Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. 21 Samhvæmt 14. gr. um- ferðarlaga Eg ætlaöi að fara að sjá drottningu dávaldanna um daginn en gat það ekki vegna þess aö ég á í talsverðum erfiöleikum með að vera á tveim stöðum í einu af því að ég er ekki f ugl eins og maðurinn í útlandinu sagði eitt sinn. Ekki datt mér i hug að láta dáleiða mig en á hinn bóginn hef ég gaman af öllu yfirnáttúrlegu og þess vegna hlakka ég afar mikið til um áramótin þegar verðbólgan verður komin niðurí þrjátíu stig. Ef þessir verðbólguútreikningar standast sé ég ekki betur en reikn- ingsmeistarar verði að fara að leita sér að annarri vinnu því að þá er búið að f inna hina endanlegu lausn á verð- bólguvandanum. Þegar þessi bólga lætur næst á sér kræla þarf ekki annað aö gera en vera nógu fljótur að fella niður tolia af þurrkuðum eplum ogmáliðerleyst. En ég hef satt aö segja ekki ákaf- ’lega mikla trú á aö útreikningar standist því að samkvæmt upplýs- ingum þeirra sem best þekkja til verðbólgu hafa útlend áhrif oft leikið hana grátt og þau valda ekki síður timburmönnum en hin innlendu. Samt sem áður held ég að það sé alveg rétt hjá ráðherrum að veislu- höldum okkar atkvæðanna sé lokið þótt enn séu eftir nokkur kokdilliboð í ráðuneytum en það er hins vegar ekki alls kostar rétt að við sitjum uppi með timburmennina því aö þeir ágætu menn virðast hafa tekið sér endanlega bólfestu i höfðum þeirra sem stofnuðu til gleöskaparins. 14. gr. umferðariaga Þegar ég var í sveit á mínum yngri árum þótti alveg sjálfsagt að sláttur stæöi um það bil fram að rétt- um enda voru tæki til heyskapar af skornum skammti þótt yfirleitt væri nóg af mannskap en nú, þegar ekki er hægt að þverfóta fyrir stórvirkum vélum í sveitum landsins, eru bænd- ur svo fáliðaðir að ef þeim tdist ekki að heyja á þremur vikum í júlí eða ágúst verða þeir að kalla til Rauða krossinn sem sendir umsvifalaust þrautþjálfað lið til að bjarga heyj- um. Svona leikur tæknin okkur stund- Háaloftið Benedikt Axelsson um grátt þótt hún komist ekki í hálf- kvisti viö lögregluna sem leikur það hlutverk þessa dagana aö klippa númer af bílum sem hafa gerst brot- legir við 14. gr. umferöarlaga. Eins og í mörgum öðrum greinum er ég dálítiö slappurí lögfræði en veit þó að ef maður ekur yf ir götu á rauðu ljósi fær maður sekt ef nógu kvik- indisleg vitni eru að atburöinum til að kæra mann en sleppur viö hana að öðrum kosti. Það er sem sagt allt í lagi samkvæmt minni lögfræðiþekk- ingu að brjóta af sér svo framarlega sem það kemst ekki upp. Nú er Island stórt land, samanbor- ið við Danmörku, og mjög merkilegt, samanborið við öll hin, og til að menn rugli ekki saman t.d. Þingeyingi, sem á ættir að rekja til þeirra manna sem stofnuöu fyrsta kaupfélagiö, og Húnvetningi, sem á ættir að rekja til sauöaþjófa, er landinu skipt niður í sýslur og hefur hver sýsla sinn ein- kennisstaf á bifreiðum. Þetta er gert til að utanbæjar- bifreiðir þekkist í umferðinni í Reykjavík og hægt sé aö úthúða bíl- stjórum þeirra í ræðu og riti fyrir lé- legan akstursmáta á Miklubrautinni. Ef maður flytur á milli umdæma með bílinn sinn og konuna sina og bömin verður að umskrá bilinn sam- kvæint lögum en þvi miður má flytj- andinn ekki aldeilis gera þaö þegar honum hentar, hann verður aö gjöra svo vel að vera búinn að því áður en hann er stöövaður á Hringbrautinni af tveimur fílefldum lögreglumönn- um sem tilkynna honum að þeir hafi fengið það verkefni að klippa númerin af bilnum samkvæmt 14. gr. umferðarlaga. Sem betur fer er ekkert minnst á konuna og bömin og virðist mega flytja þau á milli umdæma að vild án þess að það varði við umferðarlög og maöur andar svolítið léttar því að þótt ekki sé hægt að fara á konunni sinni í vinnuna er hún algjörlega ómissandi til ýmissa annarra hluta. En maður er ekki fyrr farinn að hrósa happi yfir þessu en það kemur tilkynning í útvarpi þess efnis að allir þeir sem ekki hafi nú þegar til- kynnt aðsetursskipti megi búast við óþægindum eins og opinberar stofnanir orða það þegar þær ætla að fara aö bjóða upp húsið okkar eða rífa af bömunum okkar vidiótækið og allar spólumar með Tomma og Jenna. Svo ég snúi mér aftur að 14. grein- inni virðist helsti gallinn á henni vera sá að hún virðist ekki í gildi nema um helgar og yfir blánóttina þegar Bifreiðaeftirlit ríkisins er lokað en það er stofnun sem sér um að athuga hvort ljósin á bílnum okkar séu í lagi og hvort við höfum munað eftir því að borga trygging- una af bílnum og setja á hann drullu- sokkinn sem datt af stuttu eftir síð- ustu skoöun og hefur ekki, þótt merkilegt megi teljast, varðað við umf erðarlög f ram að þessu. Eg las það í ágætu blaði um daginn að klippt hefðu verið númer af fjölda bíla við nokkrar blokkir í borginni og fólkið hefði ekki almennilega vit- aö hvemig það ætti aö komast til vinnu sinnar. Eg hefði svo sem getað sagt því það og ég hefði einnig getað sagt því að ef maður viil ekki gerast brot- legur við 14. gr. umferðarlaga er vissara að hafa skoðun á hlutunum. Kveðja Ben. Ax. IÐNRÁÐGJAFI Á VESTFJÖRÐUM Starf iðnráðgjafa í Vestfjarðakjördæmi er laust til umsóknar. Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf, sendist stjóm Fjórðungssambands Vestfirðinga, Hafnarstræti 6, 400 — Isafirði, fyrir 10. október nk. merkt Iðnráðgjafi. FJÓRÐUNGSSAMBAND VESTFIRÐINGA. Fyllingarefni Nú höfum við allt fyllingarefni sem ykkur vantar, ásamt möl- uðu undirlagsefni. Ámokaö frá kl. 7.30 til 22.00 mánudaga til fimmtudaga. Föstu- daga og laugardaga kl. 7.30 til 18.00. Allar uppl. gefur skrifstofa okkar frá kl. 9—12 alla virka daga. ElSMMtH 0® Malarnám við Krísuvíkurveg. Sími 50876. METTE 3x1x1. Staögraiðsluverð 14.583. 3x1x1. Staðgreiðsluverð 10.858. Tvíbreiður svefhsófí. Staðgreiðsluverð 9.810. Kojur m/dýnum og skúffu. Staðgreiðsluverð 9.262. Rúm m/dýnum og skúffu. Staðgreiðsluverð 5.595. Verð og kjör við allra hæfi. Sendum ípóstkröfu. HAMRABORG 12 KÓPAVOGI SÍMI46460

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.