Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Síða 6
6 DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Hinn sovéski Airbus, iL-86, sem tekur 350 FARÞEGA. Flug til Sovétríkjanna er nú mjög í brennidepli eftir að Sovétmenn skutu niður kóresku farþegaþotuna og myrtu þar með 269 manns. Ljóst er að áætlunarflug milli risans í austri og Vesturlanda veröur með ýmsum takmörkunum næstu vikur. En sovéska flugfélagið Aeroflot læt- ur sér þetta eflaust í léttu rúmi liggja. Fyrstu sex mánuði þessa árs flutti félagið tæplega 50 milljónir far- þega. Aeroflot er stærsta flugfélag heims og hefur mjög fært út kvíarnar á undanfömum árum. Félagið held- ur uppi áætlunarflugi jafnt til svört- ustu Afriku sem auðnanna í Síberíu, auk flugs til flestra höfuðborga Evrópu og til staða við Karabiska hafið, svo eitthvað sé nefnt. A síöasta ári fluttu vélar félagsins um 100 milljónir farþega og þurfa stjórnend- ur þess ekki aö hafa áhyggjur af lé- legri sætanýtingu. Flugmenn vopnaðir Allur rekstur Aeroflot er í nánum tengslum við flugherinn, enda hefur herinn gripiö til flugflota Aeroflot Ferðamál Sæmundur Guðvinsson þegar mikið liggur við, til dæmis við innrásina í Afganistan. Flugmenn- irnir hafa hlotið stranga herþjálfun og eru í varaliöi flughersins. Þeir bera jafnan vopn í starfi og hika ekki við að nota þau ef tilraun er gerð til flugráns. Þeir eru margir hverjir af- burðasnjallir i starfi og tekst að fljúga til ýmissa krummaskuða í Sovét við hinar erfiðustu aðstæður. Oft og tíðum er ekki um aðrar sam- göngur aö ræða en flugið, sérstak- lega yfir vetrarmánuðina. Tregt um upplýsingar Þótt hinar stóru Ilyushin 62 far- þegaþotur Aeroflot og þriggja hreyfla Tupolevsþotur séu tíðir gestir á flugvöllum viðs vegar um heiminn, er síöur en svo aö upplýsingar um félagið liggi almennt á lausu. Til dæmis er ekki vitað hve félagiö er með margar vélar í rekstri, fjöldi starfsmanna er ekki gefinn upp og lítið fer fyrir fréttum af slysum og óhöppum. Það eru meira að segja ekki nema nokkur ár síðan félagiö fór að láta dreifa prentaðri áætlun innanlandsflugsins. Áður var látiö nægja að hengja upp töflur í flug- stöðvum hvar á var skrifað hvenær næstu ferðir væru. Innanlandsflugiö er stærsti þátt- urinn í rekstri Aeroflot, en tilhögun þess er ekki alltaf upp á það besta. Oft eru farþegar mun fleiri en hægt er að ráða við, sérstaklega yfir sum- arleyfistímann. Erfitt getur reynst að fá farseðil og bókanir veita ekki tryggingu fyrir fari þar sem inn- •fæddir eru iðulega látnir víkja fyrir yfirstéttinni eða erlendum gestum og ferðamönnum frá öörum löndum. Reynt hefur verið aö bæta ástandið með því að smiða stærri vélar eins og til dæmis IL—86, sem er hinn sovéski Airbus og tekur 350 farþega. Þjónusta um borð er í lágmarki. Matur er einungis framreiddur á þeim leiðum þar sem flugtími er yfir þrjár klukkustundir. Reykingar eru alfarið bannaöar í innanlandsflugi og sömuleiðis neysla áfengis. „This plane is... " Aeroflot hóf ekki reglubundið áætlunarflug til annarra landa fyrr en árið 1954. Síöan hefur verið lögð mikil áhersla á að fjölga viðkomu- stöðum