Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Page 32
1 hverri viku Báðarþyrlur Gæslunnar óflughæfar — varahlutir fástekki leystir úr tolli Báöar þyrlur Landhelgisgæslunnar eru nú óflughæfar. Ástæöan er sú aö fjármagn fæst ekki til aö leysa út vara- hluti, aö sögn Þorsteins Þorsteins- sonar, flugrekstrarstjóra stofnunar- innar. „Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er vandamál sem öll ríkis- fyrirtæki eiga viö aö stríða,” sagöi Þorsteinn. Minni þyrlan, TF-GRO, getur ekki flogiö þar sem rótorblað vantar. Þaö blaö er komiö til landsins en fæst ekki úrtolli. „Fyrir nokkru urðum viö varir viö hnignun í rótorblaðinu. Eftir leitarflug viö Eyrarbakka sáum við aö hnignunin var komin niöur fyrir þau mörk sem viö teljum örugg,” sagöi Þoreteinn. TF-RÁN kom úr skoöun í gær. Enn vantar aö leysa út olíuþrýsimæli til aö hún veröi flughæf. Þoreteinn sagöist þó vona aö þaö gerðist fyrir kvöldiö. -KMU/KLP. Leitað við Ölfusárós Leit aö bræðrunum tveim, sem fór- ust meö Bakkavík ÁR-100 í fyrradag, stóö fram yfir miönætti í nótt. Leit hófst að nýju í morgun. Leitaö er meðfram strandlengjunni milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar og inn í ölfusárós. Mikiö brak úr bátnum hefur rekiö á land, aöallega vestan megin við ósinn. Það þykir ganga kraftaverki næst aö Vigfús Markússon, 22 ára, skyldi kom- ast lífs af úr þessum hildarleik. Honum er lýst sem miklum þrekmanni. Hann hefur hlotið þjálfun við köfun og unnið við að leysa netaflækjur úr skrúfum skipa. Sú reynsla hans hefur áreiðan- lega átt stóran þátt i björgun hans. Vigfúsi heilsaðist vel á Sjúkrahúsi Suöurlands á Selfossi í morgun. Daníel Daníelsson yfirlæknir sagöi aö Vigfús heföi ekki óskað ennþá aö gefa skýrslu um atburöinn. -KMU. LOKI Þá hefur endanlega veríð tekið fyrir rassaköstin / Læragjá. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983. 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Frjalst,ohao dagblað Nauthólsvík: Lækurinn vinsæli i Nauthólsvík mun hugsanlega aldrei opnast fram- ar til baöa. Heitt vatn hefur ekki runnið í hann frá því í apríl síðast- liðnum. „Það er eins líklegt að þetta verði svona um alla framtíð,” sagöi Ámi Gunnarsson, verkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, þegar DV spuröi hann um hversu lengi yrði vatnslaust í Læknum. „Viö höfum veríð að auka dælingu úr Reykjavíkursvæðunum. Þar af leiðandi höfum við þurft að fuilnýta afgangsvatnið,” sagði Ami. Borholusvæði Hitaveitunnar era þrjú; Laugardalssvæði sem er tæp- lega 130 gráðu heitt; og Reykjasvæði í Mosfellssveit sem er um 80 gráðu heitt. Hitaveitan selur viðskiptavinum sinum 80 gráöu heitt vatn. Vatnið úr Reykjavíkursvæðunum er hins veg- ar mun heitara. Það þarf því að kæl- astniöur. Til kælingarinnar notar Hitaveitan frárennslisvatn. Það vatn er orðið um 40 gráðu heitt eftir aö viðskipta- vinurinn hefur notaö þaö til upphit- unar. Lækurínn i Nauthóisvik meðan volgt vatn rann um hann. Hita- veitan hgfur nú breytt rekstrínum þannig að ekkert vatn verður af~ gangs. Aður rann afgangur af þessu frá- rennslisvatni um öryggisventil úr gömlu geymunum á öskjuhlíð niður í Lækinn í Nauthólsvík. Eftir að Hita- veitan fór að nýta heitari svæðin meira þarf hún á öllu frárennslis- vatninu aö halda til kælingarinnar. „Þaö er ákaflega erfitt að segja til um það hvort það verði til afgangs- vatn fyrir Lætónn í framtíðinnL Það þarf ektó að búast við neinu. Þetta er algerlega háð rekstri Hitaveitunn- ar,”sagðiArni. Lækurínn var á sínum tíma fjöl- sóttur baðstaður. Mitól vinna hefur veriö lögð í að gera umhverfi hans snyrtilegt. -KMU. KAPPSIGUNG í HAFNARKJAFTINUM Þessa skemmtilegu mynd tók Sveinn Þormóðsson Ijós- myndari í hafnarkjaftinum í Reykjavík. Þarna heyja þrír bát- ar kappsiglingu inn höfnina, tveir skelfiskbátar og einn netabátur. í þessari kappsiglingu er ekki keppt við klukk- una heldur um bryggjupláss i Reykjavíkurhöfn. Þar er oft þröngt á þingi og allir vilja fá sem besta piássið. -klp/D V-mynd S. Kom með fulla tösku af lyfjum á lögreglustöðina Maður sem sýnilega hafði fengið sér of stóran skammt af lyfjum og áfengi kom ráfandi inn á lögreglu- stöðina við Hverfisgötu eldsnemma í morgun. Þegar lögreglumennimir ætluðu að fara að ræða við hann var af og frá aö fá upp úr honum orð af viti. Maðurinn var með tösku í hendinni og þegar lögreglan kannaöi innihald hennar nánar kom í ljós að hún var full af lyf jaglösum merktum Apóteki 'Mosfellssveltar. Þótti mönnum á stöðinni það grun- samlegt og var lögreglan í Hafnar- firði beðin um að athuga apótetóð í Mosfellssveitinni nánar en það er í hennar umdæmi. Kom þá í ljós að brotíst hafði veriö þar inn og ein- . hverj u af lyf jum stolið. Var verið að kanna í morgun hvort meira magn en það sem var í tösk- unni væri horfið og beðið eftir aö rynni af manninum svo hægt væri aö yfirheyra hann. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.