Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Qupperneq 6
mi HSflMSTqag .e HuOACiirraö'í .va
DV. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER1983.
• Efstasund
• Ljósheima
• Grunna
• Austurbrún
• Hátún
• Þórsgötu
• Sólvelli
• Skúlagötu
• Grundarstíg
• Grettisgötu
• Skipholt
• Arnarnes Garðabæ
• Fossvogshverfi
• Höfðahverfi
• Túngötu.
....
EINNIG VANTAR OKKUR SENDLA Á AFGREIÐSLU. VINNUTÍMI
KL. 12-18 AÐ FULLU EÐA HLUTA. ATH. ÞARF AÐ HAFA HJÓL.
wí3&
Líbanon:
Friðargæslusveitir kalla
á skothríð frá herskipum
Bandarískir sjóliöar í alþjóölegu
friðargæslusveitunum í Beirút hafa
hótað að auka sprengjuárásir sínar í
hefndarskyni fyrir sprengjuárásir á
stöðvar þeirra. Bandariska freigát-
an Bowen, sem liggur undan Beirút,
skaut tveim skotum aö fallbyssu-
hreiðrum sem höföu angrað Banda-
ríkjamenn með skothríð sinni.
Bandaríkjamenn sögðu ekki hvaða
fylkingu Líbanonbúa fallbyssu-
hreiðrið haföi tilheyrt en almennt er
Líbanski stjómarherinn hefur staðið í ströngu frá því ísraelsmenn drógu heri sina burt frá svæðinu umhverfis
Beirút.
taiið að þar hafi stórskotalið drúsa
verið á ferðinni.
Samkvæmt frásögnum útvarpsins
í Beirút féllu nokkrar sprengjur á
Vestur-Beirút og einnig einkaspítala
og reyndist nauðsynlegt að flytja
sjúklinga á brott. Sagði útvarpið
einnig að eftir skotin frá freigátunni
hefði fallbyssuhreiðrið þagnað en
ekki hefur frést um mannfall.
Meðan á skothríöinni umhverfis
Beirút stóð reyndu menn aö koma á
aftur tilraunum til friðarsamninga
og sögðu talsmenn Líbanonstjómar
aö Saudi-Arabar hefðu failist á að
halda áfram samningaumleitunum
sinum og friðarumleitunum. Saudi-
Arabar tilkynntu í gær að þeir hygð-
ust láta af þvi hlutverki sínu.
Stanslaus átök hafa veríð milli
Kristinna hægrimanna og drúsa, frá
því Israelsmenn drógu heri sína til
baka frá Shouf-fjöllum. Þá hefur
stjómarher Líbanon einnig búið um
sig umhverfis Beirút, til þess að
stöðva hugsanlega sókn drúsa til
höfuðborgarinnar.
Chile:
Tveir látnir
eftir
mótmæli
Tveir létust og nokkur f jöldi mót-
mælenda særðist í Chile í nótt
þegar til átaka kom milli mótmæl-
enda og lögreglu í Santíagó og
Valparaíso að loknum löngum degi
mótmæla gegn ríkisstjórn
Pinochets. Samkvæmt frásögn
óháðrar útvarpsstöðvar í Chile
munu um 600 manns hafa verið
teknir fastir af lögreglumönnum
sem óku fram og aftur um miðborg
Santiagó í gær og dreifðu mann-
fjölda hvar sem fólk hafði komið
saman. Lögregluyfirvöld segja að
allir þeir sem handteknir voru hafi
verið látnir lausir fljótlega.
HongKong:
Fellibylur
genguryfir
Fellibylurinn Ellen gekk yfir
Hong Kong í nótt og er þaö talinn
einn versti fellibylur sem þar hefur
gengiö yfir í fjögur ár. Tylft skipa
losnaði upp í höfninni og rak á land.
Þó hefur ekki frést af mannskaða
um borð í skipunum. Tilraunir til
þess að ná áhöfninni af líberíska
olíuskipinu Pacific Coral mistókust
þó en skipið hafði tilkynnt að þaö
væri við það að sökkva.