og teygja áætlunarnetið sem víöast, meðal annars í pólitískum til- Úr fréttabréfi Ferdamálaráds: Framhald verdur á Bretland: AmerisUlr hótelhringar breiða úr sér Amerískar hótelkeðjur hafa ákveðið að fjárfesta gífurlegar upp- hæðir í nýjum hótelum á Bretlands- eyjum. Þykir Könum sem Bretar hafi farið sér fullhægt við að byggja lúxushótel úti um land og hyggjast nú bæta úr því ófremdarástandi. Þaö eru Holiday Inn, Ramada og Sheraton sem ætla nú að sýna Bret- um fram á, að timi „king size” rúma .................. . Ml og miníbara á hótelherbergjum sé runninn upp. Forsprakkar hótelkeðj- anna hafa gert umfangsmiklar markaðsrannsóknir víðs vegar um England og Skotland. I kjölfariö sigla minni hóteiliringar, svo sem Marriott, sem fyrir skömmu keypti Europa Hotel í Mayfair af Grand Metropolitan fyrir 14 milljónir sterl- ingspunda. Raunar á Holiday Inn nú þegar 17 hótel á Bretlandi og hyggst fjölga herbergjum um 550 á næstu sex árum. Kostnaður er áætlaður sem svarar um 1,7 milljónum íslenskra króna á herbergi miðað við f jögurra stjörnu hótel. Sheraton hyggst opna átta ný hótel fram til ársins 1989. Þau eiga að vera fimm stjömu og kostnaður á hvert herbergi liðlega tvær milljónir króna. Hótelhringarnir ætla aö hreiðra um sig á stöðum eins og Plymouth, Birmingham, Reading, Croydon, Brighton, Glasgow og Manchester. I flestum tilfellum leggja bresk fyrir- tæki eitthvert fé í fyrirtækin og á sumum stöðum veita byggðasjóðir hagstæölán. Þeir sem horfa með áhyggjusvip á þessa þróun eru einkum eigendur lítilla hótela þar sem veitt hefur verið persónuleg og góð þjónusta en þægindi litil miðað við lúxushótelin. Telja eigendur hótelanna að stór hluti viðskiptavina muni flykkjast inn á fínu hótelin, ekki sist þeir sem feröast í bisnesserindum. - SG Sovéska flugfélagid Aeroflot: Flytur yfir 1OO milljónir farþega á hverju ári FERÐAMÁL, fréttabréf Ferðamálaráðs Islandí ,er nýkomið út. Þótt blaöið sé ekki stórt er þar að finna ýmsan fróöleik og upplýsingar um ýmislegt er að ferðamálum lýtur. Við tökum okkur það bessaleyfi að grípa nokkrar fréttaklausur úr fréttablaðinu og fara þær hér á eftir. Ferðist um IMorðurlönd Kynningarherferðin „Ferðist um Norðurlönd” sem NT (Nordisk Turistrad) og Noröurlandaráð standa að, hefur verið tekin upp að nýju. Verður um áramótin gefinn út allstór sameiginlegur bæklingur í alls 400 þúsund eintökum, þar sem verða upplýsingar um ferðalög á Norðurlöndum og sérstök áhersla lögð á að skýra frá nýjungum og hagkvæmum ferðakjörum. Einnig verður í sérkafla skýrt frá öllum hóp- og einstaklingsferðum milli Norður- landanna sem á markaðnum eru. Islenskum aðilum sem vilja koma efni á framfæri við ritnefndina, er bent á að snúa sér til Ferðamálaráös Islands hiðfyrsta. Ferðamyndbönd Ferðamálaráð hefur nú í undir- búningi, í samvinnu við fleiri aöila, gerð myndbanda til kynningar á ýmsum vinsælum ferðamannaleið- um. Veröur fyrst tekin fyrir leiðin að Gullfossi og Geysi, en síðan er fyrir- hugaö aö mynda leiðina frá Akureyri til Mývatns. Kynning um borð Um borð í millilandaferjunum tveimur var í sumar starfsmaður á vegum