Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Page 4
DV. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER1983. 6,5 mills hækka í 10 mills: 10 AUKAMILUÓNIR A mAniim FYRIR ORKUNA — hvað segja stjórnmálamennimir? Það eru skiptar skodanir um ágœti þess bráðabirgðasamkomulags sem gert var í Sviss í fyrradag á fundi full- trúa Alusuisse og tslensku viðrœðunefndarinnar um orkusölu til álversins í Straumsvík. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna eru ekki á einu máli, segja mismikið og misjafnt. H jörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra: Nú eru útlending- amir kampakátir — en þessir samningar þýða f raun uppgjöf íslenskra stjómvalda „Eg hef ekki séð neinn samning, en eftir því sem skilja má á skrifum stjómarblaðanna er hér um ákaflega alvarlegan atburð að ræöa og stefnt í algera ófæru,” sagöi Hjörleifur Gutt- ormsson, fyrrverandi iðnaðar-. ráðherra, í samtali viö DV í gær. „Sú hækkun á raforkuverði, sem hér er verið aö semja um, er dýru verði keypt og kemur þar aðallega þrennt til. I fyrsta lagi fallast íslensk stjórnvöld á helmings stækkun álversins. Þau fallast á að Alusuisse fái heimild til að. selja þriðja aðila helming hlutabréfa í álverinu, en það þýðir í reynd að í heiminn er kominn nýr umboösaöili ís- lenskra orkulinda. Ennfremur fallast þau á kröfu Alusuisse um að taka skattakröfu Islendinga úr einföldum gerðardómi og setja í mun flóknari far- veg. Ailt þetta fær auöhringurinn fýrir raforkuverðshækkunina og þó svo að verð á áli hafi hækkað um helming á undanförnum 6 mánuðum, endurspegl- ast sá þáttur hvergi í samningunum. Islendingar hafa ekki einu sinni skipt á sléttu, þessir samningar þýða í raun uppgjöf íslenskrastjómvalda.” -EIR. Magnús H. Magnússon, varafor- maður Alþýðuflokksins. Magnús Magnússon, varaformaður Alþýðuflokksins: Getur gengið — í mjög stuttan tíma „Eg hef ekki sótt þingflokksfundi aö undanförnu og veit því ekki hver hugur manna er þar,” sagði Magnús Magnússon, varaformaður Alþýðu- flokksins í gær. „En persónulega lít ég þannig á að ef hér er um að ræða bráðabirgðasamkomulag, sem gildir aðeins í mjög stuttan tíma, þá er þetta viðunandi. Og ég undirstrika, — í mjög stuttan tíma. Ef hér er aftur á móti um aö ræða endanlega afgreiðslu málsins þá er þetta samkomulag afleitt og afar slæmC ” sagði Magnús Magnússon. EIR. Hjörleifur Guttormsson, fv. iðnaðarráðherra, á fundi með dr. Miiller, aðal- samninganefndarmanni Alusuisse. ÍSALg Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður: reiðir nú hærra raforku- verð en norsku álverin Birgir Isleifur Gunnarsson alþingis- maður. „Eg tel þetta bráðabirgöasamkomu- lag viðunandi eins og sakir standa,” sagði Birgir Isleifur Gunnarsson alþingismaður í gær, ,,en verðið þarf að hækka, það er ljóst. I þessu sam- bandi vil ég benda á að samkvæmt þessu samkomulagi, sem nú hefur — en ekkinógsamt náðst, er ISAL farið að greiða hærra raforkuverð en norsku álverin. Islend- ingar f á nú 10 mills á meðan Norðmenn láta sér nægja 9,43 mills og samkvæmt þeim heimildum, sem ég hef, ætla Norðmennirnir ekki að fara fram á neina endurskoðun á sínum verðum í náinni framtíð. Þetta er athyglis- verður samanburður en breytir ekki þeirri staðreynd að við verðum að halda áfram að leita hófanna og kanna hvar kaupin gerast best á eyrinni í það og það skiptið,” sagði Birgir Isleifur. -EIR. Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna: „Nocomment” — segi ekki orð — Þið fáið ekki orð upp úr mér. sagði Páll Pétursson á Höllustöðum, formaður þingflokks framsóknar- manna í gær. — Nocomment!,nocomment! -EIR. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Pólitík handa börnum öðru hverju vill svo til að undir- ritaður sér Alþýðublaðið. Ekki er nú lesningln beint spennandi en það er þó meira um að vera þar flesta daga en í Þjóðviljanum sem er svo altekinn af stjórnarandstöðunni að undanfarnar vikur hefur maður alitaf verið að lesa sama blaðið. Aiþýðublaðið hefur þó tilhneigingu til breytinga þótt tími þess fari nú að mestu i að ræða hvað kratar elgi að gera eftir að það fór að rigna upp í nefið á þeim, a.m.k. fyrir vestan. Það sem þeir ætla að gera á næstunni er að ræða sveitarstjórnarmál, flokksmál og landsmál í Munaðar- nesi. Sigurður E. Guðmundsson verður aðalræðumaður og talar um húsnæðismál, liklega til þess að flokkurinn fái hina skuldugu til að koma í munaðinn uppi í nesinu. Undb- liðnum sveitarstjórnarmál ræðir Guðmundur Árni Stefánsson vanda sveitarfélaga á íslandi undir iiðnum: Kjarnorkuvopnalaus sveit- arfélög. Þessl stórpólitíska ráðstefna Alþýðuflokksins í Munaðarnesi mun færa flokkinn nær þeim öriögum sem honum voru ráðin með brottför Bene- dikts Gröndals. Sumir menn eru i pélitíkinni þar sem mest ber á henni. Aðrir sltja við það heima hjá sér að semja ályktanir, frumvörp og áiltsgerðir handa bæklingum, tli að geta komið á almannavettvang án þess að þurfa að gera annað en visa til prentaðra bæklinga með ósk um að þá ætti fólk að kynna sér. Þessi einkastjómmál fleyta flokkum varla langt á veg en þau era hugguleg og kyrrlát og bera dauðann í sér. Stjórnarandstaða Alþýðuflokksins, svo dæmi sé tekið, heyrist ekki en Alþýðubandalagið hefur alfarið tekið þann þátt stjóra- málanna að sér af allri þeirri kergju og þrástagi sem þ ví einu er iagið. Alþýðuflokkurinn unir sér við eld- húsborðin á meðan. við að krassa niður mismunandi löng uppköst að einhverju sem enginn fær að vita um af því að í f jölmlðlum er ekki flutt efni bæklinga, jafnvei þótt þeir séu sendir þangað. Nýlega gerði einn helsti foringi krata, Sighvatur Björgvinsson það að tiliögu sinni hér í DV að Alþýðuflokkur og Bandalag jafnaðarmanna tækju upp ákveðna samstöðu í helsíu málaflokkum á komandi þlngi svo sem eins og við af- greiðslu fjárlaga og fleira. Kjartan Jóhannsson vék sér frá eldhúsborði stjórnmálanna um sinn og lýsti þvi yfir í Alþýðublaðinu að hann væri hlynntur samstöðunni en foringi bandalagsins segir í sama blaði að hann reikni ekki með neinni sam- stöðu umfram það sem eðlilegt getur talist milli flokka í st jóraarandstöðu. Þá ættu svörin sem sagt að liggja fyrir. Hvoragur þessara aðila virðist gera sér grein fyrir hver annast stjórnarandstöðuna fyrir þá um þessar mundir. Þá er heldur ekki athugað hver staða þessara tveggja samstöðulausu samtaka verður i næstu kosningum. Ætli þeir hefðu ekki gott af elnhverju samstarfi, og sterkara er í einstöku stórmálum að koma fram sem tíu þingmenn en 6+4. Þá mundu tíu þingmenn veita Alþýðubandalaginu nokkra keppni í stjóraarandstöðunni sem væri hoil fyrir krata. Þeir vissu þá frekar hvað þeir vttdu. En við skulum ekki gleyma kjara- orkuvopiialau.su sveitarfélögunum. Menn era að vísu ungir og telja margt brýnna en viðhorf og skoðanir á stórmálum í íslensku efnahagslifi. Baraapélitik hefur ekki beiniinis ver- ið rekin í landinu. En sandkassa- leikir eru þó enn ofarlega í huga margra sem fara beint úr umsjá skóla út í stjóramálaiífið. Þetta beraska fólk verður eðlilega að hafa sin áhugamál. Hitt er annað hvaða erindi þau áhugamál eiga á vettvang fullorðinna. Kjaraorkuvopnalaus sveitarfélög ætti auðvitað að ræða frekar á fjórðungsþingum enda stendur slikum þingum nær að hbtdra að Langanesið ráðist á Rauf- arhöfn eða Eiðaþinghá helli sér yfir Reyðarfjörð en Alþýðuflokknum sem hefur engin ráð á kjarnorku- vopnum svo vitað sé. Alþýðublaðið og ritstjóri þess telja óbeint að sveit- arfélög á íslandi ráði nú þegar yfir talsverðu af kjaraorkuvopnum. Það er huggulegur f jandi mitt i friðarhá- tiðinnl. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.