Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Qupperneq 10
láf Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd „Svartfugl", eóa SR-71, som fer með þreföldum hraöa hljóðsins og er háfleyg mjög. SAMKEPPNI í NJÓSNAFLUGI „Bjömlnn", TUSB, undir efdrUti benderlskrer herþotu. Tíður gestur yfir IskmdsHum. Mál suður-kóresku farþegaþot- unnar hefur dregið skuggahliðar njósnaflugs inn í sviðsljósið. Menn eru í því umtali öllu minntir á að flugvélar hafa verið notaðar til þess að gægjast inn á yfirráðasvæði óvin- arins og jafnvel prófa hjá honum við- brögðin. I fyrstu yfirlýsingum Sovétmanna í öllu fjaðrafokinu út af árásinni á Júmbóþotuna reyndu þeir að svara fordæmingum fyrir að senda með köldu blóði 269 saklausa borgara inn í eilífðina með því að gefa í skyn að Boeing-747 vélin hefði veriö í njósna- flugi. Og þar sem sókn þykir besta vömin viidu þeir snúa fordæming- unni á hendur Bandaríkjastjómar fyrir að skirrast ekki við að tefla í hættu 269 mannslífum með því að dulbúa njósnaverk sem farþegaflug. Njósnavélar þykja ómissandi Njósnir úr lofti hafa fyrr valdiö úlf- úð milli austurs og vesturs. Fróðir menn segja aö n jósnaflug hafi aukist jafnt og þétt með árunum enda sé hemaðarsérfræðingum mikil nauö- syn á öllum fróðleiksmolum sem þeir geti hnuplað um andstæðinginn. Jafnvel á tímum háþróaðra njósna- hnatta hefur gamla góða njósnaflug- vélin eða könnunarflugvélin, eins og notendurnir vilja sjálfir kalla hana, reynst ómissandi. — Sérfræðingar ætla aö það séu naumast færri en fjörutíu njósnavélar frá ýmsum löndum á lofti í einu dag hvern. Bandaríkjamenn viðurkenndu að þeir hefðu haft eina siíka á sveimi í grennd viö svæðiö þar sem kóreska farþegavélin var skotin niður, en að hún hefði verið lent aftur í bækistöð sinni í Alaska fullri klukkustundu áður en árásin var gerð á kóresku vélina. Þeir töldu að í stutta stund hefðu Sovétmenn haft báðar þessar vélar inni á radar hjá sér samtímis. Margþætt verkefni Njósnaflugvélar eru hannaðar sér- staklega og aðallega meö það fyrir augum að taka loftmyndir Langt inni á yfirráðasvæði óvinarins og hlera fjarskipti hans. En ósjaldan eru þær einnig sendar annarra og hættulegri erinda. Að prófa viðbragðssnerpu loftvamakerfis óvinarins. Sovétmenn hafa viljað gefa í skyn að Boeing 747-þotan hafi verið tekin í misgripum fyrir bandarísku RC-135 njósnavélina sem var á sveimi á þessum slóðum skömmu fyrir árás- ina. Á Vesturlöndum hafa menn ekki viljað taka þessa skýringu gilda þar sem þessum flugvélategundum svipi ekki svo mikið saman. Þó þarf það ekki að vera mjög fjarlæg skýring. Hafi RC-135 vélin verið þarna gagn- gert í þeim erindum að prófa við- brögð loftvarna Rússa við Kamtsjatka-skaga er ekki ólíklegt að sovésku orrustuþoturnar, sem send- ar voru á loft, hafi verið að svipast um eftir henni en flogið fram á far- þegaþotuna í staðinn. Og því verður ekki á móti mælt að svo langt var kóreska farþegaþotan komin af réttri leið og inn yfir yfirráðasvæði Rússa að þeir hafa naumast átt sh'kr- arvélarvonþar. Rússar bráðir Það hefur lengi loöað við Rússana aö vera taugatrekktir út af njósna- flugi og það kann að hafa verið móð- ur í þeim þegar orrustuvélarnar voru sendar í loftið eftir að RC-135 véhn hafði skapraunað þeim. Hver sem síðan ákvörðunina tók kann að hafa látið skapið hiaupa með sig í gönur. Eitt frægasta njósnaflugsmálið, sem upp hefur komið, var 1960 þegar Eitt viðemeste njósnafíugsmilið reis út ef ferð Frencis Gery Pow- ers sem skotinn ver niður i U-2 njósnevól sinni yfir Sovótrikjun- um. U-2, bandarisk njósnavél, með flug- manninn Grancis Gary Powers við stýrið var skotin niður yfir Sovét- ríkjunum í maímánuði. Það kældi sambúð ríkjanna og gerði að engu áform um fund fjórveldanna sem halda átti í París það ár. Réttarhöld- in yfir Powers leiddu athyglina að njósnakapphlaupi risaveldanna. Til njósnaflugs reiða Rússar sig enn að miklu leyti á eldri heföbundn- ar sprengjuflugvélar sem búnar hafa verið háþróuðum tækjakosti. Bandaríkjamenn hafa haldið nokkru forskoti í gerð nýtískulegra véla sem gagngert hafa verið smíðaðar til