Ferðamálaráðs og fleiri aðila, er annaöist landkynningu, þ.e. sýningu kvikmynda og litskyggna, svo og upplýsingamiðlun til erlendra farþega um ferðaskilyrði hér á landi. Mæltist þessi þjónusta mjög vel fyrir. Endurbætur á aðstöðu Umtalsverður hluti af þeim fjár- munum, sem Ferðamálaráð hefur til umráöa á hverjum tíma, fer til um- hverfismála og uppbyggingar og endurbóta á aðstöðu fyrir ferðamenn víðs vegar um landið bæði í byggðum og óbyggðum. Er á yfirstandandi ári um að ræða 2,2 millj. kr. er fara beint til þessara verkefna. Þetta fé fer í kostnað við gerð úti- kamra og/eða vatnssalema á vinsælum ferðamannastöðum, gerö eða lagfæringu göngustíga, hreinsun og sorphirðingu og margt fleira. Ýmist eru verkefnin unnin af Ferða- máiaráði eða sveitarstjÓTiir og aðrir aðilar á stöðunum fá styrk til fram- kvæmdanna eða þau eru unnin í sam- vinnu við Náttúruverndarráð. Meðal þeirra staða þar sem unnið hefur verið í sumar má nefna Hom- strandir, Mývatnssveit, Þjórsárdal, Herðubreiðarlindir, Breiðamerkur- lón, Landmannalaugar og Dettifoss. Áhrif ferða- mannastraums A vegum Nordisk Turistrad hefur í nokkur ár verið unnið að rann- sóknarverkefainu „Turismens kon- sekvenser” en nánar tiltekið er þar fjallað um áhrif ferðamannastraums á land, fólk og samfélag manna og um uppbyggingu ferðaþjónustu. Bráðlega mun koma út handbók sem m.a. mun innihalda leiðbeiningar fyrir bæjar- og sveitarfélög um hvernig skuli standa að uppbyggingu ferðaþjónustu. Næsta vor verður á Alandseyjum haldinn lokafundur um, þetta verkefni og er Islandi heimilt að senda þangað allt að sex fulltrúa. Loftpúðaskip eins og þau sem SAS ætier eð gere út. SAS ætlar á sjóinn SAS ætlar að taka upp áætlunar- ferðir á sjó næsta sumar. Þá hyggst félagiö taka í notkun tvö loftpúðaskip sem eiga aö sigla milli Málmeyjar i Svíþjóð og flugvallarins í Kaup- mannahöfn. Gerður hefur verið samningur um leigu á tveimur skip- um sem taka 80 farþega hvort, að því er segir í blaðinu Stand By. Loftpúðaskipin verða máluð í SAS- litum og farþegarými innréttað með likum hætti og gerist I DC-9 flug- vélum SAS á Evrópuleiðum, það er að segja með EuroClass farrými og túristafarrými. Sjófreyjur bjóða drykki, útbýta dagblöðum og selja toUfrjáilsan vaming á þeim 30 mínút- um sem ferðin tekur. Skipin munu sigla um 10 ferðir á dag fram og til baka og tímaáætlun miðuð við flug- áætlun SAS, enda eru farpantanir og annað með sama hætti og um flug- ferðværiaðræða. SAS reiknar með að um þrjú hundruð þúsund manns komi til með að nota þessa nýju þjónustu á hverju ári. - SG Norðiirlandaherferð gangi. Nokkuð hefur borið á því, að flugfreyjur hafi hlotiö snöggsoðna þjálfun áður en þær hófu störf. Fyrir lendingu hefur mátt heyra setningar eins og þessa: „Dear passengers, this plane is now going down! ” Aerofloter eitt fárra fyrirtækja sovéskra sem heldur uppi auglýs- ingastarfsemi. Sagt er að í byrjun hafi auglýsingar félagsins á Vestur- löndum einkum falist í slagorðinu „Fly by plane”, en í dag er slagorðið „Aeroflot — at your service” mest áberandi. -SG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.