Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Side 8
8 Bv. FÖSTUDAGtyRTsfe'pfEMBÉR 1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur íslenskar sum- arkartöflur Laimmai* — ínýjumog iVO III Hci I betri umbúðum Fyrstu íslensku sumarkartöflurnar í ár eru nú aö koma á markaðinn. Meðal nýjunga aö þessu sinni eru nýjar pakkningar, fjögurra kílóa kassar, sem nú eru reyndir í fyrsta sinn. Koma kartöflurnar frá framleiðandanum í þessum kössum og hefur því ekki verið umpakkað eins og er með kartöflurnar í pokunum. Með því móti er talið að þær nýtist betur, geymist betur og haldi bragðgæðum lengur. Smásöluverð á kartöflum í þessum pakkningum verður 32 krónur og 55 aurar kílóið. 1 fimm kílóa pokum verður kilóverðið 32 krónur og 32 aur- ar, og í tveggja og hálfskílóa pokum 32 krónur og 60 aurar kílóið. Að sögn Eðvalds B. Malmquist yfir- matsmanns garöávaxta er mönnum löngu ljóst að gömlu aðferðimar sem notaðar voru og eru til flutnings kart- aflna á markað eru löngu úreltar. Og sérstaklega hafa sumarkartöfl- urnar veriö viðkvæmar fyrir þessum flutningsaðferöum og nýting þeirra slæm. Einnig hefur vélvæðingin við kartöfluupptökuna haft sitt að segja og þetta tvennt í sameiningu oft gert það að verkum að uppskeran hefur litið illa út. Vonast menn nú til að þessi nýja pökkunaraöferö, að láta framleiðand- ann pakka vörunni beint í neytenda- pakkningar, verði til þess aö auka nýt- inguna og gæöin á sumarkartöflunum. Þessar nýju umbúðir eru vissulega aðeins dýrari en pokarnir en Eðvald B. Malmquist segir að sá kostnaöarauki sé hverfandi miðað við að nýting vör- unnar er miklu betri en áður þegar þurfti að fleygja hluta uppskerunnar vegna skemmda við meðferð. Það skal tekiö fram að þessar nýju pakkningar verða eingöngu notaðar undir sumarkartöflur, vegna þess að þær eru viðkvæmastar. Haustuppsker- an verður pökkuð í poka eins og endra- nær. Hvað varðar uppskeruhorfur eru þær slæmar, sérstaklega sunnanlands. I öræfum var sæmileg spretta en frost hafa nú eyðilagt þaö mesta og uppsker- an er léleg. I Homafjarðarsveitum eru horfurnar betri og útlit fyrir sæmilega uppskeru. Sömu sögu er að segja í Eyjafirði og nágrenni. Þar hefur verið allgóð spretta að undanförnu og ef ekki frystir á næstunni má búast við meðal- uppskeru. Á Austfjörðum hefur verið sæmileg spretta en ekki veröur upp- skeran mikil því Austfirðir eru frekar lítiö kartöfluræktunarsvæði. Þegar á heildina er litið er ljóst að kartöfluuppskera verður með rýrasta móti í ár. Þar af leiðir að flytja verður mun meira inn af kartöflum til lands- ins en undanfarin ár. -SþS. íslensku sumarkartöflurnar lita mjög vel út íhinum nýju umbúðum. Kartöflurnar eru viða að & Suður- landi og allar handuppteknar. D V-mynd Einar Ólason. Húsráð Ef dökkir blettir koma á ryðfrían stálborðbúnað má ná þeim af með því að nugga þá með blautu salti. Þegar hettan á naglalakksgiaslnu situr biýföst á, er heillaráð að losa hana með hnetubrjótnum. Nagla- lakksglös er best að geyma í ísskápn- um. Þegar þið bakið eplapæ næst er ! ágætt að hafa i huga að strá raspi eða | kartöflumjöii bæði undir og yfir fyil- inguna. Hán drekkur það i sig og bleytir ekkl eins botnlnu. Ef illa gengur að skrifa með kúlu- pennanum, getið þlð baldið honum undir rennandi heltu vatnl um stund Upplýsingaseðill tií samanDuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi I upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskvldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili ÁRBÍTURINN MIKILVÆGUR Morgunverðurinn er eins og flestir ættu að vita ein mikilvægasta máltíð dagsins. I bókinni Unga fólkiö og eid- hússtörfin eru ýmsar hollar ábend- ingar varðandi morgunverðinn. Þar segir meðal annars að í honum eigi að vera hvíturíkar fæðutegundir, því að þær seðja vel, brenna hægt, byggja upp frumur líkamans og veita starfsorku. Og ef við borðum nóg á morgnana h'ður okkur betur. Athygli og afköst verða betri við nám og störf. Nauösynlegt er aö gefa sér nægan tima til aö snæöa morgunverðinn, ekki gleypa hann í sig á hlaupum eða fara með bitann f munninum út úrdyrunum. Það sem ber að varast er morgun- veröur sem er aðeins kaffi eða te og hveitibrauð með sultu eða þvíum- hku. Shkur morgunverður mettar aöeins skamma stund og hann gefur einungis orku, engin vaxtar- eða endumýjunarefni og er þvi allsendis ófuhnægjandi máltíð. Innan stundar segir sulturinn til sín og þá freistast margir til að metta sig með sælgæti og gosdrykkjum. Þetta er hollt að hafa í huga, nú þegar skólamir em að byrja, að láta bömin borða góðan morgunverð áður en farið er að heiman. ÍELDHÚSINU Fjöldi heimilisfólks---- Kostnaður í ágúst 1983. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. Bíllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! UNGHÆNA MEÐ PIPARRÓTARSÓSU Við höfum ákveðið að slá svolítiö um okkur í eldhúsinu í dag. Nokkuö gott verð er á unghænum, eöa 75 krónur kílóið hjá kaupmanninum okkar, svo að viö teljum okkur sleppa ágætlega meö hátíöarrétt i dýrtíöinni og bjóðum fjórum i mat. Við teljum að fughnn þurfi að vega ca 1,3 eða 1,5 kg. Annað sem við þurfumer: 1 lítri vatn 2 súputeningar (hænsna-) 21ithrlaukar 2 gulrætur 1 msk. salt pipar eftir smekk Viö lögum sósu og í hana þurfum við: 2msk. smjörlíki 3 msk. hveiti eöa maizenamjöl 5 dl af soöi (af unghænunni) 3 msk. piparrót steinselja 1 tsk. smjör Við byrjun á því að skera fuglinn í sundur í fjóra til fimm hluta, setjum bitana í pott ásamt vatni, kryddi og teningum. Gulræturnar og laukana sjóðum viö með í pottinum (óskoriö). Þetta er látið malla í ca. 25 minútur. Þá tökum viö kjötiö upp úr pottin- um, skerum þaö af beinunum og leggjum það í eldfast fat. Við skerum gulræturnar í þunnar sneiöar og laukana í htla bita og leggjum yfir hænsnakjötiö i fatinu. A meöan viö búum til piparrótarsósuna höldum viö því heitu sem komið er í fatið, annaðhvort meö því aö láta fatið vera á ylvolgri eldavélahellu eða stinga því inn í ofn. Þá er sósan næst ádagskrá. Viö bræðum smjörlíkið og látum hveitið eöa maizenamjölið út í. Hellum siöan smátt og smátt soöi (sigtuöu) úr pottinum og jöfnum sós- una meö því. Þegar sósan er orðin hæfilega þykk, látum við hana malla i 10 minútur. Að þeim tíma hðnum tökum við sósupottinn af heitri heh- unni. Sárasjaldan er fersk piparrót á markaðnum, en í staðinn getum við keypt rifna piparrót í pökkum. Lítih pakki (innihald 35 g) kostar hjá sama kaupmanni og unghænan var keypt hjá krónur 11,35. Viö setjum þrjár matskeiðar af rifinni piparrót í sós- una og eina matskeið af smjöri og hrærum létt í sósunni. Sósunni er hellt yfir kjötiö og grænmetið í eld- fasta fatinu. Þeir sem vUja hafa sterkara piparrótarbragö geta stráö meira magni yfir fatið síðast ásamt steinseljunni. Við höfum ákveöið að hafa soðin brún hrísgrjón með kjötréttinum en soðnar kartöflur sóma sér líka ágætlega með unghænunni í pipar- rótarsósunni. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.