njósnaflugs. Njósnahnettir hafa annmarka Njósnavélar bæta upp og fylla í skörð sem upplýsingasöfnun njósna- hnattanna nær ekki til. Þær vinna ýmis verk sem geimtækin geta ekki unnið. Gervihnettirnir eru til dæmis á eilífu hringsóh umhverfis jörðina og fara tiltölulega hratt yfir. Enginn þeirra er þess umkominn að taka ná- kvæma myndaröö af sama deplin- um. Gervihnöttur á borð við „Stór- fugl”, eins og bandaríski Lockheed- hnötturinn er kallaður, er útbúinn afamæmum myndatökubúnaði en hann er 24 stundir aö fara sporbraut sína og því liöur sólarhringur frá því að hann tekur mynd af einum blettin- um og þar til hann tekur mynd af sama blettinum aftur. Aftur á móti getur njósnaflugvél sveimað tímunum saman yfir sama svæðinu í mikilli hæð og tekið þús- undir mynda eða hlerað f jarskipti. U-2 og SR-71 Það var U-2, sem með sitt gífur- lega vænghaf gat komist upp í 27.500 metra hæð — sem fyrst uppgötvaði rússnesku eldflaugarnar á Kúbu 1962 en þær voru tilefni Kúbudeilunnar. En eftir að slíkar vélar höfðu verið skotnar niður yfir Sovétríkjunum, Kina og Kúbu, hallaði bandariska leyniþjónustan (CIA) sér meira að enn fullkomnari flugvél. — SR-71, sem betur er þekkt undir nafninu „Svartfugl”, fer með þreföldum hraða hljóösins og eins og U-2 kemst hún upp i 27.500 metra hæð. Hún er því afskaplega erfitt skotmark fyrir aðrar flugvélar eða eldflaugar. „Svartfuglar” voru notaðir í Víet- namstríðinu og eins í deilum Austur- landa nær. Einnig hafa þessar vélar reynst mjög nytsamar þegar Banda- ríkjastjóm hefur verið beðin um að hafa eftirlit með því hvort ákvæði vopnahléssamninga Israela og araba hafi verið haldin. Hlera úr mikilli fjarlægð Á meöan sumar vélar eru smiðað- ar meö það fyrir augum að fljúga í myndatökuleiðangra yfir óvinasvæði sem krefst þess aö þær rjúfi lofthelgi viðkomandi ríkis eru aðrar útbúnar til hlustunar. Svo sem eins og RC-135 sem getur sinnt slíku verkefni ágæt- lega og samt verið langt utan hins bannaöa svæðis. Með sérstökum radarbúnaöi (kallaöur SLAR) geta þær numið fjarskipti á mjög löngu færi án þess aö þurfa að hætta sér í færi við loftvarnir óvinarins. SLAR er til dæmis notaður til þess að nema hljóðmerkin sem notuð eru í tilraun- um með nýjar eldflaugar. Eftir íslömsku byltinguna 1 Iran 1979 varð CIA að yfirgefa mikilvæg- ar hiustunarstöðvar á landamærum Sovétríkjanna og Irans en þær voru mjög notaðar til að hlera eldflauga- tilraunir Sovétmanna. Við missi þessara stöðva uröu ,,Svartfuglam- ir” enn mikilvægari en áður. Sumar þessar vélar hafa bækistöðvar í AkrotiriáKýpur. 1 Evrópu þar sem herir Vestur- landa horfast í augu við algert ofur- efli skriðdreka og annars hefðbund- ins herbúnaðar Varsjárbandalagsins geta upplýsingar sem fást meö njósnaflugi gert allan gæfumuninn. Vamarlið NATO er þunnskipað og dreift yfir stórt svæði og hraði liös- flutninga gæti því skipt höfuðmáli ef til innrásar kæmi einhvers staðar og flytja þyrfti liðsauka þangaö. Því fyrr sem njósnaþjónustan getur gert viðvart um slíkar hreyfingar því lengri frestur til viðbragða. „Björninn" og „Foxbat" Sovétmenn nota mikinn fjölda njósnaflugvéla og stjórnir Vestur- landa hafa æ ofan í æ kvartað undan ferðum slíkra véla i námunda við viökvæma staði þar sem annaöhvort fara fram heræfingar eða unnið er að uppsetningu nýrra herstöðva. I einu landi V-Evrópu segja menn að þaö gerist að meðaltali þrisvar í viku að orrustuþotur séu sendar á loft til þess að stugga við sovéskum njósna- flugvélum sem þyki gerast full að- gangsharðar. Einhver mest notaða njósnavél Sovétmanna er „Bjöminn”, sem er tíður gestur inni á flugumsjónar- svæði Islendinga. Vélartegundin heitir Tupolev TU-95. Auk þess að stunda njósnir, myndatökur og hler- anir getur hún leiðbeint eldflaugum sem sendar em af löngu færi til höfuös skipum. Á meðan Bandaríkjamenn nota „Svartfugl” hafa Sovétmenn sinn .í'oxbat”, sem er MIG-25, en hún nær mikilli lofthæð. Á miðjum síð- asta áratug var frá því greint að ein slík hefði flogið yfir Vestur-Evrópu án þess að loftvarnir NATO hefðu nokkuð getað við því gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.