Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER1983. 13 Kjamorkuvopn eru nauðsyn Þaö hefur verið margoft bent á þaö, aö samtök friðarhreyfinganna hafa verið furðu samstiga sjónarmiðum Sovétmanna í utanríkismálum. Er- lendis hefur komið í ljós, að hreyfing- amar eru styrktar með fé frá KGB og það er engin ástæða til þess aö ætla, að öðru vísi sé fariö hér á landi. Það hafa verið gerðar fyrirspumir um, hvernig friöarhreyfingin á Islandi hafi getað fjármagnaö umsvif sín og gífurlegar auglýsingar en engin svör borist. Þögnin er tortryggileg. Eitt af því, sem friðarhreyfingamar hafa gert sig sekar um, er að leggja að jöfnu stórveldin tvö, Sovétríkin og Bandarikin. Moröin á farþegum suður- kóresku þotunnar sýna betur en allt annað, aö það er út í hött að leggja þessitvöríldaðjöfnu. . Fjölmargir prestar hafa ljáð friðar- hreyfingunum nafn sitt og m.a. tekið undir þau sjónarmið, að enginn munur væri á Kremlverjum og Bandaríkja- mönnum. Slíka sálusorgara er ekki hægt aö taka alvarlega. Burtséö frá þvi, hvaða augum menn lita vopnabún- að, er ljóst, að langt er i land með að hann verði ónauðsynlegur. Meira að segja á lslandi verður að þjálfa lög- regluna i vopnaburði til þess aö geta variö borgara landsins fyrir misindis- mönnum. Ekki eru nema nokkur ár síðan menn bmtust inn í skotfæra- verslun hér á landi og skutu á gesti og gangandi, og var það guös mildi, að ekkiurðustórslys. Engum presti myndi detta í hug aö leggja að jöfnu vopnaðan lögreglu- mann og vopnaðan ræningja. Og það er eins með Vesturlönd og kommúnista- ríkin. Það er ekki hægt að leggja að jöfnu varnarviðbúnaö Vesturlanda- þjóða og sóknarheri kommúnistaríkj- anna. Morðin á farþegum suðurkóresku þotunnar hafa verið fordæmd um allan heim. Meira að segja Þjóðviljinn treystir sér ekki til þess að verja at- hafnir lærífeðranna í Kreml og frétta- stofur útvarps og sjónvarps hafa gert málinu skil, þótt mörgum finnist und- arlegt, að fréttamenn skuli einlægt tala um vélina, sem týndist og vélina, sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að hafa skotið niður. En eins og fyrri daginn eru þessar fréttastofur ætið hlutlausarí austur á bóginn en vestur. A sama tíma og þessar voðafregnir berast um heiminn eru Samtök her- stöðvaandstæðinga að efna til friðar- viku á Islandi, og er enn sem fyrr meg- ^ .. svo er guði fyrir að þakka, að al- menningur hér á landi lætur áróður friðarhreyfinganna lítið á sig fá.” inmarkmið með þeirri viku að grafa undan því trausti sem Islendingar hafa á vamarsamvinnu vestrænna þjóða. Og nú hafa þessi styrktarsamtök Andropov fengið inni í Þjóðleikhúsinu með áróður sinn, og er forvitnilegt að fá að vita, hvort önnur st jórnmálasam- tök geti fengið inni í opinberum stofn- unum með áróðursf undi sína. Verður haldinn fundur? Þá munu verða samkomur í ein- hverjum kirkjum höfuðborgarinnar til þess aö þjónusta stefnu Sovétríkjanna í utanríkismálum. Eg man eftir þvi, aö fyrir nokkrum mánuöum voru framin hermdarverk á saklausum borgurum í Líbanon. Þá var haldinn fundur á Aust- urvelli til þess að biðja fyrir sálum fómarlambanna og fordæma hryðju- verkin. Síðan hefur verið tregt um fundi. Væri forvitnilegt að vita, hvort ekki sé í ráði að halda svipaðan fund til þess að minnast farþeganna í suður- kóreskuvélinni. En kannski er til of mikils mælst, kannski er það líka svo, að verði Sovét- menn styggöir, þá bitni þaö á saklausu Háraldur Blöndal ------------■..... fólki, þvi best að þegja eins og al- kirkjuráðið gerði um ofsóknir á hendur kristnum mönnum í Sovétríkjunum. Kjarnorkuvopn nauðsynleg Og samhliða því, að prestar reyna að fá söfnuöi sína til þess að trúa fagur- gala Andropov, þá fara um götur Reykjavíkur krakkar í skrípabúning- um til þess að leika hörmungar kjarn- orkustyrjalda. Ekki ætla ég aö draga úr því, að kjamorkustyrjöld yrði hrikaleg, rétt eins og allar styrjaldir. Og eins og ágæt þýsk kona benti á hér í blaðinu, þá vom ekkert síðri hörmung- amar, sem gengu yfir óbreytta borg- ara i Þýskalandi en í Japan, og sömu sögu er að segja af hörmungunum i Bretlandi og Sovétríkjunum. En er leiðin til þess að draga úr hættu á kjarnorkustyrjöld fólgin í því aö draga úr vörnum Vesturlanda? Síður en svo. Besta vömin til þess að tryggja frið í Evrópu er að tryggja vamir Vestur-Evrópu. Og ef nauðsyn- legt er að hafa kjarnorkuvopn til þess að tryggja þessar vamir á að vera með kjamorkuvopn. Það er samdóma álit allra stjóm- málamanna á Vesturlöndum, sem ábyrgö bera á öryggi landa sinna, að vamir Vesturlanda verði ekki tryggð- ar nema með kjarnorkuvigbúnaði. Ég sé enga ástæðu til þess að reng ja þessa menn eða ætla þeim að þeir séu stríðs- óðir. Þvert á móti muna þessir menn hörmungar seinna heimsstríðsins og vilja koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Og svo er guði fyrir aö þakka, að al- menningur hér á landi lætur áróður friðarhreyfinganna lítið á sig fá. Það breytir þvi hins vegar ekki, að mót- mæla verður síendurteknum fullyrð- ingum þessara manna um, hvernig best veröi varðveittur friður á jörðu. Haraldur Blöndal. Krukkað i gamla kerfið Þegar við Alþýðuflokksmenn rædd- um myndun ríkisstjórnar við Sjálf- stæðisflokk og Framsóknarflokk á liðnu voru, Iögðum við ríka áherslu á, að nú þyrfti róttæka kerfisbreytingu í íslensku þjóðfélagi. Kerfisbreytingu, sem gerði okkur kleift aö stokka upp, breyta og fara nýjar leiðir í stjórn efnahagsmála. Við sögöum: Það bjóöast betri leiðir, en þær sem farnar hafa veriö í stjórn islenskra efna- hagsmála undanfarin ár. Þessi stefna okkar fékk nokkum hljómgrunn í við- ræðunum, en ekki nægan. Vissulega bjóðast betri leiðir, en gallinn á gjöf Njarðar er sá, að núver- andi ríkiksstjóm vill ekki fara þær. Hún fer áfram sömu gömlu leiðirnar, sem íhaldsflokkamir tveir, sem nú fara með stjórn landsins hafa tekið sérstöku ástfóstrí við. Ónýtt kerfi Við höfum ítrekað bent á, að núver- andi verðlagskerfi í landbúnaði er úr- elt. Þarþarf kerfisbreytingu. Bændum greiðast afurðirnar seint og illa. Milli- liðimir, með SIS i fararbroddi, hafa allt sitt á hreinu, og viröast hagnast vel, ef dæma má eftir fjárfestingu t.d. í vinnslustöðvum. Fimleikarnir með búvöruverðið nú þessa dagana em enn eitt dæmið, enn ein staðfestingin á þvi að þetta kerfi er orðið ónýtt. Um síðustu mánaöamót munu hafa veríö óseldar í landinu á þríöja þúsund lestir af dilkakjöti og sláturtíð aö hefj- ast. Góð ráð dýr. Hvað skyldi nú gera? Jú, Tíminn, málgagn SlS, sagði lands- lýð frá því í vikunni, sem leið. Landsút- sala á kjöti, og bændur gefa neyt- endum tíu krónur af hverju kjötkílói! Af lækkuninni borga svo neytendur sjálfir tiu krónur í auknum niður- greiðslum. Vissulega er það góðra gjalda vert að lækka verð á kjöti, en ríkisstjóminni gengur þó ekki góð- semin ein til með þessum aðgerðum. Hér er enn einn visitöluleikurinn á ferðinni, og þegar kjötútsölunni lýkur í október, skellur svo á enn ein flóö- bylgja hækkana. Tíminn sagði fjálglega frá því eins og áður sagði, að nú ætluðu bændur að gefa neytendum tíu krónur af hverju kjötkílói. En nú skulum við athuga, hver er að gefa hver jum hvað. Á þessu ári má áætla, aö íslenskir-skattgreiö- endur borgi 225 milljónir króna í út- flutningsuppbætur á íslenskar land- búnaöarafurðir, að mestu dilkakjöt, sem selt er í potta útlendinga. Þessi greiðsla kemur frá íslenskum skatt- greiðendum til að bændur fái fullt verð eða því sem næst, miðað við innan- landsmarkað. Ég minnist þess aldrei aö hafa heyrt Timann komast þannig að orði, að með þessum meðlags- greiðslum væm neytendur að gefa bændumfé. Hver gefur hverjum hvað? Um síöastliðin mánaðamót voru til i landinu um 2250 lestir af dilkakjöti. Þetta kjöt hefur ekki tekist aö selja á erlendum mörkuðum. Ef hins vegar hefði tekist að selja þessar rúmlega tvö þúsund lestir til útlanda má reikna með, aö það heföi kostað ríkissjóð i út- flutningsbótum 75—80 krónur á hvert kíló. Með öömm orðum: Fyrir þessi 2250 tcnn hefði ríkissjóður þurft að greiða í útflutningsuppbætur um 170 milljónir króna. Það fé hefði að sjálf- sögðu komið beint úr vösum íslenskra skattgreiöenda og bæst við þær 225 milljónir, sem væntanlega fara i út- flutningsuppbætur í ár. Það er þvi rétt aö tala ofur varlega um það, hver sé að gefa hverjum hvaö. Það sem gera þarf Samtimis þvi, sem þetta er tilkynnt er frá því greint, að nú eigi að fella niður söluskatt af landbúnaðarvélum. Og enn í sama mund tilkynna ráðherr- arnir hver á fætur öðrum, að gagnvart almenningi i landinu sé ekkert svig- rúm til skattalækkana, þrátt fyrir lof- orð stjórnarsáttmálans um skatta- Eiður Guðnason lækkanir, — lækkaðan tekjuskatt til dæmis. Enn er kmkkað í gamla kerfið. Það er löngu ljóst í allra vitund, að sölu- skattskerfiö er hriplekt og ónýtt. Stór- ar fúlgur koma þar hvergi fram, og neðanjarðarhagkerfið stendur nú með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Rikisstjórnin er enn við sama hey- garðshomiö. Það er kmkkað í gamia kerfið, en kerfinu ekki breytt. Hér ber aHt að sama brunnl Engar raunveru- legar breytingar, — aðeins lappaö upp á þaðliðónýta kerfi, sem fyrir er. Meöal þess sem við Alþýðuflokks- menn lögöum til að gert yrði í landbún- aöarmálum, þegar við vorum að ræða stjómarmyndun í vor var eftirfarandi: — Endurskoðun á fjárfestingarstyrkj- um til landbúnaðar. — Endurskoöun á skipan fram- leiösluráðs landbúnaðaríns. — Endurskoðun á niðurgreiðslukerf- inu. — Afnám útflutningsbóta í stiglækk- andi áföngum. — Endurskoðun verðmyndunarkerfis- ins. — Efling nýrra búgreina, fiskeldis, loðdýraræktar og ylræktar. — Afnám einkasölu Grænmetisversl- unar landbúnaðaríns. Þetta er meðal þess, sem gera þarf. Ógöngustefna Engum dylst, að nú árar illa í is- lenskum landbúnaði vegna ótíðar í sumar. En bændur hafa séö hann svartan fýrr. Eins og landbúnaðar- ráðherra komst réttilega að orði í sumar í viötali við Ríkisútvarpið þá em bændur atvinnurekendur. Eins og aörir atvinnurekendur verða bændur auðvitað aö taka áhættu og oft kannski meiri áhættu en aörír i þeim hópi. Þeir geta hins vegar ekki ætlast tii og ætlast ekki til, að skattgreiðendur jafni hall- ann á búrekstri þeirra á hverju ári. Traustur landbúnaður er einn af hornsteinum efnahagslifsins. Það er okkur öllum ljóst. Landbúnaðarstefna undanfarinna ára hefur hins vegar Ieitt bændur og okkur öll í ógöngur. Nú þarf að söðla um. Gamla kerfiö gengur ekki lengur. Eiður Guðnason, alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.