Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Qupperneq 32
32
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGUST1983.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
afkrafti
Hlutlrnir geta oft á tíðum verið
öfugsnúnir. Hvernig litist þér á að
vera elskaður og dáöur af öllum
sem ekki þekkja þig en hataður af
þínum nánustu? Svo er nefnilega
komið fyrir engum öðrum en Ringo
Starr. Sá gaur er aðallega þekktur
fyrir trommuleik sinn hjá Bítlun-
um og á hann í vandræðum með
sautján ára gamlan son sinn, hann
Zak. Stráksi hcfur tekið upp á þeim
ósóma að drekka, og það í óhófi, og
einnig neytir hann eiturlyfja af
miklum krafti. Menn gengu á strák
til að reyna aö fá skýringu á þess-
um miður heilbrigðu iifnaðarhátt-
um. Aðalástæðuna sagði hann vera
að hann hataðl kariinn hann pabba
sinn. Einnig hataði hann það að
vera sonur bítils, sömuleiðis hataði
hann Ringo fyrir að hafa skilið við
móður sína, hana Maureen. Zak
hataöi hann ennfremur fyrir að
hafa gifst Barböru Bach og að
lokum sagöist hann einnig hata að
heyra af afrekum föður síns við
trommusettið. Ekki verður hatast
meira i bili.
Maura-
bani
Þetta nýfædda litla afstyrmi á
myndinni er eins og allir vita myr-
mecophaga tridactyla. Dýrfð
fæðist blint en að nokkrum mán-
uöum liðnum er það vandamál úr
sögunni og dýríð þess albúið að
taka til starfa. Um ætt þess og upp-
runa er það helst að segja að þetta
er suður-amerískt spendýr af ætt-
bálki tannleysingja, og eru skordýr
aðalfæða þeirrar ættar. Þar sem
dýr þessi hafa ekki tennur til að
bryðja pöddumar með sjúga þaa
þessa geðslegu fæðu upp með þar
til gerðum rana. Þó allt sé sogið
sem að rana kemur þá er ein teg-
und skorkvlkindls sem er efst á
óskallstanum og er það hinn sistrit-
andi maur. Enda er það svo að
skepna þessi er á islensku kennd
vlð uppáhaldsfæðu sina og köiluö
mauraæta.
i.
Tvœr klassískar, í það minnsta að
sjá i svarthvitu.
Mikil hárgreiðslusýning var
haldin í veitingahúsinu Broad-
way á fimmtudaginn í síðustu
viku. Fyrir þessari sýningu, sem
stóð í einar tvær klukkustundir,
stóð heildverslunin Eldborg
sem fékk hingað til lands tvo
Englendinga, þau Maureen
Quigley og Laurence Hegarty.
Komu þau frá hárgreiösluskóla
þar í landi sem heitir Jingles. Á
sýningu þessa mættu um f jögur
hundruð manns og fylgdust með
þeim Maureen og Laurence.
Voru menn mjög ánægöir með
útkomuna, enda skrautleg.
-DVmyndir E.Ó./SLS.
Eins og sjá má báru sumar
greiðslurnar vott um mikla hug-
kvæmni. Þessi greiðsla kemur sér
ábyggilega vel í vætutíðinni hér
sunnanlands.
Pessi unadsfagra leggjadís heitir Elendra
Vallone og er ítölsk leikkona. Hún var valin
til þess að leika á móti Marlon Brando í
kvikmynd sem gera á um líf og störf Al
Capone stórglœpamanns. Er leikstjórinn
var spurður hvað hefði ráðið því að hún
Elenora var valin í hlutverkið var svarið
mjög heiðarlegt: ,,Vegna útlitsins auðvit-
að. ” En til þess að karlremban vœri ekki
yfirgengileg var því bœtt við að stúlkan
vœri mjög góð leikkona. Hún á ekki langt
að sœkja þá gáfu því að foreldrar hennar
i eru þekktir leikarar heima á Ítalíu.
Stressað-
irgræða
meira
Að undanförnu hefur verið fjall-
að um hve hættulegt það er að vera
taugaveiklaður og stressaður meö
tilliti til hjartasjúkdóma. Ný og at-
hyglisverð könnun sem gerð var í
Ameríku leiddi í ljós að það borgar
sig fjárhagslega að vera stress--
aður.
Könnunin var framkvæmd við
Washington háskólann i St. Louis
og voru 283 rannsakaðir. 1 ljós kom
að þeir sem voru taugaveiklaöir og
stressaöir í þessum hópi höföu
hvorki meira né minna en 21 pró-
sent meiri tekjur en hinir „heil-
brigðu”. Þeir sem kaliaðir voru
heilbrigðir voru þeir sem ekki
höfðu fengið fleiri en þrjá andlega
kvilia, eins og taugaspenning eða
vanstiilingu á taugum.
Hinir óheilbrigðu voru hins vegar
þeir sem voru sífeilt kvíðnir, fengu
aösvif, verk fyrir brjóstið, kvíða-
köst eða voru sífellt veíklaðir á
taugum.