er aðeins að afla sér tekna til þess aö lifa hinn hluta ársins þegar enginn kemur í búö aö kalla nema heimamenn er kaupa sér daglegar nauðsynjar. Oft er um þaö rætt hvernig lengja megi hinn svonefnda feröamanna- tíma á Islandi. Þaö veröur sjálfsagt öröugt en á hinn bóginn er enginn efi á því aö viö gætum haft mun meiri tekjur af erlendum feröamönnum ef viö hefðum búöir okkar opnar lengur á kvöldin og eins um helgar og þá einkum á laugardögum. Og svo þyrftu erlendir ferðamenn að hafa aðgang að peningastofnunum alla daga til þess aö geta skipt gjaldeyri rétt, þótt bankar séu annars lokaðir. Þeir þurfa aö geta selt feröatékka o.s.frv. Gjaldeyrisbankarnir gætu haft svona peningastofur saman eöa þá Seðlabankinn þótt hann sé nú mest í byggingavinnu um þessar mundir. Ég veit aö þarna er gripið á viö- kvæmu stéttarfélagsmáli en þó hygg Áfram er milli- færslukrukk Framsóknar stjórnarstefnan Vart hefur þá sem kusu Sjálf- stæðisflokkinn í vor grunað aö meö vali sínu væra þeir aö f jölga húskörl- um Framsóknarflokksins og SIS. En nú blasir viö aö sú hafi raunin orðiö svo sem dæmin sanna. Framsókn sýndi fyrst hver ræöur á stjórnarheimilinu þegar þingflokkur sjálfstæöismanna samþykkti strax eftir útgáfu bráöabirgöalaganna aö kalla bæri Alþingi saman hið fyrsta. Steingrímur sagði að Alþingi yröi ekkert kallaö saman fyrr en honum sýndist og þar viö sat. öli stjórnar- andstaöan studdi tillögur sjálf- stæðismanna og þar meö yfirdrifinn meirihluti þingmanna. Flestum mun í minni álit Morgunblaösins á því hvort minnihluti eigi að komast upp með að kúga meirihluta þegar alla- ballar áttu í hlut. Allt frá því bráðabirgöalögin voru sett hefur ríkisstjórnin deilt um töku gengismunar og skiptingu hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.