I landi lést einn maður og um 50
manns meiddust. Kom veðrið harð-
ast niður á fátækrahverfum í Hong
Kong þar sem kofar hrundu og
fjöldi manna er heimilislaus. Þá
rifnuðu verkpaiiar frá húsum í
byggingu og verslunarskilti þeytt-
ust eins og trjálauf um götur
borgarinnar.
Rannsékná
dauða pólsks
námsmanns
Pólsk yfirvöld lýstu því yfir í gær
að ákæra yrði gefin út á hendur
tveimur lögregiumönnum, sjúkra-
bílstjórum og tveimur læknurr
fyrir að eiga sök á dauöa náms-
manns sem lést eftir handtöku í
maísíðastliðnum.
Grzegors Przemyk, sautján ára
gamall, lést nokkrum dögum eftir
að lögregian dreifði hópi fólks sem
safnast haföi saman undir fánum
Samstöðu til aö mótmæla her-
stjórninni. Talið er að hann hafi
veriö handtekinn við það tækifæri
en lögreglan segir að hann hafi ver-
ið handtekinn vegna ölvunar
snemma að morgni. Dauöi
Przemyk vakti mikla reiði og tugir
þúsunda voru viðstaddir jaröarför
hans sem snerist upp í stuðnings-
fundviðSamstöðu.
Przemyk var fyrst fluttur á lög-
reglustöð þar sem talið er að
honum hafi verið misþyrmt. Siðan
var hann fluttur í sjúkrabíl á geö-
veikrahæli en sleppt daginn eftir.
Hann lést síðan einum degi siðar af
innvortis áverkum. Rannsóknin
beinist að því hvort hann hafi feng-
ið áverkana á lögreglustöðinni og í
sjúkrabílnum og einnig eru
læknamir geröir ábyrgir fyrir að
hafa sent hann heim án þess aö
gera sér grein fyrir hversu illa
hannvarslasaður.
Skrifstofum 4 erofíot lokað
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
hefur aukiö við refsiaðgerðir stjómar
sinnar gegn Sovétmönnum, skipað svo
fyrir aö skrifstofum sovéska flugfé-
lagsins Aeroflot í Bandaríkjunum
verði lokað og bannað bandarískum
flugfélögum að eiga samstarf við
sovéska flugfélagiö. Reagan hefur beð-
ið Flugmálastofnun Bandarikjanna
um að banna bandarískum flugfélög-
um að samhæfa áætlanir sínar við
áætlanir Aeroflot og banna öll við-
AFGREIÐSLA
SIMI27022
skiptasambönd við flugfélagið.
Þessi aðgerð Bandaríkjaforseta
fylgir í kjölfar fundar þeirra George
Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, og Andrei Gromyko, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, um málefni
kóresku farþegaþotunnar sem Sovét-
menn skutu niður yfir Sakhalin-eyju í
fyrri viku. Bandarískir embættismenn
sögðu fund utanríkisráöherranna hafa
verið „algerlega ófullnægjandi”.
Koma þessar aðgerðir Bandarikja-
manna til viðbótar við fyrri refsiað-
gerðir sem tilkynntar vom á mánudag
og þóttu frekar mildar.
Reagan hefur fyrirskipað að skrif-
stofum Aeroflot í New York og Wash-
ington verði lokaö og aö þrír starfs-
menn flugfélagsins skuli fara úr landi.
Þetta bann mun ekki hafa mikil áhrif
þar sem Aeroflot var svipt lendingar-
leyfi í Bandaríkjunum 1982, í kjölfar
setningar herlaga í PóllandL
Eftir „ófullnægjandl” fund utanrik-
isráðherra Bandarikjanna og Sovét-
ríkjanna hefur Ronald Reagan Banda-
ríkjaforsetl fyrirskipað lokun skrif-
stofa sovéska flugfélagsins Aeroflot i
Bandarikjunum.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd